Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 36
SÍMAR: 2 60 60 OG 26066 AÆTLyNARSTAOIR AKRANES, FLATEYRI, HÓLMAVÍK, GJÓGUR. STYKKISHÓLMUR, RIF, SIGLUFJÖRÐUR. BLÖNDUÓS. HVANIMSTANGI. nUGLVSinCHR íg.^22480 LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 Orkumálafundur á Akurevri: Frumvarp um Kröflu- virkjun verður lagt fram á næstunni Norðurlandi og stjórnarmönnum Fjórðungssambandsins. Fundur- inn hófst með ræðu Hauks Harðarsonar, formanns sam- bandsins en síðan tók orkumála- ráðherra, Magnús Kjartansson, til máls. I ræðu sinni kom hann með þrjár hugmyndir um það hvernig leysa mætti hina geysilegu orku- þörf Norðlendinga til bráða- birgða. í fyrsta lagi vill hann, að sett verði upp á Akureyri vara- dieselrafstöð, sem framleitt getur 3—4 mw og því þyrfti að fiýta eins og unnt væri. í öðru lagi að leggja hina svonefndu byggðalínu norður, sem væri fljótvirkasta að- ferðin til að auka orkuframboðið. Þessi lína mun kosta 4—500 milljónir og á fjárlögum næsta árs eru áætlaðar 200 milljónir króna til þessa verks. Áherzlu þyrfti að leggja á, að línan yrði komin norður fyrrihluta árs 1975. Þá þyrfti að undirbúa virkjunar- framkvæmdir á Norðurlandi og í því sambandi virtist jarðgufu- virkjun við Kröflu álitlegust. Síðan sagði ráðherra: „Gufuafls- virkjunin við Kröflu þarf að taka til starfa eigi síðar en 1978. Þessa dagana er verið að ganga frá frumvarpi til laga um heimild til virkjunarframkvæmda við Kröflu." Ennfremur kom fram á fund- inum, að mikiar líkur eru á, að háhitasvæðið í Þeystareykja- hverfi sé mjög heppilegt til gufu- aflsvirkjunar, en þar hafa aðeins farið fram frumathuganir. Á eftir Magnúsi Kjartanssyni flutti Jakob Björnsson ræðu. Sagði hann m.a., að reiknað hefði verið út, að kílówattstundin frá Kröfluvikjuninni myndi kosta 39 aura, sem er einkar ódýrt. En þessi tala ætti þó örugglega eftir að hækka eitthvað. Þá ræddi hann um aðrar hugsanlegar stór- virkjanir á Norðurlandi, og benti á jökulsár í Skagafirði, og eins Blöndu, en þessar ár er nú talið mjög heppilegt að virkja. Formaður stjórnar Laxárvirkj- unnar, Valur Arnórsson, kaup- félagsstjóri, ræddi um starfsemi virkjunarinnar. Hann sagði, að rekstur nýju virkjunarinnar, sem nefnd er Laxá 3., hefði gengið illa í vetur. Erfiðleikarnir væru við inntak nýju stöðvarinnar, en þar gengi illa að ná vatninu inn. Ekki væri hægt að kenna krapi um i þetta skiptið, því að það hefði ekki verið svo teljandi væri í ánni í vetur. Ástandið gæti því orðið enn verra, ef krap myndaðist í Laxá. Ástandið í orkumálum á Norðurlandi væri því algjörlega óviðunandi. Þá kom t.d. framhjá Knúti Ottersted, rafveitustjóra á Akureyri, að aug- ljóst væri, að ekki væri hægt að selja fleirum raforku til húshit- unar á næstunni. Miklar umræður urðu á fund- inum, og voru stjórnvöld mjög gagnrýnd fyrir sinnuleysi i raf- orkumálum Norðlendinga. Kveikt á Oslóar- trénu 16. des. t FRÉTT í Mbl. í gær var sagt, að kveikt yrði á Oslóartrénu á Austurvelli nk. sunnudag. Þetta er ekki rétt. Kveikt verður á jóla- trénu sunnudaginn 16. des. A FUNDI, sem Fjórðungssam- band Norðurlands hélt um orku- mál á Akureyri í gær, flutti orku- málaráðlierra, Magnús Kjartans- son, ræðu. í henni kom m.a. fram, að frumvarp verður lagt fram á Alþingi á næstunni, þar sem farið er fram á heimild til virkjunar- framkvæmda á háhitasvæðinu við Kröflu. Gert er ráð fyrir, að virkj- unin verði 55 mw að stærð. Þá kom fram á fundinum, að nýja virkjunin við Láxá hefur ekki skilað þeim afköstum, sem hún á að gera. Orkumálafundurinn hófst á Hótel Varðborg í gærmorgun, að viðstöddum orkumálaráðherra, orkumálastjóra, rafmagnsveitu- stjóra ríkisins, alþingismönnum, forvígismönnum rafveitnanna á 24 dagar til jóla . . . . IIINN 6. nóvember s.l. svaraði Björn Jónsson, féiagsmálaráð- herra fyrirspurn á Alþingi frá Sverrí Hermannssyni um húsnæðislán og veitingu frum- lána til þeirra, sem gera fokhelt fyrir síðasta eindagann á árinu, 15. nóv. s.l. Um þetla sagði Björn Jónsson: „Hinn 19. okt. s.I. voru 127 þessara íbúða orðnar fokheldar og má gera ráð fyrir eða leiða líkur að þvi, að þ;er geti orðið um 300 a.m.k. Þö er þetta nokkurri övissu háð, þ;LT' gætu eins orðið eitt- hvað fleiri, og það er þegar Ijóst af þeini aðgerðum, sem hafa verið gerðar I fjármálum byggingarsjóðs, að unnt er að veita þessi lán fyrir áramót." A fundi Húsnæðismálastjórnar ríkisins í gær barst tilkynning frá Birni Jónss.vni, félagsmála- ráðherra þess efnis, að einungis þeir, sem sótt hefðu um lán fyrir 1. febrúar s.l. og gert fok- helt fyrir 15. nóvember fengju lán í desember, þannig að þeir, sem gerðu fokhelt f.vrir 15. nóv. en lögðii umsókn sína ekki inn fyrr en eftir 1 febrúar s.l. fá STJORN Landsvirkjunar ákvað á fundi sfnum á fimmtiidag að hjóða raf veitum á orkuveitusva'ði sfnu sérstakan húshitunartaxta fyrir þá hitunarorku. sem þ;er geta ekki selt á viðunandi verði innan ramina núverandi gjald- skrár. Fr þetta ákveðið með lilið- sjón af þ \ í. að hinar miklu ha-kkanir olíuverðs að undan- förnu liafa valdið því, að sam- keppnisaðstaða rafhitunar hefur hatnað verulega á orkuveitusva’ði ekki lán f desembcr eins og ráðherrann lofaði á Alþingi 6. nóv. s.l. og fá þeir frumlán sín ekki greidd fyrr en í febrúar 1974. Þeir, sem fengu fyrri hluta lán hjá Húsnæðismálastjórn í maímánuði s.l. hafa ekki enn fengið seinni hluta lán, en á fundi Ilúsnæðismálastjórnar í gær kom fram, að þeir mundu fá seinni hluta lánið afgreitt f janúar, sem þýðir, að þessir húsb.vggjendur hafa beðið í 8 mánuði eftir seinni hluta láni. Vegna þessarar ákvörðunar Björns Jönssonar, félagsmála- ráðherra, létu fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins í Ifúsnæðis- málastjórn, þeir Gunnar Helga- son og Jóhann Petersen, bóka eftir sér, að þeir teldu óhæfi- legt, að húsbyggjendur, sem hefðu treyst á ummæli Björns Jónssonar, félagsmálaráðherra á Alþingi hinn 6. nóv. s.l. og miðað greiðsluráðstafanir sínar við yfirlýsingu ráðhérra á þeim tíma, yrðu hlunnfarnir með þessum hætti af stjórnvöldum. Landsvirkjunar og enn ríkari ásta'ða en áður er til að flýta fyrir aukinni notkun rafhitunar, eftir þvf sem aðsta'ður frekast leyfa, að því er segir í fréttatilkynningu frá Landsvirkjun. Segir þar ennfretnur, að með þessum sérstaka húshitunartaxta sé einkum að því stefnt, að unnt verðí að gefa kost á rafhitun í öllum nýbyggingum utan hita- veitusva'ða. en stofnkostnaður Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér þýðir þessi ákvörðun félags- málaráðherra, að af 698 um- sækjendum fá 337 lán i desem- ber en 361 umsækjandi fær FRAMLFIÐSLURÁÐ landbún- aðarins hefur auglýst nýtt verð á landbúnaðarvörum vegna h;ekkana á vinnslu-og dreifingar- kostnaði og verði til framleið- enda, sem Sexmannanefnd ákvað nýlega. Verðið til framleiðenda hækkar um 8,83%, en þar sem niðurgreiðslur standa óbreyttar að krónutölu, verða hækkanir til neytenda ábilinu 11—14%. Mjólk hækkar almennt um 14% rafhitunar er mun minni en ann- arra hitunarkerfa og þvi þjóð- hagslega hagkvæmt, aðhana megi taka upp í sem flestum nýjum húsum. Ifins vegar sé ekki unnt að láta tax’ann ná ti! rafhitunar í hús, sem þegar hafa oliukynd- ingu, nema tryggt sé, að eigendur þeirra viðhaldi k.vndingartækjum sinum, þangað til næg örugg orka fæst frá Sigölduvirkjun. svo að grípa megi til þeirra, ef um orku- skort verður að ræða. ekki lán fyrr en í febrúar. Samkvæmt fréttatilkynningu Húsnæðismálastofnunar í gær munu þessar lánveitingar á næstu vikum og mánuðum nema um 420 milljónum króna. og kostar tveggja lítra ferna nú kr. 51.90, en kostaði áður kr. 45.- 80. Eins lítra hyrna kostar nú kr. 25.30. Rjómi hækkar um 10%,og kost- ar pelahyrna nú 55 kr„ en 50 kr. áður. Srrvjör hækkar urn 14% og kost- ar 500 gr. stykki af 1. flokks smjöri nú 178 kr„ en kostaði áður 156 kr. Kindakjöt hækkar um 10—11%, eftir gæðaflokkum. Kostar kilóið af súpukjöti nú 236 kr„ en kostaði 212 kr. áður. Ostur hækkar um 10% , kartöfl- ur unt 13% og nautgripakjöt hækkar um rúm 8% í heildsölu. Aukin sala í Ríkinu SALAN f útsölum Afengis- og tóbaksverzlunar ríkisins virð- ist heldur hafa aukizt eftir að þjónaverkfallið hófst, að sögn Ragnars Jónssonar, skrifstofu- stjóra ÁTVR, f viðtali við Mbl. f gær, en heildarútsöluaukn- ing ATVR er vafalaust engin, þar sem sala til vínveitinga- húsanna liggur því sem næst alveg niðri. Rafhitun nýbygginga utan hitaveitusvæða 11—14% hækkun landbúnaðarvara Umsækjendur eftir 1. feb. fá ekki lán í des.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.