Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 15 Rrani Acr lOÍVQQ skrifarum Ul CIMI Jjdl ww myndlist Sýningar María H. Olafsdóttir: Norræna húsið. Ewert Karlsson EWK: Norræna húsiS. Gabor Attalai: Galerie SUM. V estmannaeyjasýning: Kjarvalsstaðir Þórsteinn Þórsteinsson: Mokka. María H. Olafsdóttir, sem um þessar mundirsýniri sýningarsöl- um Norræna hússins hefur verið búsett í Danmörku í 26 ár, numið málaralist við listaháskólann í Kaupmannahöfn. Þar hefur hún haldið nokkrar sjálfstæðar sýn- ingar og sýnt árlega þessi 26 ár með samtökum myndlistarfólks, sem nefna sig SE, og uppskorið á köflum ágæta dóma. Upphaflega stundaði hún myndlistarnám við Myndlista- og handfðaskólann (1941 — ’43) og hefur ennfremur tekið þátt í einstaka samsýning- um hér heima hin síðari ár, en þetta er í fysta skipti, sem hún setur upp sjálfstæða sýningu. Þessi sýning Maríu er mjög svo frábrugðin þeim sýningum, sem menn eiga að venjast hér heima, viðhorfin til lita og forma mjög svo ólík flestu þvf, sem hér sést og verður því að nálgast sýninguna með hliðsjón af því. Þrátt fyrir að íslendingurinn leyni sér ekki hjá Mariu í vali viðfangsefna kemur hin danska skólun greinilega fram og einkum í myndaflokki myndarinnar breyttist nokkuð eftir að mér varð þetta ljóst og myndin vann á sem slík, en er þá ekki einnig nauðsynlegt að þessi lita-filósófia nái hinum almenna áhorfenda áeinhvern hátt? í þessum myndaflokki fannst mér myndin „Kristur" (25) koma best til skila í heild, hér er litur- inn samræmdur og magnaður, þetta er verulega sterk mynd. Hin stóra mynd „Njálsbrenna” þykir mér benda til þess, að mynvefnað- ur hefði legið vel fyrir listakon unni, einkum er hún vildi nota hina hvellari litatóna, hér hefðr efnið haft sitt að segja til heildar samræmis, og dugnaður hennar uppskorið meira. Á sýningunni eru einnig nokkrar grafikmyndir (trérista) ásamt teikningum og pastelmyndum, eru grafik- enda stemningaríkastar. f heild ber sýningin vott um togstreitu milli danskrar érfðavenju, sem á köflum nálgast akademisma, og fslenzks uppruna, og er vandi að spá hvort aflið muni hafa betur í lokin. Eitt er sérlega áberandi á þess- ari sýningu, það er hin auðsæja einlægni listakonunnar, hún virð- ist ekki eiga til ódýra né væmna strengi, og þannig verða litirnir aldrei sætir hve hátt sem hún spennir þá. Hér er sem sagt skyn- semi og hógværð f öndvegi, sem virðist f senn styrkur og hemill listakonunnar. t anddyri Norræna hússins á gpÉ* Marfa H. Ölafsdóttir. þeim, er hún nefnir „Þegar amma dó“, en þar rifjar hún upp bernskuminningar frá æskustöðv- unum á Vestfjörðum. Litirnir eru allþungbúnir f þessum myndum og að nokkru í ætt við „mörke- maleriet” svonefnda í Danmörku, en þessar myndir eru þó að mfn- um dómi tvímælalaust betri hluti sýningarinnar og myndbyggingin ákveðnari og sterkari. Ágæt dæmi um það eru myndirnar „Búist til farar” (5), „Yfir brúna“ (7) og „Tálknaf jörður" (16) sem er maski „malerískasta" verkið á sýningunni. Ifinn flokkurinn, Kolfinnusaga, er hugsaður frá landnámsöld, heriðni og kristni bftast á; heiðin kona, sem berst gegn kristninni. Flokkur þessi mun einnig vera hugsaður sem ballett-Ieikþáttur, en myndirn- ar standa þó ver fyr- ir sig sem sjálfstæð verk. Hér kveður við allt annan tón í lita- meðferð og útfærslu, litirnir ó- sjaldan hvellir og skærir og myndbyggingin meira í ætt við flatarmálverkið. í þessum mynd- um er auðséður dugnaður lista- konunnr og þolinmæði, hún of- vinnur verk sín jafnvel og hinn sérstaki listræni boðskapur, sem hún hugsar sér sem túlkunar- atriði, kemst alls ekki til skil áhorfandans skýring- arlaust. Þannig er t.d. þegar litlir bláir litaflekkir í einni myndinni, sem halda öðrum stærri litheild- um í skefjum, eiga að tákna mátt og yfirburð kristninnar. Ég verð að viðurkenna, að viðhorf mitt til þakkarverður viðburður, og eru þó nokkrir hnökrar á uppheng- ingunni, aðallega hvað frágang mynda snertir, óhrein og þvæld „karton” utan um myndir, — Slíkt má helst ekki henda aftur á þessum stað. Sýningu i Galerie SIJM á myndaatriðum, sem nefndust Ungversk neðanjarðarlist, er ný- lokið. Raunar held ég að neðan- jarðarlist þessi sé ekki frekar ungversk eða kínversk að upp- runa, heldur sé hér um að ræða atriði í myndlist, sem hafa verið mjög ofarlega á baugi í Evrópu á síðustu árum. mörsum til mikils angurs. Hin mikla „Dokumenta” sýning í Kassel á síðastliðnu ári vart.d. undirlögðslíkum atrið- um, og Ungdoms-biennalinn í París sl. sumar einnig, og liktu hinir ýmsu gagnreýnendur sýningum þessum við „Kistu- lagningu myndlistarinnar”. Ilér er mjög um frásöguleg atriði að ræða, heimspekilegar vanga- veltur, sjónræn atriði ýmiss kon- ar, óskýrar og ósjaldan grautleið- inlegar ljósmyndaraðir, illa gerð- ar og hugmyndasnauðar. And- list mettuð Iftilsvirðingu á öiiu öðru í veröldinni, og öllum fyrri gildum. Ungverjinn Gabor Attalai, sem sýndi i SUM er hér engin undantekning, þrátt fyrir í sýningarskrá sé hann kynntur þannig: „List hans er gædd innra lífi, sem oftast birtist i beinni likamlegri tjáningu — gjarna á mjög óvæntan hátt — eins og að prenta sjálfan sig á fölbleikan pappír.” Höfundi þessarar kjTin- ingar skal bent á, að öll myndlist Framhald á bls. 20 JÓHANN HJÁLMARSSON SKRIFAR UM p^f~^^r[\y|pr[\sj[\sj~|~||—| LIFANDI BÓKMENNTIR LAXDÆLA SAGA. Halldór Laxnes gaf út. Helgafell 1973. NU er svo komið að fdlk á erfitt með að skilja þær deilur, sem urðu vegna útgáfu Halldórs Laxness á Laxdælasögu með nútfmastafsetningu. Flestir fallast nú á þá röksemd Halldórs, sem Kristján Karlsson orðar á þá leið „að ryðja þurfi úr vegi þeim stafsetningarkreddum, sem trufla tilfinningu almenns lesanda fyrir þvi, að fornsögurnar séu lifandi bókmenntir á lifandi máli“. Stríðinu um nútfmastafsetningu fornsagna lýsir Kristján Karlsson með þessum orðum: „Inn i þann hatramma öfrið, sem reis útaf prentun Laxdælu með nútfma stafsetningu fyrir rúmum þrjátíu árum, runnu óskyld mál, svo að varla verður hönd á fest: stjórn- mál, persónulegrar erjur“. Hina nýju útgáfu Laxdælasögu ber að þakka. Hún er útgefanda sínum til sóma, en Halldór Lax- ness segir í formála að Sverrir Tdmasson cand. mag. hafi „gert þann texta sem hér kemur fyrir almenningssjónir, og hvflir hann á útgáfu K. Kálunds". Utgáfan sætir mestum tíðind- um vegna myndanna, sem fylgja bókinni, en þær eru eftir Guð- rúnu Svövu Svavarsdóttur, Gylfa Gíslason, Hring Jóhannesson og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Án þess að gera upp á milli mynd- listarmannanna þykja mér mynd- ir Gylfa Gíslasonar einna skemmtilegastar og nýstárlegast- ar, til dæmis þar var fjölmennt (bls. 59), svo knúði hún fast reið- ina (bls. 91) og Iðraðist Bolli þegar verksins (bls. 147). Myndir Guðrúnar Svövu Svavarsdóttur eru líka skemmtilegar, nægir að nefna Voru þar markaðar ágætlegar sögur á þilviðínum og svo á ræfrinu (bls. 75). Mynd- skreyting fornbókmennta hlýtur að verða íslenskum myndlistar- mönnum áleitið viðfangsefni i f ramtiðinni. Laxdæla saga er með eftir- minnilegustu Islendingasögum. Guðrúnu Ösvifursdóttur, Kjartan og Bolla þekkja allir. Sama er að segja um Melkorku og Ölaf pá. Sagan, sem er ákaflega fjölbreytt, lýsir miklum örlögum og skipar ástin þar öndvegi. Ýmis atvik sög- unnar, eins og til dæmis víg Helga Harðbeinssonar, sýna okkur með glöggum hætti inn f þann heim, sem íslendingasögur eru sprottnar úr. Að reyna að fæla lesendur frá slíkri bók sem Laxdæla sögu með úreltri stafsetningu er tilræði við bókmenntirnar. íslendingasögur eru lifandi bókmenntir og það á að gefa þær út samkvæmt þeim skilningi. Ef til vill gera sér ekki allir ljóst hve mikið okkur er gef- ið með þvf að geta lesið þessar fornu bækur á frummálinu. Þrjú barnaleikrit og ein skólasýning Frá Tálknafirði. efri hæðinni, hefur víðfrægur sænskur ,,karikatúr“-teiknari hengt upp sýnishorn af verkum sfnum. Er hér um að ræða Ewert Karlsson, þekktari sem EWK, en þannig auðkennir hann myndir sfnar. Blaðateikningar eru ekki i hávegum hafðar á Islandi sem sjálfstæð listgrein, og hafa aldrei verið, þótt við höfum eignast á því sviði ótvíræða hæfileikamenn, en Islendingum hefur verið frá- bærlega ósýnt um að rækta þá. Hins vegar hafa minni spámenn og jafnvel algjörir „dilettantar” átt greiðari aðgang að blöðum og tímaritum. Því er það mikilvægt, að slíkar sýningar berist hingað sem oftast til þess að augu manna uppljúkist fyrir þessari sérstæðu listhrein. Ilafi teiknari náð sér- stökum persónulegum tökum á viðfangsefnum sínum, bornum uppi af ágætri tækni líkt og á sér stað með EWK, á hann greiðan aðgang á siður heimsblaðanna, enda hafa myndir hans birtst i blöðum líkt og Observer, Súd- deutsche Zeitung og einkum New York Times, sem hefur birt teikn- ingar hans reglulega undanfarin ár. Ewert Karlsson er sjálfmennt- aður, en þetta stranga sjálfsnám, sem hann aflaði sér með vinnu, Iestri og ferðalögum, hefur fært honum margs konar viðurkenn- ingar. Sjálfsnám hans kemur þó fram á nokkuð þröngu tæknisviði, sem kemur þó minna að sök á því sérstaka sviði, sem hann hefur haslað sér völl. Sýning hans i Norræna húsinu er ánægjulegur, ÞAÐ hafa verið teknir upp nýir siðir i Þjóðleikhúsinu — farið að nota Þjóðleikhúskjallarann til leiksýninga og verður það að telj- ast skemmtileg viðbót og áreiðan- lega heppileg nýting. Fyrsta verkið, sem þar er sýnt, er barnaleikritið Furðuverkið, samið eftir hugmyndum Kristínar Magnús Guðbjartsdóttur í sam- vinnu við þá aðra leikendur, sem þarna eru að verki — semsagt: hópvinna úr hugmyndum eins í hópnum, þar sem hráefnið er sú vitneskja, sem vfsindamenn búa yfir í dag um tilurð heimsins. Til ráðfærslu hefur verið fenginn ömólfur Thorlacius náttúrufræð- ingur. Sumpart hefur svo hug- myndum, ráðum og staðreyndum verið breytt f söngtexta og það gerði Hrafn Pálsson mjög skemmtiiega og Ámi Elfar samdi svo skemmtileg lög við allt saman. Hér er semsagt um að ræða fróðlega og menntandi sýningu fjTÍr börn: jarðsögulega sýni- kennslu i líkum anda og nú tíðk- ast í kennslu f mörgum greinum víða um heim. Slik sýning nær auðvitað ekki tilgangi sínum ef hún nær ekki tökum á þeim hópi, sem hún er ætluð. Eg gat ekki beturséðen aðhúngerði það. Það eru gömul sannindi c® margreynd, að þaðer heppilegt að yrkja gljúpa hugi barna og hafa það ekki alltaf verið hlutlausar, vísindalegar niðurstöður, sem þar áttu í hlut, frekar hið gagnstæða. En þar sem þannig er háttað nú, skyldi rnaður ætla, að þessi fróð- lega skemmtun hljóti náð fyrir augunt foreldra, sem enn geta haft áhrif á skemmtanir barna sinna og fjölmenni með þau á Furðuverkið og verðlauni þannig menntunarframtak þeirra, sem ekki hafa verið um það beðnir. Suður í Hafnarfirði hefur nýtt blóð hlaupið í Leikfélag Hafnar fjarðar og það virðist ekki neinn smákraftur í því — ég sé í einu blaðanna auglýstar fjórar sýning- ar sama daginn! Ekki virðist vanta börnin í bæinn þann. Leik- ritið heitir Sannleiksfestin og mun til orðið úr einhverri sögu, en leikgerðin unnin af sumum þátttakendum leikhópsins i hóp- vinnu — og mun það sama gilda urn leikstjórnina? Efni leikritsins er sakleysisleg dæmisaga um það, að ljótt sé að skrökva og ber sfzt að lasta, að slíkt sé haft fyrir börnum, en ekki veit ég, hvort lofa beri, hvernig það er gert. Venjuleg íslenzk telpa er afar skreytin og foreldrar hennar fara til galdrakarls nokkurs til að lækna hana af skreytninni. Galdrakarlinn hefur aðstoðar- mann, allra viðkunnanlegasta ná- unga, sem raunar er eina raun- verulega skemnltilega persónan í sýningunni. Samband þeirra fé- laga, galdrakarls og aðstoðar- manns er með afbrigðum rudda- legt og gróft og eru sömu ástæðu- litlu ruddatilburðirnir endur- teknir æ ofan í æ og þar með er þetta hátterni lamið inn í hausana í litlu öngunum, sem sitja í leik- húsinu. Þau fá sarnúð með þeirn, sem beittur er ranglæti, og erþar að auki geðþekkastur, en það er ekkert gert til að ýta undir þá samúð, þvert á móti, börnin eru skilin eftir rugluð og ráðvillt eftir að hafa verið æst óhóflega með grófustu aðferðum alla sýning- una. Ég leyfi mér að efast um, að þetta sé rétta leiðin til að ala upp tilvonandi leikhúsgesti. væntan- lega listnjótendur. Nokkrar göðar konur, sem hafa saman brúðuleikhús — Leik- brúðuland — höfðu frumsýningu fyrir skömmu og sýndu tvo þætti um Meistara Jakob, en hann mun vera fræg leikbrúðupersóna á Norðurlöndum. Allur ytri búnað- ur þessa fyrirtækis var með ágæt- um, tjöld falleg og brúður skemmtilegar, en mjög hefð- bundnar, einnig var leikstjörn Hólmfriðar Pálsdóttur með ágæt- um. En það verður ekki annað sagt en að textinn, réttara sagt þau viðhorf, sem þar rikja, sé viðhorf hnefaréttarins, ofbeldis- ins. Það má vel vera, að þetta spegli smekk og viðhorf norræns sveitafólks á kaupstefnum hér áð- ur fyrr, en nú til dags er ofbeldis- hugsunarhátturinn hættulegri en svo, að ástæða sé til að ala á honurn strax við fyrstu kynni barna af leikhúsi. í höpi aðstandenda eru fjölvis- ar konur, kunnandi mál þjóða með leikbrúðuhefð og töluverða brúðuleikhússtarfsemi, hví ekki að leila eftir heppilegri textum þar’.* * Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlið stóð i ströngu á þess- um síðustu dögum og sýndi á Miklagarði isjakann eftir Felix nokkurn Lútzkendorf, alvarlegt skop frá kaldastriðsárunum, sania tíma og fyrstu tröllasögurnar um ofriki kvenna í Ameríku bárust til Evrópu. Nemendum fórst þetta ágæta vel úr hendi utan hvað skýrleika framsagnarinnar skoti á stundum og bætti sérkennilegur hljóntburður þessa furðusalar ekki úr skák, en Mikligarður nefnist hátiðasalur M.H. Leik- stjórinn Jón Hjartarson vann sitt verk samvizkusamlega. Sérlega ber að lofa ljós- og hl jóðtæknilega hlið málsins, sem unnin var af höpi nemenda af óvenjulegri kostgæfni. Þorvarður Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.