Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973
17
Panagoulis telur
CIA ekki við-
riðið valdaránið
Rómaborg,30. nóv., AP.
ALEXANDER Panagoulis, sem
reyndi að ráða fyrrverandi for-
seta.Grikklands, Papadopoulos, af
dögum árið 1968,- sagði í Róma-
borg í dag, að þær getsakir væru
algerlega úr lausu lofti gripnar,
að CIA, bandaríska leyniþjónust-
an, hefði verið viðriðin nýjustu
herbyltinguna í Grikklandi á dög-
unum.
Það var Andreas Papandreu,
sem var ekki seinn á sér að lýsa
þessu yfir, þegar honum barst
fregnin um byltinguna.
Panagoulis var látinn laus úr
fangelsi, þegar Papadopoulos náð-
aði hundruð pólitiskra fanga í
sumar, er hann tók við forsetaem-
bætti. Hann fór þá til Ítalíu og
hefur dvalið þar síðan.
Egypzkir skriðdrekar I eyðimörkinni; þegar tsraelar náðu þeim sendu þeir þá aftur fram á vígvöllinn
meðeigin mönnum. ---------«
Grönduðu 3 skriðdrekum
fyrir hvem, sem þeir misstu
og 4 flugvélum fyrir hverja eina
Washington, 30. nóvember, AP
HERGAGNATJON stríðsaðilanna
í sfðasta stríði milli tsraela og
Araba hefur nú verið endur-
skoðaðhjá bandarfskum hermáia-
ráðuneytinu og nýjar uppiýsingar
hafa leitt f ljós, að það var mun
minna en talið var T fyrstu. Þá
hefur komið í ljós, sem raunar
var vitað fyrirfram, að tsraelar
eyðilögðu mun fleiri skriðdreka
og flugvélar en þeir misstu sjálf-
ir.
Nýjustu tölur sýna, að Israelar
misstu ekki nema 420 skriðdreka,
en í fyrstu var talið, að þeir hefðu
misst 840. Efeyptaland, Sýrland,
Jórdanía og írak misstu samtals
1,274 skriðdreka og er það rúmum
700 færri en talið var í fyrstu. Þá
er sagt, að Israelar hafi misst 106
flugvélar, en Egyptar, Sýrlend-
ingar og írakar samtals 449 vélar.
Þetta þýðir, að ísraelar eyði-
lögðu þrjá skriðdreka fyrir hvern
'einn, sem þeir misstu, og fjórar
flugvélar fyrir hverja eina, sem
þeir misstu. Langflestir skrið-
drekarnir, sem ísraelar
grönduðu, voru eyðilagðir í bar-
dögum milli skriðdreka. Skrið-
drekunum, sem þeir misstu, var
hins vegar flestum grandað með
eldflaugum. Langflestar flug-
vélarnar, sem þeir eyðilögðu,
voru sömuleiðis skotnar niður í
loftbardögum, en flestar vélarn-
ar, sem þeir misstu, féllu fyrir
fjarstýrðum eldflaugum. ísraelar
misstu flesta skriðdreka og
flestar flugvélar sínar á fyrstu
dögum stríðsins, áður en
ísraelsku hershöfðingjarnir
gerðu sér grein fyrir, hversu
banvænar eldflaugarnar voru.
Þegar þeir áttuðu sig, var strax
breytt um bardagaaðferðir og
minnkaði tjónið strax til muna i
næstu orrustum, enda voru ísra-
elar þá lfka að ná yfirhöndinni.
Það hjálpaði líka ísraelum, að
ef þeir náðu á sitt vald óvinaskrið-
drekum, sem ekki voru mikið
skemmdir, gerðu þeir við þá i
snatri og sendu þá svo til orrustu
mannaðaeigin áhöfnum.
Chile:
Sænskir sendiráðsmenn
fá lögregluheimsókn
Santiago30. nóv. NTB.
LÖGREGLULIÐ sló f morgun
hring um heimili fyrsta sendi-
ráðsritara við sænska sendiráðið f
Chile, vegna þess að grunur lék á
því, að einn fyrrverandi stuðn-
ingsmaður Salvadors AHende
væri inni f húsinu.
Sænski sendiherrann Harald
Edelstam sagði, að 30 borgaralega
klæddir lögreglumenn hefðu
komið til heimilis sendiráðs-
ritarans og einn þeirra hefði
knúið dyra. Vinnukona var ein
heima og hringdi hún til sendi-
ráðsins. Sendur vár maður á vett-
vang og tjáði hann lögreglu, að
maðurinn, sem hún leitaði að,
væri ekki þarna. Var þá ekki að-
hafzt neitt frekar í málinu og
hurfu lögreglumenn á braut.
1 viðtali við ítalskt blað segir
Panagoulis meðal annars: ,,Slíkt
hjal á ekki við neitt að styðjast og
venjulegast fram sett af þeim,
sem sízt skilja, hvað fram fer. Það
er þvættingur, að CIA hafi átt
hlut að valdaráni Ionannides og
félaga hans.“ Panagoulis virtist
sömu skoðunar og fleiri, að valda-
mesti maðurinn í Grikklandi væri
Ionannides, yfirmaður lögregl-
unnar, en hvorki hinn nýi forseti
né forsætisráðherra.
Panagoulis sagði, að Ionannides
hefði framkvæmt valdaránið,
vegna þess að hann hefði verið
andsnúinn hugmyndum Papa-
dopoulosar, er hefðu miðað í þá
átt að koma á áþekku stjórnarfari
í Grikklandi og væri t.d. i Portú-
gal. Hann sagði það skoðun sína,
að CIA hefði verið að fylgja áætl-
unum Papadopoulosar, er miðuðu
að þvf að gera þing starfhæft að
nýju og láta kosningar fara fram i
landinu, meðai annars vegna
þess, að það hefði bundið enda á
ágreining innan Atlantshafs-
bandalagsins og þykkju milli
Grikkja og ýmissa Evrópulanda,
sem hefðu gagnrýnt einræðis-
stjórn Papadopoulosar.
Panagoulis kvaðst þrívegis hafa
hitt Ionannides, meðan hann var í
fengelsi, og hefði hann sýnt sér
hina mestu hörku og haft í hótun-
um við sig. Þá sagðist hann einu
sinni hafa hitt Gizikis, hinn nýja
forseta, sem var þá forseti her-
dómstólsins í Grikklandi og lýsti
honum sem „glæsimenni með fág-
aða framkomu, sem hefði verið
sér innanhandar í fangelsinu um
útvegun matvælaog pappírs".
Þá gat Panagoulis sér þess til,
að fyrir nýju valdhöfunum
kynni að vaka að koma Konstan-
tín konungi aftur til valda.
Manilla, Filippseyjum 30. nóv.
MIKIL skriðuföll urðu á Norður-
Filippseyjum cg fórust að
minnsta kosti ellefu manns,
nokkrir slösuðust og á áttunda
hundrað fjölskyldur eru heintilis-
lausar. Gerðist þetta i Kalinga,
sem er alllangt norður af höfuð-
borginni. Skemmdir á mannvirkj-
um eru metnar á milljónir króna.
Benedikt Blöndal:
Saga úr Húnaþingi
Mikið þótti mér vænt um að
lesa grein Jöns ísbergs, sýslu-
manns og sýslunefndaroddvita, í
Morgunblaðinu á dögunum, þar
sem hann skorar á sveitarstjórn-
armenn að „slá skjaldborg um
sveitarstjórnarkerfið eins og það
er.“
Það var svo sem engin furða, að
sýslumaður Húnvetninga gerði
sér grein fyrir kostum og gölium
þessa kerfis öðrum fremur.
Sumar ástæður þess nefnir sýslu-
maðurinn í greininni, en mig
langar að bæta einni við, sem
^ýnir mjög glöggt galla á núver-
andi kerfi, galla sem unnt er að
lagfæra og í sjálfu sér réttlæta og
rökstyðja þá skoðun sýslumanns-
ins, að núverandi kerfi sé harla
gott, ef eftir því væri farið.
Jörðin Núpsdalstunga i Fremri
Torfustaðahreppi var boðin til
sölu árið 1969 og hreppsnefndinni
f.h. sveitarsjóðs boðið að neyta
forkaupsréttar lögum samkvæmt.
Hreppsnefndin ákvað að neyta
réttar síns og keypti jörðina fyrir
sveitarsjóð.
Talið var nauðsynlegt, að jörðin
væri áfram byggð, og kaupin
sjálfsagt gerð þess vegna, en ein-
hverjir hreppsbúar munu hafa
hlaupið undir bagga með sveitar-
sjóðnum og lánað fé til kaupanna.
Ekki er vitað, hvort reynt var
að fá ábúanda á jörðina, en árið
eftir kaupin var hún árangurs-
laust auglýst til sölu.
Svo var það á útmánuðum 1972,
að aftur var leitað eftir tilboðum i
jörðina. Þrjú tilboð bárust, eitt
þeirra frá syni hreppsnefndar-
oddvitans, sem af því tilefni taldi
sig vanhæfan til þátttöku í af-
greiðslu málsins, og kom vara-
maður á fundi hreppsnefndar i
hans stað. Að athuguðu máli var
ákveðið að ganga til samninga við
utansveitarmann, sem gert hafði
tilboð í jörðina, og öðrum til-
boðum því sjálfkrafa hafnað, þar
með tilboði oddvitasonarins.
Samningar tókust hins vegar
ekki, og á fundi hreppsnefndar
16. júlí 1972, þar sem oddvitinn
var ekki staddur, var gerð svo-
felld bókun:
..Telur fundurinn, að þar sem
búið var að afgreiða þau tilboð,
sem bárust í jörðina, með því að
samþykkja eitt og hafna hinum,
séu þau úr gildi fallin, og verði
hugsað um sölu jarðarinnar
áfram, sé nauðsyniegt að leita
eftir tilboðum að nýju."
Tveimur dögum síðar hélt
hreppsnefndin annan fund, þar
sem oddvitinn varsjálfur mættur,
og kvað nú við annan tón, er sam-
þykkt var, „að leita eftir því,
hvort tilboð þau önnur og fram-
kvæmdaáætlanir, sem fram komu
í jörðina, stæðu enn óbreytt".
Hér var um að ræða tvö tilboð,
annað frá syni oddvitans en hitt
frá tveimur bræðrum úr hreppn-
um. Bræðurnir tjáðu sig fúsa að
standa við tilboð sitt en sonur
oddvitans tilkynnti, að föður-
bróðir sinn búsettur i Reykjavík
hefði yfirtekið tilboð sitt. Um
þetta leyti hafði nýtt tilboð borist
i jörðina og voru nú þessi þrjú
tilboð tekin fyrir i hreppsnefnd-
inni 13. ágúst 1972, án þess að
oddvitinn viki sæti, er bróðir hans
var orðinn málsaðili i stað sonar-
ins. A þessum fundi þriggja
manna hreppsnefndar var sam-
þykkt að selja bróður hrepps-
nefndaroddvitans jörðina og
kemur ekki annað fram i fundar-
gerð en oddvitinn hafi sjálfur
tekið þáttf afgreiðslu málsins.
Nú þótti þeim, er boðið höfðu i
jörðina, rétti sínum hallað.
Neyttu þeir þess eina úrræðis,
sem sveitarstjórnarlögin veita;
Þeir kærðu afgreiðslu hrepps-
nefndarinnartil sýslunefndar.
A sýslunefndarfundi 3. nóvem-
ber 1972 var kæran ítrekuð og
málið þá tekið fyrir og svofelld
ályktun gerð með 5 samhljóða at-
kvæðum:
„Þar sem fram hafa komið kær-
ur út af sölu jarðarinnar Núps-
dalstungu i Fremri-Torfustaða-
hreppi á s.l. sumri, ályktar sýslu-
nefndin eftirfarandi:
1 ákvæðum gildandi sveitar-
stjórnarlaga er tilskilið að hrepps-
nefndir leiti samþykkis sýslu-
nefndar um kaup og sölu fast-
eigna, Hreppsnefnd Fremri-
Torfustaðahrepps hefir ekki
leitað samþykkis um sölu framan-
greindrar jarðar.
En með tilvísun til meðferðar
hreppsnefndarinnar á sölu
jarðarinnar, lýsir sýslunefndin
því yfir, að hún muni ekki sam-
þykkja umrædda jarðarsölu, þó
að samþykkis hennar verði leit-
að.“
Alyktunin var samþykkt með 5
samhljóða atkvæðum.
Hreppsnefndin hafði samþykkt
þessa að engu, en skv. f. lið í 11.
gr. sveitarstjórnarlaga bar henni
nú að bera söiu jarðarinnar undir
sveitarfund, ef hún vildi ekki una
úrskurði sýslunefndar og knýja
fram sölu jarðarinnar.
Leið nú og beið og leiddist
mörgum þófið. Kom þar, að
hreppsbúar rejmdu að leita réttar
sins að lögum og óskuðu þess með
heimild i 31. gr. sveitarstjórnar-
laga, að boðað yrði til almenns
hreppsfundar um málið. Undir
þessa kröfu skrifaði meira en
f jórðungur atkvæðisbærra manna
f hreppnum og var hreppsnefnd-
inni þvi skylt að boða til fund-
arins.
Engin ákvæði eru um það i
lögum, innan hvaða frests skuli
boðað til þvílíks fundar, en ennþá
hefur hreppsnefndinni ekki
þóknast að verða við lögmætri
kröfu hreppsbúa.
Aðalfundur sýslunefndar var
svo haldinn í sumar og bar mál
þetta enn á góma, er reikningar
Fremri Torfustaðahrepps voru
lagðir fram: Enn var gerð sam-
þykkt og nú svohljóðandi:
„Með tilvísun til samþykktar
sýslunefndar frá 3. nóv. 1972, mál
nr. 11, þá samþykkir fundurinn
ekki sveitarsjóðsreikninga
Fremri Torfustaðahrepps fyrir
árið 1972, að því er viðkemur sölu
jarðarinnar Núpsdatstungu. Að
öðru leyti samþykkir sýslu-
nefndin reikningínn".
. Nú þurfti ekki frekar vitnanna
við, ráðstöfun hreppsnefndarinn-
arfékkst ekki samþykkt.
En hreppsnefndin hafði það að
engu.
Og oddvitabróðirinn byrjaði að
byggja.
Einhver bréfaskipti hafa að
visu átt sér stað og félagsmála-
ráðuneytið komið við sögii, en
hreppsnefndin virðist ófáanlegtil
að fara að réttum lögum.
Á aúkafundi sýslunefndar nú i
byrjun nóvember bar mál þetta
aftur á góma, er sýslunefndin
ítrekaði fyrri ályktanir sínar í
málinu og lagði fyrir hrepps-
nefndina að boða til sveitarfund-
ar um málið samkvæmt lögmætri
ósk hreppsbúa.
Enn hefur engra viðbragða
hreppsnefndar orðið vart en í
Lögbirtingablaði birtist auglýsing
um fjármark bróður oddvita,
bóndans i Núpsdalstungu.
En skrifað stendur, að s>;slu-
nefnd beri að hafa eftirlit með
sveitarstjórnum. Hér virðist kjör-
ið verkefni fyrir sýslumann Ilún-
vetninga og oddvita sýslunefndar
að sanna fullyrðingar sinar urn
ágæti núverandi skipunarsveitar-
stjórnarmála með þvi að fram-
fylgja itrekaðri samþykkt sýslu-
nefndar og fullnægja eftirlits-
skyldu sinni og sýslunefndar.