Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 35
>’ 'Y I r\ ’t I i'-fVV’l
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973
35
Nær Fram
stigi af FH?
LEIKIR FH og Fram höfðu fyrirfáumárum sérstakt aðdráttaraf I fyrir
handknattleiksunnendur. Enda ekki nema eðlilegt, þar sem þessi lið
voru okkar sterkustu í mörg ár og leikir þeirra hreinir úrslitaleikir.
Nú er breiddin orðin meiri og fleiri lið, sem blanda sér f baráttu
toppliðanna. Eigi að sfður eru bæði þessi lið í fremstu röð og standa vel
að vfgi í keppninni um Islandsmcistaratitilinn að þessu sinni. Liðin
leika saman á sunnudaginn í lþróttahúsinu f Hafnarfirði og er
leikurinn tvfmælalaust einn af úrslitaleikjum þessa tslandsmóts.
FH hefur leikið þrjá leiki í mót-
inu og unnið alla, Framarar eru
einnig án taps, en þeir hafa gert
þrjú jafntefli. Leikurinn á morg-
un verður örugglega spennandi,
bæði lið eru hörð í horn að taka og
mikilvægi þessa leiks er gífurlegt.
Leikurinn hefst kl. 20.15 annað
kvöld en aðhonumloknum mæt-
ast Valur og Haukar og ætti þar
einnig að verða um skemmtilega
keppni að ræða. Hvorugt liðið
hefur efni á að tapa stigi og selja
leikmenn sig þvi örugglega dýrt.
I I. deild kvenna fara fram þrir
leikir um helgina, FH-Ármann
leika í Hafnarfirði klukkan 19 á
morgun. Ásama tíma hefst leikur
Vals og Víkings i Laugardalshöll-
inni, að þeim leik loknum leika
KR og Fram. Er það einkum leik-
ur KR og Fram, sem vekur at-
hygli, en þar ætti að geta orðið um
jafna keppni og skemmtilega að
ræða.
ÍBK og Grótta leika í 2. deild
karla i íþróttahúsinu i Njarðvík-
um klukkan 17 á morgun, en áður
en sá leikur hefst mætast ÍBK og
Breiðablik í2. deild kvenna. Ersá
leikur fyrsti leikurinn, sem fram
fer I íþróttahúsinu i Njarðvíkum í
islandsmótinu í handknattleik.
Vertíð lyftinga-
mannanna hefst
í frystihúsinu
FYRSTA lyftingamót vetrarins
fer fram í dag og er það meistara-
mót Reykjavíkur í kraftlyft-
ingum. Verður mótið haldið í þvf
sögufræga húsi, Sænska frysti-
húsinu. Hafa borgaryfirvöld sýnt
lyftingamönnum velvilja og leyft
þeim að æfa í húsinu meðan það
stendur ónotað.
Meðal keppenda verða Öskar
Sigurpálsson, sem aldrei hefur
verið sterkari, og Gústaf
Agnarsson, sem heitið hefur þvi
að ná 700 kg markinu. Takist
Gústafi það verður hann þriðji
islendingurinn, sein nær þeim
áfanga, hinir eru Björn Lárusson
og Öskar Sigurpálsson. Þá er
óhætt að reikna með því, að Einar
Þorgrímsson bæti árangur sinn,
en hann er íslandsmethafi f milli-
vigt.
Nokkrir gestir taka þátt f
Staða, stiff og mörk
Staðan f 1. deild:
FH
V alur
3 3 0 0 68:52
4 3 0 1 78:71
Fram 4 1 3 0 78:68 5
Víkingur 4 2 0 2 91:91 4
H^ukar 4 1 2 1 77:82 3
Þór 4 1 1 2 69:79 3
IR 5 1 1 3 93:106 3
Ármann 4 0 1 3 58:61 1
LIÐ vikunnar er að þessu sinni
valið úr leikjum 1. og 2. deildar,
sem fram fóru f þessari viku og
landsleiknum við Svía f f.vrra-
kvöld. Að inati blaðamanna Morg-
unblaðsins stóðu eftirtaldir 12
menn sig bezt:
Ölafur Benediktsson, Val
RagnarGunnarsson, Annanni
Gfsli Blöndal, Val
Viðar Sfmonarson, FII
Björgvin Björgvinsson, Fram
Skarphéðinn Öskarsson, Vfkingi
Vilhjálmur Sigurgeirsson, ÍR
Þorbjörn Jensson, Þór
Sigtryggur Guðlaugsson, Þör
VilbergSigtryggsson, Armanni
Sigurbergur Sigsteinsson, Fram
Stefán Gunnarsson, Val.
— Lektorsstaða
Framhald á bls. 14.
Um ástæður fyrir skipun Þor-
steins Gylfasonar í fyrri lektors-
stöðuna, er fljótsagt, að sú ákvörð-
un var reist á tveimur forsendum:
1. Af fimm umsækjendum um
stöðuna hlutu tveir atkvæði í
heimspekideild, Páll Skúlason 7
atkvæði og Þorsteinn Gylfason 5
atkvæði. Stóð þvf hið raunveru-
lega val á milli þeirra tveggja.
2. Þeir tveir menn, sem heim-
spekideild hafði fengið til að
meta umsóknir um stöðuna, Páll
S. Árdal og Jóhann Páll Árnason,
skiluðu álitsgerðum sinn í hvoru
lagi. Alitsgerð Jóhanns Páls fjall-
aði fyrst og fremst um rit um-
sækjenda, svo sem fyrirsögn
hennar ber með sér: „Athuga-
semdir við nokkur rit umsækj-
enda um lektorsstöðu í heimspeki
við Háskóla íslands." I lok álits-
gerðarinnar segir: „Niðurstaða
mín af athugun á ritverkum
hinna fjögurra (áður er tekið
fram, að ekkert verði sagt um
fimmta umsækjandann, þar sem
engin rit fylgi umsókn hans —
innskot hér) er sú, að traustust
tök á heimspekilegri hugsun komi
fram þjá þeim, sem fyrst ertalinn
(þ.e. Páli Skúlasyni — innskot
hér); fleira ber auðvitað að taka
til greina, þegar skipað er í kenn-
arastöðu, en það er þessari um-
sögn óviðkomandi.“
Páll S. Árdal gerir hins vegar
grein fyrir átta atriðum, sem
hann leggi til grundvallar mati á
hæfi umsækjenda til að takast
lektorsstöðuna á hendur, og fjall-
ar síðan um þá hvern og einn með
hliðsjón af þeim kröfum. í upp-
hafi ályktunarorða hans segir á
þessa leið í þýðingu (álitsgerðin
er rituðá ensku): „í huga mínum
er enginn efi um það, að ég tel
Þorstein Gylfason langbest fall-
inn umsækjendanna til að takast
á hendur lektorsstöðuna við Há-
skóla íslands." („There is no
doubt in my mind that I consider
Þorsteinn Gylfason by far the
most suitable candidate for the
post of lecturer at The University
of Iceland.") Telur Páll þessum
dómi til stuðnings bæði framlag
Þorsteins til að efla áhuga á heim-
spekilegum fræðum á islandi, rit-
færni hans og prýðilega háskóla-
menntun. Mér er engin launung á
því, að rækileg álitsgerð Páls S.
Árdal réð úrslitum um ákvörðun
mfna varðandi ráðstöfun fyrri
lektorsstöðunnar.
Að lokum skal vikið að lektors-
stöðu við námsbraut í almennum
þjóðfélagsfræðum, þar sem Þor-
Steinn Gylfason kom einnig við
sögu. Sú staða var auglýst i júlí
s.l. sem „lektorsstaða f stjórn-
málafræði, einkum á sviði stjórn-
málaheimspeki eða alþjóðastjórn-
mála". Þrír menn sóttu um starf-
ið, þeirra á meðal Þorsteinn
Gylfason. Ilann var þó samtímis
meðal umsækjenda um tvær lekt-
orsstöður f heimspeki við heim-
spekideild, og var ekkert sem
benti til annars en áhugi hans
beindist fyrst og fremst að öðru
hvoru þeirra starfa. Með bréfi há-
skólarektors 21. september s.I.
var ráðuneytinu tjáð, að stjórn
námsbrautar í almennum þjóðfé-
lagsfræðum hefði mælt með því,
að Þorsteinn Gylfason yrði settur
um eins árs skeið til að gegna
lektorsstöðu þeirri, sem laus var
við námsbrautina. í greinargerð
námsbrautarstjórnar kom fram,
að tillagan um þennan skamm-
tímahátt á ráðstöfun stöðunnar
var beinlínis reist á þeim forsend-
um, að ekki væri séð, hver verða
mundi afdrif uinsóknar Þorsteins
um lektorsstöðu i heimspeki.
mótinu og má þar nefna Friðrik
Jósepsson, ÍBV og Skúla Óskars-
son, Uí A. Ekki er að efa, að Skúli
veitir Einari keppni og litlarlíkur
eru á því, að íslandsmetin
standist þau átök.
Mótið hefst klukkan 15 í dag.
Óskar Sigurpálsson
Markhæstir 11. deild:
Axel Axelsson, Fram 29
Gísli Blöndal, Val 29
Hörður Sigmarsson, Ilaukum29
Ágúst Svavarsson, IR 28
Einar Magnússon, Vfkingi 27
Sigtryggur Guðlaugsson, Þór 25
Viðar Símonarson, FH 25
Vilhjálmur Sigurgeirsson, IR 24
Gunnar Einarsson, FH 20
Þorbjörn Jensson, Þór 18
Stefán Jónsson, Ilaukum 16
Ilörður Kristinss., Armanni 15
Stefán Þórðarson, Fram 15
Stigahæstir 1 einkunnagjöf Morg-
unblaðsins, leikjaf jöldi f svigum.
Ragnar Gunnarsson, Ármanni 14
(4)
Gísli Blöndal, Val 13 (4)
Ágúst Svavarsson, ÍR 13 (5)
Hörður Sigmarsson, Haukum 12
(4)
Gunnlaugur Hjálmarsson, IR 12
(5)
Axel Axelsson, Fram 11 (4)
Einar Magnússon, Víkingi 11 (4)
Viðar Símonarson, FIl 11 (3)
Vilhjálmur Sigurgeirsson, ÍR 11
(5)
Staðan í 2. deild:
Þróttur
KA
KR
Grótta
Breiðablik
ÍBK
Fylkir
Völsungur
— Sleggjudómar
Framhald á bls. 14.
ræðum sínum vegna fyrirhug-
aðrar utanfarar, og þá með þeim
fyrirvara, að endanlegt samþykki
væri háð því, að mér líkaði sagan.
Þetta staðhæfi ég.
2) Efni telst ekki komið á
dagskrá, þótt það fari inn á bráða-
birgðadrög, sem gerðeru viku eða
meira fram í tímann. Hafi þessi
saga verið komin á slík bráða-
birgðadrög, (sem er vlst nú erfitt
að grafast fyrir um), hefur það
verið í trausti þess, að ég yrði
búinn að kynna mér hana og
fallast á flutning hennar áður en
dagskrá yrði gefin út. Til þess
kom hins vegar ekki, að ég þyrfti
á henni að halda.
3) Ég vissi ekki, að Olga hafði
ekki haft það af að ljúka þýðingu
sinni og lestri áður en hún fór
utan, eins og fram er komið hér á
undan. Ég taldi því ekki aðkall-
andi að lesa hana í snatri, þegar
Olga loksins lét verða af því að
afhenda mér bókina.
En á eftir þessum þremur
höfuðrökleysum í viðtalinu við
Olgu, kemur hún að einum máls-
kjarna, sem mérþykir líklegur til
að vera réttur. Hún er búin að
segja frá endurheimt bókarinnar
úr hendi mér og bætir svo við:
„Stuttu síðar las éf svo afganginn
af sögunni inn á band. Ræddi ég
þá við Silju, sem kvaðst kannast
við efni bókarinnar. Hún var hin
jákvæðasta og sagðist myndu taka
bókina inn á sína dagskrá, ef
Baldur gerði það ekki.“ Þarna
kemur einmitt fram, að það er
Olga, sem fræddi Silju Aðalsteins-
dóttur um söguna á segulbandi,
og fékk jákvætt svar frá henni.
Þáttur útvarpsráðs
Hér verður að koma ofurlitil
milligerð umafskipti útvarpsráðs
af morgunstundarmálum. Ein-
hvern tíma í vor mun ráðið hafa
ákveðið að Silja Aðalsteinsdóttir
skyldi taka við vali sagna í morg-
unstund barna að áliðnu eða end-
uðu sumri. Þennan starfa hafði ég
haft með höndum frá byrjun
þessa útvarpsþáttar fyrirð árum.
Ekki hafði einn eða neinn sinnu á
að tilkynna mér um þessa ráða-
breytni, og var þ að fyrir einskæra
tilviljun, að ég öðlaðist vitneskju
þar um á miðju sumri. Þetta allt
lét ég mér í léttu rúmi liggja, því
að enginn skyldi vera eða vilja
vera eilífur augnakarl á nokkru
sviði. Lfklega hefur útvarpsráð
haft einhverja stefnubrejdingu í
huga í barnatimamálum, og túlk-
ar ráðskonan Silja Aðalsteinsdótt-
ir e.t.v. sjónarmið þess, þegar hún
kemst svo að orði í Þjóðviljanum:
„Ég skal taka það fram strax, að
ég tel þetta góða sögu og ágætt
mótvægi gegn ýmsum hjákát-
legum músa- og hundasögum, sem
hvenær hún ætti að taka við starf-
anum. Kvaðst hún hafa skilið for-
mann útvarpsráðs svo, að það
gæti orðið 1. okt. eða svo. Ég
sagðist hafa nokkrar sögur óaf-
greiddar og hefði miðað við að
halda sumarið út, þ.e. til 26. okt.
Hún lét sér það lynda, en hafði þá
að fyrrabragði (ég feitletra það)
orð á því, að hún vissi um
sögulestur Olgu Guðrúnar
(kemur heim við framburðOlgu)
og væri hún fús til að taka hana
inn á sína skrá. Þyrfti ég þvf ekki
að afgreiða hana í mínum tíma
fremur en ég vildi. Eg tók þessu
vel og mun hafa sagt Silju, að ég
hefði ekki kynnt mér söguna enn.
A.m.k. sagðist hún þekkja til
sögunnar, og kemur það öldungis
heim við framburð Olgu i
Þjóðviljanum (tilgr. hér að
framan). Eg átti þvf ekki atbeina
að þvi, að þessi saga lenti f
höndum Silju, svo að ég held, að
hún verði að standa undir þeirri
ábyrgð án aðstoðar frá mér. Ég
hafði gert ráð fyrir að þurfa að
afgreiða umrædda sögu á þeim 5
vikum, sem voru eftir af
umsjónartíma mínum, ef mér
fyndist hún standast mál. Hins
vegar taldi ég engin tormerki á
því að fylla þann tíma með öðru
efni, og þvf var mér ekkert til
baga að eftirláta Silju söguna.
Silja var hinn nýi trúnaðarmaður
útvarpsráðs gagnvart smá-
börnum, og hún þekkti til sög-
unnar, — og hví hefði ég þá
átt að stympast við hana um þetta
útvarpsefni? Eg skipti mér ekki
af þessu meira, nema hvað ég
benti Silju á, að fyrirsögnin, sem
Olga valdi sögunni á íslenzku:
„Uppreisnin á barnaheimilinu",
gæti hljómað allhastarlega í
eyrum, og stakk hún þá upp á
heitinu, sem viðhaft var: „Börnin
taka til sinna ráða“. Á sænsku
mun bókin kallast „Nár barnen
tog makten“.
Þjóðviljinn á líka viðtal við
Silju í sama mund og Olgu, og þar
er engu likara heldur en hún
ætlist til einhverrar samábyrgðar
minnar og Hjartar Pálssonar dag-
skrárstjóra með sér. Hún segir
orðrétt: „Ég hefði trúað því, að í
svona máli myndu þeir félagar
standa með mér eins og menn í
stað þess að reyna að koma ein-
hverjum fmj’nduðum sakar-
giftum yfir mig. Ég veit
hreint ekki við hvað þeir eru
hi-æddir, blessaðir." En svo lýsir
hún i næstu andrá, hvað sagan er
góð, og þá hættir maður að skilja
samhengið.
Þá talar Silja um einhverja
svardaga okkar Hjartar, og væri
gaman að fá þá setningu skil-
greinda. Ilún veður lika i þeirri
villu eins og Olga, að sagan hafi
verið komin á dagskrá einhvern
tfma í sumar.
2 2 0 0 53:33 4 lesnar hafa verið upp í þæ.tt- Og Silja spyr: „Gera gamal-
2 2 0 0 49:47 4 inum.“ grónir starfsmenn Rfkisútvarps-
2 1 0 1 43:37 2 Nálægt 20. sept., u.þ.b. 10 ins virkilega kunningja sínum
2 1 0 1 43:39 2 dögum eftir að Olga lauk að lesa þann „vinargreiða" að útvega
2 1 0 1 41:41 2 söguna inn á band, kom hin nýja þeim „skotsilfur" fyrir efni, sem
2 1 0 1 39:40 2 umsjónarkona morgunstundar- ekki erflutt?"
2 0 0 2 40:47 0 innar, Silja Aðalsteinsdóttir, að Já, ég leyfi mér að lýsa mig
2 0 0 2 31:54 0 máli við mig og spurðist fyrir um, ábyrgan að greiðslu til Olgu fyrir
umrætt verkefni, þótt ég vissi
ekki hvort sú greiðsla yrði
endanleg eða aðeins til bráða-
birgða. Eg féllst á að liðsinna
stúlkunni f fjárþröng með þessum
hætti, úr þvf að hún sá ekki
önnur úrræði. Ég tel mig hafa
gert henni Ijóst, að á þessu var
fyrirvari. Nú er að sjá f Þjóðvilj-
anum, að hún hafi farið að dæmi
barnanna í sögunni og gert upp-
reisn, — nema hvað hún rfs upp
gegn samvizku sinni og neitar
fyrirvaranum. Hefði reynt á loka-
afgreiðslu mfna á sögunni, tel ég
nokkuð fullvíst, að ég hefði ekki
samþykkt hana, nema með veru-
legum úrfellingum. (Eg heyrði
hana mestalla, þegar henni var
útvarpað. — Ég vil bæta því hér
við innan sviganna, að ég hef oft
stytt sögur til útvarpsflutnings
og tel það mjög henta þessum
farvegi orðsins. Má i þeim efnum
benda á vinnubrögð Ilelga heitins
Hjörvar, mesta sögulesara
útvarpsins. Hann skar ótæpilega
úr sögum, sem hann þýddi og las í
útvarp, og stytti einnig fslenzkar
sögur. Þannig getur góð saga á
bók orðið jafnvel betri í útvarp,
þegar búta þarf niður í hnit-
miðaða kafla). Ég hefði því óskað,
að Olga Guðrún tæki til þýðingar
og lesturs sögu, sem ég fengi
henni i hendur. Gegn synjun
hennar hefði ég talið mér skylt að
þýða og lesa sjálfur sögu af sömu
lengd án endurgjalds. Þá hefðu
allir getað verið ánægðir. Ekki
rétt? Og þá hefði ábyrgðin lent á
réttum herðum — og vinar-
gj-eiðinn. Ekki rétt? Og hverju
hefði útvarpið tapað? Mér er
spurn.
Laugard. 24. nóv. gerir Þjóðvilj-
inn aðra enn svæsnari árás á mig
út af morgunstundarmálinu.
Hann leggur spurningar fyrir tvo
yfirmenn útvarpsins, og eftir
óljós svör þeirra, eins og þau eru
þar hermd, dregur hann þá
ályktun, að ég hljóti að vera
ósannindamaður, þegar ég segist
ekki hafasamþykkt söguna, (sem
ég vissi engin deili á önnur en
meðmæli Olgu Guðrúnar). Hann
telur fyrir mér vaka að velta
ábyrgðinni yfir á Silju og segir
orðrétt „. . . hefði honum verið
sæmra að axla þessa bjxði og
verja söguna af ráðum og dáð í
stað þess að akjóta sér á bak við
ósannar jrfirlýsingar“. Hvílík
firra! Þótt Þjóðviljinn vili ekki
fyrir sér að verja rangan málstað,
læt ég ekki hræðast af gffur-
yrðum til að verja eitthvað, sem
ég þekki ekki f fyrstu og
varð mótfallinn síðar. Lái mér
hver, sem vill.
Lokaorð
Hér hef ég átt í höggi við
sleggjudóma, eins og ég þykist
hafa leitt i ljós, svo að ekki verði
um villzt.
Þótt ég hafi þannig lent á milli
Olgu steins og Silju sleggju, er ég
ekki dasaðri en svo, aðég get vel
hugsað mér að gera annað
tveggja: fara i meðyrðamál eða
hlægja að þessu öllu saman. Við
sjáum hvað setur.
Baldur Pálmason.