Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 19 r Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri: Sú ógæfa má aldrei henda Reykjavík, að sundrungar- öflin taki við stjórn í lok ræðu þeirrar, sem Birgir ísl. Gunnarsson borgarstjóri flutti á aðalfundi Landsmálafélagsins Varðar sl. mánudag, vék hann að borgarstjórnarkosingunum, sem frarn eiga að fara í vor, og sagði: „Enginn vafi er á því, að mjög verður hart sótt að Sjálfstæðis- mönnum í þessum kosningum. Vinstri flokkarnir munu leggja allt í sölurnar til þess að ná völd- um hér i Reykjavík og treysta þannig enn betur þau völd, sem þeir nú þegar hafa aflað sér með setu í ríkisstjórn. Störf þeirra í ríkisstjórninni og sú sundrung, sem ríkir innan dyra, er á þann veg, að ekki er mjög fýsilegt fyrir Reykvikinga að kalla slíka stjórn yfir sig. En þrátt fyrir það verð- um við að halda vöku okkar. Við gerum okkur grein fyrir þvf, að vinstri flokkarnir munu sækja mjög fast fram, og því ríður á, að við sjálfstæðismenn stöndum fast- ir fyrir, ekki aðeins i varnarstöðu, heldur með fulla sókn í huga. Við skulum því nú þegar sameigin- lega búa okkur undir það að fylkja liðið og vera viðbúin þeirri orrustu, sem nú stendur fyrir dyr- um, því að sú ógæfa má aldrei henda Reykjavíkurborg, að stjórn hennar lendi í höndum þeirra sundrungarafla, sem nú stjórna landinu." Hér fer á eftir síðari hluti ræðu borgarstjóra á aðal- fundi Varðar: Ég vil þessu næst víkja nokkað að málefnum Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Það fyrirtæki stend- ur nú mjög illa fjárhagslega og það svo, að til vandræða horfir og þar er stórhætta á ferðum, ef ekki verður breytt um stefnu. Raf- magnsveita Reykjavíkur hefur eins og önnur borgarfyrirtæki verið undir það seld að þurfa að sækja um leyfi til rikisstjórnar- innar fyrir öllum hækkunum á þjónustugjöldum. Frá árinu 1970 hefur Rafmagnsveita Reykjavík- ur fengið að hækka rafmagnsverð sem nemur nokkurn veginn hækkunarþörf vegna hækkana, sem orðið hafa á heildsöluverði rafmagns frá Landsvirkjun. Rafmagnsveita Reykjavíkur kaupir allt sitt rafmagn frá Landsvirkjun og dreifir því síðan um borgarlandið en hækkanir þær, sem hún hefur fengið, hafa fyrst og fremst verið til þess að geta staðið undir hækkuðu heild söluverði. Allan annan kostnað, þ.e.a.s launahækkanir, kostnað vegna gengisbreytinga, hækkanir á efni og hækkanir á nánast öllum sviðum reksturs, hefur Rafmagns- veitan þurft að taka á sig sjálf frá árinu 1970. Og þrátt fyrir itrekaðar beiðnir þar um hefur Rafmagnsveitan ekki fengið að hækka sín gjöld neitt upp í þessar miklu hækkanir. Þetta hefur að sjálfsögðu haft þau áhrif, að smám saman hefur dregið úr þrótti þessa fyrirtækis. Rafmagnsveitan var vel stætt og þróttmikið fyrirtæki, sem gat staðið undireigin framkvæmdum frá ári til árs, án þess að þurfa að leggja i miklar lántökur, en nú er svo komið, að Rafmagnsveitu Reykjavikur hefur á sl. ári verið haldið uppi með bráðabirgðalán- töku erlendis frá. En allar til- raunir til þess að fá hækkað rafmagnsverð hafa veríð án ár- angurs. AFLEIÐING OÐAVERÐBÓLGU í umræðum um gjaldskrármál Rafmagnsveitu og annarra fyrir- tækja er okkur sjálfstæðismönn- um borið það á brýn, að við séum verðbólguvaldar með því að óska sífellt eftir auknum hækkunum hjá þjónustufyrirtækjum Reykja- víkurborgar. Það gefur að sjálf- sögðu auga leið, að þjónustufyrir- tæki Reykjavíkurborgar verða að fá að hækka sín gjöld til þess að standa undir reksturskostnaði, ef þau eiga að geta innt af höndum það þjónustuhlutverk, sem af þeim er krafizt. Og það er ekki orsök verðbólgunnar, þótt Raf- magnsveita eða Hitaveita fái að hækka sin gjöld, þ.e. fyrst og fremst afleiðing þeirrar stjórnar- stefnu, sem stefnt hefur þjóð- félaginu í slika óðaverðbólgu, að allur reksturskostnaður slíkra fyrirtækja hækkar frá mánuði til mánaðar. En ég held, aðeinmitt i máli Rafmagnsveitunnar komi hvað ^eggst fram, hversu ríkis- stjórnin er gjörsamlega á \illigöt- urn í stjórn efnahagsmálanna og að það sé raunverulega hún, sem kyndir undir verðbólgunni. Það er augljós staðreynd, að á verð- bólgutímum er ekki rétt að taka erlend lán til framkvæmda, held- ur eigi að reyna að láta fram- kvæmdir greiðast sem mest af þeim sem þeirra eiga að njóta jafnóðum og þær eru fram- kvæmdar. Þar á ekki sizt við eðlilega, árlega aukningu fyrir- tækja eins og Rafmagnsveitu Reykjavíkur. I stað þess hins veg- ar að leyfa eðlilega hækkun raf- magnsgjalda, sem myndi greiða framkvæmdir Rafmagnsveitunn- ar jafnóðum og þær eru fram- kvæmdar, hefur ríkisstjórnin tal- ið það betra að leyfa Rafmagns- veitunni að taka erlend skyndi- lán til þess að geta staðið undir slíkum framkvæmdum. Slík erlend lán auka á þensluna á vinnumarkaðinum. Slik erlend lán auka á peningaveltuna í um- ferð, og þau út af fyrir sig eru þvi verðbólguvaldar, þegar þau eru tekin til að standa undir slikum framkvæmdum. 400 MILLJÓNA LAN Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur nú farið fram á heimild til þess að mega hækka rafmagns- verðum26,2% umfram þau9.8%, sem komatil framkvæmda 1. des., en sú hækkun er eingöngu vegna heildsöluhækkunar Lands- virkjunar. Með þessari hækkunarbeiðni er ráð fyrir þvi gert og það er reyndar forsenda þess, að hún þurfi ekki að vera meiri, að hægt sé að breyta þeim erlendu skyndilánum, sem Raf- magnsveitan hefur þegar fengið, i löng lán. Auk þess sem taka þarf lán til framlags til Landsvirkjun- ar og á þann hátt er gert ráð fyrir, að Rafmagnsveitan þurfi að taka um 400 millj. kr. f langt erlent lán, til þess að geta staðið undir rekstri og framkvæmdum á næsta ári. Þetta lán hinsvegar ekki að geta verið verðbólgumyndandi, vegna þess að hér er fyrst og fremst um að ræða breytingu á þegar fengnu skammtimaláni, sem komið er í framkvæmdir, þannig að þess vegna ætti að vera auðvelt að veita Rafmagnsveit- unni heimild til þess að mega taka þetta lán. AUKA MIÐSTJÓRNARVALI) Þessi dærni um samskipti Reykjavíkurborgar við ríkis- stjórnina um málefni þessara tveggja f>Tirtækja, þ.e. Raf- magnsveitu og Hitaveitu, eru glöggt dæmi um það, hve ríkis- stjórnin hefur mikla tilhneigingu til aukins miðstjórnarvalds á öll- um sviðurn. Sú regla hefur gilt í öllum meginatriðum, a.m.k. síðan ég fór að skipta mér af borgarmál- um Reykjavíkur, að allar rikis- stjórnar hafa treyst sveitarfélög- um til þess að verðleggja þá þjónustu, sem fyiúrtæki þeirra inna af höndum 1 þágu íbúasinna. Ég held, að af þessu hafi fengizt góð reýnsla. Sveitarstjónirnar eru undir smásjá sinna umbjóðenda, og þær hafa sýnt að þær hafa ekki misfarið með það vald, sem þeim hefur verið fengið i hendur. Og auðvitað er þeim bezt treystandi til þess að fara höndum um þau fyrirtæki, sem þær reka, og ákveða verð- Iagningu a þeirri þjónustu. Á hinn bóginn hafa þær svo aðhald sinna kjósenda, og það hefur leitt til þess, að verð á þjónustu opin- berra fyrirtækja sveitar- félaganna, hefur alls ekki verið gagnrýnis vert, og ef eitthvað mætti gagnrýna hefur það e.t.v. legið í þvi, að sveitarfélögin hafa verið of treg til að hækka sin þjónustugjöld og þar með veikt fyrirtækin, svo að þau hafa ékki verið fær um að standa undir nauðsynlegum framkvæmdum og eðlilegri aukningu. Sú ríkisstjórn, sem nú situr, telur sig hins vegar greinilega betur færa til að taka slikar ákvarðanir heldur en stjórnendur sveitarstjóranna. Þetta sýnir betur en flest annað, hversu rík miðstjórnarvaldstil- hneigingin er hjá núverandi ríkisstjórn. FURÐULEGUR VlSITÖLULEIKUR Það verður að visu að játast, að inn í þetta spilar það furðulega visitölukerfi, sent við nú búum við, og greinilegt er, að ríkis- stjórnin vill öllu til kosta að geta spilað á þetta vísitölukerfi eins og hún mögulega getur. Grundvöllur vísitölunnar er miðaður við verð- lag í Reykjavik fyrst og fremst. Ef hitaveitugjöld í Reykjavík hækka um nokkur %, þá kemur það inn i visitöluna. Ef olíuverð til íbúa Kópavogs, Hafnarfjarðar, Garða- hrepps eða alls landsins í heild hækkar um 90%, kemur það hvergi inn í neina visitölu. Ef rafmagnsverð í Reykjavík hækk- ar að einhverju leyti, kemur það strax inn í vísitöluna. Ef rafmagnsverð norðanlands aða austan hækkar verulega, kemur það hvergi fram i visitölu. Sama er að segja um fargjöld Strætis- vagna Reykjavíkur. Ef fargjöld strætisvagnanna hækka, kemur það strax inn í visitölu, og launa- menn á Austurlandi eða Norður- landi fá kauphækkun út á það. Allir hljóta aðsjá, hversu ranglátt og varhugavert slikt kerfi er, ekki sízt þegar það er i höndum vald- hafa, sem einskis svikjast til að reyna að spila á þetta kerfi út i yztu æsar. II/EKKUNARÞÖRF SVR Það eru fleiri fyrirtæki borgar- innar ern Rafmagnsveita og Ilita- veita, sem eiga nú í miklum reksturerfiðleikum. Eitt af þeim fyrirtækjum er Strætisvagnar Reykjavikur, en mjög hallar nú undan fæti með fjárhagslegan rekstur fyrirtækisins, ekki sízt nú þegar vitað er um þessa geysilegu hækkun á oliuverði, sem fram undan er. Reynt hefur verið að halda sér við þá reglu undanfarin ár, að fargjöld skuli standa undir rekstrarkostnaði Strætisvagna Reykjavíkur, að frádregnum af- skriftum, en fjárfestingakostnað- ur fyrirtækisins, þ.e. bæði nýir vagnar svo og aðstaða önnur skuli vera greiddur úr borgarsj(íði. Éf þessi regla á að haldast þurfa fargjöld strætisvagnanna að hækka um 66.7%, frá því, sem nú er, þ.e. einstök fargjöld þyrftu að fara úr 15 kr, upp í 25 kr. Þrátt fyrir þá hækkun fargjalda þyrfti f ramlag borgarsjóðs til fyrirtækis • ins að vera 102.5 millj. kr. Borgar- ráð á eftir að fjalla um þessa hækkunarþörf strætisvagnanna, og verður það væntanlega gert á milli umræðna um fjárhags- áætlunina, en ljóst er, að ef ekki verður farið út í jafnmikla hækk- un og stjórn strætisvagnanna tel- ur þörf á, þá þarf það, sem á vantar, að koma til fyrirtækisins i auknu framlagi frá borgarsjóði. Ég læt þetta nægja hér að þessu sinnu um fyrirtæki Reykjavikur- borgar, en ljöst er, að hinar geysi- legu verðhækkanir að undan- förnu ásamt aftöðu ríkisstjórnar- innar til verðlagsmála, hafa vald- ið geysilegum erfiðleikum hjá þessum fyrirtækjum. HÆTTULEGT LÝÐRÆÐI Samskipti rikisstjórnarinnar og s\eitarfélaganna, bæði á þessum sviðum svo og öðrum sviðum á undanförnum árum, gera það nú mjög áríðandi að sköpuð verði ný stefna um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. Sú þróun að stefna svo i átt til miðstjórnarvalds, eins og raun ber vitni um hjá nú- verandi ríkisstjörn, er lýðræðinu i landinu hættuleg. Það verður að knýja fram breytta stefnu, sem feli i sér aukið sjálfstæði sveilar- félaganna og jafnframt aukin verkefni þeim til handa. A þann hátt er unnt að dreifa valdinu í þjóðfélaginu. Það dreifist á þann hátt nær fólkinu í landinu, sem að sjálfsögðu er bezt fært unt það, hvert á sínum stað, að fjalla um sin staðbundnu vandamál. Eg tel, að þetta sé eitt af þeim stærstu verkefnum, sem Alþingi stendur frammi fyrir, og um þetta efni þarf Sjálfstæðisflokkurinn að hafa forystu. Það væri freistandi hér á þess- um vettvangi að gera að umtals- efni ýmsa aðra þætti borgarmál- anna en þá, sem ég hef hér gert að umtalsefni. Borgarstjörnar biða nú margvísleg verkefni, sem horfa lengra til framtiðarinnar og er mér þá ntjög ofarlega i huga endurskoðun aðalskipulagsins og sú mikla vinna, sem fer fram í skipulagsmálum borgarinnar. Það mál er út af fyrir sig tilefni ti! heils fundar, og ég skal því ekki hafaum það langt mál að þessu sinni, en ég vil þó geta nokkurra atriða, sem nú eru tnjög ofarlega f sk ipu 1 ag sm álu m borgarinnar. ENDURSKÖÐUN AÐALSKIPULAGS Þegar að;Uskipulag Re.vkjavík- ur var samþykkt árið 1965 var það gert með það í huga, að nauðsyn bæri til að endurskoða það á ákveðnu árabili. Þniunarstofnun Reykjavíkurborgar hefur haft þá endurskoðun með höndum og beinist hún að ýmsum þáttum skipulagsins. Éinn af mikilvægari þátlum aðalskipulagsins var að gera grein fyrir umferðinni i borginni, þ.e.a.s. að sýna hvern- ig gatnakerfið ætti að byggja upp í framtiðinni. Þessi þáttur aðal- skipulagsins hefur nokkuð verið gagnrýndur og mörgum hefur fundizt, að í aðalskipulaginu hafi of mikil áherzla verið lögð á um- ferðina. Sú gagnrýni nú á ekki sizt rætur að rekja til nokkuð breytts hugsunarháttar frá þvi sem þá var, þ.e. að vilja ekki nú fórna eins miklu og áður var talið fórnandi fyrir það að koma um- ferð í gegnum borgir á sem skemmstum tíma og á sem hag- kvæmastan hátt. Það er þvi ýmis- ar u mferðartengingar, sem endurskoða þarf, og umfangsmik- il vinna fer nú fratn i þvf sam- bandi að gera nýja umferðarspá og kanna afleiðingar þess að breyta að einhverju lejti þ\í gatnakerfi, sem aðalskipulagið gerði ráð fyrir, Sérstakléga vild- um við gjarnan geta losnað við það að þurfa að brjóta i gegnurn miðbæinn og gamla austurbæinn umferðaræðar, svo og i gegnum Grjótaþorpið, en um það er of fljótt að spá. Niðurstöður þeirra rannsókna og athugana sem nú fara fram m.a. með umfangs- mikilli töluvinnu, koma til með að liggja fyrir eftir áramótin, þannig að þá er hægt að greina frá mögu- leikum i þá átt. FRAMTIÐARBYGGÐ REYKJ AVÍKIR Annar þáttur, sem mjög hlýtur að koma inn í þá aðalskipulags- vinnu, sem nú fer fram er skipu- lag framtíðarbyggðai' fyrir Reykjavik. Við gerðum ráð f\rir þvi, að Breiðholtshverfið myndi nægja fratn til ársins 1983 i aðal- skipulaginu, en útséð er um. að svo verður ekki. Það er unnt að útvega lóðir nú í næstu 3 til 4 ár. miðað við þá aukningu, sem verið hefur undanfarin ár, og þ\ í er ljóst, að mun fyrr en ella verður að fara i að finna ný byggingar- svæði fyrir Reykjavik. Allar líkur benda til, að þau byggingarsvæði verði i austurátt meðfram Vestur landsvegi, og þá er að sjálfsögðu mikilvæg ákvörðun i því efni einnig, hvernig samsetning húsa eigi að vera. Við höfum verið gagnrýndir fyrir það, og það með réttu, að liafa ekki nægilega mik- ið af einbýlishúsum, en leggja of mikla áherzlu á fjölbýlishús. Og ég er þeirrar skoðunar að breyta þurfi samsetningu Ióðaúthlutana, þannig að leggja eigi meiri áherzlu á einbýlishús og raðhús. en ekki jafnmikla áherzlu á fjöl- býlishús og gert hefur verið. Til- hneigingin bæði hér hjá okkur og annars slaðar er greinilega i þá átt, að fólk vill frekar búa í hús- um, þar sem þaðgetur búið eitt út af fyrir sig. en ekki f fjölbýlislnis- um. Við viljum því dgjarnan lenda í þeirri sömu stöðu og sum- ar nágrannaþjóðir okkar eins og t.d. Svíar, sem sitja nú uppi með ault og tómt húsnæði í fjölbýlis- húsum, sent enginn fær sig til að búa i, þar sem fölkið stefnir allt í útborgir, þar sem það getur feng- ið sér afstöðu til að byggja ein- býlishús eðaraðhús. ENDURSKIPULAGNING GAMLA MIDBEJAR Endurskipulagning gamla mið- bæjarins og austurbæjarins er og mikilvægt verkefni.Sérstakir rki- tektar hafa verið ráðmi íil þess verkefnis og voitandi liður ekki á löngur áður en f.vrstu drög að þeirra tillögum liggja f.vrir. en í sambandi við endurskipu- lagningu gamla miðbæjarins þef- ur verið ákveðið endanlega að stefna að þvi aðgera Austurstræti að giingugiitu. eins og niiimn-im er kunnugl um, og láta það gerast i tveimur áfiingum. þ.e.a.s fyrst verði unnið að því mi að koma Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.