Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 i Þýtur í skóginum Eftir Kenneth Graheme 5. kafli ÆYINTÝRI FROSKS „Þú ert lifandi eftirmynd hennar,“ sagði hún hlæjandi. „Ég er viss um, að þú hefur aldrei á ævi þinni verið svona virðulegur útlits. Jæja, vertu nú sæll, og gangi þér vel. Farðu út sömu leið og þú komst inn. Ef einhver ávarpar þig með kerskni, sem ekki er ólíklegt,þá svaraðu bara í sama dúr, en mundu, að þú ert ekkja, einstæðingur í heiminum og verður að halda heiðri þínum.“ Froskur hélt af stað með öruggum skrefum, en Gátur 1. Maður drakk kaffi úr nafna sfnum. Hvað hét hann? 2. Kona hitaði vatn í nafna manns síns. Hvað hét meðurinn? 3. Hvaða karlmannsnafn þýðir lítill, ef einum staf ersleppt aftan af því? 4. Ingimundur og hans hundur átu báðir og sátu Nú nefni ég hundinn, Gettu hvað hann heitir? 5 Hvaða kvenmannsnafn er hægt að lesa jafnt aftur á bak sem áfram? 6. Hver er sá veggur víður og hár, vænum settum röndum, gulur rauður, grænn og blár, gerður af meistara höndum? 7. Hver er það, sem ekki er bróðir minn, ekki systir mfn, en þó barn móður minnar? 8. Hvað er það, sem þú átt, en aðrir nota meira en þú? 9. Hvort er þyngra 1 kg af fiðri eða 1 kg af blýi? •8>| I JUJHB J3 íh| i jjB jaíJ ‘gíM.nu ujBf aa gB^ (g }li(J giujBM (8 (Jnjji^fs 8g (j, iSoquSaa (9 Buuy (g nM (j, ubuis (£ IH13M (Z Hioa (I :J»as hafði mikinn hjartslátt, enda var þetta mikil glæfra- för. Honum til mikillar undrunar virtist þó allt ætla að ganga vonum framar og sennilega var það að þakka því, sem hann hafði að láni frá öðrum, nefni- lega kynferðinu og almennum vinsældum viðkom- andi. Allar dyr lukust tafarlaust upp fyrir lágvöxnu, digru þvottakonunni í gamalkunnum léreftskjóln- um. Meira að segja fékk hann vingjarnlega leiðbein- ingu, þegar hann var ekki viss í hvora áttina skyldi halda. Að vfsu varð hann að þola ýmis gróf tilköll og ósmekkleg hnýfilyrði og svara þeim á viðeigandi hátt. Reyndar stóð honum aðalhættan af háðsglósunum, því froski var afar annt um virðingu sína og lét ekki bjóða sér hvað sem var f þeim efnum. En hann ?at á sér, þótt erfitt væri, svaraði í sama dúr, eða þeim dúr, sem hæfði þvottakonu, og reyndi að fara ekki út fyrir ramma hæfilegrar smekkvísi. Honum fannst hann hafa lagt óraleið að baki sér, þegar hann komst loks út í yzta kastalagarðinn, þar sem hann þurfti að banda frá sér óviðurkvæmilegum umföðmunum síðasta varðarins, sem heimtaði koss að skilnaði. En loks skall járnhliðið aftur að baki hans, ferskt loftið lék um vanga hans og hann vissi að nú var hann frjáls. Hann var hálfringlaður eftir þrekraunina og yfir því, hve allt hafði farið vel og greikkaði sporið í áttina að ljósunum í bænum. Hann hafði ekki hug- mynd um, hvað næst skyldi gera, en vissi bara, að nú reið á að komast sem lengst burt, svo ekki væri hætta á, að hann rækist á góðkunningja þvottakonunnar, sem hafði reynzt bæði vinamörg og vinsæl. FEROIIMAIMD cunnLAUc^^AGAORm^uncu fyrir, a5 þeir berðusl þar í hans rfki. Gunnlaugur kvað hann slíku ráða mundu, og var Gunn- laugur þar um veturinn og jafnan fálátur. Og um vorið einn dag gekk Gunniaugur úti og Þorkell, frændi hans, með honum. Þeir gengu f brotl frá; bænum; og á völlum fvrir þeim var mannhringur, og í hringin- um innan voru tveir menn með vopnum og skylmdust; var annar nefndur Hrafn, en annar Gunnlaugur. Þeir mæltu, er hjá stóðu, að íslendingar h.vggi smátt og væru seinir til að muna orð sfn. Gunnlaugur fann, að hér fylgdi mikið háð, og hér var mikið spott að dreg- ið, og gekk Gunnlaugur f brott þegjandi. Og litlu sfðar eftir 'þetta segir hann jarli, að hann kveðst eigi lengur nenna að þola háð og spott hirðmanna hans um mál þeirra Hrafns, og heiddi jarl fá sér leiðtoga inn f Lifangur. Jarli var sagt áður. að Hrafn var f brottu úr Lifangri og farinn austur til Svíþjóðar, og því gaf hann Gunnlaugi orlof að fara og fékk honum leiðtoga tvo til ferðar- innar. Nú fer Gunnlaugur af Hlöð- um við sjöunda mann inn í Lifangur, og þann morgun hafði Hrafn farið þaðan með fimmta mann, er Gunnlaugur kom þar um kvöldið. Þaðan fór Gunnlaugur í Veradal og kom þar að kveldi jafnan, sem Hrafn hafði áður verið um nótt- ina. Gunnlaugur fer, til þess cr hann kom á efsta bæ f dalnum, er á Súlu hét, og hafði Hrafn þaðan farið um morguninn. Gunnlaugur dvaldi þá ekki ferðina og fór þegar um nótt- ina; og um morguninn í sólar- roð þá sáu hvorir aðra. Hrafn var þar kominn, sem voru vötn tvö, og á meðal vatnanna voru vellir sléttir; það heita Gleipnisvellir; en fram í vatnið annað gekk nes lítið, er heitir Dinganes. Þar námu þeir Hrafn við í nesinu og voru fimm sam- an; þeir voru þar með Hrafni frændur hans Grfmur og Ólaf- ur. Og er þeir mættust, þá mælti Gunnlaugur: „Það er nú vel, er við höfum fundizt." Hrafn kvaðst það ekki lasta mundu; „og er nú kostur, hvor er þú vilt,“ segir Hrafn, „að vér berjumst allir eða við tveir, og séu jafnmargir hvorir." Gunn- laugur kvaðst vel Ifka, hvort að heldur er. Þá mæltu þeir frændur Hrafns, Grímur og Ólafur, kváðust eigi vilja standa hjá, er þeir berðust; svo mælti og Þorkell svarti, frændi Gunnlaugs. Þá mælti Gunn- laugur við leiðtoga jarls: „Þið skuluð sitja hjá og veita hvor- ugum og vera til frásagnar um fund voran.“ Og svo gerðu þeir. Sfðan gengust þeir að, börð- ust fræknilega allir. Þeir Grímur og Olafur gengu báðir f mót Gunnlaugi einum, og lauk svo þeirra viðskipti, að hann drap þá báða, en hann varð ekki sár. Þetta sannar Þórður Kolbeinsson í kvæði þvf, er hann orti um Gunnlaug orms- tungu: Hlóð, áðr Hrafni næði, hugreifum Óleifi Göndlar þeys ok Grfmi Gunnlaugr með hjör þungum; hann varðhvatra manna hugmóðr, drifinn blóði, Ullr réð ýta falli unnviggs, bani þriggja. (Gunnlaugur felldi með þungu sverði, áður en hann náði til Hrafns, hinn vígreifa Ólaf og Grím; hann varð hugdjarfur og blóði drifinn bani þriggja riiskra manna; kappinn olli falli manna). ílkÖlnoigu(ik<iffii)u — Ó, nei.. . og aumingja EIvis Presley var þarna inni. — Það stendur hér f blaðinu. að vasaþjófarnir verði æ f rekari. — Ö, Guð niinn góður, hve sæl ég var. Að þú, sem ert f kvikmyndabrasanum skulir vilja kvænast mér. — Maður verður þó að hafa eitthvert gagn af þér. Vinkonurnar Gréta og Anna voru að tala saman og þá segir Greta. — Ég sá manninn þinn í leik- húsinu í gærkvöldi, en hann þekkti mig ekki. Anna: — Já, hann er búinn að segja mér frá því. Könnun á þvf, hvers vegna karlmenn hafa þann vana að fara fram úr rúminu á nóttunni, hefur verið gerð í Þ.vzkalandi. Niðurstaða könn- unarinnar leiddi í ljós, að 2% fóru á baðherbergi, 3% fóru í fsskápinn en 95% fóru heim til sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.