Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 r--------------------------------------------------------------------1 ó (joklinu Fréttahornið Stjörnubíó Unsir olskendur if Það mætti eft til vill kalla þetta „tilhlaup til athyglis- verðar myndar“. Slíkt er ávallt ánægjulegt, því þar er að finna ákveðinn frumleik. John Korty, ungur Ameríkumaður, gerir myndina ódýrt á eigin vegum og ber hún þess víða merki. Lélegur leikur og ruddaleg hljóðvinnsla skemma mjög fyrir annars hljóðlátu og ljóðrænu efni. SSP it Þetta er fyrsta mynd leik- stjóra og ber hún þess augljós merki. Þrátt fyrir góðar til- raunir og hugmyndir á stangli, þá nást endarnir sjaldnast saman. Utkoman verður því ærið ruglingsleg og óviss. En ég er ekki frá því, að það eigi eftir að rætast verulega úr þessum leikstjóra, þegar fram líða stundir. S.V. Gamla bíó Stúdenta-uppreisnin. ★ ★ Mynd um upprisn æskunnar gegn kerfi hinna eldri — gerð af þeim eldri. Mótsögn, sem þyrfti krufning- ar við. í myndlnni koma fram ýmsar ástæður fyrir ókyrrð unglingana — ástæður, sem jafnvel unglingunum sjálfum hafa ekki verið ljósar. Ef til vill er þetta styrkur myndar- innar, sem þó hefur einnig að geyma ófyrirgefanlega yfir- borðskennd. SSP. ★ ★ Sem >etur fer hafa stúdentaóeirðir, aðallega vest- an hafs, næstum horfið af yfir- borði þjóðlífsins. Unga fólkið [__________________________________ fundið aðrar leiðir til að fá rétti sínum framgengt. Þessi mynd er tilraun til að sýna okkur inn fyrir ytra borð slíkra óeirða, og tekst það að nokkru leyti, reynir allvega að vera heiðarleg. S.S. Tónabíó Leikföng dauðans. ★ Myndir gerðar eftir sögum Macleans gerast nú æ þynnri bæði að efni og útfærslu. Við- tekin og yfirboðskennd hefði svífur yfir myndinni og leikar- arnir eru jafn ákrifamiklir og þeir hefðu allir stigið út úr sama plastmótinu. Til að auka spennu i lokin er efninu þvælt i nokkur uppgjör í stað eins, en það skiptir bara engu máli, því leikararnir eru alls ekki í til- finningalegu sambandi. Þeir eru aðeins leikföng — leikföng efnisins. SSP. ★ ★ Þrátt fyrir aðgengnarséu troðnar slóðir er „Leikföng dauðans" all þokkaleg saka- málamynd og laus við að vera yfirdrifin. Má þar þakka jafn- vægi í atburðarrás, skemmtilegum hraðbátaelt- ingarleik og ekki sízt fegurð gömlu Amsterdam. V.J. Laugarásbíó „BLESSI ÞIG“ TOMAS FRÆNDI ★ Allfurðuleg mynd f upp- byggingu og nokkuð losaraleg, kvikmyndatakan er óþægilega áberandi og í sumum tilvikum beinlínis slæm. Jacopetti tekst þó bærilega upp í myndarlok með kvikmyndalega tjáningu, þar sem hann tengir negra- vandamál nútímans við að- draganda þrælastríðsins og tekst þar að brúa rúmrar aldar bil áreynslulaust. SSP. ★ ★★★ Ital irnir Gualtiero Jacopetti og Franeo Prosepri brugðu sér til suðurrikjanna og grófu upp sannar heimildir úr sögu bandaríska negrans. Efnið bera þeir þannig á borð, að maður flýtur í gegnum at- burði myndarinnar án þess að taka ákveðna afstöðu, en kemst að þvi síðar, að maður getur ekki gleymt því, sem fyrir augu bar. Það er sjald- gæft að sjá jafn raunsæja hug- vekju og þessa. Ég hef ekki séð slíka siðan Kópavogsbíó sýndi „Addio Afrika“, sem reyndar er verk ofangreindra höfunda. V.J. Hafnarbíó SNERTINGIN ★★★ Fyrsta m.vnd Bergmans á enska tungu og einnig hans fyrsta, sem í leikur erlend (ekki sænsk) stórstjarna. Þriðja mynd hans í lit. Á síð- asta áratug hefur Bergman breytt um efnismeðferð, frá heimspekilegum vangaveltum um stöðu mannsins i sálfræði- legar greiningar á einstakl- ingum og umhverfi. I lokin er það manneskjan, ein og yfir- gefin, sem verður að taka sína ákvörðun, án íhlutunar ann- arra. SSP. ★ ★★ Snerting Bergmans er bæði svo áferðarfalleg og eðlileg, að erfitt getur verið að horfa á hana sem áhrifavald, hvað efnisþráð snertir. Hin til- finningalega hlið ástarsam- bands þeirra David og Karenar er tekið fyrir og því komið til skila á einfaldan og auðskiljan- legan hátt. Leikstjóri: Ingmar Berg- man. Leikendur: Max Von Sydow, Bibi Anderson, Elliott Gould. VJ. •kick Viðkvæmt og flughált efni, sem auðveldlega hefði getað lagt margan leikstjórann kylliflatan. En Bergman fatast ekki flugið. Aðalkarlleikarinn er Elliott Gould, sem hér á óvenju lélegan dag. En þó að myndin sé ekki á borð við það bezta frá hendi leikstjórans, þá er hér á ferðinni mannleg og áhrifarík mynd, sem enginn kvikmyndaáhorfandi ætti að láta fram hjá sér fara. S.V. Af leikstjórum U Stjarna Roberts Altman, sem reis svo hátt, skær og tindrandi. eftir ..M + A + S +H '. tók strax að lækka eftir næstu mynd hans. „Brewster McCloud", Siðan kom „McCabe og Mrs Miller '. en þá fór hún að hrapa ofan af stjörnuhimninum Lltið vænkaðist hagur strympu við mynd- ina „Images". þó að nokkrir gagn- rýnendur þættust merkja einhver batamerki En áhorfendurnir létu á sér standa Er skammt frá að segja. að nýjasta mynd Altmans var frumsýnd i þess- um mánuði vestan hafs við mikla ánægju gagnrýnenda og áhorfenda Þetta er ný útgáfa á einum hinna þekktu Marlowe-reyfara Chandlers, „The Long Godbye". Fer enginn annar en Elliott Gould með aðalhlut- verkið. U Krzysztof Zanussi, (Þeír ættu að fella niður zetuna i Póllandi) leikstjórinn pólski. sem hlaut mikið lof fyrir nýjustu mynd sina, „lllumination", vinnur nú að sinni fyrstu kvikmynd i U.S.A, Nefnist hún „The Catamount Killing ', og fer Hurst Buchholz með aðalhlutverkið # Sam Peckinpah er nýfluttur til Mexico og er að hefja þar töku á myndinni „Bring Me the Héad of Alfredo Garcia ’. Nafnið eitt ætti að gleðja hina fjölmörgu ofbeldisaðdá- endur. sem dýrka leikstjórann fyrir þá hlið hans. og geta ekki fyrirgefið Peckinpah „Junior Bonner'' U Fellini er nú að Ijúka við „Amarcord'', sem. likt og fyrri mynd- ir meistarans, fjallar að nokkru leyti um eigið lif þessa mikilhæfa lista- manns U Roman Polanski er nýbyrjaður á myndinm „Chínatown ', en mynd sem var frumsýnd eftir hann i haust. „What". hlaut lélega dóma og dræma aðsókn U Ken Russel hefur valið sér að næsta viðfangsefni, ævi tónskálds- ins óhamingjusama. Gustavs Mahler. sem Visconti tók fyrir 'ný- lega i myndinni „Death in Venice" Verður vafalaust forvitnilegt að bera saman þessar tvær myndir hinna gjöróliku manna. þrátt fyrir að báðir séu skrýtnir í kollinum að hætti snillinga U Myndatöku á nýjustu mynd John Schlesinger, „The Day of the Locust' . fer senn að Ijúka Donald Sutherland og Geraldine Page fara með aðalhlutverk U Arthur Penn leikstýrir þessa dagana mynd með Gene Hackman i aðalhlutverki og nefnist „The Dark Tower'- Nokkuð er liðið siðan þessi frábæri leikstjóri hefur unnið að kvikmynd. SIGURDUR SVERRIR PÁLSSON VALDIMAR JÖRGENSEN SÆBJÖRN VALDIMARSSON 0 Bernardo Bertolucci hyggst nota Mariu Schneider (..Last Tango in Paris"). aftur í næstu mynd smni ..1900", sem hann ætlar að hefja töku á i Róm snemma á næsta ári Dominique Sanda fer einnig með stórt hlutverk 0 En það er frekar af hinni lostafullu fröken Schneider að segja, að hún leikur þessa dagana í nýjustu mynd Michelangelo Antonioni, sem enn er nafnlaus. ásamt Jack Nicholson „folk AN FATA” Ný bók Hilmars Jónssonar KOMIN er út á vegum Bók- mennlaklúbbs Sudurnesja bókin „Fólk án fata“ eftir Ililmar Jóns- son, bókavörðí Keflavík. A bókarkápu segir svo um bók- ina: Undirtitill þessarar bókar er: veröldin séö frá Keflavík á árun- um 1958—'73. Hér segir höfundur frá Sudurnesjum, gömlum og nýj- um deilumálum þar, I gamansöm- um stfl. Kinnig er komití víöar við, lýst fundum bjá rithöfundum og æskustöðvum höfundar austur á landi. Augljfist er, að bókin er að nokkru framhaid ;,Kannskí verð- ur þú . . . “, sem vakti mikla athygli, þegar hún kom út 1970 og hef'ur sfðan verið lesin í útvarp. Andrés Kiistjánsson, ritstjöri. Ililmar Jónsson taldi „Kannski verður þú . . . “ skemmtilegustu bók, sem varþá á markaðnum. Það er spá þeirra, sem Iesið hafa „Fólk án fata“, að hún muni valda miklum deilum. A kápu bókarinnar er mynd af málverki eftir Aka Gránz, en teikningar f bókinni eru eftir Þor- slein Eggertsson og Magnús Gísla- son. Setningu og prentun sá Grá- gás sf. í Keflavík um, en bókband annaðist Nýja bókbandið. Þelta ersjötta bók Hilmars. Bryn jólfur biskup Sveinsson Ný bók í bókaflokknum Menn í önd vegi, eftir Þórhall Guttormsson MORGUNBLAÐINU hefur borizt ný bók í safnriti Isafoldarprent- sniiðju, Menn í öndvegi. Er það ritið Brynjólfur biskup Sveins- son, eftir Þórhall Guttormsson. I þessum flokki hafa áður koniið út bækurnar: Gissur jarl eftir Ólaf Hansson, Skúli fógeti eftir Lýð Björnsson, Jón Loftsson eftir E.J. Stardal og Jón biskup Arason eftir Þói'hall Guttorinsson. Þessi nýja bók um Brynjólf Sveinsson er 114 bls. að stærð. Aftast erskrá yfir nokkrar heimildir og fáein lokaorð höfundar. 1 bókinni eru cinnig nokkrar myndir, Ililmar Ilelgason gerði bókarkápu og teiknaði bókarskraut. Kaflaheiti gefa til kynna efni bókarinnar. sá fyrsti heitir Sögu- svið, sfðar koma m.a. Hans herra- dómur. Menningarviðleitni á myrkri tíð. Danskt val. Vitsmunir og veraldarhyggja. Heimilisböl og Ellisár örn. A bókarkápu segir forlagið „Biynjólfur Sveinsson biskup á Skálholtsstól hefur ætíð verið samlöndum sínum hugstæður. Veldur margt þar um. Ilann var síðasti biskupinn, sem megnaði að halda uppi gullri reisn og höfð- ingsskap á hinum fornu biskups- setrum; stóð hann þó þar gegn straumi þróunar þjóðarsögunnar; síaukinni ásókn gráðugs erlends valds. verzlunareinokun með vax- andi fátækt, hjátrúarofstæki, harðæri og kúgun. Ilann var ein- hver menntaðasti húmanisti sinn- artíðar og átti kost embælta til visindastarfa við lærðustu menn- ingarból Norðurálfu en kaus að hlýða kalli skyldunnar og gerast andlegur leiðtogi sinnar þjóðar. spyrna móti broddunum. — seinka þvf. að þjöð hans sykki í það foræði eymdar. fátæktar og fáfræði. sem beið bak við leiti næstu alda. Brynjólfur verur einna lengst minnzt fyrr að draga úr æði galdraofsókna um sína daga og rétta stvrka hönd því skáldi, sem rís til himins yfir táradali siða- skiptanna og mun þar standa meðan til er islenzk tunga og kristin trú i heimbyggðinni (hér er auðvitað átt við Hallgrím Framhald á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.