Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 Asgeir Guðnason fyrrv. kaupmaður og útgerðar- maður frá Flateyri ÞEIM fækkar nú óðum þeim ljós- um, sem skærast skinu á fyrstu áratugum þessarar aldar. Þeim ljósum, sem lýstu þjóð sinni á göngunni frá örbirgð til ails- nægta. Þann 23. nóvember s.l. andaðist Ásgeir Guðnason kaupmaður og útgerðarmaður frá Flateyri. Hann var einn þeirra manna, sem á langri ævi auðnaðist að sjá og taka þátt i þeirri umfangsmiklu þróun, sem á þessari elleftu öld frá landnámi íslands varð stærst og mest i atvinnu og aðbúnaði landsmanna. Ásgeir var fæddur við tsa- fjarðardjúp 15. ágúst 1884. Straxí æsku krafðist lífið þess, að hann tæki á af karlmennsku og dugnaði. Hann svaraði þeirri kröfu á þann hátt einan, sem hon- um var eðlislægur. Hertist og þroskaðist við hverja raun. Rúm- Iega tvítugum voru honum falin mannaforráð er hann gerðist for- maður á áraskipi við Djúp. Fór honum það verk vel úr hendi, svo húsbóndi hans óskaði eftir að framhald yrði á þessu starfi hans. Á þessum árum voru valkostir náms fáir. Fór þyí margt ung- menni þess tíma varhluta af því að læra „á bókina". Auk þess sem „bókvitið var ekki í askana látið“. Það hlýtur að hafa verið erfið ákvörðun ungs manns í þann tíð að velja, þegar annars vegar var gott eftirsóknarvert starf for- mannsins og hins vegar löngum hans til náms. Sú skoðun þekktist líka að slíkt væri fánýtt flan. Námslöngunin varð yfir- sterkari. Ásgeir hóf nám við Flensborgarskóla. Hafði hann síðar oft orð á því, að þar hefði honum aukizt þroski og víkkað sjónarsvið. Heimilisástæður hömluðu frekara námi en eins vetrar. Um næsta árabil voru störf Ásgeirs ýmist við sjómennsku eða landbúnaðarstörf. Þær voru helztar atvinnugreinar þá. Til Flateyrar fluttist Ásgeir árið 1912. Var það formaður til þess hann stofnaði þar verzlun samhliðasaitfiskverkun. Kaupmennska var upp frá því hans annað aðalstarf. Hann sleit aldrei á starfsævi sinni böndin, sem hann ungur hafði bundizt sjónum. Utgerð stundaði hann um áratugi. Lengst af smærri báta en einnig togaraútgerð. Ásgeir átti drjúgan þátt í stofnun og starf- rækslu íshúss á Flateyri og síðar frystihúss þegar frysting fisks varð sá þáttur fiskvinnslu, sem hæst bar. Þróun sjávarútvegsins og störf hans þar voru samstig. Árið 1911 gekk Ásgeir að eiga Jensínu Eiríksdóttur frá Hrauni á Ingjaldssandi. Var hún honum ómetanleg stoð á margvíslegan hátt heima og heiman. Enda var Jensína sérstök ágætiskona manni sínum, nærgætin móðir börnum sínum og Kjálpleg öllum, sem hún mátti lið veita. Trúartraust og kærleikur framréttra þjálparhanda var í sambúðinni, þeirra aðalsmerki. Jensína andaðist 11. febr. 1947. Þeim hjónum varðellefu barna auðið. Til fullorðinsára komust átta og sjö þeirra lifa það nú að kveðja föður sinn, aldurhniginn. Árið 1954 fluttist Ásgeir til Reykjavíkur. Starfaði hann þar í skjóli barna sinna meðan kraftar entust, en hin síðari ár áttu önnur hugðarefni, svo sem bóklestur og söfnun hug hans allan. Eftir andlát Jensínu stóð yngri dóttir hans um tima fyrir búi hans, en síðan Kristjana Kristjánsdóttir frá Kaldeyri, til dauðadags 1957. Það sama ár kom til hans Þórdis Guðjónsdóttir, sem annaðist hann til dauðadags. Kunna börn Ásgeirs þeim Kristjönu og Þórdfsi sérstakar þakkirfyrirstörf þeirra. Alltaf var Ásgeir kærkominn á heimili barna sinna og tengda- barna. Hann hafði jafnan frá ýmsu því að segja, sem yngra fólki var fróðleikur að. Ferskur og skýr i hugsun var hann til síðustu stunda. Sáttur við lífið leit hann aftur til langrar og gifturíkrar starfsævi. Eg vil að lokum flytja þér Ásgeir á kveðju- stund kærar þakkir tengda- og barnabarna þinna, fyrir allt. Hann fer nú öðru sinni til Önundarfjarðar. Þar verður hann jarðsettur í dag. Fagur fjörðurinn, hulinn mjöll, úndir tindrandi stjörnuhimni faðmar nú og kveður einn sinna beztu sona. Guð blessi þér, Ásgeir, endur- fundinn við áður kvadda ástvini. B.S. — Brynjólfur Framhald af bls. 28 Pétursson). Minnig Brynjólfs biskups hefur skerpzt í þjöðarvit- undinni fyrirþann harmleik, sem einkalíf hans varð, er leið að ævi- lokum. Skáld og fræðimenn hafa sung- ið og ritað um Ragnheiði, hina fögru dóttur hans, ástir hennarog ógæfu, hver kynslóð hefur sína skoðun ogtúlkun og ereigi víst að lokið sé. í þessum verkum hefur stundum skort á, að hinn strangi siðavandi faðir, biskupinn Brynjólfur, fengi að njóta þeirrar sanngirni og þess skilnings, sem honum ber, sé hann skyggndur í Ijósi aldarháttar síns tíma. Þórhallur Guttormsson cand. mag., dregur f þessari bók upp hlutlæga, raunsæja mynd af Brynjólfi biskupi, helzta öndveg- ismanni Islands á 1. öld.“ Þórhal lur Guttormsson — Sýningar Framhald af bls. 15 og raunar öll list er að nokkru líkamleg tjáning og gerð með að- stoð líkamans, svo og að elstu tjáningarmerki mannsins (homo sapiens) eru einmitt handaþrykk á hellisveggjum, — hin fyrsta og upprunalegasta tjáning mannsins var sem sagt að „prenta" sjálfan sig fyrir mörgum árþúsundum, — og börn leika þessa aðferð í dag, jafnt andlit, sem fætur og hendur, enda er er þetta almenn og tiðkuð tjáningaraðferð, Sbr. hina ö- væntu líkamlegu tjáningu lög- reglunnar að taka fingraför af bófum. Það aðj:anga 28 ár með þá hug- mynd, að klippa einhvern sköll- óttan með alls konar tilfæringum get ég ekki skilgreint öðruvísi en sem grillu. Ég hafna ekki þessari tegund listar, sé einhver kominn á þá skoðum, heldur fáranlegra bók- menntalegra útskýringa, sem ekk- ert hafa með veruleikann að gera nema sem and-skýring á and-list. Þetta er sem sagt gilt atriði í sjónmenntum, en nota bene, atr- iði eingöngu. Sjálfsagt varsýning Gabors Attalai nokkur nýjung fyrir þá, sem aldrei hafa séð slíkt áður, en gagnvart mér voru áhrif hennar á skynfæri mín svipuð og af lestri sömu tilþrifalitlu í smá- sögunnar í „28 skipti“. Nýlokið er í Myndlistarhúsinu á Miklatúni sýningu á hluta af Byggðasafrvi Vestmannaeyja. Ekki er það sérgrein mín að — Kirkjudagur Framhald af bls. 5 Fyrir réttum tveimur árum, eða 1. sunnudag í aðventu 1971, var Bústaðakirkja vfgð. En þó að kirkjan sjálf væri komin, vantaði margt annað: safnaðarsali, eldhús o.fl. Því féll kirkjudagur safnaðarins niður í fyrra. Nú er kominn vistlegur safnaðarsalur í safnaðarheimili kirkjunnar, teppi á gólf voru gefin nú í haust af eigendum fyrirtækisins Sólido hér i borg, þeim Ásbirni Björns- syni og Þórhalli Arasyni, þægi- legir stólar og borð voru keypt fyrir forgöngu hins unga, en ötula safnaðarráðs, og þvf ákvað sóknarnefnd í samráði og með stuðningi kvenfélags, bræðra- félags og æskulýðsfélags, að ógleymdum kirkjukór, að efna til KIRKJUDAGS á vígsluafmæli kirkjunnar, á sunnudaginn kem- ur þann 2. desember. Enn vantar vitanlega margt til þess, að safnaðarheimilið sé hæfi- legur rammi þess fjölþætta starfs fyrir unga sem eldri, sem þar á að eiga sér stað í framtíðinni og þegar sést vísir að. En öllu hefur ætíð miðað í rétta átt og það ótrú- lega vel og hratt hjá söfnuðinum og mun svo vafalaust enn. Kirkjudagurinn hefst með skrifa um slík söfn, en vegna þess að allmargt mynda var á sýningunni og m.a. eftir ekki ómerkari mann en Kjarval, þykir mér skylt að geta hennar að nokkru. Myndir Kjarvals þurfa að sjálfsögðu eng- in meðmæli, en þessar myndir keypti Sigfús M. Johnsen af meistaranum á erfiðleikaárum hans, af miklum drengskap og gaf seinna Vestmannaeyjakaupstað. Kennir hér svo margra grasa að ég hallast að því, að Kjarval hafi einfaldlega afhent Sigfúsi myndirnar frekar en að um yfir- vegað val á myndum hafi verið að ræða. Gjöf Sigfúsar er söm fyiúr þvi, og nokkrar ágætar myndir eru þar innan um en þær verð- skulda vissulega aðra umgerð en hina þungu gullramma, sumar hverjar t.d. hin gullfallega mynd .Skarðsheiði". Á þessari sýningu hafði ég einn- ig ánægju af myndum Engil- berts heitins Gíslasonar svo sem „Fiskþvottur" (40) og„Pallakrær i Eyjum" (41), svo og myndum hins aldna Kristins Ásgeirssonar, sem eru merkilega „naivar“ og minna að nokkru á Isleif Konráðs- son, einkum staldraði ég við myndina „Lækurinn" (50). A sýningunni var einnig mikið um litljósmyndir, en slíkar litljós- myndir eru sérstakur kafli í islenzkri smekkleysu. A striðsár- unum og eftir þau fengust i verzlunum sérstök tæki til ð lita myndir og var það óspart gert af „laghentu" fólki“, og mátti lengi og má enn sjá leifar af þessum faraldri. Ef þessu skyti upp sem barnasamkomu kl. 10:30 um morguninn (að venju), síðan er almenn guðsþjónusta kl. 2, en samkoma um kvöldið kl. 8:30, þar mun Vilhjálmur Þ. Gfslason flytja ræðu, en Karlakór Reykjavikur, sem nýkominn er úr söngför mjög rómaðri til Mið-Evrópu, mun syngja undir stjórn Páls P. Páls- sonar. Lýkur samkomunni að venju með því, að aðventukertin eru tendruð, sóknarpresturinn flytur bæn og almennur söngur sameinar enn frekar hugi kirkju- gesta til undirbúnings fæðingar- hátiðinni. Kaffisala verður í safnaðar- heimilinu strax að lokinni guðs- þjónustunni og er ekki að efa, að margir vilja þiggja veitingar kvennanna, sem ætíð hafa haldið á loft Ieikni sinni við bökun og framreiðslu á þessum hátíðum safnaðarins. Allur ágóðinn af kaffisölunni, sem og jólakorta- sölu, rennur til áframhaldandi framkvæmda f safnaðarheimili. Á sunnudaginn mun nýr organisti hefja störf við Bústaða- kirkju, Birgir Guðmundsson, sem tekur við af Jóni G. Þórarinssyni, sem verið hefur organisti og söng- stjóri safnaðai ins við góðan orðs tír allt frá stofnun safnaðarins árið 1952. Voru honum þökkuð hans góðu störf í samsæti á sunnudaginn var. Olafur Skúlason. list í Galerie SUM, undir heitinu „Kitsch", mundi það teljast góð og gild vara af ýmsum, en á byggðasafni á það naumast heima nema sem sýnishorn tómstunda- iðju. Það er af og frá að Vest- mannaeyjar hafi nokkurn tímann verið svo ljótar, væmnar og sykur- sætar sem fram kemur á þessum myndum. Litirnir eru eins og langt frá veruleikanum og hugs- ast getur. Það var fyrir margt fróðlegt að skoða þessa sýningu, en ljöst má vera, að byggðasafnið þarf al- gjörrar endurskipulagningar við og væri ráð að senda forráðamenn þess á svipuð söfn erlendis, þar sem allt er sett upp á fullkominn hátt, eða fá Þjóðminjaverði umsjón með safninu. Eitt er af safna munum og hlúa að safni, og annað að setja það upp og skipuleggja. Um þessar mundir og næslu tvær vikur sýnir Þórsteinn Þórsteinsson málari og myndrýn- ir nokkrar pastelmyndir á Mokka- kaffi á Skólavörðustíg. Myndir þessar eru allar nýjar, gerðar á þessu ári, og i einni lotu. Þetta eru geðþekkar myndir og dulúð- ugar, hér kemur fram draumur- inn milli svefns og vöku, mannleg samskipti og kenndir undirstrik- aðar með mystik i litum, hér spil- ar oftlega dimmrautt, fjólublátt og blátt á móti jarðlitum. Nöfnin eru svo eftirþví: Þeyr, Tilbeiðsla, Sumarást, Öræfakyrrð, Móðurást o.s.frv. Þetta fellur vel inn i um- hverfið, gerir það hlýlegra og skammdegið rómantískara. Bragi Asgeirsson — Borgarstjórn Framhald af bls. 19 austurhluta götunnar í varnlegt form, en síðar vesturhluta göt- unnar. Skipulagning Grjótaþorps kemur og inn í þessa mynd. Þar ætti að geta orðið hverfi, þar sem hægt væri að koma fyrir verzlun- um og veitingahúsunj i því skyni og lífga svolítið meira upp á miðbæinn heldur en nú er. Lauga vegurinn þarf og að takst til rækilegar endur- skoðunar, bæði að því er snertir uppbyggingu á Laugavegi og götum þar í kring, svo og á umférðarhlutaverki götunnar. Strætisvagnar Reykjavikur eiga nú I æ meiri erfiðleikum með að komast niður Laugaveg. Að vísu léttist nokkuð á við iokun Austurstrætis, þar sem bílar velja sér greinilega aðrar leiðir milli austurbæjarins og vesturbæjar- ins, heldur en Laugaveg og Austurstræti, eins og áður var. En ekki er óeðlilegt, að fljótt stefni í sama horf, og þá er það mjög mikil spurning, hvort ekki eigi t.d. með bifreiðastöðubönnum að láta strætisvagnana fá alveg aðra akrein Laugavegarins, en láta úf- vega hins vegar bifreiðastæði á lóðum í nærliggjandi götum fyrir þá, sem eríndi eiga við Laugaveg. Allt eru þetta þó atriði, sem þarfnast nánari athugunar og skoðunar i sambandi við ákvarðanir um skipulag. Skipulagsvinna við nýja miðbæ- inn við Kringlumýrabraut er nú mjög langt á veg komin og ekki er ólíklegt, að ákvarðanir um það efni verði teknar í borgarstjórn i næsta mánuði, þannig að ákveðin vilyrði geti fengizt til handa þeim lóðarhföum, sem þarna vilja hefja bygginar, og stefnt er að því að veita fjármagn til byrjunarfram- kvæmda í gatnagerð nú á næsta ári. HEILDARSKIPULAG GRÆNNA SV/EÐA Heildarskipulag grænna svæða eða útivistarsvæða innan borgar- landsins er nú í mótun. Er ekki óliklegt, að strax í byrjun næsta árs verði kynnt í borgarstjórn heildaráætlun um nýtingu og framkvæmdir við gerð grænna svæða innan borgarlandsins, þar sem stefnt verði að þvi að ljúka endanlegum frágangi allra þeirra auðu og óbyggðu svæða, sem eru innan borgarinnar, jafnframt þvi sem kveðið verði á um notkun hvers svæðis fyrir sig, svo og að stefna að því að gæða þessi svæði meira lífi, þannig að borgarbúar hafi þangað raunverulegt erindi og geti þangað sótt holla tóm- stundaiðju, ekki aðeins yngri kyn slóðin, heldur fjölskyldan i heiíd. Gefst væntanlega na'nari tækifæri til þess að kynna þess áætlun síð- ar. Umhverfisnefnd og náttúru vernd eru mjög á dagskrá þessa dagana, og borgarstjórn Reykja- víkur hefur sýnt, að hún.vill halda vöku sinni í þessum efnum. Af þvi tilefni hefur nú verið gerð allítarleg áætlun um holræsa útrásir frá Reykjavík í því skyni að hreinsa sjóinn sem mest hér í kringum strandlengj- una. Hér er um að ræða mjög dýrar framkvæmdir. Borgar- stjórn hefur ekki tekið afstöðu til þessara áætlana ennþá, en mun væntanlega taka þær til umræðu nú fljótlega eftir áramótin, þegar vinnu við fjárhagsáætlun lýkur, þannig að unnt verði að komast að niðurstöðu, hvert stefna eigi í þeim efnum. Þá er ljóst að halda þarf áfram að skapa borgarbúum möguleika til útivistar utan borgarlandsins sjálfs, og ber þar einna hæst þær framkvæmdir, sem stefnt er að vinna i Bláfjöllum nú á næstu árum. öll þessi mál, og reyndar mörg fleiri, eru nú á dagskrá hjá borgarstjórn Reykjavikur og væntanlega gefst tækífæri til að skýra V arðarfélögum og öðrum frá gangi þeirra, eftir því sem þeim miðar áfram nú I vetur. Viðgerum okkur grein fyrirþví, sem situm I borgarstjórn, að verk- efnin blasa víða við og óskalisti um hvers konar framkvæmdir er mjög langur. Borgin tekur örum breytingum og ný vandamál og viðfangsefni koma stöðugt upp, sem krefjast úrlausnar. Nauðsyn- legt er, að á öllum þessum verk- efnum sé tekið af þeim stórhug og með þeirri festu, sem einkennt hefur stjórn sjálfstæðismanna á Reykjavíkurborg alla tíð. SÚ ÓGÆFA MÁ EKKI HENDA REYKJAVÍK Á næsta vori munu fara fram kosningar til borgarstjórnar, og munu nú vera um sex mánuðir til kosninga. Enginn vafi er á því, að mjög verður hart sótt að sjálf- stæðismönnum I þessum kosning- um. Vinstri flokkarnir munu leggja allt í sölurnartil þess að ná völdum hér í Reykjavík og treysta þannig enn betur þau völd, sem þeir nú þegar hafa aflað sér með setu f ríkísstjórn. Störf þeirra I rikisstjórninni og sú sundrung, sem þar ríkir innan dyra, er á þann veg, að ekki er mjög fýsti- legt fyrir Reykvíkinga að kalla slíka stjórn yfir sig. En þrátt fyrir það verðum við að halda vöku okkar. Við gerum okkur grein fyrir þvf, að vinstri flokkarnir munu sækja mjög fast f ram og því ríður á, að við sjálfstæðismenn stöndum fastir fyrir, ekki aðeins í varnarstöðu, heldur með fulla sókn i huga. Við skulum þvi nú þegar sameiginlega búa okkur undir það að fylkja liði og vera viðbúin þeirri orrustu, sem nú stendur fyrir dyrum. Því að sú ógæfa má aldrei henda Reykjavikurborg, að stjórn hennar lendi í höndum þeirra sundrungarafla, sem nú stjórna landinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.