Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973
5
r
Kirkjudagur Arbæjarsafnaðar
Sunnudaginn 2. desember (1.
sunnudag í aðventu) verður
kirkjudagur Árbæjarsafnaðar
haldinn í samkomusal Arbæjar-
skóla. Þetta er í þriðja sinn, sem
slikur hátíðisdagur er haldinn í
söfnuðinum, helgaður safnaðar-
starfinu og til fjáröflunar fyrir
byggingu safnaðarins. Þótti fara
vel á þvi að halda kirkjudaginn á
nýársdegi kirkjuársins. Mikill
fjöldi fólks hefur sótt dagskrár-
liði fyrri kirkjudaga og hafa þeir
að flestra dómi tekizt vel. Von
okkar er sú, að svo verði enn á
sunnudaginn kemur, að sá dagur
verði söfnuðinum til sóma og
slarfi hans til styrktar. Allur
ágóði af fjáröflun þessa dags
rennur beint f byggingarsjóð
safnaðarins eins og áður. Fyrsta
skóflustungan að krikju- og
safnaðarheimili í Árbæ var tekin
26. ágúst i sumar og eru fram-
kvæmdir hafnar. í fyrsta áfanga
er fyrirhugað að steypa upp jarð-
hæð og plötu undir aðalskipið og
fullgera til notkunar næsta haust.
Hér er um kostnaðarsaman
áfanga að ræða, er útheimtir sam-
stillt átak allra, eigi áætlanir að
standast. Þvi heiti ég á safnaðar-
fólk aðfjölmenna i Árbæjarskóla
á sunnudaginn og styðja fjár-
öflunarstarfið. Þökkuð er vinna
og fjárgjafir, bænir og góðar óskir
allra vina kirkjunnar til þessa
dags.
Guð blessi byggingarstarf
Arbæjarsafnaðai- og gefi því
vöxtinn.
Dagskrá kirkjudagsins verður í
aðalatriðum sem hér segir:
Kl. 10.30 verður barnasamkoma
í Árbæjarskóla og guðsþjónusta
fyrir alla fjölskylduna kl. 2. Eftir
messu hefst kaffisala kvenfélags-
ins, verða veitingar til reiðu fyrir
Árbæinga og aðra Reykvíkinga
Ifeflhafliékáð
Magnús E. Baldvlnsson
Laugavcgt 12 - Slml 22804
BÚIÐ VELOGÓDÝRT
í KAUPMANNAHÖFN
Mikið lækkuð vetrargjöld.
Hotel Viking býður yður ný-
tízku herbergi meðaðgangi
að baði og herbergi með
baði. Símaríollum her-
bergjum, fyrsta flokks veit-
ingasalur, bar og sjónvarp.
2. min frá Amalienborg. 5
min. til Kongens Nytorg og
Striksins.
HOTEL VIKING
Bredgade 65, 1260 Kobenhavn K
Tlf. (01) 12 45 50, Telex 19590.
Sendum bækling og verð.
fram eftir degi og einnig á kvöld-
samkomunni. Jafnframt verður
efnt til skyndihappdrættis með
mörgum góðum vinningum og til
sölu verða jólakort og ljósaperur
á vegum bræðrafélagsins.
Kl. 8.30 síðdegis hefst svo
hátfðasamkoma í skólanum. Þar
flytur Birgir Isleifur Gunnarsson
borgarstjóri ræðu, Friðbjörn G.
Jónsson syngur einsöng og
haldinn verður tízkusýning á veg-
um Karonsamtakanna, auk fleiri
dagskrárliða.
Árbæingar og aðrir Reyk-
víkingar. Verið öll velkomin í
Árbæjarskóla á sunnudaginn.
Njótum þess, sem þar verður
framreitt bæði fyrir líkama og
sál, og eigum hclga hátíðarstund
saman. _ .
Guðmundur Þorsteinsson.
KIRKJUDAGUR í
BÚSTAÐASÓKN
Á MEÐAN heimili Bústaða-
safnaðar var í Réttarholtsskólan-
um, var kirkjudagurinn ætið á
vorin. Þá var notað hið stóra og
þægilega eldhús skólans og lagt á
borð fyrir stóra hópa í salarkynn-
um skólans. Vai' sú aðstaða mikils
virði og þakksamlega þegin og
metin.
Franihald á bls. 20.
Skaftfellingar
Spilakvöldið, sem átti að verða 1. des. á Hótel Esju er
frestað vegna verkfalls þjóna, en verður laugardaginn 8.
des. í Félagsheimilinu, Seltjarnarnesi.
Skaftfellingafélagið.
SK RIFSTO FUHÚSNÆÐI ÓSKAST
Opinber stofnun óskar eftir að taka 2 — 3 herbergi á
leigu frá 1. janúar n.k helst i miðbænum.
Tilboð merkt: „skrifstofuhúsnæði 1272" sendist. af-
greiðslu blaðsins fyrir 5. des. n.k.
ÍBÚÐ TIL LEIGU
Grettisgötu 46, efstu hæð til hægri. Stærð 4 herbergi,
eldhús og bað Til sýnis laugardag kl. 2—4 og sunnu-
dag 1—2. Tilboð á afgreiðslu Morgunblaðsins skulu
leggjast inn merkt: „íbúð — 4716" fyrir þriðjudags-
kvöld n.k. íbúðin ertilb. til að flytja inn í hana.
Basar KFUK
verður í dag kl. 4 að Amtmannstíg 2b. Þar eru margir
góðir handunnir munir, hentugir til jólagjafa svo og
heimabakaðar kökur.
Allmenn samkoma kl. 20,30.
Fjölbreytt dagskrá.
Séra Lárus Halldórsson flytur hugleiðingu.
Gjöfum til starfsins veitt móttaka.
Allir velkomnir.
Stjórnin.