Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 Þannig eru jarðgöngin hugsuð. í miðju eru þjónustugöngin, en beggja vegna við þau járnbrautar- göngin. Loksins jarðgöng milli Englands og Frakklands ÁRIÐ 1802 átti brezki stjórnmálamaðurinn Charles James Fox viðræður við Napóleon I. Frakklands- keisara um möguleika á þvi að grafa jarðgöng undir Ermarsund og tengja þannig löndin tvö. Ári seinna hafði brotizt út styrjöld milli Frakka og Breta, og fóru þá allar fyrirætlanir um jarð- göng út um þúfur. Núna, 170 árum síðar, hefur brezka stjórnin ákveðið að verja 35 milljónum punda til undir- búningsframkvæmda vegna fyrirhugaðra jarðgangna, sem í daglegu tali eru nefnd ,,The Chunnel", en nafniðer stytting úr enska heitinu Channel tunnel. Gangi þess- ar undirbúningsfram- kvæmdir að o'skum, hefst vinna við sjálf göngin vorið 1975. Eiga göngin að verða 49 kílómetra löng og liggja milli Fokestone í Englandi og Calais í Frakklandi. Heildarkostnaður viðgöngin er áætlaður 850 milljónir punda, eða um 170 milljarð- ar króna. Allt frá upphafi 19. aldar hafa margs konar fróðlegar hugmyndir um tengilið milli landanna skotið upp koll- inum — og hefur sá tengilið- ur ýmist verið hugsaður sem jarðgöng, brú eða pípulögn eftir botni sundsins. Oftast hafa þessar hugmyndir strandað á andstöðu brezku herstjórnarinnar, sem hefur litið á Ermarsund sem nokk urs konar virkisgröf frá náttúrunnar hendi. Sem dæmi má vitna í orð brezka flotaforingjans sir Algernon de Horsey, sem sagði skömmu eftir síðustu alda- mót: „Þessar aumingja mannverur, sem ekki hafa maga er þolir klukkutíma siglingu, vilja bersýnilega fórna öryggi landsins fyrir að fá að halda kvöldverði sinum niðri.“ Ekki var ötti herstjórnar- innar með öllu ástæðulaus, því árið 1803 hafði Napóleon falið frönskum verkfræðing- um að vinna að uppdráttum að jarðgöngum, sem nota mætti til innrásar i England. Á þeim timum áttu Frakkar ekki yfir nægilegri tækni að ráða til að gera jarðgöngin, en fáum áratugum síðar hafði tækniþróunin orðið það mikil, að verkið var vel vinnandi. Svo þegar meiri- háttar afrek höfðu verið unnin á sviði verkfræðinnar á borð við Panamaskurð- inn Súesskurðinn eða Simpl onjarðgöngin undir Alpa- fjöllin, sem tengja Frakk- forum world features land og ítalíu, voru jarðgöng undir Ermarsundið enn á umræðustigi í Bretlandi. Mörg frumvörp hafa verið lögð fyrir brezka þingið varðandi jarðgöng, en til þessa hefur ekkert þeirra náð fram að ganga. Þó var á níunda tug síðustu aldar hafizt handa um gröft jarð- ganga undir sundið. Voru göngin orðin 3.600 metra löng þegar herstjórnin skarst i leikinn, og vinna var stöðvuð. Þessi jarðgangnakafli, sem senn verður aldargam- all, er enn óskemmdur. Ilann er nú fullur af sjó, en það, að hann hefur ekki lagzt saman bendir til þess að tiltölulega auðvelt verði að grafa göng í jarðlögin undir Ermarsundi. i siðustu áætlun er gert ráð fyrir að leggja tvenn samhliða járnbrautargöng, en á milli þeirra eiga þriðju göngin á liggja, ætluð starfs- fólki við viðhald og eftirlit. Verða þessi þjónustugöng svo tengd járnbrautargöng- unum með sérstökum út- skotum á vissu millibili. Vinna á að hefjast við þjónustugöngin hálfu öðru ári áður en byrjað verður á aðalgöngunum, og er gert ráð fyrir að afköstin verði 500 metrar á mánuði. Aðal- göngunum, á að miða hrað- ar. Þegar jarðgöngin eru full- gerð fara bæði farþegalestir og vöruflutningalestir um þau. Verða flutningalestirn- ar sérstaklega útbúnar með það fyrir augum, að ferming og afferming gangi fljótt. Mjög verður vandað til alls öryggisútbúnaðar í göngun- um, og sérstök áherzla lögð á, að unnt verði að rýma göngin í skyndi, ef slys ber að höndum, eða til dæmis að eiturefni leki úr geymum flutningalestar. Oft hefur verið spurt: af hverju að grafa göng? Væri ekki unnt að byggja brú yfir sundið? Helztu rök gegn þessu er hættan frá skipa- umferðinni, sem er mikil. Árið 1964 var opnuð 30 km löng samgönguleið yfir og undir Chesapeake flóa í Bandaríkjunum, sem er kafli af aðal þjóðveginum frá New York til Florida. Skiptast þar á brýr og jarð- göng. Voru jarðgöng notuð undir siglingaleiðir, en brýr annars staðar. Reynslan hef- ur verið sú að oft hefur þurft að loka leiðinni vegna ásiglinga eðasjávarskaða. Enn eru þeir nokkrir, sem hallast frekar að því, að brú verði smíðuð yfir sundið. Einn helzti kosturinn við brú frekar en jarðgöng, er að síðar meir mætti bæta við hana annarri hæð, sem tvö- faldaði umferðina með litl- um tilkostnaði. Hins vegar benda kostnaðaráætlanirnar tii þess, að stofnkostnaður yrði mun meiri við bni en jarðgöng, og hefur brezka stjórnin því ákveðið að velja síðarnefndu leiðina. í Bretlandi óttast nú eng- inn lengur, að franskar her- sveitir streymi gráar fyrir járnum eftir jarðgöngunum til innrásar. Þar eru flestir þeirrar trúar að göngin eigi eftir að auðvelda brezkum ferðamönnum — og þá ekki síður sölumönnum — að gera innrás f Evrópu. 7 HÚSBYGGJENDUR Önnumst uppsetningu á viðarloft- um’og veggjum, einnig ísetningu á hurðum. Gerum föst verðtilboð Fagvinna Simi 43270 og 71869. VOLKSWAGEN 1300. 1972 Fallegur bíll Til sýnis og sölu i dag. Má borgast með 2 — 5 ára skuldabréfi eða eftir samkomulaqi Simi 1 6289 TILSÖLU Volvo 144 De luxe árg 70 Litur rauður Bifreið mjög vel með farin Hagstætt verð. Selst strax. Uppl. i síma 25632 FALLEGAR OG ÓDÝRAR barnaútsaumsmyndir nýkomnar Tilvaldar jólagjafir Handa vinnubúðin, Laugavegi 63. TRÉSMIÐIR ÓSKAST Mikil og góð vinna Inni og útivinna. Góðir tekjumöguleikar. Simi 82923 LÚÐUR ÞE YTARAR Til sölu ný ..SELMER'' Invicta bás- úna í De Luxe tösku Upplýsingar í síma 3206 1 Magnús Jóhannsson FLOSMYNDIR islenzkar komnar. Handavinnubúðin, Laugavegi 63. TRÉSMIÐUR utan af landi óskar eftir herbergi Upplýsingar i sima 13969 eftir kl 1 3 TVÆR STÚLKUR ÓSKA eftir fæði og húsnæði í Hafnarfirði helzt í norðurbænúm. Uppl. i síma 1 2457 TILSÖLU litið ekinn DATSUN 1600 árg 1 973 Upplýsingar i sima 1 7959 PRESSUMENN ÓSKAST Óska eftir vönum pressumönnum Uppl i sima 33591 LEIRBRENNSLUOFN ÓSKAST æskileg stærð 7 5 til 1 50 litrar. Tilboð sendist Mbl merkt 5068 BODDÝ-HLUTIR Höfum ódýrar hurðir bretti, húdd, skottlok og rúður á flestar gerðir eldri bila Opið til kl. 5 i dag Bilapartasalan, Höfðatúni 10, simi 1 1397. MIÐHÆÐ OG RIS til sölu tvær ibúðir i steinúsi á einum bezta stað i Ytri-Njarðvik Miðhæðin er 127 fm, 5 herb . eldhús og bað Rishæðin er 2 herb , eldhús, bað og geymsla Uppl i sima 38191. HRAÐBÁTUR til sölu 1 8 feta plastbátur á vagni. Yfirbyggður. Utanborðsmótor 1 00 h.ö Skipti á nýlegum bil koma til greina. Upplýsingar i dag i síma 92- 2341 RYNTJES GÍR G.Ö.U. 2:1 800 snúningar á mín- útu til sölu Vélaverkstæði J Hinriksson hf . Skúlatúni 6 Simar 23520 og 26590 Heimasimi 35994 BAKKABÖND jólalöberar, smyrnapúðar, smyrna- teppi, grófir krosssaumsstrengir og púðar, og margt fleira Komið og.skoðið Handavinnubúðin, Laugavegi 63. GEFIÐ UNGU STÚLKUNUM nælu, sem þær sauma sjálfar munstrið i Ódýnr gjafapakkar' með 3 myndum i. ásamt römm- um Ha nda vinnubúðin, Laugavegi 63. BÍLAVARAHLUTIR Varahlutir í Cortinu. Benz 220 '62, og eldri, Taunus 17 M '62. Opel '60 — '65 og flest allar gerð- ir eldri bíla Bílapartasalan, Höfðatúni 10, sími 1 139 7 ÍBÚÐ TILLEIGU 3ja herb íbúð með húsgögnum til leigufrá 1 desember 1974 til 1 mai 1 9 74 Bilskúr til leigu á sama stað Tilboð merkt „Vesturbær 808‘, sendist afgr Mbl 0 1 | Eleetrolux |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.