Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973
Minningabrot:
ÞEIM fækkar nú óðum Tálkn-
firðingunum, sem eru mér
minnisstæðastir frá uppvaxtar-
árunum þar vestra. Oft, og þó
einkum þegar þeir hverfa einn af
öðrum, hugsa ég með miklu þakk-
læti til samvistanna við þetta
ágæta fólk, frændur og vini, sem
sameiginlega, en hvert á sinn
hátt, bjó mér sælutíð og varan-
legar dýrmætar minningar.
Ég held því ekki fram, að eigin-
leikar þessa fólks hafi verið aðrir,
né verðleikar þess meiri, en
annarra samtímamanna. Þetta
var óbrotið alþýðufólk, látlaust í
dagsins önn, en stærst í erfiðleik-
um og þungum raunum. Ileiðar-
legt fólk, sem talaði að því skapi
minna um réttindi sín sem það
rækti trúlegar sérhverja skyldu.
Ösérhlífið fólk, sem eiginlegra
var að gera kröfur til sjálfs sín en
til annarra. Duglegt fólk, þraut-
seigt og traust. Glaðvært fólk og
skemmtilegt í háttum. Hjartahlýtt
fólk og miklir vinir í raun. —
Fólkið, sem ég kynntist í æsku —
og þekki sumt enn.
Nýlega hafa tveirþessara kæru
vina minna horfið á braut. Langar
mig að minnast þeirra með fáein-
um orðum.
Jóna Þórdís Jónsdótt-
ir frá Suðureyri
Ilún fæddist að Suðureyri 8.
apríl árið 1900, dóttir hjónanna
Jóns Jónssonar Johnsen útvegs-
bóndaog Gróu Indriðadóttur.
Árið 1924 giftist hún Bjarna
Eiríki Kristjánssyni frá Sellátr-
um. Áttu þau heimili á Suðureyri,
unz Bjarni lézt af slysförum árið
1945, aðeins 45 ára að aldri. Eftir
það fluttist Jóna til Reykjavíkur
og dvaldi þar með börnum sínum
það sem eftir var ævinnar. Hún
lézt 22. nóvember s.l.
Eg var á barnsaldri þegar ég
kynntist Jónu fyrst. Kom ég þá
stundum að Suðureyri. Þá var
hún innan við þrítugt, og þau
Bjarni bæði. Man ég þau vel frá
þessurn tfma, enda þótt kynnin
yrðu meiri með árunum, héldust
reyndar nær óslitið meðan þau
lifðu.
Bjarni fékkst ekki við búskap á
Suðureyri, en stundaði þaðan út-
gerð lengst af. Var smáútgerð lítt
arðbær atvinnugrein þar vestra á
þeim árum, en erfiðleikar nógir
og andbyr ýmiss konar. Munu
þessar aðstæður hafa ráðið úrslit-
um um það, að Bjarni réðst i
skiprúm til Kristjáns bróður síns,
sem þá stýrði togara frá Boston í
Bandaríkjunum. Var hann með
Kristján á 4. ár, en kom siðan
heim, árið 1942. Öðru sinni hélt
hann svo til Boston 1944. Þá var
Kristján með strandgæzluskip í
flotanum, en Bjarni réðst á togara
sem fyrr. Ætlaði hann ekki að
vera lengi að heiman að þvi sinni,
en kom þó eigi aftur, fórst með
skipi sinu áriðeftir.
Þau Jóna og Bjami voru vel af
guði gerð, eins og sagt er. Þegar
sem barn, og ætið síðan, leit ég til
þeirra með aðdáun og virðingu;
hjá báðum fóru saman ytri gjörvi-
leiki og miklir mannkostir.
t
Mágkona mín,
BENEDIKTÍNA LIUA BENEDIKTSDÓTTIR,
andaðist á Landspitalanum 30 nóvember, s.l.
Fyrir hönd aðstandenda
Jórunn ísleifsdóttir.
t
Faðir minn og bróðir,
JÓN Þ BJARNASON,
andaðistað Landakotsspitala 29 nóv
Birna J. Blöndal,
Ingi S. Bjarnason.
t
Útför litla drengsins okkar
SNORRA
fer fram frá Garðakirkju, mánudaginn 3. desember kl 1 1 fyrir hádegi
beim, sem vildu minnast hans, er bent á styrktarsjóðinn Hjálparhönd
Minningarkort fást í verzluninni Teppi h.f , Austurstræti 22 og Rakara-
stofu Árbæjar, Hraunbæ 1 02, og í Bókabúðinni Akranesi
Kolbrún Jónsdóttir, Sigurður Árnason,
Blikanesi 14.
t
Okkar innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug, við andlát
og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu,
JÓNÍNU HELGU ÞORBJÖRNSDÓTTUR,
Melteig 19, Keflavík.
Einar Sveinsson,
Einarína Einarsdóttir,
Ásta Einarsdóttir,
Estir Einarsdóttir,
Guðjón Einarsson,
Rósa Einarsdóttir,
Hulda Einarsdóttir,
Þorbjörn Einarsson,
Skafti Þórisson,
Magnús Þórarinsson,
Guðmundur Lúðvíksson,
Sólveig Thorsceinssen,
Sigurður Erlendsson,
Rosario Nigrelli,
Ana Maria Einarsson
og barnabörn.
Olafur Kristjáns-
son frá Sellátrum
Fæddur 22. febrúar 1896.
Dáinn 2. júlí 1973.
Hann fæddist að Sellátrum og
ólst þar upp í hópi 9 systkina.
Voru foreldrar hans þau Kristján
Arngrimsson útvegsbóndi og
kona hans Þórey Eiríksdóttir ljós-
móðir.
Ólafur sinnti sem aðrir venju-
legum störfum þegar er aldur
leyfði. Tók hann snemma þátt í
útvegí föður síns og vandist þann-
ig átökum og starfskjörum, sem
fremur voru til þess fallin að efla
þrótt og seiglu en linku nokkura
eða kveifarskap. Bar hann þessa
Og þrátt fyrir margvíslega
erfiðleika, aðskilnað og harma,
færði lífið þeim mikið af sannri
auðlegð og birtu. í uppvextinum
nutu þau styrkrar, þroskandi
handleiðslu og mikillar gleði, á
fullorðinsárunum sívaxandi vin-
áttu og trausts samferðafólksins.
En mest var að sjálfsögðu
hamingja sú, er þau áttu saman,
og svo börnin þeirra fjögur,
dæturnar Ásdís og Gróa, nú í
Reykjavík og synirnir Þórir og
Sigurður, búsettir í Kópavogs-
kaupstað. Einnig varþeim einkar
kær bróðursonur Bjarna, Jakob
Ólafsson, nú í Reykjavík, en hann
fóstruðu þau ungan.
Af eðlisþáttum Bjarna eru mér
minnisstæðastir hreinlyndi hans,
einurð og dirfska í framkomu,
einbeitni i skoðunum, að
ógleymdri aðdáanlegri glaðværð
hans og spaugsemi á hverju sem
gekk. Þar fór vissulega skemmti-
legur maður og drengur góður.
Einstök góðvild og hjartahlýja
einkenndi Jónu, öðru fremur.
Veit ég ekki betur en að henni
væru allir kærir, þeir er hún
þekkti til. Aldrei lagði hún nema
gott til manna og málefna, bæði i
orði né verki. Mikil rósemi fylgdi
henni jafnan, en fullkomið æðru-
leysi þegar mest reyndi á. íhugul
var hún og kunni glögg skil á
mörgu. Ilvarvetna stráði hún um
sig birtu og hlýju, sannri gleði og
friðsæld. Hún er yndisleg kona,
öllum góð — og hvers manns hug-
Ijúfri.
Að ferðalokum hugsa ég til
hennar með miklu þakklæti fyrir
samfylgdina og færi ástvinum
hennar innilegar samúðar-
kveðjur.
t
Þökkum af alhug samúð og vinsemd við andlát og jarðarför
GUÐMUNDAR VILHJÁLMS HJÁLMARSSONAR,
kaupfélagsstjóra Ásum.
Margrét Rögnvaldsdóttir,
Rögnvaldur Guðmundsson,
Áslaug Guðmundsdóttir,
Sigríður Guðmundsdóttir.
t
Þökkum hjartanlega vinarhug og samúðarkveðjur við andlát og jarðar-
för
GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR.
Jaðarsbraut 31, Akranesi.
Fyrir hönd aðstandenda.
Karl Auðunsson.
t
Okkar innilegustu þakkir til allra þeírra, sem auðsýndu okkur samúð og
vináttu við andlát og jarðarför mannsins míns
GUÐMUNDAR PÁLS PÁLSSONAR,
sem andaðist að heimili okkar Melabraut 7, Hafnarfirði þann 1 1 þ m.
Fyrir hönd dætra minna, barnabarna og tengdasona
Kristin Þorvarðardóttir.
t
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
INGER KRISTENSEN,
húsfreyju að Teigi
í Mosfellssveit.
Sérstaklega er læknum og hjúkrunarliði á Vífilsstaðahæli þökkuð alúð
og umhyggja í erfiðum veikindum hínnar látnu.
Matthias Einarsson og börn,
Ib Kristensen, Thomas Kristensen,
Hans Kristensen.
og merki siðan sem og annars
veganestis að heiman.
Árið 1922 gekk Ólafur að eiga
Soffiu Lilju Friðbertsdóttur að
Bakka, fædda að Öskubrekku í
Amarfirði 1. júli 1894. Fluttust
þau hjónin stuttu síðar til Pat-
reksfjarðar, þar sem þau bjuggu
upp frá því.
Börn þeirra urðu fjögur, Krist-
in Berta, búsett á Patreksfirði,
Jakob V. Leo, sem býr i Reykja-
vík, Kristján Eyþór, er lézt árið
1966 og drengur, er lézt riýfædd-
ur. Eina dóttur, Guðnýju, eignað-
ist Ölafur, áður en hann giftist.
Eftir að til Patreksfjarðar kom
stundaði Ólafur aðallega verka-
mannavinnu, en fékkst einnig
nokkuð við sjómennsku.
Um árabil var ég eins og grár
köttur á heimili þeirra Lilju og
( rs, dróst ósjálfrátt mjög að
þ im báðum, enda var ég ætíð
velkominn. Var ég hjá þeim eins
og heima hjá mér þegar mig lysti
— og það var oft. Fáir voru mér
betri en þau.
Margt er mér minnisstætt í fari
Ólafs: Trúmennska hans, sam-
vizkusemi og vammleysi f orði og
verki; vandvirkni hans að hverju
sem hann gekk, snyrtimennska og
hirðusemi i öllu; hjálpsemi hans,
tryggð og traustleiki, sem aldrei
brást.
Annars var skaphöfn Ólafs í
heild sinni sérstæð nokkuð og í
mínum huga svo athyglisverð, að
freistandi væri að greina miklu
ýtarlegar en hér er kostur. Þetta
skildist mér æ betur eftir þvi sem
árin færðustyfir okkur báða.
Mest fannst mér til um hið ótrú-
lega vald, sem hann hafði á geð-
hrifum sinum. Skapstilling hans
var nánast einstök, held ég, svo
tilfinningarikur sem maðurinn
var, og lundin heit. Jafnvel þegar
mest ólgaði innifyrir, þurfti ofast
næman kunnugleika til sjá hvað
honum leið. Enda þótt hann flík-
aði litt skoðunum sínum, var það
sízt af því, að hann ætti engar.
Var hann íþeim efnum ákveðnari
miklu, en virðast kunni og stóð
fastur fyrir á sinn sérstaka, stilli-
lega hátt. Á yfirborðinu gat hann
virzt alvaran ein, en sjaldan var
djúpt á glaðværð, sem einkar lag-
ið var að létta skap þeirra, sem
nærstaddir voru. Ófáar minning-
ar á ég líka um rfkulega kímni-
gáfu hans og var oft unun að
fylgjast með því, hvernig hún
kom fram. Þá var þrautseigja
hans með ólíkindum og kom ekki
hvað sízt fram eftir að heilsan tók
að bila. Ef til vill var honum
ekkert jafn erfitt sem að gefast
upp, ganga frá óloknu verki, enda
kom sjaldan til þess.
Það var Ölafi ntikil gæfa að
hafa Lilju sér við hlið. Hún var á
tímabili haldin erfiðum sjúkdómi
og varð að dvelja á fjarlægu
sjúkrahúsi langtímum saman.
Munu þau ár hafa verið einn
dimmasti skugginn á lífsbraut
Ólafs. En til allrar hamingju
auðnaðist henni að ná sæmilegri
heilsu á ný, þannig að Ólafur fékk
að njóta ástúðar hennar og um-
hyggju enn um langa hrið, eða
þar til hann þurfti ekki lengur á
mannlegri elskusemi að halda.
Lilju mun einnig hafa verið það
hjartfólgið hlutskipti að vaka yfir
dvinandi lífsljósi ástvinar síns,
eftir langa og farsæla sambúð.
Já, hugurinn leitar vestur, >Tir
fjöllin blá.
Þessi siðbúna kveðja er dauft
endurkast saknaðar og góðra
minninga. Líka er hún þakklætis
vottur fyrir allar samverustund
irnar með honum frænda mínum
og einnig til hennar Lilju. Bið ég
allar góðar vættir að gæta hennar
sem bezt og svo barnanna hennar
og annarra, sem þeim Ólafi voru
kærir.
Krist ján Gíslason
9U>r$tmi>IaMb -íi
ntRRCFRlORR
R10CULEIKR VORR
tuuuuuutuutLiium