Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 31
jpiw ir.tjuriiiW; ■ »' i.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973
31
MAIGRET OG SKIPSTJÓRINN
Framhaldssagan
eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir
þýddi
5
fóru hjólandi á braut. Frú Pop-
inga vísaði mér til herbergis míns
og þar raðaði ég ýmsum plöggum
og skjölum í töskunni minni . . .
siðan fór ég að skrifa hjá mér
ýmislegt til minnis . . . ég er með
bók í smíðum . . . og allt í einu
heyrði ég skothvell, sem var svo
hár, að það var engu likara en
skotið hefði verið úr minu her-
bergi. Eg hljóp samstundis út á
ganginn og sá, að dyrnar inn í
baðherbergi stóðu í hálfa gátt . ...
Ég hrinti upp dyrunum .. . glugg-
inn var galopinn og ég heyrði
eitthvert korr niðri i garðinum
við skúrinn .. .
— Var Ijös í baðherberginu?
— Nei. Ég hallaði mér út um
gluggann og rak þá höndina í
skammbyssu og greip hana hugs-
unarlaust. Mér fannst ég sjá ein-
hverja veru liggja í hnipri við
skúrinn og ákvað að flýta mér
þangað . . . Úti á gangi rakst ég á
frú Popinga, sem kom flemtri
slegin út úr svefnherbergi sínu.
Við vorum ekki komin gegnum
eldhúsið, þegar við hittum Any,
sem virtist vera ákaflega hrædd.
— Og Poping?
— Hann var í andarslitrunum.
Hann leit á okkur stórum augum,
skelfingu lostinn, og þrýsti hönd-
1 inni að brjósti sér. í sama bili og
ég reyndi að lyfta honum upp,
stirðnaði hann og ég vissi, að
hann var dáinn . . . hann hafði
verið skotinn í hjartastað.
— Það var samstundis hringttil
lögreglu og læknis . . . Wiends-
hjónin voru kölluð á vettvang til
aðstoðar. Mér fannst allir hálf
kuldalegir í framkomu við mig.
Ég var búinn að steingleyma, að
ég hafði komið út úr baðherberg-
inu með skammbyssu i hendi. Því
gleymdi lögreglan sannarlega
ekki og krafði mig auðvitað skýr-
ingar. Síðan var ég beðinn kurt
eislega að fara ekki úr bænum.
— Og nú eru sex dagar liðnir
síðan þetta gerðist.
— Já. Ég vinn að þvi að leysa
málið, en það er eitt vandamál.
Lftið hérna á þessi skjöl ...
Maigret sló úr pípunni sinni og
gerði ekki svo mikið sem hvarfla
augum á skjölin . . .
— Þér hafið sem sagt ekki farið
út af hótelinu?
— Ég býst við ég gæti fengið
leyfi til þess, en ég kýs að forðast
óþægindi í lengstu lög. Popinga
var dáður og virtur af öllum sín-
um nemendum .. . og maður rekst
á þá á hverju götuhorni . . .
— Hefur engin áþreifanleg
sönnun fundizt?
— Afsakið, ég var búinn að
gleyma því! Any, sem er líka að
rannsaka málið upp á eigin spýtur
ög vonar, að viðleitni hennar beri
árangur, þótt hún hafi ekki vit á
að leggja þetta kerfisbundið nið-
fur fyrir sér, kemur öðru hverju
og miðlar mér af upplýsingum.
En fyrst verðið þér að átta yður á,
að á baðkerinu er eikarlok, svo að
það megi einnig nota fyrir strau-
bretti. Morguninn eftir var lokið
tekið af og þá fannst gömul sjó-
mannsderhúfa, sem enginn i hús-
inu kannaðist við að hafa séð áð-
ur. Á neðri hæðinni fannst vind-
lingastubbur á gólfteppinu í borð-
stofunni . . . af þeirri gerð, sem
hvorki Popinga, Wienands né
yngri sjómannaskólapilturinn
reykja. Sjálfur reyki ég alls ekki.
Reyndar var gólfið í borðstofunni
sópað skömmu eftir hádegið.
— Og hvaða ályktun dragið þér
af því.. . ?
— Enga! Alls enga! sagði
Duclos. — Niðurstöðurnar fást
ekki fyrr en mér hentar og ég er
reiðubúinn að meðtaka þær. Ég
bið yður mikillega að afsaka, að
ég hef látið yður snúast þetta að
öþörfp. Auk þess hefði lögreglan
átt að senda mann, sem kann hol-
lenzku . . . Þér verðið mér aðeins
til styrktar, ef það gerist að
ákveðið verður að gera eitthvað
það við mig, sem þér getið mót-
mælt opinberlega.
Maigret nuddaði á sér nefið og
brosti alúðlega.
— Eruð þér kvæntur, Duclos.
— Nei!
— Og þér þekktuð ekkert af
þessu fólki, sem við vorum að tala
um? Hvorki Popingshjónin, syst-
urina, en neinn annan?
— Nei, égþekkti þau ekkert. . .
Og þau þekktu mig aðeins af orð-
spori.
— Ja, ekki spyr ég, náttúrlega.
Hann tók teikningarnar tvær,
sem Duclos hafi verið svo áfjáður
f að sýna honum, lyfti hattinum
kurteislega og fór sina leið.
Lögi-eglustöðin var björt og
rúmgóð. Búizt hafði verið við Mai-
gret. Stöðvarstjórinn hafði til-
kynnt komu hans fyrir drjúgri
stundu og menn furðuðu sig á því,
aðhann hefði enn ekki birzt.
Hann kom inn rétt eins og hann
væri heima hjá sér, fór úr frakk-
anum og lagði hann og hattinn frá
sér á stól.
Vclvakandi avarar [ sfma 10- J
100 U. 10.30—11.30, fri j
minudagi til föstudags.I
# Eru íbúðaút-
hlutanir
Framkvæmda-
nefndar
byggingaáætlunar
klíkuskapur og
pólitík?
Auður Albertsdóttir, Æsufelli 2,
Reykjavík, skrifar:
,,Við hjónin erum með tvö börn.
Sóttum við um íbúð hjá Fram-
kvæmdanefnd byggingaáætlunar,
en fengum synjuri. Þegar við
töluðum við menn í nefnd þeirri,
sem sér um úthlulunina, var okk-
ur sagt, að fjögurra ntanna fjöl-
skyldur kæmu ekki til greina og
heldur ekki þeir, sem íbúð ættu
fyrir.
Nú langar mig til að spyrja
hvers vegna við fáum synjun, þar
sem við erum á götunni, en fjöl-
skyldu, seni á ibúð fyrir í öðru
húsi sem Framkvæmdanefnd
byggingaráætlunar byggði, er út-
hlutað ibúð, vegna þess að íbúðin,
sem sú fjölskylda er i, er orðin of
lítil. Einnigget ég bent á fjögurra
manna fjölskyldu, sem reyndar
var i leiguhúsnæði, sem hún átti
kost á að vera í ei ihvað lengur.
Þessari fjölsk.vldu hefur nú verið
úthlutuð ibúð.
Þessar tvær ijölskyldur hafa
verið látnar a .ga fyrir hjá þess-
um herrum, st-m í úthlutunar-
nefndinni sitja, og það má vera,
að það séu fleiri en þetta, sem
hafa komizt í ibúð hjá þeim vegna
klíkuskapar eða pólitiskra
skoðana.
Mig langar til að benda á 15. gr.
i bæklingi þeirn, sem Húsnæðis-
málastofnun ríkisins gaf úl með
umsóknareyðublöðúnum, en þar
er rneðal annars sagt:
Umsækjendur, sem þyngri hafa
fjölskyldu — og eiga ekki cða
hafa átt á s.l. tveimur árum við-
unandi (eða fullnægjandi) íbúð,
skulu að öllu jöfnu sitja fyrir um
kaup á íbúðum.
Ég túlka kannski þessa grein á
annan hátt en nefndin, en ég hélt,
að þeir, sem komnir væru í ibúð,
hversu lítil, sem hún er, hefðu
betri möguleika á því að eignast
stærri íbúð en þeir, sem enga
eiga.
Það cr ekki það, að ég sé að
reyna að klekkja á þessu fólki,
heldur vil ég benda á óréttlætið í
sambandi við úthlutunina, en það
lítur helzt út fyrir, að maður verði
að hafa einhvern stjórnmála-
manninn á bak við sig eða einhver
önnur tengsl ef það á að vera
hægt að lífa í þessu þjóðfélagi án
þess að vera troðinn undir.
Auður Albertsdóttir."
0 Kennslustund í
uppreisn og
ósannsögli
Sara Vilbergsdöttir, 1 lateyri,
Önundarfirði, skrifar:
„Kæri Velvakandi.
Égvar að hlusta á Morgunstund
barnanna i útvarpinu, og var þar
verið að lesa söguna „Börnin taka
tíl sinna ráða".
Ég er svo undrandi á þvi, að
leyft skuli vera að lesa svo ljóta
og spillandi sögu í útvarp, hvað þá
heldur þegar hún er ætluð börn-
um.
Það mætti frekar kalla þessa
morgunstund „kennslustund í
uppreisn og ósannsögli".
Alltaf er veiið að tala um að
börn séu frek, en ekki er líklegt
að þessi saga verði til þess að
bæta þau. Börnum er bannað að
horfa á ljótar myndir í sjónvarpi
og kvikmyndahúsum og er það
ekki nema gott og rétt. En hvers
vegna er þeim ætlað að hlusta á
óþverra eins og Olga G.
Arnadóttir les fyrir þau? Skyldi
hún hafa þýtt það alveg orðrétt
þegar sagt var, að fóstrurnar
væru að spila fatapóker? Börnin,
sem hlusta á söguna spyrja:
„Mamma, hvað er fatapóker?" í
einum þættinum talaði Olga
mikið um rauða fána í sambandi
við uppreisn og kröfugöngu. Ein-
hver áróður hlýtur að felast á bak
við þetta. Og alltaf er hún að lesa
um þá riku, sem kúga fé út úr
þeim fátæku. Sem sagt, þeir, sem
eiga peninga, eru ef dæma má af
sögunni allt misyndismenn. En er
það glæpur að eiga peninga, ef
þeir eru vel fengnir?
En hvað um það. Ég á sjálf
börn, sem hlustuðu á þennan þátt,
og þeim finnst þetta andstvggi-
legt.
# Þeir, sem þekkja
áróður og sora
frá barnasögum
eiga að velja
efni í Morgun-
stund barnanna.
S.l. laugardagsmorgunn var i
útvarpinu þátturinn „Morgun-
kaffið". og þar bar þessa morgun-
stund á gónia. Einn þátttakenda
kvaðst vera Ieiður yfir þvi, að
geta ekki hlustað á umrædda
sögu, þvi að hún væri eftir svo
skemmtilegan höfund, en annar
kvað fólk vera búið að hringja tii
útvarpsins vegna þessarar sögu
og kvarta. Þökk sé þeini, er það
gjörðu.
En það sanna er, að það felst
engin fyndni eða skemmtun í
þessari sögu, sem Olga G.
Árnadóttir les. Eg trúi ekki þvi,
að nokkur hlæi þegar talað er um
börn, sem ráðasl á þá, sem gæta
þeirra, og jafnvel bita þá. Eða
þegar leikföngum og öðru er
fleygt fyrir fætur manna svo þeir
detti um það, og fleira og fleira.
Einnig er greinilega kennt í
þessari sögu hvernig börnin eigi
að fara að þvi að ljúga það út, sem
þáu langar í, sbr. þegar börnin i
sögunni hringdu í verzlun og
sviku út sælgæti.
Nei, burt með þessa ljótu sögu
úr útvarpinu, og látið þá, sem
vilja börnuni og foreldrum vel —
og þekkja barnasögur frá áróðri
og sora — velja lestrarefni i
Morgunstund barnanna fram-
vegis.
Sara Vilbergsdóttir."
# Svo frjáls vertu
móðir...
Sigurður Björnsson á Örlygsstöð-
um skrifar:
„Það mun hafa verið um það
leyti á s.l. surnri, er bjartast var
yfir og sólin náði að skína nótt og
dag yfir okkar kæra land, og sást
því vel til allra átta. að skóla-
stjórinn Hlöðver Sigurðsson á
Siglufirði prílaði upp á sinn
Kagaðarhól og talaði i útvarp um
daginn og veginn. Undir lok ræðu
sinnai' bar hann fram þá ösk til
handa landi sínu og þjóð, að á
1100 ára byggðarafmæli landsins
skyldi það vera hersetulaust, þ.e„
allur her farinn af landi burt og
unt leið, en það sagði hann ekki,
ÖVARIÐ LAND og ÖRYGGIS-
LAUS FRAMTIÐ.
Mér er það mikil furða, hvað
þeim mönnum. sem hér vilja allt
hafa opið og óvarið fyrir
austrænu ófrelsi og mann-
réttindaráni, er tamt að tala, sem
þeir séu hinir einlægustu
unnendur frelsis og mann-
réttinda og yfir mettaðir af
ættjarðarást. Eða er þetta
kannski sauðargæran, sem á að
hylja hárin á hinum austræna
úlfi. Þetta vil ég svo enda með
stefi úr kvæði, sem ég lærði í
barnaskóla fyrir 60 áruni. Það er
vist komið úr tísku, að kenna
æsku landsins þess konar ljóð nú.
Mig minnir kvæðið sé eftir Stgr.
Th. Ég set það eftir minni.
Svo frjáls vertu móðir.
sem vindur um vog
Og vötn þin með straumana
þungu.
Og norðljósablikandi leiftrandi
log
og ljóðin á skáldanna tungu.
Og aldrei. aldrei bindi þig bönd.
nema bláfjötur ægis
við klettótta strönd.
Sigurður Björnssoii,
Örlygsstöðum."