Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGAKUACUK 1. DKSKMBKK 1973 21 7 millj. dollara lántöku skotið inn í frumvarp um staðfestingu á bráðabirgðalögum A fundi ncðri deildar sl. mið- vikudag kom frumvarp til stað- festingar bráðabirgðalögum um lántökuheimild vegna fram- kvæmda- og fjáröflunaráætlunar 1973 til 2. umræðu. Þui-fti að veita afbrigði frá þingsköpum til að umræðan mætti fara fram, þar sem of skammt væri liðið frá dreifingu nefndarálits. Fram kom, að þessi hraði við meðferð málsins er vegna þess. að fjár- málaráðunevtið hefur óskað eftir við fjárhagsnefnd, að inn í frum- varpið verði fellt ákvæði um heimild fyrir ríkisstjórnina til að taka 7 milljón dollara lán hjá Alþjóðabankanum til hafnar- framkvæmda í Grindavík, Þor- lákshöfn og Höfn í Hornafirði. Tillögu um þessa breytingu á frumvarpinu flutti Vilhjálmur Hjálmarsson formaður fjárhags- nefndar, en aðrir nefndarmenn áskildu sór rétt til að hafa óbundnar hendur um hana. Hörð gagnrýni kom á þessa meðferð málsins frá tveimur þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, Guðlaugi Gfslasyni og Matthfasi Bjarnasyni, sem töldu eðlilegt, að rfkisstjórnin flytti sérstakt frumvarp um þessa stór- felldu lántöku, en byndi hana ekki við staðfestingu á bráða- birgðalögum, og það þannig, að ekki kæmi fram fyrr en eftir fyrstu umræðu um það. Vilhjálmur Hjálmarsson mælti fyrir nefndarálitinu og breyt- ingartillögu sinni. Skýrði hann frá þvf, að lánið frá Alþjöða- bankanum skiptist þannig milli hinna þriggja hafna: Grindavík fengi 234 milljönir kr„ Þorláks- höfn 366 milljönir og Höfn i Hornafirði 14,5 milljönir. Guðlaugur Gfslason gagnrýndi meðferð málsins, eins og áður er sagt, og mæltist til þess við for- seta, að frumvarpið yrði ekki af- greitt fyrr en síðar, enda kvaðst þingmaðurinn hafa áhuga á að koma með breytingartillögu, sem sér hefði ekki gefizt timi til að leggja fram. Taldi hann óeðlilegt, að allt þetta fé rynni til hafnarböta i hinum þremur höfnum, en ekkert til hafnarbóta í Vestmannaeyja- höfn. Giis Guðmundsson forseti neðri deildar kvaðst mundu verða við tilmælum um, að deildin fengi nægan tima til að fjalla um málið. Halldór E. Sigurðsson fjármála- ráðherra sagði, að búið væri að gera alla samninga um þessa 7 milljöna lántiiku frá Alþjöða- bankanum og væri hér einungis veriðaðafla heimildartil aðstað- festa þá samninga. Væri þvi ekki unnt að gera neinar breytingar á frumvarpinu. Kvað ráðherra hættu á, að lán þetta fengist ekki ef tafir yrðu á málinu, i>ar sem eldgosið í Vestmannaeyjum væri nú „fallið niður“, eins og ráðherr- ann orðaði það. Matthías Bjarnason sagði það bera vott um frekju ráðherra, að nú ætti að keyra þetta mikilvæga mál í gegnum þingið með afbrigð um. Fjallaði hann um meðferð málsins og sagði hana óverjandi. Málið hefði tafizt í mánaðartima i meðförum samgöngu- og fjár- málaráðuneytisins vegna þess, að bréf milli ráðuneytanna, sem bæði væru í sama húsi, hefði týnzt. Það væru ekki nein smá- menni, sem gleymdu bréfi um 7 milljón dollara lán á skrifborð- unum hjá sér. Nú væri málinu kastað inn í þingið og þess krafizt, að þingmenn afgreiddu það í snatri. Þetta sýndi, að fjármála- ráðherrann liti einungis á Alþingi sem afgreiðslustofnun fyrir sig. Þá fjallaði þingmaðurinn ftar- lega um hafnarmál almennt. (iuð- laugur Gislason og Halldör K Sig- urðsson tóku til máls aftur, en að þvf loknu var umræðunni f restað Gylfi Þ. Gíslason: þingsAlyktunartillaga Alþýðufolkksins um lækkun tekjuskatts á einstaklingum var til umræðu f sameinuðu þingi s.l. þriðjudag. Er í tillögunni gert ráð fyrir að tekjuskattar á almennar launatekjur verði niður felldir en skattheimta fari þess í stað fram í formi óbeinna skatta. Þó er gert ráð fyrir að greiddur verði stig- hækkandi tekjuskattur af háum tekjum þ.e. yfir 750 þús. krónum og sömuleiðis er ráð fyrir því gert að áfram verði greiddur stig- hækkandi tekjuskattur af hagn- aði af atvinnurekstri. Gylfi Þ. Gíslason fylgdi tillög- unni úr hlaði og sagði m.a., að einkum væri byrði beinna tekju- -skatta orðin óbærilega þung eft- ir þá breytingu, sem núverandi ríkisstjórn hefði beitt sér fjTÍr skömmu eftir að hún kom til valda. Venjulegt ' launafólk greiddi nú tekjuskatta af tekjum sfnum sem hátekjufólk væri. Þingmaðurinn sagði, að aðal- atriði tillögunnar væri að hún fæli í sér niðurfellingu á tekju- skatti af almennum launatekjum, og væri þá miðað við að hjón með 750 þúsund króna tekjur á árinu 1973 greiddu engan tekjuskatt. Þegar laun færu hins vegar fram úr þessu marki væri gert ráð fyrir þvi, að af þeim yrði greiddur stig- hækkandi tekjuskattur, sem þó aldrei fæli í sér hærra hlutfall af tekjum en ætti sér stað sam- kvæmt núgildandi lögum. Augljóst væri, að jafn stórfelld lækkun á tekjuskatti til rikisins og hér væri gert ráð fyrir, myndi hafa i för með sér verulegt tekju- tap fyrir rikissjóð, eða 2,5—3 milljarða króna. Því væri gert ráð fyrir því í þessari tillögu Alþýðu- flokksmanna, að bæta rikissjóði tekjutapið með þvi að láta þá hækkun söluskatts, sem runnið hefði til viðlagasjóðs haldast, og hækka söluskattinn um 2—3 stig umfram það. Gera mætti ráð fyrir þvi, að breyting frá tekjuskatti í sölu- skatt myndi valda aukinni skatt- greiðslu launþega með mjög lágar tekjur. Þess vegna væri i tillög- unni gert ráð fyrir því, að komið yrði á fót sérstökum sjóði, sem Tryggingarstofnun ríkisins ráð- stafaði til að auka tekjur slikra launþega. Gunnar Thoroddsen (S) sagði, að róttækasta breyting og mesta um- böt á skattamálum íslendinga hafi verið gerð árið 1960, þegar ákveðið var að afnema skatt- heimtu i formi tekjuskatta af al- mennum launatekjum. Þess i stað hafi þá komið til álagningu 3% söluskatts, og hefði sú breyting mælst mjög vel fyrir meðal lands- manna. Sú skipan hefði svo haldizt næstu árin, eða þar til að verðbólgualda ársins 1963 hefði sett hana að nokkru úr skorðum. Þá hefði þessi skipan enn orðið fyrir áfalli á kreppuárunum seinni hluta síðasta áratugar. í byrjun áttunda áratugarins hefði hins vegar staðið til að breyta Gagngerra brey tinga þörf í skattamálum skattamálunum aftur í fyrra horf, en það ekki komizt til fram- kvæmda. Hins vegar sagði þingmaðurinn, að mestu mistökin, sem gerð hefðu verið i skattamálum þjóðar- innar hefðu verið skattalögin, sem núverandi ríkisstjórn hefði fengið samþykkt í upphafi valda- ferils síns. í þeim hefði falizt veruleg hækkun á tekjusköttum, og væri nú svo komið, að stuðn- ingsmenn þeirrar breytingar væru margir hverjir farnir að við- urkenna mistöksín Þá boðaði Gunnar, að þing- flokkur Sjálfstæðisflokksins myndi á næstu dögum leggja fram frumvarp til laga um breyt- ingar á skattalögum, sem væri byggt á þeirri meginstefnu, sem mörkuð hefði verið 1960. Slikt hið sama væri hægt að segja um meg- inefni þeirrar tillögu, sem væri til umræðu, enda hefði flutnings- manni hennar oft mælzt sem góð- um sjálfstæðismanni, er hann mælti fyrirtillögunni. Rakti þingmaðurinn síðan efni tillögunnar, og sagðist vera sam- þykkur ýmsum efnisatriðum hennar. Hins vegar væru aðrir liðir, sem þyrftu nánari athugunar við. M.a. væri f öðrum tölulið tillögunnar gert ráð fyrir að tekjuskattar af tekjum um- fram 750 þúsund krónur skyldu aldrei nema hærra hlutfalli af tekjum en samkvæmt núgildandi lögum. Samkvæmt gildandi lög- um færi tekjuskattur upp í 55% eða 56% af greindum álagstekj- um. Þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins væri hins vegarþeirrar skoðunar, að aldrei ætti að taka Varaþingmenn meir í skatta af tekjum, en sem næmi 50% helstminna. Enn fremur sagði Gunnar, að hann teldi mjög óæskilegt að gjöldin til Viðlagasjóðs yrðu látin haldast. Slikt yrði til þess að al- menningur hætti að treysta því að slíkar bráðabirgðaráðstafanir yrðu látnar gilda til skamms tíma. Loks sagði Gunnar Thoroddsen, að hann teldi þá röksemd, að afla yrði ríkissjóði annarra tekna f stað þeirra sem hann myndi missa við breytinguna, ekki eiga rétt á sér. Öeðlilegt ástand ríkti nú í taka sæti Tómas Karlsson ritstjóri, fyrsti varaþingmaður Framsöknar- flokksins i Reykjavík, hefur tekið sæti á Alþingi i forföllum Þórarins Þórarinssonar ritstjóra, sem er á förum til útlanda í opin- berum erindagjörðum. Tömas hefur áður áttsæti á Alþingi. Þá hefur Guðmundur Þor- steinsson bóndi á Skálpastöðum f Lundarreykjadal tekið sæti á A1 þingi i stað Bjarnfriðar læós- dóttur, sem veiktist og liggur nú á sjúkrahúsi. Guðmundur er 3. varaþingmaður Alþýðubandalags- ins i Vesturlandskjördæmi, en Bjarnfriður 2. varaþingmaður og hafði hún tekið sæti Jónasar Árnasonar, sem dvelst nú í Bandaríkjunum á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Guð- mundur Þorsteinsson hefur ekki átt sæti á Alþingi áður. BRÆÐSLU- VERKSMIÐJA 1 GRINDAVlK Jón Armann Héðinsson (A) flytur tillögu til þingsályktunar um, að stjórn Síldarverksmiðja rikisins hefji nú þegar undirbún- ing að þvi að reisa verksmiðju i Grindavik, er geti brætt 2500 tonn af loðnu á sölarhring og verði tilbúin til vinnslu i ársbyrjun 1975. tJTFLUTNINGS- IÐNAÐUR Fyrirspurn frá Heimi Hannes- syni (K) til iðnðarráðherra um, hvort ákvarðanir hafi verið teknar um greiðslur til útflytj- enda iðnaðarvarnings og lagmetis vegna gengistaps. UMBOÐSMAÐUR ALÞINGIS Fyrirspurn frá Pétri Sigurðs- ítyni (S) til dömsmálaráðherra um, hvað liði framkvæmd ályktunar Alþingis frá 16. maí 1972 um undirbúning löggjafar um embætti umboðsmanns Alþingis. AÐALDALSFLU G- VÖLLUR Fyrirspurn frá Heimi Ilannes- syni (F) til samgönguráðherra um endurhætur á Aðaldalsflug- velli og hvort áætlunarflúg verði hafiðaftur til Kópaskers. STÖRF STJÖRNAR- SKRARNEFNDAR Fyrirspurn frá Matlhíasi Bjarnasyni (S) til forsætisráð- herra um, hvað liði störfum stjórnarskrárnefndar, hversu marga fundi nefndin hafi haldið ALLTMEÐ fjármálum ríkisins, sem sæist bezt á því að upphæð fjárlaga hefði þrefaldast á valdatima nú- verandi ríkisstjórnar. Hlutfall það, sem ríkissjóður tæki í sina vörslu af þjóðartekjum hefði aukist verulega, á þeim tima sem verðhækkanir á afurðum og hag- stæðari viðskipti við útlönd hefðu bætt hag ríkisins i sifellt auknum mæli. Því yrði það að teljast æski- legt, að minnka þenslu rikis- báknsins með þvi að þessi tekju- liður kæmi til frádráttar á næstu fjárlögum. og hvenær og hvort likur seu a, ao nefndin ljúki störfum fyrir þann tima, sem ætlað sé, að minnzt verði ellefu hundruð ára afmæli íslandsbyggðar á næsta ári. raforkumAlA SNÆFELLSNESI Fyrirspurn frá Bcnedikt Gröndal (A) til iðnaðarráðherra um, hvenær þess sé að vænta. að Snæfellsnes verði lengl við Anda- kíls- og Landsvirkjanir eða aðrar umbælur verði gcrðar i raforku- málum Snæfellinga. HITUN HÚSA MEÐ RAFORKU Fyrirspurn frá Friðjóni Þórðar- syni (S) til iðnaðarráðherra um, hvað líöi framkvæmd þings- ályktunar um hitun húsa með raf- orku, sem samþykkt hafi verið í neðri dcild Alþingis 1. mar/ 1971. VERÐLAGNING RÍKISJARÐA Fyrirspurn frá Ólafi G. Kinars- syni (S) til landbúnaðarráðherra. svohl jöðandi: 1. Ilcfur landbúnaðarráðherra sett sér einhverjar ákveðnar reglur til þess að fara el'tir við ákvörðun söluverðs ríkisjarða? 2. Kf svo er, hverjar eru |>;er reglur, og eru þær breytilegar eftir því, hvort kaupandi er sveitarfélag eða cinstaklingur? 3. Kr ákvörðun um söluverð rikis- jarðar í hendi landbúnaðarráð- herra eins? UMIIVKRFISMÁL lleimir Hannesson (F) hefur ásamt tvcimur öðrum þing- mönnum flutt tillögu til þings- ályktunar um að iikisstjörninni verði falið að láta seinja hið fvrsla heildarlöggjöf um umhverfisinál. Á næstunni ferma skip vor til íslands sem hér segir: ANTWERPEN: Bristein 3. des Reykjafoss 1 5. des ROTTERDAM: Skógafoss 5 des. Reykjafoss 14. des. FELIXSTOWE Mánafoss 1 1 des. Dettifoss 1 8 des. Dettifoss 2. janúar HAMBORG: Mánafoss 30 nóv. Dettifoss 8. des Dettifoss 20 des. Dettifoss 4. janúar. Múlafoss 1 7. des. KRISTIANSAND: Laxfoss 1 2 des. FREDERIKSTAD: Laxfoss 1 3 des TRONDHEIM: írafoss 1 0. des GDYNIA: Tungufoss 1 7. des VALKOM: Lagarfoss 3. des. Bakkafoss 3. des VENTSPILS: Lagarfoss 2. des NORFOLK: Skaftafell 1. des. Goðafoss 3 des Fjallfoss 10 des. Selfoss 14 des. Brúarfoss 20. des. WESTON POINT: Askja 6. des. Askja 20. des. í rv 1 í' K KAUPMANNAH JFN: Múlafoss 4. des. Irafoss 1 1. des. Múlafoss 1 8 des. HELSINGBORG: Múlafoss 5. des. Múlafoss 1 9. des GAUTABORG: Múlafoss 3 . des Laxfoss 1 0. des mnrgfoldar markað yðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.