Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. DESEMBER 1973 I höggi við sleggjudóma ATHUGASEMDIR BALDURS PALMASONAR Unga stúlku langar í ferSalag. Þetta er mesta greindarstúlka, sem hefur nýlokið stúdentsprófi. Ekki rígskorðaði hún sig á skóla- bekk, heldur gaf sér tíma til að dveljast ytra um hrið, vinna á skrifstofu, Sjá um útvarpsþætti og semja barnabók. Ilún er ritfær í betra lagi, og þþarf það ekki að leika á tveim tungum, þegarles- inn er formálinn, sem hún hefur á bók sinni: „Þessi bók er til þín, ef þú ert barn. Það skiptir ekki máli, hvað þú ert gamall, það, sem máli skiptir, er, að þú sért barn ínni í þér. í hjartanu. Og ef þú ert það, þá þekkirðu kannski álfana mlna, þótt þeir heiti ekki Ditta og Da víð i þínum hugarheimi. Ég vona, að þér þyki gaman að þessari sögu, vegna þess að hún er skrifuð ein- mitt fyrir þig. Og ég ætla að biðja þig að vera alltaf góður við þína álfa og þína dverga, aldrei gleyma þeim, vegna þess að þeir hjálpa þér til þess að geyma barnið í sjálfum þér.“ Hin unga skáldkona hefur lagt hart að sér síðasta áfangann að stúdentsprófi, og nú langar hana að bregðasér til útlanda; kannski á hún þangað erindi. En það er einn hængur á. Hana vantar nægan farareyri. Ilún er dugmikil og vill vinna sem mest fyrir sér sjálf, og nú kemur hennni til hugar, að hún skuli þýða bók og bjóða útvarpinu til flutnings i morgunstund barn- anna. Hiin hefur undir hönd- um sænska bók, sem hún telur vera holla' og skemmtilega lesningu fyrir litil börn á ís- landi. Fyrir verkið fengi hún fyrir farseðlinum og vel það. En hart verður á því, að hún hafi þetta af, því að nú eru ekki nema 3—4 dagar til stefnu. Það er bezt, að hún tali sem fyrst við kunningja sinn hjá útvarpinu, sem velur m.a. morgunstundarsögurnar. Hún man þó fullvel, að hann hef- ur ekki, fremur en sumir aðr- ir, verið ánægður yfir ýmsu því, sem hún hefur haft á boðstólum í síðustu barnatímum sínum með blönduðu efni. En hann hefur samt ekki farið ýkja hranalega að henni í gagnrýni sinni. Ilver veit nema hann bregðist vel við þess- ari bón hennar. Þáttur Olgu Guðrúnar Arnadóttur. Einhvern fyrsta júnídaginn í vor kom nýbakaður stúdent, Olga Guðrún Arnadóttir, að máli við mig i skrifstofu dagskrár hjá út- varpinu, kvaðst hafa í höndum ágæta barnabók, sem hún vildi þýða á íslenzku og lesa sem morg- unsögu fyrir börn. Hún tjáði mér einnig, að sig vanhagaði um pen- inga til utanfarar etfir fáa daga og vildi hún afla sér fjár með þessum hætti. Bæri þetta bráðan að. Ég sagðist vera vanur að líta yfir boðnar sögur, sem égþekkti ekki fyrirfram, til þess að kynna mér efni þeirra og þýðingu áður en til kastanna kæmi. Olgasagðist ekki vera farin að þýða söguna og gæti hún því ekki látið bókina af hendi, ef þetta ætti að komast í kring. Hún yrði að sitja við þýð- inguna öllum stundum að kalla og lesa inn ásegulband nokkuð jafn- harðan. Og hún mælti fastlega með sögunni. Ég man ekki betur en ég benti henni á það góðlát- lega, að verið gæti, að sjónarmið okkar stönguðust á i þessu efni, rétt eins og gerzt hafði áður um barnatimaefni hennar. (Tekið skal fram, að þetta var fullurn mánuði áður en útvarpsráð afréð að láta hana hætta barnatímaum- sjón). Þæfðum við málið stundar- korn, en þar kom, að ég tók þá ákvörðun að liðsinna stúlkunni, svo að hún þyrfti ekki að sitja af sér utanför eðastofna til skuldar í beinhörðum peningum. Mér hafði ætíð verið vel til hennar síðan hún vann sumartima í dagskrár- skrifstofunni og kynnti sig sem viðfelldna stúlku. Ég hafði fyrirvara á, — vita- skuld. Ég sagði, að þetta verk hennar yrði að vera án skuldbind- ingar um útvarpsflutning, og ef svo illa færi, að ég sætti mig ekki við söguna, yrði hún að þýða og flytja aðra sögu, sem ég gæti fall- izt á. Bað ég Olgu að skilja sænsku bókina eftir hjá mér, þegar hún færi utan. Það gerði ég sakir þess, að ég vildi fremur kynna mér söguna af lestri heldur en með tímafrekari hlustun á segulbönd- in, enda var ég hvorki uggandi um þýðinguna né flutninginn. Olga tók til óspilltra málanna. sat við ritvélina hér á skrifstof- unni (og sjálfsagt heima líka), þýddi í óðaönn og las inn á 9 segulbandsspólur á tveim dögum, 4. og 5. júni. Hún fékk verkalaun- in greidd og var siðan á bak og burt. En henni láðist að afhenda mér bókina áður en hún fór, hvað þá handrit sitt á íslenzku. Eg hugsaði mér að biða rólegur heimkomu stúlkunnar, svo að ég gæti kallað eftir sögunni til yfir- lestrar. Ilún mun hafa verið er- lendis fáeinar vikur, og liklega hefur liðið drjúgum lengri timi, sem hana bar ekki fyrir augu mér. Eitt sinn, er ég átti i tíma- bundnu efnishraki vegna morg- unstundarinnar, var ég að hugsa um að taka mig til og kynna mér umrædda sögu af segulbandsspól- unum. Má vera, að ég hafi þá sett hana á frumdrög að dagskrá í trausti þess að hún stæðist gagn- rýni mína, þegar til kom hafði ég önnur úrræði, svo að saga Olgu fór aldrei á dagskrá í rninni umsjónartíð. Jafnskjótt og ég sá Olgu á ný, innti ég hana eftir bókinni, og hafði hún góð orð um að ljá mér hana. Þó leið og beið, og ég var að ítreka þetta við hana, a.m.k. tvisvar. Loks fékk ég bókina i hendur, líkl. um mánaðamótin ág./sept. Ég hafði þá nóg að bita og brenna handa morgunstundar- börnurn, svo að ég taldi ekki bráða þörf að á líta í bókarkornið, og því var það enn ólesið af minni hálfu, þegar Olga kallaði eftir því fjTirvaralaust aftur eftir 3 — 5 daga, vegna þess að hún þyrfti að ljúka þýðingu og lestri. Þetta voru mér ný tiðindi. Iíenni hafði þá ekki unnizt tími til að ljúka verkinu fyrir siglingu sína í vor, svo naumur var tíminn. Máaf því ráða, að allt var þetta í eindaga komið fyrir henni og ekkert ráðrúm fyrir mig til að kynna mér söguna fyrirfram. Olga hafði heldur ekki haft fyrir þvi að taka af mér vara fyrir að setja söguna á dagskrá meðan islenzka þýðingin var enn ófullgerð. Sögulokin las Olga inn á tvær spólur 6. og 11. sept. Var þá sagan loks öll komin til skila inn á segulband. En bókina fékk ég ekki aftur í hendur samt sem áður. Eru bein samskipti okkar Olgu þar með öll, en 23. nóv. er viðtal við hana í Þjóðviljanum. Kemst ég ekki hjá því að benda á nokkrar staðleysur, sem þar koma fram: 1) Hún segist hafa lesið megin- hluta sögunnar inn á band 1—2 mán. eftir að hún bauð mér hana og hlaut „jákvæð svör“. Hér mis- minnir hana mikið. Hafi hún ein- hvern tíma ymprað á þessari bók við mig fyrr en fyrstu dagana i júní, fékk hún ekki jákvætt svar frá mér fyrr en þá, er hún hafði lýst fyrir mér fjárhagsvand- Framhald á bls. 33 Greinargerð Magnúsar Torfa: „Þorsteinn Gylfason lang- bezt fallinn umsækjenda” MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandigreinargerð frá Magn- úsi Torfa Olafssyni, menntamála- ráðherra um ráðstöfun lektors- embadta við Háskóla lslands. Fer greinargerðin hér á eftir: Stjórn Fe'lags stúdenta í heim- spekideild Háskóla Islands hefur sent mér „opið bréf“ dags. 20. þ.m., varðandi ráðstöfun tveggja lektorsstarfa í heimspeki við heimspekideild. Er i bréfinu leit- að svara við eftirgreindum spurn- ingum: „1. Hver var ástæða þess, að menntamálaráðherra gekk í ber- högg við vilja tveggja Háskóla- deilda með áðurgreindum emb- ættisveitingum með því að: a) Veita Páli Skúlasyni ekki þá stöðu, sem hann hafði hlotið með- mæli f, þ.e. lektorsstöðu I í heim- speki? b) Veita Þorsteini Gylfa- syni ekki þá stöðu, er mælt hafði verið með honum i, þ.e. lektors- stöðu i stjórnmálalegri heimspeki við námsbraut í þjóðfélagsfræð- um? 2. Hví var dr. Jóhann Páll Áma- son ekki látinn sitja við sama borð og aðrir umsækjendur og dóm- nefnd látin fjalla um hæfni hans til starfs þess, er hann sótti um?“ Af þessu tilefni skal eftirfar- andi tekið fram: Fyrri lektorsstaðan í heimspeki af þeim tveimur, sem hér er um að tefla, var auglýst laus til um- sóknar haustið 1972 með umsókn- arfresti til 30. nóvember 1972. Um stöðuna sóttu fimm menn. Umsóknirnar voru sendar há- skólarektor 6. desember 1972 og óskað tillagna heimspekideíldar urn ráðstöfun stöðunnar. 1 því sambandi skal vakin athygli á, að hvorki er lögskylt né venja, að skipaðarséu dómnefndir um lekt- orsstöður með þeim hætti, sem fyrir er mælt um varðandi pró- fessorsembætti og dósentsstöður heldur leitað beint umsgnar við- komandi háskóladeildar. Er henni þá f sjálfsvald sett, hvort hún felur sérstökum mönnum innan vébanda sinna að fjalla um umsóknir og láta í té álit, sem deildin geti haft til hliðsjónar, er hún veitir umsögn sina. i þessu tilviki fór hefmspekideild hins vegar fram á það við menntamála- ráðuneydið með stuðningi há- skólaráðs, að henni yrði heimilað „að ráða menn utan deildarinnar til að gegna dómnefndarstöfum“ um lektorsembættið, þarsem inn- an deildarinnar væru þá „engir menn hæfir til að takast þessi dómnefndarstörf á hendur". Ráðuneytið veitti umbeðna heim- ild, enda tekið fram af hálfu beggja aðila, að heimildin yrði ekki skoðuð sem fordæmi fyrir skipun dómnefnda um lektors- stöður. Réð deildin siðanþá Pál S. Árdal, prófessor við Queen’s Uni- versity í Kanada, og dr. Jóhann Pál Árnason, Heidelberg, til þess að láta í té álit um umsækjendur. Með bréfi háskólarektors 3. águst s.l. var ráðuneytinu skýrt frá því, að heimspekideild hefði fjallað um umsóknirnar og hefði at- kvæðagreiðsla farið á þá lund, að 7 deildarmenn hefðu iagt til, að Páli Skúlasyni yrði veitt staðan, en 5 greitt Þorsteini Gylfas>’ni atkvæði. Aðrir umsækjendur höfðu ekki hlotið atkvæði á deild- arfundinum. Með bréfi rektors fylgdu álitsgerðir Páls S. Áidal og Jóhanns Páls Árnasonar. Þegar hér var komið sögu, hafði verið auglýst laus til umsóknar önnur lektorsstaða í heimspeki við heimspekideild með umsókn- arfresti til 7. ágúst 1973. Umsækj- endur um þá stöðu reyndust fjór- ir hinir sömu og sótt höfðu um fyrri stöðuna, en að auki dr. Jó- hann Páll Ámason. Ég taldi eðli- legt, að ákvörðun um veiting beggja starfanna yrði tekin sam- timis og tilkynnti deildarforseta heimspekideildar, að afstaða til tillögu deildarinnar um skipun í fyrri stöðuna mundi þvi ekki verða tekin fyrr en borist hefði tillaga varðandi þástöðu, sem síð- ar var auglýst. Deildin hafði ósk- að heimildar til að leita til tveggja manna utan deildarinnar um að meta hæfi umsækjenda um seinni stöðuna, og var á það fallist af hálfu ráðuneytisins. Jafnframt var þess óskað, að deildin gerði tillögu um ráðstöfun kennslunn- ar, ef forsendur til skipunar yrðu ekki fengnar fyrir upphaf kennslutíma. Bréfaskipti um þessi atriði fóru fram milli háskólans og ráðunejd- isins í ágúst og september s.I. Hinn 3. október barst mér svofellt bréf frá deildarforseta heim- spekideildar: ,,Á f undi sínum í dag samþykkti heimspekideild eftirfarandi til- lögu og varatillögu varðandi veit- ingu lektorsembætta í heimspeki og ráðstöfun kennslu, unz veiting í lektorsstöðu hefur farið fram: „Heimspekideild samþykkir að beina þeim eindregnu tilmælum til menntamálaráðherra, að lekt- orsstarf það í heimspeki, sem aug- lýst var i Lögbirtingarblaði nr. 67/1972, og deildin hefur löngu afgreitt fyrir sitt leyti, verði veitt nú þegar. Bendir deildin sérstaklega á, að þar sem skortur er á hæfum mönnum til að meta hæfi um- sækjenda um lektorsstarf það, sem auglýst var i Lögbirtinga- blaði nr. 51/1973, er nauðsynlegt að veita fyrra embættið, svo að sá, sem það hlýtur, geti tekið sæti í dómnefnd." Tillaga til vara: „Heimspekideild ákveður að fela Páli Skúlasyni að annast kennslu i heimspeki til B.A.-prófs á lektorslaunum, ásamt þeim stundakennurum, sem þegar hafa verið samþykktir, unz lektor i heiinspeki hefur verið skipað- ur.““ Fulltrúar heimspekideíldar komu einnig á fund minn og lögðu áherslu á þær óskir dcildar- innar, sem i bréfinu greinir, þ.e., að fyrri lektorsstöðunni yrði ráð- stafað þegar, ekki síst til þess að væntanlegur lektor gæti tekið þátt i meðferð umsókna um siðari stöðuna. Að svo komnu taldi ég rétt að verða við eindregnum til- mælum deildarinnar óg ganga frá skipun i fyrri stöðuna. Var Þor- steinn Gylfason skipaður i þá stöðu 16. október s. 1., en heim- spekideild jafnframt heimilað að ráða Pál Skúlason til að annast kennslu í heimspeki til B.A.-prófs gegn lektorslaunum, þar til siðari lektorsstöðunni hefði verið ráð- stafað. Skömmu síðar sneri deildarfor- seti heimspekideildar sér munn- lega til ráðunejtisins og spurðist fjrir um, hvort fallist mundi verða á að deildin leitaði til er- lendra sérfræðinga um mat á um- Þorsteinn Gylfason sóknum um seinni lektorsstöð- una, en af kostnaðarástæðum er slíkt að jafnaði ekki gert nema með samþykki ráðuneytisins. Með hliðsjón af því, að farið hafði ver- ið að óskum deildarinnar um að ráðstafa fyrri stöðunni á undan hinni, þar sem það hafði verið talið nauðsynlegt til að geta sett á stofn „dömnefnd", var þessari málaleitan varðandi erlenda sér- fræðinga synjað, en eftir sem áð- ur var deildinni heimilt að láta „dómnefnd" innan vébanda sinna eða utan fjalla um umsóknirnar, ef hún hefði kosið það, sbr. það sem áður var rakið. Samkvæmt bréfi deildarinnar frá 26. október s.l., þar sem greint er frá fundi heimspekideildar þann sama dag, mun hins vegar ekki hafa náðst samkomulag í déildinni um slíka málsmeðferð. V ar ráðuneytinu tjáð, að við atkvæðagreiðslu um umsækjendur hefðu 11 mælt með því, að Páli Skúlasyni yrði veitt staðan, en 5 mælt með dr. Jó- hanni Páli Ámasyni. Með hlið- sjón af þeim málalyktum var Páll Skúlason skipaður í lektorsstöð- una 2. nóvember s.l. Framhald á bls. 35

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.