Morgunblaðið - 18.12.1973, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. DESEMBER 1973
*
54 höfundar hlutu 220
þúsund krónur hver
ÚTIILUTUNARNEFND viðbótar-
ritlauna hefur nú lokið störfum.
en nefndin var skipuð 8. nóvent-
ber s.l. í samræmi við reglur um
viðbótarritlaun til fslenzkra rit-
höfunda og hiifunda fræðirita. Að
þessu sinni hafði nefndin um 12
millj. kr. til umráða og fengu 54
rithöfundar viðbótarritlaun. 220
þús. hver.
Þorleifur Hauksson lektor, sem
var formaður nefndarinnar, sagði
i samtali við Morgunblaðið í gær,
að nefndin hefði starfað eftir
þeim reglum, sem henni voru
settar í haust, og hefðu menn
bæði fengið viðbótarritlaun fyrir
skáldverk og fræðirit. Ekki væri
enn búið að ganga frá framtíðar-
starfi nefndarinnar, en sérstök
nefnd ynni nú að því.
Með Þorleifi Ilaukssyni f út-
hlulunarnefndinni voru Rann-
veig G. Agústsdóttir B.A. sam-
kvæmt tilnefningu Rithöfunda-
félags Lslands og Bergur Guðna-
son, lögfræðingur, samkvæmt til-
nefningu Félags íslenzkra rithöf-
unda. Nefndin auglýsti eftir upp-
K'singum frá hiifundum um rit-
verk. útgefin eða flull á ár-
tinum 1972. 1971 og 1970. Nefnd-
inni bárust upplýsingar frá
121 aðila, en skilafrestur rann út
10. desember s.l. Eins og fyrr seg
ir urðu 54 höfundar fyrir valínu
og nam veiting til hvers þeirra
rúmum 220 þús. kr. Greiðsla
þessa fjár fer frani eftir áramót.
Ilér á eftir fer listi yfir þá höf-
unda, sem viðbótarritlaun hlutu:
Aðalgeir Kristjánsson
Agnar Þórðarson
Annann Kr. Einarsson
Ami Larsson
Ami Öla
Asi f Bæ
Birgir Engilberts
Björn J. Blöndal
Einar Bragi
Einar Pálsson
Erlingur E. Halldórsson
Geir Kristjánsson
Gréta Sigfúsdóttir
Guðbergur Bergsson
Guðmundur Danfelsson
Guðmundur Frímann
Guðmundur G. Ilagalín
Guðrún frá Lundi
Gunnar Gunnarsson
Gunnar Karlsson
Gunnar M. Magnúss
Ilalldór Kiljan Laxness
Ilannes Pétursson
Hannes Sigfússon
Haraldur Sigurðsson
Söguleg
skáldsaga
IDUNN hefur sent frá sér skáld-
söguna Yfirvaldið eftir Þorgeir
Þorgeirsson og er hér um heim-
i Idaskáldsögu að ræða.
Fyrir nokkrum árum var flutt í
útvarp framhaldsleikrit eftir Þor-
geir. Börn dauðans, og fjallaði
það um þjóðfrægt morð Natans
Ketilssonar í Húnavatnssýslu og
persónur þær sem fléttuðust inn í
örlög hans. Þessi skáldsaga, sem
nú liggur fyrir, fjallar enn um
þetta sama efni, skjöl og heim-
ildir færð i skáldsöguhúning.
Morgunblaðinu hefur ekki borizt
bók þessi til umsagnar, en í aug-
Alfred Schmidt viðeitt verka sinna á Mokka.
Hér hugsa menn
meira um náungann
— segir Alfred Schmidt, sem opn-
aði málverkasýningu á Mokka
ÞÝZKI listmálarinn, Alfred
Schmidt, opnaði í gær sýningu á
20 grafík- og vatnslitamyndum á
Mokkakaffi. Þetta er ekki fyrsta
sýning Schmidts á íslandi, en
hér hefur hann verið með annan
fótinn síðan 1956, síðast sýndi
hann á lslandi 1971.
„Allar myndirnar, sem eg sýni
nú á Mokka," sagði Sehmidt, er
við ræddum við hann í gær,“ eru
málaðar á íslandi, en fullgert gat
ég eki grafíkmyndirnar hér, því
engin aðstaða er til þess á íslandi.
ísland á alltaf gífurleg ítök i mér.
Náttúran er stórkostleg, og litirn-
ir óteljandi. Ég vildi geta dvalið í
nokkrar vikur á Reykjanesinu og
málað þar.“
„Það er svo margt á islandi,
sem grípur mann,“ segir
Sehmidt, „margt af þvi er ekki
hægt að mála, en væri hægt að
koma á framfæri í texta, og þvi
hef ég áhuga á að skrifa eitthvað
um island og Islendinga á næst-
unni. Islendingar eru stórkostleg-
ir ekki síður en náttúra landsins.
Hér eru menn bæði heiðarlegir og
einstaklega frjálsir, og ekki sízt
hér lítið snobb, en þetta þrennt
kann ég að meta.“
Sehmidt segir, að margar sínar
beztu minningar séu úr Axar-
firðinum í nánd við VTgabergs-
foss. „Þar er hreint stórkostlegt
að vera. Þar finnur maður hvað
islenzkt landslag er. og þar fæ ég
alltaf þörf fyrir að mála Ísland.
Nú ég nefni þessa sýningu island,
en sýningin er til minningar um
Vilhjálm Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóra, sem var einstakur
maður. Hann var einn af þessum
íslendinghm, sem hugaði meira
um náungann en sjálfan sig.“
Að lokum sagði Sehmidt, að
sýningin yrði opin til 5. janúar
n.k. Sjálfur yrði hann hér til 15.
janúar, færi þá til New York í
tvær vikur, en kæmi sfðan aftur
til íslands og m.vndi dvelja í
nokkrar vikur við aðk.vnnast „ís-
lenzku landslagi og Islendingum
betur".
Iýsingu frá forlaginu segir:
„Skáldsaga eftir bestu heimildum
og skilrfkjum um nafnkenndar
persónur í Húnaþingi: Natan
Ketilsson, Skáld-Rósu, Friðrik og
Agnesi, Blöndal sýslumann o.fl.
Yfirvaldið er kynngimögnuð saga
og listilega vel skrifuð. Hún mor-
ar af lifandi og eftirminnilegum
persónum og snjöllum umhverfis-
lýsingum. Höfundurinn beitir nú-
tímaaðferðum heimildaskáld-
sögunnar með frábærum
árangri."
Ileiðrekur Guðmundsson
Indriði G. Þorsteinsson
Jakob Jónsson
Jenna og Hreiðar Stefánsson
Jón Öskar
Jón úr Vör
Jónas Guðmundsson
Jónas Kristjánsson
Jökull Jakobsson
Kristmann Guðmundsson
Magnea frá Kleifum
Matthías Johannessen
Nína Björk Arnadóttir
Ólafur Jóhann Sigurðsson
Ólafur Haukur Símonarson
Páll Sigurðsson
Sigurður Róbertsson
Stefán Hörður Grímsson
Stefán Júlíusson
Steinar Sigurjónsson
Thor Vilhjálmsson
Tómas Guðmundsson
Vésteinn Lúðvíksson
Vilborg Dagbjartsdóttir
Yngvi Jóhannesson
Þórbergur Þörðarson
Þorsteinn frá Hamri
Þorsteinn Thorarensen
Þráinn Bertelsson
Góðar loka-
sölur í
Þýzkalandi
FJÖGUR skip seldu afla í
Þ.vzkalandi I gærmorgun og öll
fengu þau sæmilegt verð fyrir
aflann, en hann var misjafn að
gæðuin. Nú eiga aðeins þrjú
íslenzk skip eftir að selja
erlendis á þessu ári, og fyrstu
sölurnar á næsta ári \erða
ekki fyrr en 7. janúar, en þá
opnast markaðurinn f Bret-
landi aftur.
Skipin, sem seldu í gær, voru
Sigfús Bergmann GK, sem
seldi 50.5 lestir í Bremerhaven
f.vrir 64.052 mörk eða rúmar 2
millj. og var meðalverðið kr.
40.00. 5.9 lestir af afla Sigfúsar
Bergmann voru dæmdar
ónýtar. Jóhannes Guðni seldi
einnig í Bremerhaven 52.4
lestir fyrir 73.692 mörk eða
2.3 millj. Meðalverðið er kr.
44.39 . 3 lestir af afla bátsins
voru dæmdir ónýtar.
Hrönn frá Vestmannaeyjum
seldi 77.3 lestir í Cuxhaven
fyrir 112.263 mörk eða 3.5
millj. Meðalverðið var kr.
45.78. Togarinn Neptúnus
seldi á sama stað 79.1 lest fyrir
120.283 mörk eða 3.7 millj.
Meðalverðið var kr. 47.93.
BSRB-samningarnir:
Um 7% hækkun eða
aðeins leiðrétting?
NYIR kjarasamningar voru und-
irritaðir milli fulltrúa Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja ann-
ars vegar og fulltrúa launamála
nefnda ríkisins hins vegar klukk-
an eitt aðfararnótt sunnudagsins.
Samkvæmt þessu samkomulagi fá
nokkrir opinberir starfsmenn í
lægstu launaflokkunum allt að
25% ha-kkun, en meginregla
þeirra er 7% launahækkun frá
10. — 14. flokks en síðan er jöfn
krónutala þannig að prósentu-
hækkunin minnkar eftir því sem
ofar dregur I launaflokkum. Mið-
að við núgildandi verðlag munu
þessar launahækkanir kosta rfkis-
sjóð um 300 milljónir króna, en
tilsamanburðar má geta þess, að
sfðustu kjarasamningar opin-
berra starfsmanna kostuðu ríkis-
valdið tæpar 400 milljónir króna
miðað við verðlag í desember
1970 og nam hækkunin þá frá 15
— 50%. Samkomulagið nú gildir
frá áramótum og fram á mitt ár
1976.
I samtali við Morgunblaðið í
gær sagði Kristján Thorlacíus for-
maður BSRB, að eins og alltaf við
slíka samningagerð hafi fulltrúar
bandalagsins í nefndinni orðið að
vega og meta allar aðstæður, og
einnig minnti hann á það, að upp-
haflega kröfugerðin væri jafnan
sett fram með hliðsjön af því, að
báðir aðilar slægju eitthvað af. I
því sambandi sagði hann, að því
væri ekki að leyna, að viðhorfin
hafi gjörbreytzt frá því að kröf-
urnar voru fyrst settar fram og
þar til að lokum viðræðnanna dró.
„Undir lok samningaviðræðn-
anna urðum við mjög vör við og
vorum raunar nauðbeygð að taka
tillit til ástandsins, sem alls stað
ar hefur skapazt vegna olíu-
kreppunnar í heiminum." sagði
Kristján. En miðað við allar að-
stæður kvaðst hann telja, að rétt
hafi veriðaðgera þettasamkomu-
lag fremur en að deilan færi til
kjaradóms.
Um einstök atriði samkomu-
lagsins minnti Kristján á, að i
surnar hefði sú stefna verið mörk-
uð í kjaramálum BSRB, að stefnt
skyldi að mestri hækkun meðal
hinna lægst launuðu, og kvaðst
hann álíta, að þetta hefði tekizt í
þessum samningum. Samkvæmt
samkomulaginu eru allir flokkar
fvrir neðan 10. flokk felldir niður
og þeir launþegar, sem þar voru,
flytjast nú upp í 10. flokk. Þannig
fær sá. sem var i 7unda flokki
hækkun, sem nemur 24,7%, laun-
þegi sem var í 8unda flokki fær
nú hækkun. sent svarar 18,4%. og
launþegi sem var í 9unda flokki
fær nú um 12% hækkun. Laun-
þegar i 10. — 14. flokki fá 7%
hækkun en síðan er jöfn krónu-
tala upp úr. Þannig fær launþegi f
15. flokki 6,6% hækkun, launþegi
i 18. flokki fær 5,7% hækkun,
launþegi i 20. flokki fær 5,3%
hækkun en í efsta flokki B5 er
hækkunin aðeins 2,9%. Kristján
gizkaði á, að alls væru það um 600
manns, sem væru i lægstu
flokkunum.
Kristján vékþessu næst aðýms-
um kjaraatriðum og nefndi þar
fyrst orlofið. Almennt orlof er
eftir sem.áður 24 dagar en sú
breyting fékkst fram, að eftir 10
ár bætast þrír dagar við — var
áður eftir 15 ár, og eftir 20 ára
starf bætast enn við 3 dagar,
þannig að orlofið verður þá 30
dagar. Einnig kemur nú til fast
orlofsframlag að upphæð 10 þús-
und krónur og er 5 þúsund króna
hækkun frá í sumar. Þetta er föst
greiðsla með hverjum starfs-
manni og kemur i stað fyrir orlof
á yfirvinnu.
Eins nefndi Kristján ákvæði i
samkomulaginu um vaktavinnu-
menn, en þar segir, aðstarfsmenn
i' fullu starfi, sem vinna á reglu-
bundnum vinnuvöktum og skila
til jafnaðar 40 kl.st vinnuviku allt
árið, geti í stað greiðslna fengið
frí á óskertum launum i 12 daga á
ári. Þá hækkar einnig vaktaálag
— úr kr. 65 upp i 96 kr. fyrir
starfsmenn i 10. — 14. launa-
flokki, og úr 83 kr. i 112 kr. hjá
starfsmönnum, sem eru f 20.
launaf lokki og þar fyrir ofan.
Loks gat Kristján þess að nú
hefði fengizt inn i samninginn
ákvæði um trúnaðarmanna á
vinnustað, sem ætti aðgæta hags-
muna starfsfólksins á vinnustaðn-
um og vera milligöngumaður þess
viðyfirboðarana.
Þá hafði Morgunblaðið sam-
band við Jón Sigurðsson, ráðu-
neytisstjóra í fjármálaráðuneyt-
inu, sem var formaður samninga-
nefndar rikisins, og spurði hann
álits á þessu samkomulagi.
Jón sagði, að hann vildi líta á
þetta samkomulag sem samning-
inn frá 1970 með þeim breyting-
Framhald ð bls. 16.
Guðrún Björnsdóttir
frá Kornsá látin
Guðrún Björnsdóttir frá
Kornsá lézt að heimili sfnu í
Hveragerði sl. laugardag, 89 ára
að aldri.
Guðrún var fædd 28. júní 1884,
dóttir hjónanna Björns Sigfús-
sonar bónda og alþingismanns á
Kornsá í Vatnsdal og Ingunnar
Jónsdóttur. Guðrún var skóla-
stjóri barnaskólans í Siglufirði
um árabil og síðar skólastjóri
unglingaskólans þar. Ilún var um
skeið bæjarfulltrúi á Siglufirði og
vann að öðru leyti mikið að félags-
málum og ritaði margar greinar í
blöð og tímarit. Eiginmaður henn-
ar var Þormóður Eyólfsson,
konsúll og kennari. Hann er lát-
inn.