Morgunblaðið - 11.01.1974, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 11. JANUAR 1974
Þútur í skóginum
Eftir Kenneth
Grahame
„Þessu er öllu lokið,“ sagði hún. „Mér skilst, að
hreysikettirnir, sem voru nógu taugaspenntir fyrir,
hafi orðið svo hræddir, þegar þeir heyrðu óhljóðin í
mörðunum, að þeir fleygðu strax frá sér vopnum og
Hvaða myndir eru eins?
UIUIIJ
•ju 8o nfjíf ju puXj\i :usnKri
lögðu á flótta. Sumir þeirra að minnsta kosti. Hinir
stóðu vörðinn heldur lengur, en þegar merðirnir
komu æðandi í áttina til þeirra, þá héldu þeir, að nú
hefðu þeir verið sviknir. Og hreysikettirnir tókust á
við merðina og merðirnir reyndu allt hvað þeir gátu
til að komast undan. Þeir bitust og klóruðu og
veltust hver um annan þveran, þangað til flestir
lentu í ánni. Að minnsta kosti sést hvorki tangur né
tetur af þeim núna. Og ég náði rifflunum þeirra, svo
allt er í himnalagi.“
„Ágæta, hugprúða dýr,“ sagði greifinginn með
munninn fullan af kjúklingakjöti. „Nú ætla ég að-
eins að biðja þig að ljúka við eitt verkefni enn, áður
en þú sezt að snæðingi með okkur. Mér þykir leitt að
vera að snúa þér þetta, en ég veit, að þér má treysta
til verka. Ég vildi óska, að sama gæti ég sagt um alla,
sem ég þekki. Ég mundi senda rottuna, ef hún væri
ekki svo skáldlega sinnuð. Ég ætla að biðja þig að
fara með þessa vesalinga, sem liggja þarna á gólfinu,
upp með þér og láta þá gera hreint og þokkalegt í
nokkrum svefnherbergjum. Sjáðu um, að þeir sópi
líka undan rúmunum og setji hreinan sængurfatnað
í þau og bretti niður annað hornið á ábreiðunum,
eins og þú veizt að gera ber. Og þeir eiga að láta heitt
vatn í könnurnar, taka fram hrein handklæði og ný
sápustykki og setja í öll herbergin. Og svo geturðu
löðrungað þá hvern og einn obbolítið, ef þér er þægð
í því og látið þá síðan fara út um bakdyrnar. Ég geri
ekki ráð fyrir að þeir ónáði okkur í bráðina. Og
komdu svo og fáðu þér sneið af þessari ágætu tungu.
Hún er alveg fyrsta flokks. Þú ert mér mjög að skapi,
moldvarpa.“
Hin hugprúða moldvarpa tók sér lurk í hönd, lét
fangana raða sér í einfalda röð, gaf þeim skipanir:
DRATTHAGI BLYANTURINN
£Nonni ogcTVIanni
eftir
Jón Sveinsson
Freysteinn
Gunnarsson
þýddi
„Ég hugsa, að það sé stórskip, sem farið hefur fram-
hjá okkur“, svaraði ég. „Eða kannske jarðskjálfti“.
Varla hafði ég sleppt orðinu, þegar báturinn okkar
hófst á loft enn hærra en áður. Og það gerðist svo
snögglega og óvænt, að okkur rak í rogastanz.
Við litum í áttina, sem aldan kom úr.
Þá blasti við okkur sú sjón, sem fyllti okkur hrolli
og skelfingu.
Við sáum örskammt frá okkur, livar óhemjustór,
biksvört og gljáandi ófreskja kom upp úr yfirborði
sjávarins.
í sama bili heyrðum við sama blásturinn og áður,
og um leið gaus upp heljarmikil hvít stroka úr þessari
ófreskju lóðrétt upp í loftið.
Stroka þessi, sem fyrst sýndist eins og reykur,
breyttist í regn, sem steyptist yfir okkur að nokkru
leyti.
Nú skildum við, hvemig í öllu lá.
Við höfðum lent inni í miðri hvalaþvögu. Þeir byltu
sér á yfirborðinu og blésu vatnsstrókum hátt í loft.
Ég skildi það undir eins, að við vorum í mikilli
hættu, því að smábátur eins og okkar er leikfang eitt
í hvalaþröng.
Ef svo færi, að hvalur lenti undir bátnum, gat hann
kastað honum frá sér eins og leiksoppi og hvolft
honum.
Við urðum því að forða okkur sem allra bráðast
úr þessum háska.
Ég settist undir árar í snatri og bað Manna að stýra
sem skjótast burt frá hvalnum, sem við höfðum séð.
Ég reri af öllu afli, og brátt fjarlægðumst við.
Samt sá ég hvalina skjóta framhlutanum af heljar-
kroppi síniun upp úr sjónum og síga svo hægt og hægt
niður aftur.
(IkÖino^unkQffinu
't’M
— Það er í lagi, viS tökum
buffið aftur, en þér verðið að
greiða bætur fyrir hnífa-
pörin.. .
— Það er gott, að þú kannt
ekki að tala Snati minn... því
að annars gæti ég aldrei skotið
orði inn í...
P.EMSU.UU.
— Þú og þínar ódýru sumar
leyfisferðir...