Morgunblaðið - 13.01.1974, Síða 10
10
MORGUlVfBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1974
L
Fjölbreytt listaverk Reykjavíkur-
borgar á Kjarvalsstöðum
A HAFNARBAKKANUM, mynd eftir Finn Jónsson frí 1947.
KONA, mynd eftir Þorvald Skúla-
son frá 1942. (Gjöf frá Ragnari
Jónssyni forstjóra).
GÖTUMYND, eftir Nínu Tryggvadóttur frá 1955.
Höggmynd eftir Sigurð Steinsson. DVRKUN, höggmynd Asmundar Sveinssonar.
í gær var opnuð í vestursal
Kjarvalsstaða sýning á 107 lista-
verkum í eigu Reykjavfkurborg-
ar. Er hér um að ræða 95 málverk
eftir 54 málara, 10 höggmyndir
eftir 8 myndhöggvara og eín lág-
mynd auk eins veggteppis.
Að sögn Páls Líndals borgarlög-
manns hefur Reykjavíkurborg
eignazt þessi verk flest öll á síð-
ustu 20 árum, en alls á borgin um
200 málverk auk mynda eftir
Kjarval, en fjöldi þeirra í eigu
borgarinnar skiptir nokkrum
hundruðum.
Elzta myndin á sýningunni er
eftir Jön ilelgason biskup, máluð
um 1890.
Flestar þessara mynda hafa
verið dreifðar í hinum ýmsu
stofnunum borgarinnar, en
nökkrar af myndunum á sýning-
unni hafa vérið gefnar Reykja-
vikurborg.
Uppsetníngu sýningarinnar og
val mynda önnuðust þeir Einar
Hákönarson listmálari, Guð-
mundur Benediktsson mynd-
hifegvari og Sigurjón Einarsson
mundhöggvari.
Sýningin mun standa yfir frá
12.—27. janúar og er hún opin frá
kl. 4—22 á öllum virkum dögum,
nema mánudögum, en þá er lok-
að, og um helgar frá kl. 2—22.
í sýningarskrá ritar Birgir Is-
leifur Gunnarsson borgarstjóri
m.a. eftirfarandi:
„í regluih þeim, sem settar voru
1 borgarráði um Kjarválsstaði, er
þess getið sem eins af aðalmark-
miðum hússins að skapa aðstöðu
til að kynna almenningi mynd-
verk, sem séu 1 eigu borgarinnar
og. ekki séu þegar aðgengileg úti
vrið eða í stofnunum hennar. Á
mörgum undanförnum árum héf-
ur Reykjavikurborg eignazt
drjúgt safn góðra listavérka eftir
marga Ustamenn, eldri sem yngri.
Með opnun Kjarvalsstaða hefur
nú skapazt möguleiki á því að
kynna borgarbúum þetta lista-
safn borgarinnar.
Húsið var opnað þ. 24. marz
1973 með sýningu á verkum eftir
Jóhannes S. Kjarval og i austursal
hússins voru þá eingöngu verk i
eigu Reykjavíkurborgar. Sú
sýning hefur nú verið opnuð að
nýju nokkuð breytt. í vestursal
hússins er nú sett saman sýning á
myndum í eigu Reykjavikur-
borgar eftir ýmsa listamenn.
Myndir þessar hafa verið á víð og
dreif i borgarstofnunum, á mis-
munandi fjölförnum stöðum að
sjálfsögðu, þannig að flestra
þeirra hefur verið notið af tiltölu-
lega fáum. Nú hefur verið sett
upp sýning til að kynna al-
menningi þessi verk. Það verður
þó að segja, að hér er ekki allt
saman komið af þvi, sem borgin á
af slíkum verkum. Siðar gefst
væntanlega tækifæri til að fylla
upp i þá mynd, enda sjálfsagt að
það verði fastur liður í starfsemi
hússins að kynna borgarbúum
þau myndverk, sem greidd hafa
verið úr hinum sameiginlega sjóði
þeirra. Safn þetta á og vafalaust
eftir að aukast og vaxa á komandi
árum.
Sú staðreynd, að borgin ver á
ári hverju nokkru fjármagni til
kaupa á listaverkum, er óum-
deild. Hitt er jafnvíst, aðsitt kann
hverjum að sýnast um myndval.
Gamlir, virðulegir meistarar eru
nokkuð fyrirferðarmiklir í
myndasafni borgarinnar, en þar
eru líka myndir eftir okkar yngstu
menn. Stefna borgarinnar er sú
að eignast sýnishorn af myndum
sem flestra íslenzkra listamanna,
a. m. k. þeirra, sem lifa og starfa í
borginni.
Að visu hafa málverk eins og
þau, sem hér eru sýnd, þann
galla, að þau eru ýmist hengd upp
í sýningarsölum eða ýmsum stofn-
unum, sem misjafnlega margir
heimsækja. Til að myndverk nái
þeim tilgangi að verða i raun al-
menningseign, þarf að koma list-
inni meir út til fólksins. Af hálfu
borgarinnar verður það bezt gert
með því að stórauka fjölda högg-
mynda, sem settar eru upp í borg-
inni, og flytja þær meir út i hverf-
in, svo og með því að ráða mynd-
listarmenn til að skreyta borgar-
byggingar, bæði utan og innan í
meira mæli en nú er gert. Að
þessu hlýtur að verða stefnt,
þannig að borgarbúar í daglegri
önn séu í sem nánastri snertingu
við listina í borginni.
Það er von mín, að borgarbúar
noti bað tækifæri, sem nú býðst
til að nema þá list, sem hér er
sýnd.“
FRA HOLAVELLI, mynd eftir Jón Helgason biskup.
FJÖTRAR, eftir Einar Hákonarson frá 1969.