Morgunblaðið - 13.01.1974, Síða 40
S, Jltorgttnf’IðMfc
smnRcinLDiiR
\ mRRKRÐ VÐHR
JWcrgurtMð&to
mnRciniDnR
mÖGULEIKR VOHR
SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1974
Anna Svensson heitir sænska Lúcfan frá Gautaborg, sem hér er stödd ásamt sex fylgdarmeyjum
sfnum og auðvitað Lúcfupabbanum, sem heitir Lasse Dahiquist og hefur verið Lúcíupabbi um
margra ára skeið. 1 dag heimsækir hópurinn Dvaiarheimiii aldraða sjómanna og fer þaðan í
Norræna húsið, þar sem Lúcían kemur fram hjá Sænsk-íslenzka félaginu. Á myndinni sjáum við
þau Önnu Svensson og Lasse Dahlquist. — Ljósm. Mbl.: Brynjólfur.
Kaupír Eimskipafélagíð 6
skip á 60 ára afmælinu?
Hrognaskiljarar
um borð í loðnuskip
EIMSKIPAFÉLAG Islands h.f.
verður 60 ára næstkomandi
fimmtudag, 17. janúar, en
félagið var stofnað 17. janúar
1914. Fyrsta skip félagsins var
GuIIfoss og það næsta Goðafoss.
Síðan hefur skipum félagsins
fjölgað smátt og smátt og nú eru
þau 14. Auk þess á Eimskipa-
félagið stærsta hlutinn í Eim-
skipafélagi Reykjavíkur, en það
félag á Öskju, sem lengi hefur
verið í förum fyrir E.í; þá hefur
félagið lengi verið með skip Jökla
h.f„ Hofsjökul, á leigu.
Miklar líkur eru á, að á næst-
unni muni Eimskip endurnýja
skipaflota sinn að verulegu leyti
og hefur jafnvel verið rætt um, að
félagið kaupi sex skip. Ef af verð-
ur mun félagið væntanlega selja
einhver af sínum eldri skipum
eins ogt.d. Lagarfoss.
Einar Baldvin Guðmundsson
stjórnarformaður Eimskipa-
félagsins sagði í samtali við
Morgunblaðið í gær, að félagið
hefði nú augastað á nokkrum
skipum og leyfi hefði fengizt hjá
viðkomandi stjórnvöldum til lán-
töku.
Viggó Maack skipaverkfræð-
ingur Eimskipafélagsins sagði,
að félagið hefði ekki enn
ákveðið nein kaup á skipum, en
hugmyndin væri að kaupa skip,
sem væru hliðstæð Múlafossi og
Irafossi, sem Eimskip keypti fyrir
tveimur árum. Þau skip voru i
hálfgerðri niðurnfðslu, þegar
félagið fékk þau, en endurbætur
voru gerðar á þeim og hafa þau
reynzt ákaflega vel síðan. Skipin,
sem félagið hefur áhuga á, eru
svokölluð paragraf-skip, um 2000
dwt, eða 500 rúmlestir.
Sagði Viggó, að ekki væru mörg
slík skip til sölu um þessar
mundir, en félagið fengi upp-
iýsingar um skip á hverjum degi.
Hefði það umboðsmann í Osló,
sem væri útvörður þess i skipa-
kaupum.
Eimskipafélagið mun minnast
60 ára afmælisins á fimmtu-
daginn. Verður tekið á móti gest-
um í fundarsal félagsins og mun
félagið bjóða fastráðnu starfs-
fólki á sýningu Leðurblökunnar i
Þjóðleikhúsinu.
NOKKRIR loðnubátanna munu
verða búnir svonefndum hrogna-
skiljurum á komandi loðnuvertíð.
Hrognaskiljararnir skilja hrogn-
in frá útfalli loðnuskiljaranna, en
mjög mikið magn af hrognum fer
oft til spillis, þegar loðnunni er
dælt um borð í skipin. 1 fyrravet-
ur voru þessir hrognaskiljarar
reyndir í landi um leið og landað
var úr skipunum og kom í Ijós, að
hægt er að fá gífurlegt magn af
hrognum ef hrognaskiljari er not-
aður.
Hrognin hafa enn ekki verið
verðlögð, en talið er, að Verðlags-
ráð sjávarútvegsins muni ákveða
verð á hrognum um leið og verð á
loðnu verður ákveðið. Hrognin
eru sennilega verðmætasti hluti
loðnunnar, en það eru einmitt
þau sem Japanir vilja fá.
Stofnfundir hverfa-
félaga á morgun
Á MORGUN, mánudag, verða
stofnuð 11 hverfafélög sjálf-
stæðisfólks í Reykjavík. Á hvern
fund mæta tveir af forystumönn-
um flokksins, en þar verða auk
stofnfundar, rædd borgarmál og
Iandsmál almennt. Ástæða er til
að hvetja sjálfstæðisfólk til að
mæta á fundina, hvern í sínu
hverfi og renna þannig i upphafi
traustum stoðum undir hin nýju
félög. — Sjá nánar auglýsingu í
blaðinu í dag.
Miðar í áttina
í sjómanna-
samningum
Samninganefndir Sjómanna-
samhands tslands, Farmanna- og
fiskimannasamhandsins og
Landssambands ísl. útvegsmanna
komu saman til samningafundar
kl. 14 f gær, og stóð fundurinn
enn, þegar Morgunblaðið fór í
prentun.
Ekki er vitað, hvað hægt er að
fá mikið magn af hrognum með
þvi að nota hrognaskiljara um
borð í veiðiskipunum og í landi,
þegar skipin losa. Talið er að það
nemi hundruðum tonna, því að
sjórinn er oft grænn af hrognum
á stóru svæði, þegar bátarnir
dæla loðnunni um borð og það
sama gerist í höfnum, þegar land-
að er.
Loðnan
óveiðanleg
MIKLAR brælur hafa verið á
loðnusvæði norðaustur af Langa-
nesi og okkur hefur gengið erfið-
lega að athafna okkur. Leitin öll
er mjög slitrótt, og maður fær
ekki neitt heildar.vfirlit, þegar
veðráttan hagar sér svona, sagði
Hjáimar Vilhjálmsson fiskifræð-
ingur, þegar við ræddum við
hann í gær.
Hjálmar sagði, að því væri hins
vegar ekki að neita, að loðna væri
þarna á stóru svæði, en hún kæmi
engum að gagni eins og væri, þar
sem hún væri mjög dreifð. Bjóst
hann við, að þeir á Árna Friðriks-
syni myndu kanna svæðið betur i
gærkvöldi, ef þá yrði ekki komin
bræla, en spáð var norðaustan
hvassvirðri norður af Langanesi i
gærkvöldi.
Jón Sigurðsson formaður Sjó-
mannasamhands tslands sagði f
samtali við blaðið um hádegisbil-
ið í gær, að heldur hefði miðað í
samkomulagsátt, en annað væri
ekki hægt að segja um samninga-
umleitanir að svo komnu.
Róðrar eru nú víða hafnir í
verstöðvum landsins, en vegna
mikilla umhleypinga hafa þeir
gengið illa. Afli hefur víðast ver-
ið tregur nema helzt hjá Vest-
fjarðabátum, þ.e. þegar gefið hef-
ur hjá þeim. Þeir hafa hins vegar
átt í erfiðleikum vegna veðurs og
m.a. tapað mörgum bjóðum.
Smíði nýs Eyjaskips boðin út
Dakota-
vélin
ónýt
Douglas Dakota-vélin frá
varnarliðinu, sem lenti út af
flugbrautinni á Hornafirði á
fimmtudaginn, er nú talin
ónýt. Vélin hafnaði 80 metra
fyrir utan flugbrautina og er
botn hennar gjörónýtur, en
þegar vélin kom niður
brotnaði hljólastell hennar.
Vélin var að fara á loft,
þegar óhappið vildi til, og flug-
takið var af þverbraut
vallarins, sem er 667 metra
löng. Vélin komst ekki á loft á
brautinni, og hélt áfram 80
metra út fyrir hana, en þar
stöðvaðist hún eftir að hafa
rifíð niður girðingu.
Þessi sama vél hafði einu
sinni áður lent út af flugbraut-
inni á Hornafirði. Var það sl.
vor, en þá skemmdist hún lítið
sem ékkert.
LJÖST er nú, að skammt er að
bíða þess, að boðin verði út smíði
nýs farþega-, vöru- og bílaflutn-
ingaskips fyrir Vestmannaeyjar.
Verður það væntanlega á næstu
mánuðum. Morgunblaðið hafði í
gær tal af Guðlaugi Gíslasyni
alþingismanni og innti frétta af
þessu máli, en Guðlaugur hefur
verið forystumaður um framgang
þessa máls.
„Það er vissulega mikill skriður
kominn á málið,“ sagði Guð-
laugur, „og ég tel það svo gott sem
komið í höfn. Eins og kunnugt er,
fluttu þingmenn Suðurlandskjör-
dæmis þingsályktunartillögu á
árinu 1972 um bættar samgöngur
við Eyjar og þar á meðal, að keypt
yrði nýtt skip. Þáverandi sam-
gönguráðherra skipaði nefnd til
að gera tillögur til úrbóta í sam-
göngumálum Vestmannaeyja.
Lagði nefndin tillögur sínar fram
í árslok 1972 og lagði til, að byggt
yrði nýtt skip fyrir Vestmanna-
eyjar. Á yfirstandandi þingi
fluttu þingmenn Suðurlandskjör-
dæmis síðan tillögu um byggingu
skipsins og í bæjarstjórn Vest-
mannaeyja var í haust samþykkt
einróma samkvæmt tillögum full-
trúa Sjálfstæðisflokksins, að
stofnað yrði félag í Vestmanna-
eyjum með þátttöku bæjarins og
annarra aðila, sem fé vildu leggja
í skipakaup, og yrði félag þetta
eignaraðili og rekstraraðili
væntanlegs skips. Jafnframt fór
bæjarstjórn fram á það við stjórn
Viðlagasjóðs, að Viðlagasjóður
léti hanna skipið, búa út útboðs-
lýsingu og leita tilboða í smíði
þess.
Málin standa þannig nú, að
tryggt hefur verið það fjármagn,
sem greiða þarf við undirskrift
samninga á meðan smíði skipsins
stendur yfir, er það áætlað um
20% af kaupverðinu.
Þá hefur forsætisráðherra lýst
þvf yfir á alþingi, að ríkisstjórnin
hafi samþykkt og muni beita sér
fyrir, að veitt verði ríkisábyrgð
fyrir 80% af kaupverði skipsins,
þannig að aðstaða er til að gera
samninga um kaupin, þegar málið
er komið á það stig. Stjórn Við-
lagasjóðs hefur farið fram á það
við Hjálmar R. Bárðarson
siglingamálastjóra, að hann
endurskoði þær teikningar og
smíðalýsingar af væntanlegu
skipi, sem fylgdu áliti hinnar
stjórnskipuðu nefndar, og annist
éndanlegt undirbúningsstarf að
smíði skipsins. Verður reynt að
flýta þessu eins og kostur er
þannig að hægt verði að leita til-
boða í smíði skipsins á fyrri hluta
þessa árs.
Höfuðatriðið í þessu máli tel ég
vera, að tryggt er, að skipið
kemur og Vestmannaeyingar
munu sjálfir ráða rekstri þess og
verða eignaraðilar að því að ein-
hverju eða öllu leyti.“
„Hvernig er áætlað, að skipið
verði í stærstu dráttum?“
„Stærð skipsins er ekki endan-
lega ákveðin í tonnum. Hins
vegar settu fulltrúar Vestmanna-
eyja í stjórnskipuðu nefndinni
fram skilyrði í sambandi við
búnað skipsins. Eru þau í aðal-
atriðum þessi: Að skipið verði sér-
byggt farþega-, vöru- og bíla-
flutningaskip, að bílum verði ekið
til og frá borði, að vöruflutningar
fari fram með gámum, sem vöru-
lyftarar keyri til og frá borði, að
a.m.k. 21 tveggja manna klefi
verði í skipinu auk sjúkraklefa og
borðsalar fyrir 60 manns, sem
unnt sé að breyta í svefnsal. Veit-
ingaaðstaða verði um borð i skip-
inu, möguleikar á flutningi 75
tonna í gámum og um 20 bíla.
Mjólkurgeymsla verði í skipinu.
Ganghraði þess verði 15—16 míl-
ur, þannig að sigling milli Eyja
og Þorlákshafnar taki 2'A — 3
tíma. Þá verði byggð aðstaða í
Eyjum fyrir skipið og einnig sér-
stök bryggjuaðstaða í Þorláks-
höfn. 1 Eyjum eru hæg heimatök-
in í þessu efni og aðgengileg og í
Þorlákshöfn hefur þessi fram-
kvæmd verið tekin upp i nýju
Þorlákshafnaráætluninni."