Morgunblaðið - 18.01.1974, Side 5
Jóhannes Tómasson
og Gunnar E. Finnbogason
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 18. JANÚAR 1974
5
„Pornó”- pestin
ÞA VERÐUR aftur tekinn upp
þráðurinn, þar sem frá var horfið
siðast. Við tilfærum nokkur dæmi
úr bókinni „Disse unge kristne og
deres hykleri", sem út kom hjá
Forlaget Perspektiv 1972.
Janúarnótt eina 1969 er Dan-
merkurbúar risu úr rekkju ráku
þeir augun í nokkuð nýtt. Stór
plaköt höfðu verið limd á rúður
margra svokallaðra ,,porno-búða“.
Plaköt sem mótmæltu klámfar-
aldrinum þar i landi. 1 40 bæjum
viðs vegar um landið og 70 búðum
i Kaupmannahöfn hafði þessum
spjöldum verið komið fyrir. Að
þessu stóð hópur sem var nefndur
i fjölmiðlum„Unge kristne".
Þessi hópur á sér nokkuð
merkilega sögu og hefur vakið
ýmsa til umhugsunar um hvernig
við ábendingum þeirra, lét hann
til skarar skríða eins og getið var
hér í upphafi.
— „Unge kristne" hafa einnig
gefið út blað og þau álíta það
verkefni sitt að kalla á kristið fólk
til andspyrnu við þau guðvana-
öfl, sem vaða uppi oggrafa undan
komandi kynslóð. „Ung tro“
heitir timaritið og þar segja þau
m.a„ að það sé skylda þeirra að
mótmæla og sporna gegn niður-
rifsöflunum. Þau benda á
Jóhannes skfrara, er stóð uppi í
hárinu á Heródesi konungi, og
þegar Gideon braut niður Baal
altari til að mótmæla viður-
kenndri hjáguðadýrkun í ísrael.
Með þessum dæmum vilja þau
sýna, að rétt sé að andmæla, þau
komið sé i kristindómsmálum í
Danmörku.
Upphafið var að fulltrúar
„Unge kristne" komu að máli við
dómsmálaráðherrann, Knud
Thestrup, og bentu á hvaða afleið-
ingar það gæti haft, að gefa
nokkuð eftir í sambandi við klám-
iðnaðinn. Rök ráðherrans voru
þau að svæfa mætti faraldurinn
með því að allir yrðu leiðir á
klámritum ef nógu mikið væri
leyft af útgáfu þeirra.
„Unge kristne" álitu það hins
vegar skammsýni (sem þjakaði
flesta stjórnmálamenn), að með
rýmkun laga um útgáfu klámrita,
sem er einungis ein grein klám-
iðnaðarins, væri verið að rétta
niðurifsöflun í landinu litlafingur
og það myndi leiða af sér að þau
tækju alla höndina.
Þetta hefur nú komið í ljós. A
þeim tíma er klámrit voru
óleyfileg, var heldur ekki að
finna klámsýningar, pornobúðir
fundust ekki í Kaupmannahöfn
og kvikmyndaiðnaðurinn og dag-
blöð voru heldur ekki orðin svo
gegnsýrð sem nú er.
Þegar þessi hópur sá fram á að
stjórnmálamenn daufheyrðust
séu að benda á hið illa, niðurrifs-
öflin i manninum, er ganga vilja í
berhögg við boðGuðs.
Þannig er málum komið í Dan-
mörku. Fólk er farið að rísa gegn
þeirri afkristnun og siðleysi sem
þar ríkir. Skyldi nokkuð vera likt
á með okkar þjóð komið? Ætli
hugsunarháttur hér og þar sé
svipaður? Ætli hér ríki t.d.
einhver undanlátssemi varðandi
kristindómsfræðslu í skólum og
kristin áhrif i þjóðfélaginu?
Heyrst hafa þær raddir að hafa
skuli fleiri trúarbrögð með, svo
menn geti valið. Og helzt setja öll
trúarbrögð samsíða og gera
ekkert úr sérstöðu kristindóms.
Minna má aðeins á ályktun þings
kennaranema í þessu sambandí.
Þar er að visu ekki túlkaður vilji
allra kennaranema, en e.t.v.
þeirra, sem hafa hug á að ráða í
framtfðinni.
Gerum okkur grein fyrir því,
hver skoðun okkar er, Ef við
viljum fylgja boðum Krists, þá
verðum við lika að kynna okkur
þau og standa við það að hlýða
þeim. Það skyldi þó aldrei vera,
að þau séu ekki eins úrelt og
margir vilja segja?
10% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM OKKAR VÖRUM
GILDIR FYRIR ALLAR OKKAR VORUR
BÆÐI FATNAÐ 00 HLJÓMPLÖTUR
DÖMUR
★ PELSAR ★ KÁPUR
★ JAKKAR ★ LEÐURJAKKAR
★ D0MUJAKKAF0T ★ KJÓLAR
★ MUSSUR ★ PILS
★ BLÚSSUR ★ VESTI
★ PEYSUR ★ BAGGY-BUXUR
ÚR TERYLENE, FLAUELI
0G DENIM
★ NÆRFÖT, BOLIR
HERRAR
★ FÖT M/VESTI ★ STAKIR
JAKKAR ★ KULDAJAKKAR
M/L0ÐFÖÐRI ★ LEÐURJAKKAR
★ PEYSUR ★ SKYRTUR
★ VESTI ★ BUXUR, FLAUEL,
DENIM 0G TERYLENE
★ B0LIR ★ BINDI ★ BELTI
★ SLAUFUR
MUHID
10% AFSLÁTTINN
SEM SIENDUR ÚT ALUN JANÚAR