Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974 Fa iii i.í i .i h. í v 'AiAit; *2k 22-0-22- RAUOARÁRSTÍG 31 BILALEIGA CAR RENTAL n- 21190 21188 BlLALEIGA CAR RENTALi MH-mnTM.. [ Hverfisgötu 18 SENDUM \£~\ 86060 Æ BÍLALEIGAN V^IEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIONEER ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI MARGAR HENDUR . VINNA §SAMVINNUBANKINN Ob ÉTT VERK SKODA EYÐIR MINNA. Shodh UtCAH AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. Bílaleiga CAB BENTAL Sendum djm 41660 -42902 FEROABÍLAR HF. Bílaleiga. — Sími 81260. Fimm manna Citroen G.S. stat- ion. Fimm manna Citroen G.S, 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m bílstjórum) IESI0 Lögskýringar 1 litum Á Alþingi sl. þriðjudag spunnust spaugilegar umræðui um Keflavíkursjónvarpið f til- efni af fyrirspurn frá Ellert B. Schram um, hvenær fslenzka sjónvarpið hygðist hefja litaút- sendingar. Svo vildi til, að sama dag og fyrirspurnin kom á dag- skrá þingsins birtist frétt um það í Alþýðublaðinu, að Kefla- vfkursjónvarpið hygðist hefja sjónvarpsútsendingar í litum i júnf n.k. Þetta þótti hinum her- numda þingmanni Jónasi Arna- syni ekki góð tfðindi. Varpaði hann f hugarvfli sfnu fram fyrirspurn til menntamálaráð- herra um, hvort virkilega væri ætlunin að liða það, að Kefla- vfkursjónvarpið efidist f sam- keppni sinni við það fslenzka með litaútsendingum. Fjarri þingmanninum var sú hugsun, að fyrir dyrum stæði, að varnarliðið hyrfi úr landi á næstunni. Geta menn dregið af því sínar ályktanir um þann hráskinnsleik, sem nú á sér stað innan ríkisstjórnarinnar í varnarmálunum, þegar Alþýðu- bandalagsmenn láta opinber- lega svo sem þeim sé alvara um að ætla að knýja á um brottför liðsins. Þarna læddist sem sagt laumulega fram staðfesting á þvf, að það, sem fólkið fær að heyra, er eitthvað allt annað en veruleikinn f málinu. Nú, hvað um það, Magnús menntamála, sem hefur sagt, þegar hann hefur veriðspurður um, hvort útsendingar Kefla- vfkursjónvarpsins væru lögleg- ar, að það kæmi honum ekki við, þar sem lögfræðingar væru ekki á einu máli um lögmætið, fékk þarna tiltölulega skýra spurningu frá þingmanninum um, hvort litadtsendingarnar yrðu látnar lfðast. Ráðherrann tók á sig rögg, setti í herðarnar og svaraði að bragði: „Slfkt má ekki líða og verður ekki liðið.“ Hvað nú? Er ráðherrann að segja, að útsendingar Kefla- vfkursjónvarpsins f svart- hvítur séu löglegar, en litaðar útsendingar ólöglegar? Ekki verður annað séð. Niðurstaðan verður þvf sú, að loksins þegar ráðherrann þorði að kveða upp úr með lögskýringar sfnar á lögmæti Keflavíkursjónvarps- ins, kemur hann með skýring- ar, sem engar lfkur eru á, að nokkur lögfræðingur fáist til að taka undir. Og þetta er mað- urinn, sem áður gat ekki mótað afstöðu sfna til málsins, vegna þess að lögfræðingarnir voru ekki sammála. Seinheppinn maður Magnús. Goðinn prúði „Meðalvegurinn" heitir for- ystugrein Tfmans I gær. Forystugreinar Tfmans eru löngu orðnar landsfrægar fyrir, að þar er forystumönnum Framsóknarflokksins gjarnan lýst sem fornköppum, með áræði, dug og aðra góða ko'sti, sem fornkappa mega prýða. Þessi forystugrein erengu síðri en margar aðrar sllkar. Þar segir: „Varnarmálin eru við- kvæm mál og vandasöm og þó einkum, þegar eriendur her er annars vegar. Þau verða aldrei leyst farsællega af þeim, sem yzt standa til annarrar hvorrar handarinnar. Þar verður að fara eftir leiðsögn manna eins og Þorgeirs Ljósvetningagoða, sem leysa vandasamar deilur og halda friðinn með úrræðum skynsemi og meðalvegar. Um varnarmálin standa nú miklar deilur og viðsjár aukast.“ Þegar hér er komið lestrin- um er lesandinn sjálfsagt orð- inn harmi þrunginn yfir þvf, að Þorgeir skuli allur, nú þegar viðsjár aukast. En ekki er öll nótt úti, þvf að ef lestr- inum er haldið áfram kemur I Ijós, að við nútímamenn eigum okkar Þorgeir. Þar segir, að til- lögur Einars Agústssonar full- nægi báðum hinum andstæðu stjórnarmiðum. „Sá hópur á enn eftir að stækka, sem gerir sér ljóst, að þar er bent á hinn farsæla meðalveg." Ja mikil er gæfa vor, að enn skuium vér hafa forna kappa meðal vor. Hvar værum vér staddir annars? • • RODD PISLARVOTTANNA” Er þetta ekki misritun? Eru enn til píslarvottar kirkju og kristni? Er fólk ennþá ofsótt fyrir trú sína eins og á fyrstu öldum kristins dóms, meðan hann var neðanjarðarhreyfing? Þvi miður, þetta er engin mis- sýning. Alltaf öðru hvoru berst mér í hendur blað með þessu heiti. Og alltaf er það líkt og mstandi neyðaróp manna og kvenna, sem eru ofsótt fyrir trú sína, hundelt af njósnurum, lokuð inni í fangelsum, pynduð til sagna um trúsystkini og h'ða oft píslarvættisdauða i dýflissunni. Samt er þetta ekki á margra vitorði að þvi er virðist, heldur er því leynt á bak við tjöld falskra frelsisyfirlýsinga og fágaðs yfirborðs, þar sem trú- og skiðanafrelsi er bókstaflega talið verndað og varðveitt af stjórnvöldum. Það eru aðstæður frægra stórmenna, svo sem Solzhenit- syns, sem heimurinn hefur hugmynd um. En það eru marg- ir fleiri í löndum herveldanna i austri, bæði Sovét og Kína, sem svipað er ástatt um. Óþekktir, almennir borgarar, sem leyfa sér að hafa trúarskoðanir. sem ekki falla í kramið hjá vald- höfum. Þótt aumt sé að frétta af Watergate-vitleysunni vestra, er það líkt og gaman hjá grimmd þeirri, sem rikir þarna eystra samkvæmt óteljandi vitnisburðum þessa blaðs, sem birtir eru með myndum og skjalfestum undirskriftum. Enda yrðu þeir liklega fljótt höfðinu .styttri, sem leyfðu sér að leika stjómendur eins og Mao og Brezhnev á sama hátt og veita þeim þá meðferð, sem Agnew og Nixon hafa hlotið síðasta ár. Hér er stutt lýsing á meðferð á föngum í kínversku fangelsi, tekin upp úr „Rödd píslarvott- anna“, blaði þvi sem minnzt var á. „Fólk, sem hefur verið fangelsað fyrir þá sök eina að telja sig kristið og stunda kristi- lega trúrækni og fá aðra til að trúa boðskap kristins dóms um frelsi og kærleika, er látið sitja hreyfingarlaust frá klukkan að sitja grafkyrrir meðan „söngvarinn“ er barinn á hrottalegan hátt. Og hvernig gætu þeir hjálp- að? Þeir eru nefnilega með hlekki á höndum og fótum. Ættum við að reyna, þótt ekki væri nema i 6 klukkustundir, að sitja á þennan hátt i venju- legu sæti, hvað þá heldur flöt- um beinum á hörðu steingólfi. Við gluggann eftlr sr. Arelitu Nielsson Y llj fimm að morgni til níu að kvöldi, dag eftir dag, mánuð eftir mánuð, jafnvel ár ef tir ár. Hver dagur verður slíkum píslarvottum líkt og óvinur, sem kvelur það hægt og hægt tildauða. Ekki er leyft að yrða á þján- ingarsystkini I sama klefa. Þeim er bannað að hósta, hlæja eða gráta. Biðja verður um leyfi til að klóra sér, til að drepa skordýr, sem angrar, til að hósta eða fara á salernið. Kraf- an um algjört hreyfingarleysi er gjörð að ógnandi skelfingu, sem yfirbugar með angist að lokum." Orðin „Baú-gau“ — má ég — eru líkt og viðlag i þessu riti valdbeitingarinnar, sem er þó talið laust við pyndingar!! Ef einhver í klefanum slepp- ir sér loksins, brjálast eða byrj- ar að syngja, er hinum ógnað til Og fæðan, sem þetta fólk fær er eins og sag, bæði að útliti og á bragð, eitthvert næringarduft án tilbreytingar, sem inniheld- ur þó ef ni, sem koma í veg fyrir skjótan hungurdauða. Stundum þjáist þetta fólk þó enn meira af efasemdum. ,JIvI lætur Drottinn okkur þjást svona?“ Þolgæði margra er samt furðulegt. í rússneskum fangelsum er svipuðum aðferðum beitt sam- kvæmt sömu heimildum. Þekktur sovézkur rithöfundur, sem ekki telur sigþókristinn og því siður kirkjulega sinnaðan, Piotr Iakir að nafni, og var sjálfur í fjötrum árum saman í Rússlandi, hefur skrifað bók, sem heitir ,3ernska f fangelsi". Þeir, sem höfðu samband við hann, áttu á hættu allt að 10 ára fangelsisdóma. „Þetta var ekki á Stalinstimum" stendur þar. „Þeir tímar hafa aldrei verið til eða öllu heldur ekki verið neinir sérstakir liðn- ir tímar. Þeir tímar eru enn, þótt önnur séu nöfn valdhaf- anna í Krernl." Iakir lýsir þján- ingum fanganna meðal annars á þessa leið: „Kommúnistarnir settu þá f svokölluð „amerísk handjárn". Þau eru með göddum, sem ganga inn í holdið við hverja hreyfingu, lengra og lengra.“ Stundum var föngunum veitt sú sérstaða og óvænta ánægja að fá úrvals lax ofan á brauðið, en hann var mjög saltur. En sfðan var þeim algjörlega neit- að um vatn í tvo sólarhringa. Annar rússneskur rithöfund- ur ritar úr fangelsi eftirfarandi setningar: óttast dauðann. En ég tek á móti honum. Eg er hræddur við pyndingar, en samt er ein tegund þeirra alverst: Það er innspýting efna, sem eyðileggja frumur heilans. Mannætur hins svonefnda sósíalisma nútímans hika ekki við að framkvæma slíkar aðgerðir. Sennilega lifi ég það af, en ég verð ófær um að hugsa, ófær um að yrkja og skrifa. Er unnt að hugsa sér hryllilegra athæfi en það, að ræna mann sálinni?" En margir, já flestir, sýna fá- dæma þolgæði í þessum þraut- um. „Engin pynding gæti hindrað málarann i að mála, tónskáldið að semja, söngvar- ann að syngja. Engin þjáning getur þaggað rödd trúar i kristnu hjarta,“ segir ritstjóri „Raddar pislarvottanna". Það er mikil hamingja að mega hugsa frjálst og trúa í frjálsu landi. Það verður vart fullþakkað né ofmetið. ORÐ í EYRA bókmenntagagnrýni (ljóð) gaggnrýn- endur hálf- kafa utan með sjó undir truntusól þá var öldin önnur er stóð ég úti í tunglsljósi eins og ég er klædd á milli washington og moskva og rauðamyrkur spældi yfirvaldið með fjaðrirnar f jórar mannleg náttúra undir Jökli var hversdagsleikur undir hamrinum sýður á keipum: kuldamper absalon veltist á færibandi örlaganna fóik án fata f leit að tjaldstæði — sokki gamli móður og leirstokkinn mjög upp með sfmon kjaft

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.