Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974
29
fclk í
frétfum
... c
o
Bara einhver Jones
Glæpir og afbrot eru afar tíð í
borginni Detroit i Bandaríkjun-
um, háborg bílaframleiðslunn-
ar. Er svo komið, að menn geta
vart gengið þar um götur um
hábjartan dag án þess að eiga á
hættu að vera rændir, særðir
eða drepnir. Brezka blað-
ið Sunday Times sendi
nýlega ljósmyndara til De-
troit til að reyna að festa
á filmu einhver dæmi um
þessa glæpaflóðbylgju. Einn
daginn var ljósmyndarinn
að taka myndir af útför lög-
regluforingja i borginni, sem
skotinn haði verið til bana af
glæpamönnum. Annar ljós-
myndari, Detroit-búi, sá
þennan ljósmyndara og tók
eina mynd af honum, þar sem
hann hvorki þekkti hann né
minntist þess að hafa séð hann
áður. Tveim dögum síðar varð
þessi mynd allt í einu eftirsótt
vara, þvi að ljósmyndarinn á
myndinni var þá handtekinn af
tveimur lögreglumönnum, sem
grunuðu hann uxn að vera að-
stoðarmann manns, sem seldi
varning á götum úti í trássi við
boð og bönn. Ljósmyndarinn sá
hafði heldur ekki önnur skil-
ríki um starf sitt en tveggja ára
gamlan blaðamannapassa frá
Bretiandi. Hann var því færður
niður á lögreglustöð, en eftir
nokkurt þref tókst honum að
sannfæra lögregluna um að
hann væri Snowdon lávarður,
eiginmaður Margrétar prin-
essu, systur Elísabetar
Englandsdrottningar. Fyrrum
bar hann nafnið Anthony Arm-
strong-Jones, en er hann
kvæntist inn i konungsættina,
hlaut hann aðalstitil. Hann var
áður kunnur ljósmyndari, en
gat ekki fengið af sér að hætta
því starfi, enda eru myndir
hans taldar góðar og mjög eftir-
sóttar. Þó er ekki fyrir að synja,
að eftirspurnin ráðist meira af
tengslum hans við kóngafólkið
en myndgæðum. A.m.k. hefði
þessi mynd ekki vakið neina
athygli — mynd af venjulegum
ljósmyndara — ef hann væri
ekki kvæntur prinssesu!
Einn var rekinn
— og svo
annar til!
Harald Edelstam, sænski
sendiherrann í Chile, var rek-
inn úr landi fyrir að hafa hjálp-
að mörgum andstæðingum her-
foringjastjórnarinnar. Hann
var þó ekki sá eini, sem fékk
sparkið. Siðameistari her-
foringjastjórnarinnar var líka
rekinn, þegar hann komst svo
að orði í sjónvarpsviðtali, að
Edelstam lfktist Gary Cooper!
— Hvað finnst ykkur?
Er einhvers staðar að brenna?
Hann veit sjálfsagt vart, hvaðan á sig stendur veðrið, ökumaðurinn í hvíta bílnum,
sem sér allt i einu nakinn karlmann hlaupa framhjá sér. Skyldi vera kviknað í einhvers
staðar? Nei, nakti maðurinn er liðsmaður í nýstofnuðum samtökum nemenda i
Floridarikisháskólanum í Tallahassee I Florida, sem nefna sig „Streakers". Erfitt er að
þýða nafnið á íslenzku, en það mun tákna eitthvað í bá átt að bióta hiá rétt eins op
mjótt strik, á miklum hraða. Kannski væri hægt að kalla samtökin „Byssubrenndir“? En
hvað um það, aðaláhugamál liðsmanna — og væntanlega þar með talinna liðskvenna —
er að hlaupa um háskólasvæðið um hábjartan dag án þess að hafa pjötlu til að skýla
nekt sinni, ekki einu sinni fíkjublað.
Útvarp Reykjavík #
FÖSTt'DAGUR
1. febrúar
7.00 Morgunútvarp
Veðu rfregni r k 1. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30. 8.15 (og forustugr. dag-
bl ), 9.00 og 10.00
Morgunleikfimi kl. 7.20. Morgunbæn
kl. 7.55
Morgunstund harnanna kl. 8.45: Anna
Kristín Arngrimsdóttir heldur áfram
lestri sögunnar „Dísu á Crænalæk” eft-
if Kára Tryggvason (2).
Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar
kl. 9.30.
Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög á milli
atriða.
Sp jallað við bændur kl. 10.05.
Bindindisdagur skólanna kl. 10.30.
Fræðsludagskrá um áfengismál fyrir
nemendur framhaldsskóla. l'msjónar-
maður: Árni Gunnarsson.
Morguntónleikar kl. 11.00: (Mrúrh Leh-
mann og Kammerhljómsveitin í Zurich
leika Fiðlukonsert í B-dúr op. 21 eftir
Othmar Schoeck/Julius Katchen píanó-
leikari og Fílharmóníusveit Lundúna
leika Tilbrigði um barnalag op. 25 eftir
Dohnánvi.
12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
13.30 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Sfðdegissagan: „Dyr standa opnar“
eftir Jökul Jakobsson
Höfundur les. (2).
15.00 Miðdegistónleikar
Gladys Swarthout söngkona og KCA-
Victor sinfóníuhljómsveitin flytja
„Ljóðið um ástina" eftir Ernest
Chausson; Pie?re Monteux stj. Suisse-
Romande hljómsveitin leikur tónlist
eftir Chabrier; Ernest Ansermet stj.
15.45 Lesin dagskrá næstu viku.
16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veð-
urfregnir).
16.20 Popphornið
A skjánum
FÖSTLDAGLR
1. febrúar 1974
20.00 Fréttir
20.25 Veður og augb'singar
20.30 Að Heiðargarði
(High Chaparral)
Nýr, bandarískur kúrekamynda-
flokkur.
1. þáttui*. Fyrirheitna landið
Aðalhlutverk Lcúf Ericson og Cameron
MitchelL
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
17.10 Útvarpssaga harnanna: „Smyglar-
arnir f skerjagarðinum"
eftir Jón Björnsson. Margrét Helga Jó-
hannsdóttir les (3).
17.30 Framburðarkennsla f dönsku
17.35 Tónleikar. Tiikynningar.
18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55
Tilkynningar.
19.00 Veðurspá.
Fréttaspegill
19.20 Þingsjá
Ævar Kjartansson sér um þáttinn.
19.45 Tannlæknaþáttur
Ólafur Björgúlfsson tannlækmr talar
um tannskekkjur
20.00 Sinfónfskir tónleikar
a. Háskólaforleikur „Akademische
Festouvertilre" op. 80 eftir Brahms.
Hljómsveitin Philharmonia leikur;
Ot.t’o Klemperer stj.
b. Pianókonsert nr. 2 i f-moll op. 21
eftir Chopin. Vladimír Ashkenazý og
Sinfóníuhljómsveit Lundúna leika;
David Zinnman stj.
c. Sinfónía nr. 4 í A-dúr „ítalska hljóm-
kviðan" eftir Mendeissohn. Sinfóniu
hljómsveitin í Pittsborg leikur; Will-
iam Steinberg stj.
21.00 Kristfn Svfadrottning
Séra Arelíus Nfelsson flytur sfðara er-
indi sitt.
21.30 Útvarpssagan: „Foreldravanda-
málið — drög aðskilgreiningu"
eftir Þorstein Antonsson. Erlingur
Gislason leikari les (14).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir
Morðbréf Margeirs K. Laxdals; —
þriðji hluti
Saga eftir Hrafn Gunnlaugsson í út-
varpsgerð höfundar.
Flytjendur með höfundi: Kúrik Har-
aldsson, örn Þorláksson og Lárus
óskarsson.
22.50 Draum\fsur
Sveinn Arnason og Sveinn Magnússon
kynna lög úr ýmsum áttum.
23.50 Fréttir í stuttu máli. Dagskrárlok.
21.25 Landshorn
Fré tt a ský ri ng aþát t ur um innlend
málefni.
Umsjónarmaður Eiður Guðnason.
22.00 JassForum
Norskur músíkþáttur, þar sem Clark
Terry og hljómsveit hans flytja vinsæl
jasslög.
Þýðandi Heba Júlíusdóttir.
( Nordvisi on — Norska sjónvarpið)
22.30 Dagskrárlok
4,6% landsmanna munu
stunda fiskveiðar 1985
Vinnuaflsþróun í sjávarút-
veginum hefur mikið verið til
umræðu að undanförnu, og í ný-
útkomnu hefti tlmaritsins Sjávar-
frétta er fjallað um þessi mál. Þar
kemur i Ijós, að árið 196J
störfuðu 4.460 manns við fiskveið-
ar, en 6.680 við fiskiðnað. Arið
1973 störfuðu 5.408 við fiskveiðar,
en 6.680 við fiskiðnað. II ér er uin
nokkra fjölgun starfsmanna að
ræða, en ef miðað er við aðrar
atvinnugreinar landsmanna hef-
ur fólki hlutfallslega fækkað í
sjávarútvegi.
Igreininni i Sjávarfréttum seg-
ir, að árið 1963 hafi hlutfall fisk-
veiða I mannafla verið 6.6%, en
1971 6.1%. Árið 1963 var hlutfall
fiskiðnaðar I mannafla 9.9%, en
árið 1971 var það komið niður í
8.1%. Því hefur verið spáð, að
hlutfall fiskveiða i mannafla
verði árið 1985 aðeins 4.6%, en
hlutfall fiskiðnaðar 7.9%.
Náttúruleg fjölgun fólks á
\innualdri er um 2% á ári, eða
um það bil 1.800 manns. Hins
vegar óx atvinnumagnið um 4%
árið 1971, en talið er, að vegna
aukinnar þátttöku húsmæðra og
skólafóiks í atvinnulífinu 1972
hafi fjöldi fólks i atvinnu aukizt
um 3 %
1 könnun, sem gerð hefur venr
á árlegri breytingu mannafla árin
1971—1980, kemur fram, að hún
getur orðið eftirfarandi: Arleg
breyting: Landbúnaður — 26
manns, fiskveiðar 0 manns, fisk-
iðnaður 80 manns, annar iðnaður
427 manns, byggingastarfsemi
207 manns, rafveitur 12 manns,
flutningar og samgöpgur 254
manns, verzlun og viðskipti 350
manns og önnur þjónusta 455
manns. Samtals eru þetta 1795
manns.
Fundu
lambá
öræfum
Björk, Mý’vatssveit, 29. jan.
MJÖG umhleypingasöm tíð hefur
verið hér i janúarmánuði, frost þó
væg og smáboltaraí og til. Svella-
lög eru mikil og stundum hálka á
vegum. Annars eru margir vegir
að örðu leyti greiðfærir og snjór
frekar lítill. Síðan um áramót hef-
ur sauðfé yfirleitt ekki verið
beitt, enda jarðbönn. fyrir nokkru
fannst eiti lamb norður í Gæsa-
dal. Var það handsamað og flutt
til liyggða. Reyndist það vera frá
Héðinshöfða á Tjörnesi. Fyrr í
vetur týndust ær og lamb þar af
túni. Ærin hefur ekki fundist
þrátt fyrir að búið sé að leita
hennar nokkuð. Talið er hætt við,
að hún muni hafa farizt með ein-
hverjum hætti.
— Krist ján.