Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 1974 19 Þokar í rétta átthiáEBE Brussel, 31. janúar — NTB. RAÐHERRANEFND Efnahags- bandalagsins tókst ekki ( gær að finna iausn f deilunni um svæða- stefnu bandalagsins næstu þrjú árin, en WalterScheel utanríkis- Á sunnudag hefst alþjóðlega skákmótið í Reykjavfk. Fyrstu erlendu þátttakendurnir eru farnir að koma til landsins og þeir ekki af verri endanum: Skáksnillingarnir V. Smyslov og Bronstein, sem báðir hafa keppt um heimsmeistaratitil- fnn og sá fyrmefndi raunar haldið honum um tíma. Hér sjást þeir við komuna á Kefla- vfkurflugveili og það er Frið- rik Ólafsson stórmeistari, sem tekur á móti þeim. Samuel Goldwyn látinn ráðherra Vestur-Þýzkalands sagði eftirfund nefndarinnar, að ieiðin til lausnar væri þó f sjónmáli Nefndin ákvað að ræða svæða- stefnuna að nýju 18. febrúar, en í millitfðinni verða lagðar fram nýjar tilfögur fyrir aðildarlöndin, sem þau verða að taka afstöðu til fyrir næsta fund. Scheel sagði einnig á blaðamannafundi, að ekki yrði komið á svæðasjóði upp á u.þ.b. 240 milljarða fsl. kr. fyrir þessi þrjú ár, eins og lagt hafði verið til, heldur yrði hann minni og úthlutað úr honum eftir öðmm reglum. Walter Scheel sagði, að hann teldi þennan fund ráðherranefnd- arinnar veruiegt spor i rétta átt, einkum og sérilagi vegna þess, að brezki utanríkisráðherran, sir Al- ec Douglas-Home, hefði lýst því yfir, að ekki skyldi takmarka svæðastefnuna eingöngu við orkustefnuna og efnahags- og gjaldeyrismál. Rannsóknir í Grikklandi Aþenu, 31. janúar —-NTB HINIR nýju valdamenn f Grikkiandi hafa sett f gang rannsókn vegna fregna um að fyrrverandi ráðherrar, ráðuneytisstjórar og fleiri hafi misnotað valdaaðstöðu sína, að því er nokkur grfsk dagbföð hafa eftir góðum heimildum I dag. Segja blöð- in, að yfirvöld muni bráð- lega gefa út yfirlýsingu um mál þetta. Nöfn þeirra, sem eiga að hafa misnotað áhrif sin, hafa ekki verið gefin upp. Hins vegar er talið liklegt, að um ýmsa ráðherra fyrrverandi stjórnar Papadopoulosar sé að ræða, en margir þeirra hafa þegar verið handtekn- ir. Ur einni af frægustu mynrium Goldwyns, „Tfðindalaust af vesturvfgstöðvunum“, sem Lewis Milestone stjórnaði árið 1930 með Lew Ayres f aðalhfutverki. Myndin var gerð eftir skáldsögu Erich Maria Remarque. Los Angeles, 31. janúar. AP—NTB SAMUEL Goldwyn, einn af frægustu og sjálfstæðustu kvikmyndajöfrum Hollywood lézt f dag 91 árs að aldri, að heimili sfnu í Beverly Hilfs, en Goldwyn hafði verið rúmfast- ur f nokkur ár eftir að hafa fengið slag árið 1967, og sfðan þjáðst af ýmsum ellimeinum. Samuel Goldwyn var einn af brautryðjendum bandarfska kvikmyndaiðnaðarins, og meðal frægra mynda, sem hann framleiddi, má nefna „Best Years of Your Life“, „Wuthering Heights", „Hans Christian Andersen", „All Quiet on the Western Front“, „Guys And DoIls“, ,J*orgy And Bess“ og „The Pride of the Yankees" — allt pottþéttar afþreyingar- og fjölskyldu- myndir. Samuel Goidwyn skapaði ýmsar stjörnur, m.a. Gary Cooper, Will Rogers, David Niven, og Danny Kaye, og hann gekkst fyrir því, að ýmsir kunnir rithöfundar færu að skrifa beinlinis fyrir kvik- myndaiðnaðinn. Hann kom síðast fram opinberlega árið 1971, þegar Nixon forseti heimsótti hann. og sæmdi frelsisorðunni, æðsta borgara- lega heiðursmerki Banda- ríkjanna. Við það tækifæri hrósaði Nixon Goldwyn fyrir að gera myndir, sem væru skemmtilegar, spennandi, f jár- hagslega traustar án þess að vera ómerkilegar, „og ekki klámfengnar“. Samuel Goldwyn fæddist í Póllandi, fór 11 ára að aldri til Englands og tveimur árum siðar til Bandaríkjanna. Fyrstu kynni hans af kvik- myndaiðnaðinum urðu hins vegar árið 1913, þegar hann og Cecil B.de Mille heitinn og Jesse L. Lasky framleiddu fyrstu kvikmyndina í fullri lengd, „The Squaw Man“, í leigðri hlöðu. Goldwyn var einn af stofnendum Metro Goldwyn Mayerkvikmynda- félagsins á árunum 1923-4. Fjöldinn allur af myndum Goldwyns hlaut Oscarsverð- laun og ýmis önnur verðlaun. Goldwyn var kvæntur Frances Howard, fyrrum leik- konu á Broadway, og sonur hans Samuel Goldwyn jr., sem nú er 43 ára, hefur fylgt í fótspor föður sins sem fram- leiðandi og leikstjóri. Berjast Kína og S-Víet- nam næst um Spratly-eyjar? Saigon, Hong Kong, 31. janúar- NTB SUÐUR-Vfetnamar hafa sett her- sveitir á land á hinum umdeildu Spratl-eyjum f Suður-Kínahafi til þess að vera á undan Kínverj- um ef til vopnaviðskipta kemur, að því er áreiðanlegar heimildir herma 1 Saigon. Spratl-eyjarnar eru skammt frá Paracel-eyjum, sem kfnversk og suður-víetnömsk herskip börðust um fyrir 11 dög- um, en Ifkur benda til, að á þessu svæði séu auðugar olfulindir á hafsbotni. Bæði Kfna og Suður- Víetnam gera tilkall til Spratleyj- anna, en þær eru í um 700 kfló- metra fjarlægð frá Saigon og segja Suður-Víetnamar, að þær tilheyri landgrunni þeirra. Einn- ig krefjast Filipseyjar og Taiwan eignar á eyjum þessum. □ 1 dag slepptu kfnversk yfirvöld úr haldi einum Bandaríkjamanni og sex Suður-Víetnömum, sem teknir voru til fanga í viðureign- inni um Paracel-eyjarnar, og komu þeir til Hong Kong eftir Karpov — mætir hann Spassky? landamærabrúnni Lo Wu. Þetta er fyrsti hópurinn af fleirum, sem teknir voru til fanga í bar- dögunum, en alfs munu Kfnverj- ar sleppa 48 suður-vfetnömskum hermönnum. Hersveitirnar, sem sagt er að hafi verið settar á land á Spratl- eyjum í gær, munu vera vel vopn- London, 31. janúar. AP—NTB ÞESS er nú beðið með mikilli eftirvæntingu f Bretlandi hvort ríkisstjórn Edwards Heaths takist eftir allt saman að koma f veg fyrir allsherjarverkfall náma- verkamanna og jafnframt ljúka við samninga við brezka verka- lýðssambandið í heild. Atkvæðagreiðslu námaverka- mannanna lýkur í kvöld og talið er víst, að þeir samþykki verk- fallsheimildma með miklum meirihluta atkvæða. Nokkurra vona um að hægt yrði að forða verkfalli gætti í gær eftir langan fund stjórnar Heaths, þar sem samþykkt var að bjóða leiðtogum námaverkamanna, brezku verka- lýðssamtakanna TUG og leiðtog- um vinnuveitenda til nýs samningafundar. Miðstjórn verkalýðssamtakanna mun ræða málið á fundi í fyrramálið, en vinnuveitendur á mánudag. Heimildir í Lundúnum herma, að tilgangurinn með því að fá leið- toga verkalýðssamtakanna inn f málið, sé að koma i veg fyrir, að önnur verkalýðsfélög fylgi i kjöl- farið með svipaðar kröfur og námaverkamenn, sem krafizt hafa 30—50% hækkana, en þær um búnar og hafa miklar vistir, þannig að allt bendir til, að þær búi sig undir langa setu á eyjun- um, sem samanstanda af fimm stórum eyjum og mörgum smærri. Herma heimildir innan hersins, að Suður-Vfetnamstjórn óttist al- varlega, að Kínverjar muni reyna að taka eyjarnar með vopnavaldi. hækkanir eru langt utan þess ramma, sem ríkisstjórnin hefur sett utan um launahækkanir f baráttunni gegn verðbolgu. Námamönnum hefur nú verið gert tilboð um 16,5% almenna launahækkun. Þegar voru fyrir á Spratl-eyjum talsverður fjöldi hermanna frá Suður-Víetnam, en þeir voru sendir þangað í september í fyrra eftir að Nguen Van Thieu forseti hafði lýst því yfir, að eyjarnar hefðu verið innlimaðar í Phuochouy-hérað í SuðurViet- nam. Frá því var skýrt i Lundúnum í gær, að frá því að stjórn Heaths tók við i júní 1970 hafi 50 milljón vinnudagar tapazt vegna verk- falla. Eru það tvöfalt fleiri verk- fallsdagar en í stjórnartíð Wilsons á árunum 1964—1970. Bretland: Er enn vonarglæta? Karpov í úrslit? Moskvu, Augusta, 31. janúar. AP ANATOLY Karpov, hin 22 ára gamla skákstjarna Sovétríkjanna, sem margir spá að muni svipta Bobby Fischer heimsmeistara- tigninni á næsta ári, hefur nú fengið tvo af þeim þremur vinn- ingum f einvíginu viðLev Poluga- yevsky, sem hann þarf til sigurs og keppni f undanúrslitum heimsmeistarakeppninnar gegn Boris Spassky f aprfl næstkom- andi. Karpov sigraði Poluga- yevsky f sjöttu skák þeirra f M oskvu í gær. Skák þeirra Viktor Korchnoi fr- á Sovétríkjunum og Henrique Mecking frá Brasilíu fór i bið f gær í Augusta, en átti að teflast áfram í dag. Korchnoi hefur 2—0 forystu í einvíginu og sigri hann, verður andstæðingur hans i undanúrslitunum sigurvegari ein- vigis Petrosjans og Portisch á Mallorca. Skáksérfræðingar eru ekki á einu máli um horfurnar i biðskákinni i dag — sumir telja Korchnoi sigurvissan, en aðrir spá enn einu jafnteflinu. Attunda skák Karpovs og Polugayevskys verður tefld á föstudag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.