Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974 35 R( A N £ N J ^ FRAMHALDSSAGA EFTIR , MAJ SJÖWALL OG •f . PERWAHLOÖ A JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR 20 þakka fyrir að hann var farinn þegar ég kom. Annars sæti ég í lífstíðarfangelsi og saumaði strigapoka. K: Hvernig komust þér að þvi, sem gerzt hafði. M.J: Hún sagði mér það. Roseanna sagði nefnilega alltaf sannleikann? Hvers vegna gerðirðu þetta? sagði ég? Elsku Mary Jane, mig bara langaði til þess,. . . Auk þess hugsaði hún rökrétt. Elsku Mary Jane,. . . þú sérð á þessu að það er ekkert á hann að treysta. K: Og viljið þér samt halda því fram, að þið Roseanna hafið verið vinkonur? M.J: Já, þótt einkennilegt megi virðast. Ef Roseanna átti ein- hvern vin á annað borð þá var það ég. Það skánaði á milli okkar, eftir að hún fluttist. Þegar hún kom hingað, að loknu háskóla- námi, var hún alltaf ein. Foreldrar hennar í Denever höfðu dáið nokkru áður og hún virðist ekkr hafa átt systkini né nokkra nána ættingja. Auk þess var hún i peningakröggum'Það varð einhver bið á þvi að hún fengi arf eftir foreldra sína, en skömmu eftir að hún tók ibúðina á leigu, mun hún loks hafa fengið þá peninga. K: Hvernig var hún að eðlifari? M.J: Eg held hún hafi verið með sjálfstæðisgrillu á heilanum. Og það lýsti sér á furðulegasta hátt. Til dæmis þannig að hún var því andvíg að halda sér til. Hún lagði metnað sinn í að ganga eins og drusla til fara. Það var með herkjum, að hún gat lagt það á sig að vera sómasamlega til fara i vinnunni. Hún var uppfull af dellukenndum hugmyndum. Hún notaði aldrei brjóstahaldara og veitti henni þó sannarlega ekki af þvi að reyna að líta þar dálítið lögulegar út. Henni var meinilla við að vera í skóm. Yfirleitt v'ar hún á móti fötum. Þegar hún átti frí, átti hún það iðulega til að ganga alstrípuð um ibúðina allan daginn. Hún svaf aldrei í náttkjól eða náttfötum. Þetta fór ofboös- lega í taugarnar á mér. K: Var hún subbuleg í umgengni? M.J: Hún hélt sjálfri sér ekkert til — með vilja. Hún lét eins og hún vissi ekki, að snyrtivörur væru til og aldrei fór hún í lagningu. I ýmsu öðru var hún snyrtileg. Hún fór til dæmis mjög vel með bækurnar sínar. K: Hvaða áhugamál hafði hún helzt M.J: Hún las mikið. Og skrifaði talsvert. En ég veit ekki hvað. Á sumrin var hún stundum úti klukkutimum saman. Hún sagðist hafa yndi af gönguferðum. Og svo voru það karlmenn. Eg veit ekki til, að áhugamálin hafi verið önn- ur. Hvort vann, pabbi? K: Var hún aðlaðandi? M.J: Ekki vitund. En hún var vitlaus í karlmenn og það er hægt að komast þó nokkuð langt með þvi einu. K: Átti hún einhvern ákveðittn vin? MJ: Eftir að hún flutti frá mér, var hún eitthvað með einhverjum verkfræðingi, held ég. I svona hálft ár, eða þar um bil. Ég hitti hann stöku sinnum. Hamingjan má vita hversu oft hún hefur haldið framhjá honum, áreiðan- lega óteljandi sinnum. K: Meðan hún bjó hjá yður, kom hún þá oft með karlamn heim? MJ: Já. K: Hvað eigið þér við með oft? MJ: Ja, hvað haldið þér. K: Oft i viku? MJ: Neí, það átti nú sin tak- mörk. K: Hversu oft þá? Svarið mér. MJ: Mér likar ekki þessi tónn. K: Ég nota þann tón, sem ég kæri mig um. Hvað kom hún oft með karlmann heim? MJ. Einu sinni eða tvisvar i mánuði. K: Ogalltaf nýr i hvert sínn? M J: Það veit ég ekki. Ég sá þá ekki alltaf. Reyndar sjaldan. K: Fóruð þið Roseanna aldrei út saman — til dæmis á dansleik? M J: Nei, aldrei. Ég veit ekki einu sinni, hvort hún kunni að dansa. K: Getið þér sagt mér nöfn á nokkrum mönnum, sem hún var með á meðan þið bjugguð saman? M J: Ég veit um þýzkan stú- dent, sem við kynntumst á bóka- safninu. Ég man, að hann hét Mildenberger. Uli Mildenberger. Hann kom nokkrum sinnum með henni heim. K: Hvað stóð það lengi? M J: Ég man það ekki. Kannski fimm, sex vikur. En hann hringdi daglega og sjálfsagt hafa þau hitzt annars staðar. Hann bjó hér i Lincoln i nokkur ár, en fór til Evrópu á s.l. vori. K: Hvermg var þessi Milden- berger i hátt? M J: Hann var myndarlegur. Hávaxinn, ljóshærður, herða- breiður. K: Voruð þér eitthvað með hon- um lika? M J: Hvað í fjáranum kemur yður það við? K: Hvað haldið þér að hún hafi komið heím með marga karlmenn þann tima, sem þið bjugguð sam- an? M J: Kannski sex, sjö... K: Hvað vitið þér um ferð henn- ar til Evrópu? M J: Aðeins það, að hún hafði lengi haft hana á prjónunum. Hún ætlaði að fara sjóleiðina og ferðast svo um og skoða sig um eftir þvi sem hún gæti. Svo ætlaði hún að búa um nokkurn tíma í París eða Róm. Hvers vegna eruð þér annars að spyrja mig um allt þetta. Er ekki löggan búinn að skjóta manninn, sem myrti hana? K: Það var þvi miður á mis- skilningi byggt. M J: Má ég ekki fara núna. Ég er i vinnu, ef þér skylduð skilja hvað það er. K: Hvernig varð yður við, þegar þér fréttuð, hvað gerzt hafði. M J: Mér varð auðvitað hverft við. Én ég varð ekki sérlega undrandi. K: Hvers vegna ekki? M J: Og þér spyrjið um það? Manneskja, sem lifði svona lífi. K: Þakka yður fyrir. Og verið þér nú sælar. M J: Og gleymið ekki þvi, sem þér lofuðuð. K: Ég hef engu lofað. Nú máttu slökkva á tækinu, Jack. Martin tók upp síðasta blaðið frá Lincoln og las annars hugar athugasemdir þær, sern Kafka hafði sent með: Roseanna Beatrice McGraw. Fædd 18. maí 1937 í Denver, Col. Faðirinn var efnalítill bóndi. Hún gekk i skóla í Denver og Iauk stúdentsprófi þar. Nam bókasafnsfræði við há- skólann í Colorado. Foreldrar hennar létust haustið 1960. Fékk arf að upphæð 20 þúsund dollara, sem var greiddur henni i júli 1962. Engin erfðaskrá hefur fund- izt og eftir því sem bezt er vitað, lét hún enga erfingja eftir sig né nána ættingja á lífi. Hvað viðkemur framburði þess- ara tveggja vitna: Eg hafði sterk- lega á tilfinningunni, að Mary Jane Peterson reyndi að sverta mynd Roseönnu McGraw og þegði yfir ýmsu, sem hefði getað orðíð óþægilegt fyrir mannorð hennar sjálfrar. Hvað snertir framburð Mulvaneys þá hef ég getað rann- sakað hann nokkuð. Það er rétt, að Roseanna var aðeins með ein- um öðrum manni þann tíma, sem þau voru saman. Það kemur fram í dagbók, sem fannst í íbúð henn- ar. Það var hinn 22. marz og upp- hafsstafir mannsins eru U.M(gæti verið Uli Mildenberg- Vetvakandi svarar í síma 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags • BARNAUPPELDI Hafnfirzk móðir skrifar: „Fréttir herma, að hinn kunni barnalæknir dr. Spock leggi sí- aukna áherzlu á mikilvægi festu í barnauppeldi af hálfu foreldra og að slík festa verði að byggjast á sjálfstrausti. Dr. Spockharmarað velviljaðir sérfræðingar um með- ferð barna hafi óafvitandi skaðað slíkt sjálfstraust og festu með prédikunum sínum undanfarna átratugi. Þrátt fyrir þetta má þakka upp eldissérfræðingunum fjölmargt gott og gagnlegt, og fagna ber fyrirhugaðri aukningu í sálfræði- þjónustu barna í Reykjavík. Engu að síður má benda íslenzkum upp- alendum og sérfræðingum um meðferð barna á tiltölulega ný- byrjaða geðverndarstarfsemi í Noregi, þar sem starfsaðilar heilsuverndarstöðva hafa hrund- ið af stað umræðuhópum meðal foreldra til eflingar þekkingu þeirra og sjálfstrausti í uppeldis- málum. Sömuleiðis hefur þótt gefast vel að áætla mæðrunum rýmri tíma en áður tíðkaðist til viðtals við lækna og hjúkrunar- konur, þegar börnin eru færð til skoðunar í heilsuverndarstöðv- ar.“ • UNGIR SJÓMENN HAFA MISST BÁTINN SINN TriIIukarl sendir eftirfarandi hugvekju: „Velvakandi góður. Ungir sjómenn hafa misst bát- inn sinn, sluppu naumlega frá honúm sökkvandi í hafróti og hríðarbyl. Það voru gæfumenn, sem komu þeim til hjálpar á elleftu Stundu. Við skulum huga nánar að þess- um ungu og hraustu sjómönnum. Hér koma við sögu kornungir hörku-sjómenn, menn, sem hafa valið sér það hlutskipti að vinna við aðalatvinnuveg þjóðarinnar, en ekki sótzt eftir langskólagöngu á kostnað skattborgaranna. Hér koma við sögu menn, sem hafa með þekkingu sinni og dugnaði öðlazt það traust að vera trúað fyrir skipum og áhöfnum þeirra í skammdegisveðrum á umhleyp- ingasamasta hluta hnattkringl- unnar. Ég nefndi skattborgarana og langskólagöngu. Er ekki kom- inn tími til þess, að því sé gefinn gaumur, að þessi þjóð getur ekki setið svo til öll á skólabekkjum fram á fullorðinsár og síðan geng- ið með hvítt um hálsinn og skjala- tösku undir hendi. Við eigum að bera virðingu fyr- ir þeim, sem feta i fótspor þeirra manna, sem bezt hafa dugað þjóð- inni, það er sjómönnunum, mönn- um, sem bera uppi mikinn hluta af þjóðarbúinu með ósérhlífni og dugnaði.“ # VANTAR SJÓMENN EKKI „FRÆÐARA“. Ug trdlukarl heldur áfram: „Okkur vantar sjómenn, en ekki „fræðara", okkur vantar menn, sem vilja vinna við fram- leiðslustörfin, en af „fræðingum“ eigum við nóg í bili — og vel það. Þessir ungu sjómenn, sem hér voru gerðir að umtalsefni, hafa misst bátinn sinn, illa tryggðan. Væri ekki rétt, að við hlypum undir bagga með þeim og gerðum þeim mögulegt að ná sér í annan bát? Kæmi það ekki aftur i þjóðarbúið? Ég er anzi hræddur um, að það gæfi þjóðinni meira í aðra hönd en eilífðarhjálpin til SlNE-manna, en sú hjálp er hvorki þökkuð né metin sem skyldi. Margur SINE-maðurinn ætti að roðna, þegar hann lítur framan i ungu sjómennina. Hinir svokölluðu menntanenn, sem þiggja stórfé af sameiginlegum sjóði skattborgaranna, krefjast þessa og krefjast hins og koma svo ekki til landsins að námi loknu. Þeir, sem koma heim, mættu og minnast þess, þegar þeir eru að skrifa reikningana á samborgarana, að það voru þessir sömu skattborgarar, sem höfðu þá á bakinu allt námið i gegn.“ 0 LOFAEISVO EINN... Hér lýkur bréfi trillukarls. Hann heldur ekki í heiðri þá gull- vægu reglu, að lofa ei svo einn, að annar sé lastaður. En vissulega er það rétt, að allt það fé, sem eytt er í skólagöngu og „menntun" nýtist ekki sem skyldi. Hitt er aftur á miti rangt að dæma alla SÍNE- menn eftir hávaðasömum minni- hluta, sem æ ofan i æ lætur til sin heyra á þann hátt, að það hlýtur að skaða námsmenn almennt og gera marga tortryggna á gildi menntunar. En sem betur fer verður mikill meirihluti þessara námsmanna nýtir þjóðfélagsþegn- ar — og flytja inn í landið þekk- ingu, sem þjóðinni er nauðsynleg og kemur henni til góða. Alll þetta fólk má ekki dæma eftir hinum fáu, þótt þeir hafi hátt og sýni oft lítinn þroska. Eðlilegt er, að trillukarli sárni við þá menn, sem ekki snúa heim að námi loknu, heldur láta aðrar þjóðir njóta góðs af menntun sinni og starfskröftum. Það er blóðtaka, sem margir eiga erfitt með að sætta sig við. r 213.07» talsins 1. des. 1973 ISLENDINGAR voru 213.070 tals- ins þann 1. des. 1973, samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar, og hafði fjölgað um 2.718 frá 1. des. 1972, eða um 1,29%. Voru þeir 210.352 samkvæmt bráða- birgðatölum 1. des. 1972. Frá 1. des. 1971 til 1. des. 1972 var fjölg- unin 1,71% og dró því nokkuð úr henni næsta ár á eftir. Ibúar kaupstaðanna voru, sam- kvæmt bráðabirgðatölum 1. des. 1973: Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Keflavík Akranes Isafjörður Sauðárkrókur Siglufjörður Ölafsfjörður Akureyri Húsavík Seyðisfjörður Neskaupstaður Vestmannaeyjar íbúafjöldi sýslnanna var þann 1. des. 1973, samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar: Gullbringusýsla 9.361 Kjósarsýsla 4.140 Borgarfjarðarsýsla 1.392 Mýrasýsla 2.226 Snæfellsnessýsla 4.438 Dalasýsla 1.134 A-Barðastrandarsýsla 442 V-Barðastrandarsýsla 1.958 V-Isafjarðarsýsla 1.679 N-Isafjarðarsýsla 1.569 Strandasýsla 1.186 V-Húnavatnssýsla 1.422 A-Húnavatnssýsla 2.394 Sk agaf j arðarsýsla 2.370 Eyjafjarðarsýsla 3.791 S-Þingeyjarsýsla 2.896 N-Þingeyjarsýsla 1.790 N-Múlasýsla 2.182 S-Múlasýsla 5.200 A-Skaftafellssýsla 1.742 V-Skaftafellssýsla 1.348 Rangárvallasýsla 3.296 Árnessýsla 8.841 84.299 11.571 10.922 5.977 4.400 3.093 1.740 2.076 1.096 11.438 2.110 928 1.672 4.892 12 hreppar voru með yfir 1.000 ibúa, samkvæmt fyrrnefndum töl- um: Grindavíkurhreppur 1.450 Miðneshreppur 1.087 Njarðvíkurhreppur 1.690 Garðahreppur 3.624 Seltjarnarneshreppur 2.464 Mosfellshreppur 1.182 Borgarneshreppur 1.260 Ólafsvíkurhreppur 1.058 Stykkishólmshreppur 1.098 Dalvfkurhreppur 1.121 Hafnarhreppur 1.097 Selfosshreppur 2.632 Þrir minnstu hreppar landsins voru Múlahreppur i A-Barð. og Fjallahreppur í N-Þing. með 25 fbúa hvor og Selvogshreppur í Árn. með 26 íbúa. Loðmundar- fjarðarhreppur í N-Múl. hafði 1. jan. 1973 verið sameinaður Borgarfjarðarhreppi, en þá var íbúatala hans 1. Frá 1. jan. sl. teljast Garða- hreppur og Bessastaðahreppur til Kjósarsýslu í stað Gullbringu- sýslu. Miðað við nýju sýslumörkin var ibúatala Gullbr.s. 5.475 og Kjósars. 8.026 1. dés. sl. Óstaðsettir ibúar, þ.e. ekki í Reykjavík, öðrum kaupstöðum eða sýslum, voru 1. des. sl. 59 talsins. Hvað skiptingu eftir kynjum áhrærir, voru karlar um 2.200 fleiri en konur á landinu öllu, en i Reykjavík voru konur hins vegar um 2.200 fleiri en karlar, þannig að utan Reykjavíkur bjuggu um 4.400 fleiri karlar en konur. Sam- kvæmt tölum Hagstofunnar bjuggu um 3.800 fleiri karlar en konur i sýslunum, þ.e. aðallega i sveitunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.