Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974 11 Eyþór Þorláksson hefur gftar- kennslu f sjónvarpinu á miðviku- daginn laust fyrir kl. 7. 18.30 Svona eru börnin — 1 Alsír Norskur fræðslumynda- flokkur um börn í ýmsum heimshlutum. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörnsson. 18.45 Gftarskólinn Gítarkennsla fyrir byrj- endur. 1. þáttur. Kennari er Eyþór Þorláksson og styðjast þættirnir við sam- nefnda gítarkennslubók eftir hann, sem nýkomin er út, og fæst i bókaverslunum um land allt. 19.25 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Lff og f jör f læknadeild Breskur gamanmynda- flokkur. Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.55 Krunkað á skjáinn Þáttur með blönduðu efni varðandi fjölskyldu og heim- ili. Meðal efnis i þættinum er viðtal við kraftamanninn Reyni örn Leósson. Umsjónarmaður Magnús Bjarnfreðsson. 21.35 Spekingar spjalla Hringborðsumræður Nóbels- verðlaunahafa í raunvis- indum árið 1973 um vanda- mál samtíðar og framtíðar. Þátttakendur eru Leo Esaki og Ivar Giaever, sem hlutu verðlaun í eðlisfræði, Konrad Lorenz og Nikolaas Tinberg- en, sem hlutu læknisfræði- verðlaunin, og Geoffrey Wil- kinson og Ernst Otto Fischer, sem hlutu efnafræðiverð- launin. Umræðunum stýrir Bengt Feldreich. Þýðandi Öskar Ingimarsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 22.30 Dagskrárlok FÖSTUDKGUR 8. febrúar 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Að Heiðargarði Bandariskur kúrekamynda- flokkur. 2. þáttur. Sáttagjörð Þýðandi Kristmann Eiðsson. Efni fyrsta þáttar: John Cannon kaupir stóran búgarð i Arizona og flyst þangað með fjölskyldu sinni. Þar um slóðir er stöðugur ófriður við Indiána af Apache-ættflokknum og við það bætist, að vinnumenn stórbóndans Montoya, sem býr þar skammt frá, gera árásir á menn Cannons og ræna nautgripum, hvenær sem færi gefst. Dag nokkurn, þegar allir vopnfærir menn á Heiðar- garði eru að heiman, gera Indíánar árás og ráða hús- freyjuna af dögum. 21.20 Landshorn Fréttaskýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 22.00 Blóðsuga og Madonna Sænsk mynd um norska mál- arann Edvard Munch og ævi- feril hans. Jafnframt því sem sagt er frá listamanninum, er brugðið upp myndum af verkum hans og rakin saga þeirra. Þýðandi og þulur Gisli Sigur- karlsson. (Nordvision — Sænska sjón- varpið) 22.30 Dagskrárlok UUG4RDUIGUR 9. febrúar 1974 17.00 Iþróttir Meðal efnis í þættinum er mynd frá skíðamóti við Reykjavík og mynd úr ensku knattspyrnunni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 19.15 Þingvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teits- son og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Söngelska f jölskvldan Bandarískur söngva- og gamanmyndaflokkur. Þýðandi Heba Júlíusdóttir. 20.50 Vaka Dagskrá um bókmenntir og listir 21.30 Alþýðuveldið Kfna Breskur fræðslumyndaflokk- ur um Kínaveldi nútímans. 5. þáttur. Skólamál Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. 21.55 Upphefð og örvænting (Paths of Glory) Bandarísk bíómynd frá árinu 1957, byggð á sögu eftir Humphrey Cobb. Leikstjóri Stanley Kubrick. Aðalhlutverk Kirk Douglas, Ralph Meeker, Adolphe Menjou og George Mac- Ready. Þýðandi Ingi Karl Jóhannes- son. Myndin gerist við Verdun í Frakklandi í heimsstyrjöld- inni fyrri, og er í henni eink- um fjallað um innbyrðis átök i franska hernum og fárán- leika og mannúðarleysi blinds heraga. Myndin er alls ekki við hæfi barna. 23.25 Dagskrárlok I HUAÐ EB AÐ HEYRA? Á sunnudagskvöld mun Ólaf- ur Haildórsson cand. mag. flytja fyrra hádegiserindi sitt um Götu-Skeggja og fleiri góða frændur okkar í Færeyjum. Er ávallt ánægjulegt, þegar flutt er efni frá Færeyjum, því frændur okkar þar og vinir hafa sterkan og sérkennilegan svip í sinu mannlifsfasi. Klukkan 20,35 lesGísli J. Ast- þjórsson smásögu sina: „Það má víst ekki bjóðaþér kleinu?" Það bregst ekki, að þegar Gisli Gfsli J. Astþórsson er einhvers staðar á dagskrá, þá fylgist fólk með. Á þriðjudagskvöld les Elin Guðjónsdóttir finnsk ljóð eftir skáldið Runeberg, þá er hæfi- legur skammtur af kaffibrúsa- körlunum, skákþáttur og fjórði þáttur Morðbréfs Margeirs K. L. og þá kemur Á hljóðbergi með síðari hluta Pygmalion eftir Shaw. Á fimmtudagskvöldið 7. febrúar verður sérstök dagskrá tilefni 70 ára afmælis Ragnarsi Smára, en þeir Sigurður A. Magnússon og Gylfi Gislason munu sjá um dagskrána. Ragnar f Smára. Sveinn Skúlason er með þátt- inn „Til umhugsunar“ að venju Á laugardaginn hefst síðan nýtt barnaleikrit kl. 15,20. Er það leikritið „1 sporum þar sem grasið grær“ eftir Guðmund L. Friðfinnsson bónda á Egilsá f JSkagafirði. í símtali við Guðmund sagðist hann hafa skrifað leikritið s.l. vetur. Guð- mundur sagðist hafa skrifað leikritið með hliðsjón af ann- arri unglingabókinni, sem hann hefði skrifað: „Jónsi kallinn i koti og stelpurnar tvær“, en hin bókin er Bjössi á Guðmundur L. Friðf innsson Tréstöðum. Báðar þessar bæk- ur skrifaði hann 1950. Guð- mundur kvað liklegt að útvarpsleikritið yrði leikið f 6—7 þáttum, en auk þess sagði hann að nýtt leikrit eftir sig lægi hjá sjónvarpinu og væri búið að ákveða að taka það upp þar. Það leikrit heitir Snarri og fjallar um jólasvein, sem ekki hefur komið fram áð- ur, en leikritið fjallar um þegar hann kemur til borg- arinnar i fyrsta sinn. Guðmund- ur kvaðst ekki hafa vitað annað en að það hefði átt að flytja það á siðustu jólum, en hann kvaðst vona, að það kæmi þá fram á næstu jólum. I GLUGG MARGIR munu hafa horft á sjón- varpskvikmynd þeirra félaga I KVIK, 500 óboðnir gestir, en marga hef ég hitt sem hafa orðið fyrir vonbrigðum með þá mynd, þótt margir hafi talið hana góða. Ég tel, að þessi tugga, sem búið var að klifa á, að myndin ætti að fjalla um félagslegar afleiðingar af völdum eldgossins, hafi ráðið miklu um það, að fólk varð fyrir vonbrigðum. Sem fréttamynd eftir gosið fundust mér sumir kaflar myndarinnar frábærir, en i heild fannst mér engan veginn tæmandi meðferð á þeim raunverulegu erfiðleikum. sem Eyjafólkið hefur átt I og á við á striða. Mér fannst vanta broddinn I stöðuna eins og hún er, þar sem staðreyndin er sú, að mest hefur verið gert i þvi, af opinberum aðilum að fjasa og fjasa án þess að hugsa á nokkurn hátt til virkilegra framkvæmda. Gosíð kom af sjálfu sér, en upp- byggingin þarf skipulagningar við og númer eitt, tvö og þrjú. fram kVæmda. Viðtölin i myndinni voru stutt og laggóð, en ég hygg, að kapphlaupið við að Ijúka myndinni fyrir árs afmæli gossins hafi verið á kostnað sjálfrar myndarinnar. Hitt er svo, að það er lika til mikils ætlazt að Ijúka á svo skömmum tíma stuttri heimildarkvikmynd, sem á að skýra þetta mál til ein- hverrar hlítar. i lokaorðum myndarinnar kallaði forseti íslands hinar fögru og frægu Eyjar perlu, sem ég veit að löndum minum þykir vænt um. en stjórnvöld á íslandi ættu að sýna þann drengskap, sem Eyja- byggð á heimtingu á. að snara viðreisn fast og ákveðið. Ef til vill er ekki hægt að afgreiða þetta mál i kvikmynd eins og til var ætlazt nema á mörgum árum, en ég veit, að þeir Páll Steingrimsson, Ernst Kettler og Ásgeir Long geta gert miklu betur og þeir eru ekki búnir að segja sitt siðasta orð i mynd- gerð um afleiðingar og áhrif eyja- gossins i Heimaey. Bezti kaflinn í myndinni fannst mér viðtal Páls við unga hús- móður i Eyjum, Sigríði Magnús- dóttur og umsögn Siggu Völu, islenzkrar flóttakonu á áttræðis- aldri. Brezki fræðslumyndaflokkurinn um þjóðlíf og menningu i Kina- veidi nútimans finnst mér mjög forvitnilegur, en full mikið embættismannabrógð finnst mér af þáttunum, að minnsta kosti finnst mér tortryggilegt, þegar sagt er æ ofan i æ, að stjórnvöld hafi séð, að þarna hafi þurft að gera þetta og þá hafi það verið gert. Ég saknaði persónulegra til- þrifa einstaklinga i vélvæðingar- þættinum, því þótt mörg hundruð milljónir Kinverja búi i Kina, þá er hver þeirra einstaklingur þrátt fyrir allt. Mikill fengur fannst mér að kvikmyndinni um fimleikahátiðina i Laugardalshöllinni og bar hún þess vott, að Fimleikafélag íslands á mikla framtið fyrir sér, ef það heldur áfram á sömu braut með sama áræði. Fimleikar hljóta að verða snarari þáttur i iþróttalifi landsmanna og þá sérstaklega borgarinnar i framtiðinni. Margt gott efni kom þarna fram, en sér- staklega var forvitnilegt að sjá nemendur Reykjaskóla í Hrútafirði og konurnar úr Borgarfirði. Þær sýndu svo sannarlega, að fólk sem veit hvað það vill og ætlar sér, það getur það. Þessar konur, sem flestar eru húsmæður, sýndu aðdáunarvert framtak og félags- þroska með því að drífa sig á fimleikahátiðina i Laugardalshöll- inni, um leið og þær sýndu sam- stilltar æfingar. Að minnsta kosti fjórfalt húrra fyrir þeim. Þáttur Ómars Valdimarssonar, Það eru komnir gestir, fannst mér mjög góður. Þessir Þættir bjóða upp á mikla möguleika, en þessi þáttur fannst mér sérlega eðli- legur og óþvingaður og manni fannst ósjálfrátt, að maður sæti þarna með þeim fjórmenningum i þægilegu rabbi. Einhvern heyrði ég segja. að tónmennt i landinu hefði verið mismunað vegna þess að Ómar hafi talað mest við Baldvin Jónsson, en mikið skelfing finnst mé það fólk eiga bágt sem aldrei getur hugsað i öðru en einhverju kerfi og for- múlum. Á eftir Gestaheimsókninni var Lysistrada. sem mér fannst algjörlega misheppnað til flutn- ings i sjónvarpi. Mér fannst upp- færsla Þjóðleikhússins hreinlega of klúr og klaufaleg til þess arna, en til samanburðar tel ég, að upp- færsla Herranætur MR á sama verki hefði sómt sér vel til flutn- ings i sjónvarpi, þvi þar var að minu áliti um mjög ferska og góða sýningu að ræða. Lysistrada hefði betur legið utan filmunnar. — á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.