Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ.FÖSTUDAGUR 1. FEBROAR 1974 21 Þegar Atlantshafsbandalagið varð 20 ára árið 1969, höfðu allar aðildarþjóðirnar hugað að nauðsyn þess að halda banda- laginu við lýði. Sameiginleg niðurstaða þeirra allra var sú, að sizt væri minni þörf banda- lagsins og samstarfs bandalags- þjóðanna nú en við upphaf þess árið 1949. Meðal þeirra, sem sóttu sögu- legan fund Atlantshafsbanda- lagsins af þessu tilefni í Washington, voru fjögur stór- menni eftirlifandi af þeim utanrikisráðherrum, er undir- rituðu sáttmála Atlantshafs- bandalagsins árið 1949. Það voru: Bjarni Benediktsson, sem nú var forsætisráðherra ís- lands, Halvard Lange frá Noregi, Dean Acheson frá Bandaríkjum Norður-Ameríku og Lester Pearson frá Kariada. Fundur þessara fjögurra forystumanna hefur orðið þvi sögulegri, að skömmu síðar lét- ust þeir allir. Ég æt!a hér að rifja upp nokkuð af þvi, sem þessir menn þá sögðu, þvi það er mín bjarg- föst trú, að leiðbeiningar þeirra og skoðanir geti orðið okkur til styrktar og vísað okkur rétta braut í varnar og öryggismál- um landsins. Dean Acheson hóf umræð- urnar og sagði m.a.: „Er megin- forsenda fyrir stofnun banda- lagsins enn fyrir hendi? For- senda var, eins og kunnugt er, hætta, sem ógnaði bæði Evrópu og Norður-Ameriku. Er annað- hvort þessi hætta eða einhver önnur svipuð henni enn fyrir hendi, sem á sama hátt og fyrr réttlætir 5. gr. sáttmálans, þar sem segir, að árás á eitt riki . skuli talin árás á öll, og sú I pólitíska ábyrgð lögð á aðilana [ að gera þær ráðstafanir, sem þeir telja nauðsynlegar til að ' tryggja frið og öryggi.“ Hann ,sagði ennfremur: ,Jif hún (þ.e. i hættan) er fyrir hendi og ég | verð að viðurkenna, að ég sé ekki annað en svo sé, þá getum við vikið að næstu spurningu, sem erþessi: Krefstþessi hætta enn viðhalds öflugra varna i Evrópu?" Öll voru þessi fjögur stór- menni sammála um, að hættan af ofbeldi kommúnismans væri enn fyrir hendi. Hún hefði ef til vi 11 breytt um svip eða form, eins og eðlilegt væri á tuttugu ára timabili, en hún ógnaði rikj- um Atlantshafsbandalagsins og friðnum i heiminum riú eins og áður. Halvard Lange benti á, að lýðræðisriki Vestur-Evrópu eru ekki annað en strandlengja hins mikla landflæmis Evrópu og Asíu að nokkru leyti. Hann sagði: „Þess vegna er nauðsyn- legt, að bandariskur herafli sé i Evrópu á þessari mjóu strand- lengju og sýni með því sam- stöðu Atlantshafsbandalags- ríkjanna. Þó ekki aðeins til sýn- is, heldur og til að tryggja, að þessi samstaða rofni ekki, hvaða ógnir sem framtíðin kann að bera í skauti sér.“ Halvard Lange lagði áherzlu á eftirfarandi: „Til þess að vernda einingu bandalagsríkj- anna er nauðsynlegt, að fulltrú- ar þeirra ráðfærist stöðugt og af hreinskilni i því skyni að samræma utanríkisstefnu bandalagsríkjanna, eins og kostur er.“ Lange sagði: „Eitt af helztu verkefnum NATO er, að stjórnmálaleiðtogar banda- lagsþjóðanna ráðfærist sín á milli innan vébanda þess. Full- trúar þeirra beri saman bækur sínar í fastaráði NATO og i öðrum nefndum þess og ráðum. — Þessi einhugur er bezti við- búnaðurinn við núverandi að- stæður, og hann eflist i sífelld- um viðræðum Atlantshafs- bandalagsrfkjanna og á ríkan þátt í varðveizlu friðarins í heiminum nú.“ Bjarni Benediktsson sagði: „í mínum huga er svarið ljóst, hættan var fyrir hendi, og hún er það enn.“ Eftir að NATO kom til skjalanna, benti hann á, að „engin tilraun hefur verið gerð til að raska valdajafnvæg- inu, sem komst á fyrir tuttugu árum eða fyrr, hvort sem okkur líkar það betur eða verr.“ Bjarni Benediktsson sagði: „Ég tel, að samstaðan á þessu svæði hafa raunverulega skilið á milli árásar og ekki árásar.“ í framhaldi ræðu sinnar sagði Bjarni: „Vér eigum ekki annars úrkosta en treysta á aðra og bjarga oss með því að Raddir fjögurra látinna stórmenna leyfa öðrum að verja oss. Til eru þeir, sem segja: „Það nægir að hafa tryggingu þá, sem felst í Atlantshafssáttmálanum eða tryggingu Bandaríkjanna. Það er ekki nauðsynlegt að hafa her.“ Svarið við þessu er, að værum við varnarlausir, mundi skapast valdatómrúm, sem gerði sérhverjum kleift að ráð- ast inn i land vort og taka það herskildi á einni nóttu, öllum að óvörum.“ Hann sagði enn- fremur: „Þess vegna verðum vér, að leggja fram jákvæðari og meiri skerf sjálfir til að skapa lifandi stuðning við Atlantshafsbandalagið og sátt- mála þess, svo sem í stöðugum viðræðum og skoðanaskiptum." Sú spurning vaknar: Hefur þessara sjónarmiða verið gætt af núverandi valdhöfum hér eða hafa þeir, sem með utan- ríkismálin og forystu núver- andi ríkisstjórnar fara, látið kommúnista villa sér sýn? Lester Pearson viðhafði þessi orð, „að bandalag vort mundi ekki lifa lengi, nema stuðlað væri að einingu meðal banda- lagslandanna. Þetta er að sjálf- sögðu frumskilyrði, en eins og áður hefur verið sagt og ég tek undir, þarf samstaðan að vera á fleiri sviðum en hinu hernaðar- lega. Ella mótast samstaðan af sveiflum eftir mati voru á hætt- unni, eins og kom mjög skýrt fram fyrir um það bil ári, þegar innrásin var gerð í Tékkó- slóvakíu.-----Sé NATO aðeins hernaðarbandalag, og þetta hafa margir sagt og oft, þá mun bandalagið ekki verða við lýði nema hættan sé stöðug, og eng- inn vill búa i slikum heimi. Af þessu leiðir, að vér verðum að efla stjórnmálalegan grundvöll samtaka vorra.“ Þessi fyrir- svarsmaður Kanada sagði: Á meðan hættan er enn fyrir hendi, getum vér aðeins tekizt á við hana með sameiginlegu varnarkerfi, það er vörnum, sem ekki miðast eingöngu við þarfir einstakra ríkja.“ Fulltrúi Bandaríkjanna, Dean Acheson, sagði: „Það er mín skoðun, að í Sovétrikj- unum hafi engin breyting orðið að því leyti, að leiðtogar þeirra eru reiðubunir að fá vilja sin- um framgengt. Þeir hafa ekki mildast. Sovétmenn hafa ekki aðlagað sig vilja annarra rikja, og þess vegna ríkir enn sama jafnvægið og stofnað var til 1949, en þetta jafnvægi er nú með nokkru öðru sniði, vegna þess að báðir aðilar hafa slakað nokkuð á.“ Bjarni Benediktsson sagði í lokin: „Ég er hræddur um, að Bandarikjamenn verði að veita fjárhagslega aðstoð, svo að það væri bezt, ef þeir fjölluðu um hana, því að allir getum við ekki annað en æskt hjálpar þeirra.“ Ennfremur minnti hann á eftirfarandi: „Árið 1949 höfðu Sovétríkin enga valdaað- stöðu á Miðjarðarhafi. Nú eru völd þeirra þar mikil. Þá höfðu þeir enga valdaaðstöðu á Atlantshafi, en nú eru þeir orðnir mikið flotaveldi þar. Er það aðeins ætlun þeirra með þessu að sýna skip sin eða eru þeir að bua sig undir að nota þau til valdbeitingar?---Vér stöndum því andspænis þessu: Bæði er nauðsynlegt að skýra fyrir fólki, að hættan sé fyrir hendi, að hún hafi breytzt og hvernig hún hefur breytzt." Til fleiri orða ætla ég ekki að vitna. En allt má lesa þetta i „Viðhorfi", timariti um al- þjóðamál, sem gefið var út 1973. Finnst mönnum nú, að ís- lenzkir valdhafar, sem bera ábyrgð á meðferð utanrikismál- anna, séu í samstillingu við skoðanir og tillögur þessara Gætu þær leiðbeint okkur? fjögurra mikilhæfu stjórnmála- manna, en einn þeirra var okkar helzti forystumaður, Bjarni Benediktsson? Ég krefst þess ekki, að menn viðurkenni skilyrðislaust, að allt sé rétt og óumdeilanlegt, sem þessir menn sögðu og sáu fyrir. En ég hygg, að það sé svo merkilegt, að okkur Islending- um sé fyllsta nauðsyn að huga að því. Ætlum við íslendingar að verða eðaveraginningarfífl framtiðina og komandi kyn- slóðir að standa vörð um öryggi og varnir landsins I dyggri samstöðu við vest- ræn lýðræðisríki? Við eigum allir að taka saman höncfum án nokkurra fordóma. Kommúnistar verða sér á báti og utan við. En öllum okkur hinum ber skylda til að fórna framtið íslands, öryggi og frelsi, alla krafta okkar.Enginn má skerast úr leik, og gamlir fordómar og væringar skipta þar engu máli. Það er mannlegt að skjátlast, en það er ekki síð- ur mannlegt að viðurkenna mistök sín, leiðrétta þau og taka upp jákvæða baráttu um varið land, þegar mest á ríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.