Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRtJAR 1974 A landamærum Noretjs op Sovétríkjanna: 500 norskir hermenn andspænis 12000 sovézkum hermönnum A undanförnum mánuðum hafa Nort$- menn hvatJ eftir annaB lýst þungum áhyggjum yfir því, ef varnarstöBinni í Keflavík yröi lokaB og afleiBingum þess fyrir öryggi Noregs. í því skyni, aÖ kynnast betur stöðu NorBmanna og sjón- armiBum þeirra tókst greinarhöfundur á hendur ferÖ til Noregs í byrjun desember ásamt fulltrúum frá SjálfstæÓisflokknum. FariÓ var til NorÓur-Noregs og norskar herstöóvar þar heimsóttar og rætt viÓ norska herforingja. I Osló áttum vió viÓ- ræÓur vió helztu forystumenn í norskum stjórnmálum þá Trygve Bratteli forsætis- ráÓherra, Knut Frydenlund utanríkisráB- herrac Lars Korvald, fyrrum forsætisráÓ- herra, Dagfinn Várvik, fyrrum utanríkis- ráÓherra, Guttorm Hansen, forseta norska stórþingsins, Stoltenberg aÓstoBarvarnar- málaráÓherra, Hysing Dahl, formann varnarmálanefndar stórþingsins, Káre Willich leiBtoga hægri flokksins og Johan Jörgen Holst, rannsóknarstjóra norsku utanríkismálastofnunarinnar. Greinar þær, sem birtast í dag og næstu daga eru byggBar á þeirri vitneskju, sem fékkst í þessum vióræóum og er ekki úr vegi, aÓ þær komi fyrir almenningssjónir um þessa helgi, er haldin er umfangsmikil ráöstefna um sameiginlega hagsmuni íslendinga og NorÓmanna í öryggismálum. Styrmir Gunnarsson: Varnir Islands og Noregs Við landamæri Norður-Noregs og Sovétrikjanna standa 500 norskir hermenn gagnvart 12000 sovézkum hermönnum. Þarna norður frá, langt fyrir norðan heimsskautsbaug, sjáum við í hnotskurn þann vanda, sem Norð- menn eiga við að etja í öryggis- málum sinum. Norður-Noregur er undir þakskeggi Sovétríkjanna, svo að notuð séu orð norsks her- foringja, sem ég hitti að máli í Kirkenæs í byrjun desember. □ Landamærin milli Noregs og Sovétríkjanna eru 196 km löng og □ Yfirráð Sovétríkjanna yfir N- Noregi mundu auðvelda þeim mjög að tryggja yfirráð sovézka flotans á Norður Atlantshafi og skera á að- flutningsleiðina milli Banda- ríkjanna og Evrópu. Með sama hætti eru. Q Greiðar samgöngur yfir N-Atl- antshafið forsenda fyrir vörn- um Noregs vegna þess, að þær byggjast á skjótri aðstoð frá Bandaríkjunum og Kanada, ef Noregur verður fyrir árás. Af þessum sökum hafa Norð- menn þungar áhyggjur af því, að varnarstöðinni verði lokað í Keflavík þar sem. Q Það eftirlitsstarf, sem rekið er frá Keflavík á N-Atlantshafi, er mikilvægur þáttur í því að tryggja, að aðflutningsleiðin frá Norður-Ameríku til Nor- egs sé opin. Við íslendingar höfum hags- muna að gæta í því, að Norður- Noregur komist ekki í hendur Sovétríkjanna vegna þess, að færi svo, mundu. □ Sovétríkin enn auka áhrif sín á N-Atlantshafi og þrýstingur frá þeim á Island aukast að sama skapi og □ Freistingin að taka ísland og tryggja þar með full yfirráð Sovétríkjanna á N-Atlantshafi yrði mjög sterk. Af þessu er ljóst, að íslendingar og Norðmenn hafa mikilla sam- eiginlegra hagsmuna að gæta i öryggismálum og báðar þjóðirnar eru háðar aðgerðum hvor ann- arrar í varnarmálum. Á morgun hefst hér í Reykjavík ráðstefna um samvinnu Islendinga og Norð- manna í öryggismálum og alþjóðamálum og er þá ekki úr vegi að skoða nánar aðstöðu Norð- manna í öryggismálum. Varðstöðin á landamærunum 1 landamærabænum Kirkenæs við sovézku landamærin eru her- búðir 500 norskra hermanna, sem hafa því hlutverki að gegna að halda vörð um landamærin og fylgjast með öllum hreyfingum austan þeirra. Þetta eru úrvals- hermenn. Allir hafa þeir komið þangað af frjálsum vilja og reyn- ist einhver ekki þeim vanda vaxin að starfa í myrkri, frosti og snjó meirihluta ársins, er hann sendur á brott. Norðmenn hafa 10 varð- stöðvar meðfram landamærunum og eru 12—20 menn í hverri stöð og eru þær mannaðar 24 tíma á sólarhring. Jafnframt er farið i stöðugar eftirlitsferðir meðfram landamærunum öllum. Sovétríkin girða landamærin af sin megin með tvöföldum gadda- virsgirðingum. Spilda þeirra megin landamæranna er þannig úr garði gerð, að þar má sjá fót- spor, svo að engin hætta er á, að það fari fram hjá sovézku landa- mæravörðunum, ef einhver gerir tilraun til þess að flýja yfir til Noregs. Við landamærin er 1500 manna sovézkt lið, sem ekki til- heyrir Rauða hernum, en er undir beinni yfirstjórn innanríkisráðu- neytisins í Moskvu. Meðfram landamærunum eru 17 varðstöðv- ar sovézkar og í hverri eru 40—50 menn. En jafnframt eru um 60 athugunarstöðvar, sem hafa m.a. því hlutverki að gegna að fylgjast með ferðum sovézkra borgara við landamærin. Auk þessara 1500 landamæravarða, sem eru undir beinni stjórn frá Moskvu, hefur Rauði herinn um 10 þúsund manna herlið rétt við landamær- in, en aðalbækistöðvar þess liðs eru í Murmansk. Jafnframt hafa Sovétmenn komið sér upp flug- velli um 10 km frá landamærun- Stefna Norðmanna í öryggis- málum mótast mjög af þessu ná- grenni við hið volduga hernaðar- veldi handan landamæranna. Þeir leggja áherzlu á, að i Finn- mörk fari engar hernaðarlegar at- hafnir fram, sem Sovétríkin geti túlkað sem ögrun við sig og leyfa t.d. ekki heræfingar herliða frá Atlantshafsbandalaginu í 600 km fjarlægð frá landamærunum. Sovétríkin sýna ekki sömu hóg- værð. Þau stunda heræfingar i námunda við landamærin og á árinu 1968 brunaði sovézkt herlið skyndilega og óvænt alveg upp að landamærunum. Norðmenn gera sér grein fyrir því, að Finnmörk er tapaður landshluti, ef til árásar kemur austan frá. Sú árás getur komið með þrennum hætti. Að sovézkt lið bruni yfir landa- mærin, að sovézkt herlið verði flutt í þyrlum yfir landamærin og að sovézkt landgöngulið, sem er handan landamæranna gangi á land frá sjó Noregs megin þeirra. Hlutverk norska herliðsins í Kirkenæs er því að veita fyrsta viðnám, en hverfa síðan til fjalla og stunda þaðan skæruhernað. Þetta landsvæði nyrzt í Noregi á sér margvíslega sögu. Þjóðverjar brenndu Finnmörk og sprengdu Kirkenæs í loft upp. Sovézkt her- lið fór síðan 12 km inn fyrir landamærin, er Þjóðverjar voru að hrekjast á brott, en það herlið var síðar dregið til baka og landa- mærunum lokað. Kirkenæs er í um 2500 km fjarlægð frá Osló en það er svipuð vegalengd og frá Osló til Rómar. Er ég kom þangað hinn 3. desember sl. eftir 5—6 tíma flug frá Osló var þar niða- myrkur kl. hálf þrjú að degi til, nístandi kuldi og fjallháir snjó- skaflar. Líf fólksins þarna mark- ast mjög af nærveru Sovétríkj- anna og umboðsmaður norsku stjórnarinnar við landamærin, sem annast öll samskipti við Sovétmenn, sagði að aðild Noregs að Atlantshafsbandalaginu veitti fólkinu í Finnmörk öryggistil- finningu, sem það ella mundi ekki hafa. Aðspurðir um það, hvort þeir teldu varnarstöðina í Keflavík hafa einhverja þýðingu fyrir varnir Norður-Noregs, sögðu þeir norsku herforingjar, sem við hitt i Kirkenæs: „Island spiller en voldsom rolle.“ Uppbyggingin á Kola-skaga Enda þótt ástandið við landa- mæri Noregs og Sovétrikjanna sýni okkur í hnotskurn vanda Norðmanna í varnarmálum, eru það ekki þessir 12000 her- menn við landamærin, sem þeim stendur ógn af. Frá striðs- lokum hefur tvennt mótað afstöðu Norðmanna: reynsla þeirra í striðinu af innrás Þjóðverja og staðfastur ásetningur þeirra að vera ekki óviðbúnir, ef til árásar kæmi á ný og sú staðreynd, að þeir eiga landamæri að stórveldi, sem hefur sýnt í verki ásælni í garð annarra þjóða. En síðustu árin hefur ný og alvarleg staðreynd mótað mjög allar umræður um varnarmál Noregs, þ.e. hin gífur- lega hernaðaruppbygging Sovét- ríkjanna á Kolaskaga, handan landamæranna. Herstyrkur Sovétríkjanna á Kolaskaga er I megindráttum þessi: □ Milli Murmanskjárnbraut- arinnar og norsku landamær- anna eru tvær vélaherdeildir skipaðar 24 þúsund mönnum. □ Við landamærin eru eins og áður segir um 12000 manna sovézkt herlið. Q Við Pechenga, nokkuð austan norsku landamæranna er 2000 manna landgöngulið flot- ans, sem er búið mjög full- komnum landgöngubúnaði Q Suður af Murmansk eru tvær eldflaugastöðvar búnar meðaldrægum eldflaugum, □ A Kolaskaga eru um 40 flug- vellir og þar eru að jafnaði staðsettar um 300 herflug- vélar og herþyrlur. Aðal herstyrkurinn á Kola- skaga er þó sovézki Norðurflot- inn, en hann hefur á að skipa um 500 herskipum af ýmsum gerðum og 100 þúsund mönnum. Þar af eru um 170 kafbátar, en af þeim eru 70 — 80 kjarnorkuknúnir og búnir eldflaugum. Ennfremur um 30 orustuskip, 35 birgðaskip, 25 skip, sem notuð eru til land- göngu, 25 eldflaugabátar og 150—200 smærri skip. Norðmenn láta sér ekki detta í hug, að þessari miklu hernaðar- uppbyggingu sé beint gegn þeim einum. Hún hefur annan til- gang. En návist mestu herstöðvar í heimi, hlýtur að hafa áhrif á afstöðu þeirra til öryggismála. Ennfremur sú staðreynd, að sovézki flotinn hefur bersýnilega mikinn hag af því að ráða yfir höfnum ínorðurhlutaNoregsog loks benda þeir á, að landgöngulið það, sem er handan landamær- anna, er svo lítið, að þvi getur ekki verið ætlað annað hlut- verk en að ráðast gegn litlum þjóðum með veikar varnir. Þessu landgönguliði er ætlað hlutverk í Noregi — og það getur tekið Is- land á einni nóttu, ef engar varn- ir eru hér, að mati norskra hern- aðarsérfræðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.