Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974 94 fórust Pago Pago, Samóaeyjum 31. janúar AP-NTB. FARÞEGAÞOTA frá bandarfska flugfélaginu Pan American fórst f dag í lendingu á flugvellinum f Pago Pago á Samóaeyjum og með henni 94 farþegar og flugliðar af 102, sem um borð voru. Þeir átta, sem lifðu slysið af, eru sagðir mikið slasaðir. Þotan skall til jarðar um 400 metra frá brautarendanum og kom þegar upp eldurí henni. Hún var af gerðinni Boeing 707. Ekki er vitað um orsakir slyssins, en mikið þrumuverður gekk yfir um það bil er þotan var að koma inn til lendingar. Þotan var á leiðinni frá Nýja-Sjálandi til Los Angeles i Bandaríkjunum og var að milli- lenda á Pago Pago til að taka eldsneyti. Flestir farþegarnir voru Nýsjálendingar og Banda- rfkjamenn og öll áhöfnin var bandarísk. — Bréf Geirs Framhald af bls. 12 HM 74. Tékkarnir voru sekúndu fram völlinn i hraðaupphlaupum og gerðu þannig mörg mörk, í seinni leiknum áttu Þjóðverjarnir ekki i miklum erfiðleikum með Norðmenn, en leikur Þjóðverjanna er allt öðru vfsi en Tékkanna. Þeir eru líkam- lega sterkari og varnarleikurinn grófari. Sóknarleikurinn þung- lamalegur, en mjög kerfis- bundinn. Miklar klippingar fyrir utan og siðan dettur boltinn inn á línu eða út á kantana. Herbert Wehnert — örvhentur — er hættulegastur skotmanna þeirra, en hann þarf mikinn tíma til að skjóta. Hansi Schmidt er orðinn ragur og spilar mikið inn á línuna, hann virkar þyngri en hann hefur verið. Spengler og Westebbe eru þeirra hættu- legustu línumenn, varla er hægt að stöðva þá, svo sterkir og þungir eru þeir. Múller, Búcher og Deekarne eru allir stórhættulegir hornamenn, tveir þeirra fyrri eru örvhentir. Kater, Doge og Meyer eru hver öðrum betri í markinu. V-Þjóðverjarnir unnu Norð- mennina 20:14 og telja sig örugga í 8-liða úrslitin eins og hinar þrjár þjóðirnar, Tékkar, Danir og ís- lendingar telja sig h'ka. Aðeins — NATO-stöðvar Framhald af bls. 2 þeirri könnun, sem þar fer fram. Þeir fullyrða, að þjálfun helztu sérfræðinga í slíkum radarstöðv- um og öðrum sérhæfingarstörfum taki mörg ár og af þeim sökum einum sé tómt mál að tala um, að Isléndingar geti tekið við þessum störfum í næstu framtíð. Áður en skihzt er við þetta mál, er vert að geta þess, að í Græn- landi, sem er hluti af Danmörku, eins og öllum er kunnugt, er ein stærsta herstöð Bandaríkjanna utan Bandaríkjanna sjálfra, þ.e. í Thule. Þar er fjöldi bandarískra hermanna, en enginn danskur. tvær þeirra komast þó áfram og nú er það stóra spurningin hverjar tvær það verða. Mitt álit eftir að hafa séð þessi lið leika á hápunkti æfingaundirbúningsins að Island og Danmörk eiga undir eðlilegum kringumstæðum og þegar út i alvöruna er komið, ekki möguleika á tveimur fyrstu sæt- unum. Það er þó alltaf von og hún eykst með sterkari vörn og betri markvörzlu. Að endingu vil ég minnast á það, að það er oft betra að fara með hræðslutilfinningu í keppni eins og HM 74, heldur en með einhverjadraumóra.Ég las nýlega í blaði álit þýzkra handboltasér- fræðinga um getu þjóðanna 16 í úrslitunum og flokkuðu þeirliðin svona: 1. flokkur: Júgóslavía, Rúmenía, Austur-Þýzkaland og Rússland. 2. flokkur: V-Þýzkaland, Tékkó- slóvakía, Pólland og Svíþjóð. 3. flokkur: Danmörk, Ungverjaland, Island, Japan og Búlgaria. 4. flokkur: Spánn, Bandaríkin og Marokkó. Við skulum vona, að þessi spá eigi eftir að breytast og að litla Island setji strik í reikninginn, því ég held að við séum komnir með álit á getu okkar gegn stór- þióðunum.“ ... — stöðina sumpart undir fs. Þeir annast rekstur hennar og hafa lagt gífurlegt fjármagn til Thule- stöðvarinnar. Hún er ein helzta varnar- og gæzlustöð Atlantshafs- bandalagsins á norðurhveli jarðar og þegar talað er um, að Danir hafi enga erlenda hermenn á danskri grund, er mönnum óhætt að minnast þeirrar staðreyndar, að Danir sjálfir a.m.k. telja Græn- land hluta af Danmörku og þar er ein öflugasta herstöð, sem Banda- ríkjamenn hafa um þessar mundir. Engum hefur dottið í hug, hvorki Dönum né öðrum, að Danir hafi misst sjálfstæði sitt vegna þessarar bandarísku her- stöðvar í Thule áGrænlandi. — I Finnaveldi Framhald af bls. 20 hefðu Finnar verið eina þjóðin, sem veittu einhverja vopnaða mótspyrnu að ráði og að Finnar eru í dag eina sjálfstæða og frjálsa þjóðin úrþeirra hópi. I júlí 1973 kom til Helsing- fors sendinefnd útlaga frá Eystrasaltslöndunum til að kynna fyrir þátttakendum í öryggisráðstefnunni ástandið í Eystrasaltslöndunum. Sovét- menn kröfðust þess, að menn- irnir yrðu handteknir og var það þegar í stað gert. I sama mánuði kom enn ein viðvörun frá sovézkum ráðamönnum um, að þeir myndu ekki þola meiri gagnrýnisskrif í finnskum blöðum. Athi Karjalainen utan- rfkisráðherra mótmælti ekki þessari ihlutun í finnsk innan- rikismál, en setti ofan f við finnska blaðamenn fyrir skrif þeirra. FLÖTTAMENN FRAMSELDIR I september upplýsti blaðið Helsingin Sanomat frá því, að finnsk stjórnvöld hefðu enn framselt tvo flóttamenn til sovézkra yfirvalda. Var hér um að ræða tvo Eistlendinga, sem höfðu komist til Finnlands gegnum Svíþjóð. Þessar aðgerðir brjóta í bága við grundvallarreglurnar um rétt flóttamanna til hælis i erlendu landi, sem tryggður er í fjölda alþjóðasamþykktum, sem Finn- land er aðili að. Fýrr í sumar voru uppi áætianir um að fram- selja flóttamanninn Victor Schneider frá Eistlandi, sem hafði róið á gúmbáti yfir Finnska flóann frá Eistlandi. Hörð mótmæli gegn þessum fyrirætlunum urðu til þess, að Schneider fékk að fara frjáls ferða sinna til V-Þýzkalands, þar sem foreldrarhansbúa. Finnar hafa hvað eftir dnnað verið neyddir til að fresta sam- þykkt fríverzlunarsamnings við EBE. Gert var ráð fyrir því í mai sl., að Rússar myndu gefa þessu grænt ljós, eftir að Finn- ar, fyrstir þjóða utan sósíalista- þjóðanna, höfðu gert samning við Comecon, sem er samsvar- andi bandalag A-tjaldsríkjanna viðEBE. Þegar fréttamenn sænska blaðsins Dagens Nyheter flettu 1972 ofan af trega Sovét- stjórnarinnar til að leyfa Finnum að gera samning við EBE, olli það miklu uppnámi. Kekkonen hótaði sem kunnugt er að segja af sér forseta- embættinu og krafðist þess, að heimildirnar fyrir fréttinni yrðu gerðar opinberar, hvað sem það kostaði. Mörg erlend blöð gagnrýndu Kekkonen fyrir virðingarleysi hans fyrir prentfrelsi, og Dagens Nyheter sagði í leiðara um málið, að það snerti stöðu tjáningar og mál- frelsis í Finnlandi. Ég gæti nefnt fleiri dæmi, en tel mig þegar hafa sýnt fram á, að sjálfstæði Finna er enn f skrúfstykki, hlutleysið er yfir- borðslegt og tjáningar- og mál- frelsi takmarkað. — Nixon Framhald af bls. 1 þvi að hann varaði Araba við, að Bandaríkin myndu ekki láta olíu- framleiðsluríki Araba knésetja sig. Henry Kissinger utanríkisráð- herra sagði á fundi með frétta- mönnum í dag, að góðar horfur væru á, að olíusölubanninu yrði aflétt á fundi OAPEC-landanna um miðjan næsta mánuð. — Fálkinn Framhald af bls. 1 við að lifa sem hræætur þar til að því kæmi, að þeir gætu ekki kyngt lengur vegna æxlanna og vesluðust upp og dæju. Náttúrufræðistofnuninni er fengur að því að fá að fylgjast með hvað verður um þennan fálka og ef hann fyndist dauð- ur, yrði hann sendur til Kaup- mannahafnar til rannsóknar og gæti hann komið að miklu liði í sambandi við þær rann- sóknir, sem nú standa yfir, en dr. Finnur kvað þá ekki aflifa neinn fálka. — Israelar Framhald af bls. 1 skurðinn. Fréttir frá Tel-Aviv herma, að Egyptar séu byrjaðir á að fækka í herliði sínu á Sinai- skaga, en Israelar hafa nú yfir- gefið um þriðjung svæðisins á vesturbakkanum, sem þeir náðu á sitt vald í stríðinu. Dayan lagði á það áherzlu, að efst á lista hjá Israelum nú væri að komast að samkomulagi við Sýrlendinga um aðskilnað herjanna í Golanhæðum og síðan að vinna að gerð varanlegs friðar- sáttmála á friðarráðstefnunni í Genf. Heimildir i Tel-Aviv herma, að ísraelar leggi áherzlu á að ná aðskilnaðarsamkomulagi við Sýr- lendinga til þess að fá lausa stríðsfangana, geta kallað heim þær þúsundir varaliða, sem eru á sýflenzku landsvæði, svo þeir geti hafið störf á ný í atvinnulffi Israels og opna leiðina fyrir frekari samningum til að binda enda á áratuga fjandskap milli þjóðanna. — Andvígir uppsögn Framhald af bls. 40 Af gefnu tilefni vilja undir- ritaðir stuðningsmenn Fram- sóknarflokksins lýsa því yfir, að þeir vilja fara með fyllstu gát í mótun nýrrar stefnu í íslenzkum utanríkismálum. Um leið og þeir telja endurskoðun niígildandi varnarsamnings við Bandaríki Norður-Ameríku eðlilega og sjálf- sagða, lýsa þeir sig andvíga upp- sögn hans nú og telja ekki tíma- bært að gera grundvallar- breytingar á núverandi öryggis- málasamstarfi við Bandarikin og Atlantshafsbandalagið, sem að þeirra dómi hefur reynzt íslend- ingum vel og ekki sýnt, að annað fyrirkomulag í grundvallaratrið- um henti íslendingum betur, mið- að við þá reynslu, er þeir hafa þegar fengið, og það ástand, er enn ríkir í alþjóðamálum. Um þær breytingar, er til mála getur komið að gera á núverandi varnarsamningi, telja undirritað- ir rétt og sanngjarnt að hafa um það fullt samráð við bandalags- þjóðir Islendinga, ekki sfzt Norð- menn og Dani. Vegna orkuskortsins í heimin- um hafa skapast ný viðhorf og auknar áhættur, sem nauðsynlegt er að taka mið af.“ Sem fyrr segir voru það 32 félagar í Framsóknarflokknum, sem afhentu forsætisráðherra ávarpið fyrir hönd 170-menning- anna. Þeir eru: Jón Kjartansson, Guðmundur Skaftason, Sigurjón Guðmundsson, Örn Björnsson, Vilhjálmur Jónsson, Gylfi Sigur- jónsson, Vilhjálmur Arnason, Guðjón Friðgeirsson, Gunnar G. Þorsteinsson, Sigurður Markús- son, Sigurður Jóhannesson, Al- freð Þorsteinsson, Björn Guð- mundsson, Þórhallur Björnsson, Páll Heiðar Jónsson, Þorsteinn Hannesson, Jóhann H. Nfelsson, Agnar Tryggvason, Kristján Friðriksson, Páll Hannesson, Tómas Karlsson, Óskar Gunnars- son, Skúli Sigurgrímsson, Heimir Hannesson, Einar Birnir, Jón Aðalsteinn Jónasson, Guðrún Flosadóttir, Jón Rafn Guðmunds- son, Björn Stefánsson, Stefán Jónsson, Jón Abraham Ólafsson og Sigurkarl F. Torfason. Þess má og geta, að Erlendur Einarsson, forstjóri SÍS, Ásgeir Magnússon, forstjóri Samvinnu- trygginga og Tómas Árnason, framkvæmdastjóri og vara þing- maður flokksins, störfuðu allir að undirbúningi við ávarpið, enda þótt nöfn þeirra séu ekki f þess- um hópi. — Minning Framhald af bls. 26 Frú Valgerður var fríðleiks- og skörungskona, mikil hús- freyja og frábær móðir. Og það vita þeir, sem til hennar þekktu, að hún var eigi aðeins mikil bú- sýslukona, stjórnsöm og dugmikil, heldur líka hin mesta gæðakona og höfðingi í lund, trölltrygg og hjálpfús svo að af bar. Munu kunnugum stundum hafa komið í hug ömmur hennar og minnzt dugnaðar þeirra og mannkosta, sem þóttu áberandi á sinni tíð, — móðurömmunnar, Guðrúnar, sem missti mann sinn i sjóinn frá stór- um barnahópi, því elzta 16 ára og þvi yngsta ófæddu, en kom öllum hópnum upp og til manns með mikilli prýði, án nokkurrar opin- berrar aðstoðar. Og föðurömm- unnar, Önnu, sem auk þess að vera mikil búsýslukona, þótti slfk^_ gæðakona, að sálmaskáldið Þor- steinn Þorkelsson segir um hana í eftirmælum, að „allra mein hún eitthvað vildi bæta á einhvern hátt, ef gat hún tilþess náð“. Þannig ætla ég, að svo megi með sanni segja um frú Valgerði, að sá máttur guðstrúar, lífsvilja og fórnarlundar, sem lyfti þessum formæðrum hennar til vegs og sæmdar, hafi henni sjálfri verið í blóð borinn. Þeim Valgerði og Hannesi varð fjögurra barna auðið, lifa (81 og hafa mannazt ágætlega. Þau eru: Leifur verkfræðingur, kvæntur Áslaugu Stefánsdóttur, Valgerð- ur, gift Ölafi Ólafssyni iðnmeist- ara, Lína Lilja, gift Hilmari Páls- syni vátryggingam., og Helga læknir, gift Jóni Stefánssyni lækni, sem bæði eru við fram- haldsnám í Bandaríkjunum. Barnabörnin eru 12 alls, þrjú hjá hverju. Sendi ég öllum þessum afkomendum þeirra hjóna og öllu venzlafólki þeirra einlægustu samúðarkveðjur. Og hinni látnu sæmdarkonu flyt ég hjartans beztu þakkir fra mér og mínum fyrir allt, sem hún var okkur öll- um, og bið henni eilífrar blessun- ar. Snorri Sigfússon. Það var gæfudagur fyrir fjöl- skyldu okkar, þegar Hannes Guð- mundsson læknir, móðurbróðir minn, kom með eiginkonu sína, Valgerði Björnsdóttur frá Akureyri, inn á heimili föður sins, Guðmundar Hannessonar prófessors, að Hverfisgötu 12 f Reykjavík. Guðmundur hafði þá verið ekkjumaður í nokkur ár og búið að Hverfisgötu 12 í sambýli við börn sín, en það hús hafði hann látið reisa skömmu eftir aldamótin, og var það í mikið ráð- izt á þeim tima. Að Valgerði Björnsdóttur stóðu traustir, norðlenzkir ættstofnar, en ég hygg, að það munu aðrir rekja og kunna betri skil á. Valgerður og Hannes áttu jafn- an síðan sitt heimili að Hverfis- götu 12, og fyrstu ár þeirra þar bjuggu þar einnig foreldrar mín- ir, Anna Guðmundsdóttir og Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi, en þau reistu skömmu síðar eigið hús f vesturbænum. Valgerður var glæsileg kona, bæði i sjón og reynd, og mikil fyrirmyndarhúsmóðir, hreinskil- in og glaðlynd. Það hefur oft ver- ið erfitt og sérstaklega á þessum árum að vera eiginkona læknis, en öllum vildu þau hjón hjálpa og likna og betri og elskulegri mót- tökur fékk enginn en á heimili þeirra. Allir urðu að þiggja góðar veitingar hjá hinni gestrisnu hús- móður, og ég gleymi því aldrei, hve gott og gaman mér þótti að koma þar sem barn og unglingur. Það eru nú víst ekki allar konur jafnhrifnar af því að fá i heim- sókn alsnjóug börn úr leik af Arnarhólstúni, en það kom fyrir, að okkur þótti það freistandi og stutt að fara, en snjórinn var bara burstaður af á tröppunum á Hverfisgötu 12, síðan boðið inn, allir fengu heitt að drekka og hið elskulegasta viðmót húsmóður- innar. Valgerður gerði sér engan mannamun og barngóð var hún með afbrigðum. Margar voru þær ferðir, sem hún gerði sér á sjúkra- hús, sjúkraheimili eða í heimahús til þess að vitja eldra fólks og sjúklinga. Hún taldi ekki eftir sér þau sporin, þótt hún þyrfti stundum að fara bæinn á enda. Þau hjón Valgerður og Hannes áttu því láni að fagna að eignast fjögur óvenju mannvænleg börn og siðar tengdabörn, og barna- börnin eru nú orðin 12 talsins. Guðmundur tengdafaðir hénn- ar lézt árið 1946, hafði hann léngst af verið til heimilis hjá þeim hjónum Hannesi og Val- gerði og mat ætið tengdadóttur sína mjögmikils. Mann sinn, Hannes lækni, missti Valgerður í maí 1959, var það mikið áfall, því að Hannes var aðeins 59 ára að aldri og yngsta barnið, Helga, að hefja nám sitt í Menntaskólanum i Reykjavik. En Helga hélt áfram sínu námi með dyggum stuðningi móður sinnar, tók próf í læknisfræði og dvelst nú við sérnám í Bandaríkjunum i geð- og taugalækningum ásamt manni sinum, sem þegar hefur lokið námi í þeirri sérgrein. Helga og maður hennar koma nú um langan veg til þess að fylgja móð- ur og tengdamóður síðasta spöl- inn. Við höfðum öll vonað, að Val- gerðar nyti áfram um nokkur ókomin ár, hún virtist hafa svo mikinn lífskraft og lífsvilja; það mátti segja, að hún héldi að vissu leyti saman fjölskyldu okkar. En enginn má sköpum renna, þann 12. jan. var hún lögð inn á Land- spítalann, hafði veikzt þá skyndi- lega um nóttina og sunnudags- morguninn 27. jan. var hún öll. Við systkinin og móðir okkar kveðjum Valgerði og færum henni hjartans þökk fyrir allt. Sigríður Jónsdóttir. Læknafélagið Eir Læknar, munið fundinn að Leifsbúð, Hótel Loftleiðum í kvöld kl. 18.30. Stjórnin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.