Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ.FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974 15 Vöraskiptajöfn- uðurinn óhag- stæður um 5,8 milljarða 1973 VERÐMÆTI útflutnings lands- manna á árinu 1973 nam 26.039,4 milljónum króna, en árið áður 16.697,9 milljónum kr., og hafði aukizt um 55,9%. Verðmæti inn- flutningsins jókst örlitið meira, eða um 56%, í 31.856,3 milljónir kr. úr 20.419,6 milljónum kr. Vöruskiptajöfnuðurinn var á ár- inu 1973 óhagstæður um 5.816,9 milljónir kr., sem var 56,3% aukning frá árinu áður, er hann var óhagstæður um 3.721,7 millj- ónir kr. Kemur þetta fram í fréttatilkynningu Hagstofunnar um bráðabirgðatölur um verð- mæti inn- og útflutnings á árinu 1973. Þar kemur ennfremur fram, að verðmæti áls og álmelmis, sem flutt var út, nam á árinu 1973 4.441,3 milljónum kr. og hafði það aukizt um 63,5% frá árinu áður, er það var 2.716 milljónir kr. Á árinu 1973 voru flutt inn 554 timburhús á vegum Viðlagasjóðs, að verðmæti 892,2 milljónir kr. 10 þeirra voru gefin frá Kanada, en hin voru flest keypt frá Noregi, eða 264, og frá Svíþjóð 192 hús, en frá Danmörku komu 20 hús og frá Finnlandi 68 hús. Á árinu 1973 voru f lutt inn skip fyrir 3.818 milljónir kr., sem er nær þrisvar sinnum hærri upp- hæð en árið áður, er flutt voru inn skip fyrir 961,5 milljónir kr. Mun- ar mest um skuttogarana, en á árinu 1973 var fluttur inn 21 skut- togari að verðmæti 3.181,8 milljónir kr. Á árinu 1973 voru fluttar inn flugvélar fyrir 50,7 milljónir kr., sem er tæpur þriðjungur upphæð- ar ársins á undan, er fluttar voru inn flugvélar fyrir 156,9 milljónir kr. Á árinu 1973 var flutt inn til framkvæmda Landsvirkjunar fyrir 45,9 miUjónir kr., sem er þriðjungur upphæðar ársins á undan, er flutt var inn fyrir 138,3 milljónir kr. Á árinu 1973 var flutt inn til Islenzka álfélagsins fyrir 2.147 milljónir kr. sem er 57,3% aukn- ing frá árinu áður. Hér á undan kom fram, að útflutningur áls og álmelmis jókst um 63,5% miUi þessara tveggja ára, eða nokkuð meira en aukning innflutningsins var. Ef borið er saman verðmæti innflutningsins til ísl. álfélagsins og verðmæti útflutts áls og ál- melmis kemur i ljós, að verðmæti útflutningsins er 106,9% meira enverðmæti útflutningsins. MÁLNING—VEGGFÓÐUR—GÓLFDÚKAR—GÓLFTEPPI—GÓLF FLÍSAR—LÍM—VERKFÆRI — MÁLNING —VEGGFÓÐUR— i g Elsta og reyndasta sérverzlun landsins sinnar teg. UJ OPNAR Á MORGUN O < nýja verzlun I eigin húsnæfti a& GRENSÁSVEGI 11 \ MH á einni hB9d MjíMRÍKN I | J * BANKASTRÆTI 7 — SIMI 11496 > GRENSÁSVEGI 11 — SIMI 83500 MÁLNING—VEGGFÓÐUR—GÓLFDÚKAR—GÓLFTEPPI—GÓLFFLÍSAR—LÍM—VERKFÆRI — MÁLNING —VEGGFÓÐUR_ Á VEGGI—Á GÓLF—Á LOFT— Á VEGGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.