Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ.FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974 39 | iÞRÓnAFRtniB WORCOBIBLAflSliyS Misnotað vitakast kostaði ÍR stig Það eina stig, sem tR-ingar fengu f viðureign sinni við Vfkinga f 1. deildar keppni Islandsmótsins f handknattleik f fyrrakvöld, nægir til þess að koma liðinu úr baráttunni við failið f 1. deild. fR-ingarnir hafa nú krækt sér f sjö stig, en fremur ólfklegt má teljast, að Þór frá Akureyri nái þeirri stigatölu, þótt möguleikinn sé auðvitað fyrir hendi. iR-ingar voru reyndar óheppnir að ganga ekki frá leiknum f fyrrakvöld með bæði stigin með sér. A sfðustu mfnútu, er staðan var jöfn, var dæmt vftakast á Víking, en Vilhjálmur misnotaði það herfilega. Ætlaði að vippa yfir Sigurgeir Vfkingsmarkvörð, en tilraun- in var heldur kæruleysisleg. Mörk Vfkings: Einar Magnús- son 11, Guðjón Magnússon 9, Skarphéðinn Öskarsson 2, Páli Björgvinsson 2, Stefán Halldórs- son 1. Brottvfsanir af velli: Hörður Arnason og Olafur Tómasson, IR, í 2 mín., Viðar Jónasson og Jón Sigurðsson, Víkingi, í 2 mfn. I þessum leik komu bráð- skemmtilegir leikkaflar, þar sem liðin náðu sínu bezta fram, en þess á milli datt leikur þeirra niður f meðalmennskuna, og jafn- vel niður fyrir hana. Einkum var varnarleikurinn stundum glopp- óttur, og andstæðingunum gefin mikil tækifæri. Til að byrja með var leikurinn nokkuð jafn, en iR-ingar höfðu náð tveggja marka forystu í hálf- leik og tókst að auka hana í fimm mörk um tfma. 13 mínútum fyrir leikslok höfðu þeir 3ja marka for- ystu, en þá náðu Víkingar sínu bezta i þessum leik, þéttu vörn sína og léku af ákveðni og áhuga, og þegar 5 mínútur voru til leiks- loka höfðu þeir náð tveggja marka forystu 24:22. En ÍR-ing arnir gáfu þá hvergi eftir, og voru betri aðilinn það sem eftir var. Þrfr leikmenn báru af í Vfk- ingsliðinu i þessum leik: Guðjón Magnússon, Einar Magnússon og Páll Björgvinsson. Einar skoraði 11 mörk í leiknum, flest úr víta- köstum, og má segja að Páll Björgvinsson hafi átt töluverðan þátt í flestum þeirra marka, þar sem hann var iðinn við að „fiska“ vftaköst. Auk þess var Páll síógn- andi í vörninni og fljótur að eygja möguleikana. Guðjón Magnússon er nú með öllu óþekkjanlegur frá þvf, sem hann var fyrst í vetur. Hraði hans, kraftur og áhugi, gera hann að fyrsta flokks leikmanni, og er vissulega ánægjulegt, að Guðjón skuli nú vera að ná sér svona vel á strik, rétt fyrir hið mikilvæga verkefni íslenzka landsliðsins. 6. 3:3 Skarphéðinn 7. Asgeir 4:3 8. 4:4 Einar (v) 9. 4:5 Einar (v) 9. Agúst 5:5 10. 5:6 Einar 12. Agúst 6:6 14. 6:7 Einar (v) 17. Gunnlaugur 7:7 19. Gunnlaugur 8:7 19. 8:8 Einar 20. 8:9 Guðjón 22. Vilhjálmur (v) 9:9 23. 9:10 Guðjón 25. Vilhjálmur 10:10 26. Vílhjálmur 11:10 27. 11:11 Guðjón 27. Agúst 12:11 28. 12:12 Guðjón 28. Agúst 13:12 30. Þórarinn 14:12 Hálfleikur 31. Agúst 15:12 31. Gunnlaugur 16:12 32. 16:13 Stefán 33. 16:14 Skarphéðinn 34. HörðurA. 17:14 36. Gunnlaugur 18:14 36. Asgeir 19:14 37. 19:15 Páll 38. Asgeir 20:15 38. 20:16 Guðjón 41. 20:17 Einar (v) 44. 20:18 Einar (v) 45. Gunnlaugur 21:18 46. 21:19 Guðjón 47. Vilhjálmur (v) 22:19 47. 22:20 Einar(v) 48. 22:21 Guðjón 49. 22:22 Einar (v) 52. 22:23 Páll 55. 22:24 Einar (v) 55. Agúst 23:24 56. Jóhannes 24:24 57. 24:25 Guðjón 58. Vilhjálmur (v) 25:25 Mörk IR: Ágúst Svavarsson 7, Gunnlaugur Hjálmarsson 5, As- geir Elfasson 5, Vilhjálmur Sigur- geirsson 5, Þórarinn Tyrfingsson 1, Hörður Arnason 1, Jóhannes Gunnarsson 1. Misheppnuð vftaköst: Rós- mundur Jónsson varði vítakast Vilhjálms á 20. mín. og Vilhjálm- ur kaut yfjr úr vitakasti á 59. min. Guðmundur Gunnarsson varði vítakast Einars Magnússonar á 24. mín. og Einar skaut framhjá úr vítakasti á 29. mín. Dómarar: Valur Benediktsson og Magnús V. Pétursson. Þeir dæmdu leikinn allvel. Manchester City í úrslit deildar- bikarsins MANCHESTER City tryggði sér rétt úl að leika í úrslitum deildar- bikarsins enska í knattspyrnu með því að sigra Plymouth 2:0 i fyrrakvöld. Fyrri leik liðanna lauk 1:1 og sigraði því Manchest- er-liðið 3:1 samanlagt og mætir Ulfunum á Wembley 2. marz. I fyrrakvöld var einnig leikið í FA-bikarnum Aston Villa Iék Arsenal sundur og saman og sigr- aði verðskuldað 2—0. Einnig datt annað 1. deildar Iið út úr bikar- keppninni, West Bromvich vann Everton 1—0. Derby datt út úr keppninni, tap- aði fyrir Coventry 0—1. Leicester vann Fulham 2—1. Gunnlaugur Hjálmarsson kemst framhjá Jóni og Guðjóni og skorar. Asgeir Elíasson var bezti maður IR-Iiðsins í þessum leik, hreyfing- ar hans úti á vellinum eru mjög snöggar og skemmtilegar og skapa bæði honum sjálfum og fé- lögum hans tækifæri. I vörn er Asgeir einnig afbragðsgóður leik- maður, og baráttugleði hans virð- ist ódrepandi. Gamla kempan Gunnlaugur Hjálmarsson kom einnig sterkur frá þessum leik, og er sýnilega í mun betra formi i ár, en hann var í fyrra. I STUTTU MALI: Laugardalshöll 30. janúar Islandsmótið 1. deild URSLIT: IR — VlKINGUR 25:25 (14-12) Gangur leiksins: Mln. ÍR 1. Asgeir 3. Asgeir 3. 4. Agúst 5. Víkingur 1:0 2:0 2:1 3:1 3:2 Eínar Geir Hallsteinsson skrifar um andstæðinga okkar í HM: Varnirnar eru ótrúlega góðar Guðjón FYRIR nokkru fór fram f V- Þýzkalandi handknattleiksmót með þátttöku fjögurra liða, Júgóslavfu, V-Þýzkalands, Tékkó- slóvakíu og Noregs. Tvö þessara liða, V-Þýzkaland og Tékkó- slóvakfa, verða með Islendingum f riðli í heimsmeistarakeppninni f Austur-Þýzkalandi f lok þessa mánaðar. Geir Hallsteinsson fylgdist með þessu móti og hér á eftir segir Geir frá frammistöðu liðanna. „Leikið var f Múnchen á fimmtudegi, Göppingen á föstu- degi og í Böblingen á laugardegi. Urslit í mótinu urðu sem hér segir: Júgóslavía — V-Þýzkal. 21:15 LIÐ IR: Guðmundur Gunnarsson 2, Asgeir Elfasson 4, Guðjón Marteinsson 1, ólafur Tómasson 2, Þórarinn Tyrfingsson 2, Agúst Svavarsson 3, Hörður Arnason 2, Vilhjálmur Sigurgeirsson 2, Gunnlaugur Hjálmarsson 3, Jóhannes Gunnarsson 1, Jens Einars- son. 1. LIÐ VlKINGS: Sigurgeir Sigurðsson 2, Jón Sigurðsson 2, Guðjón Magnússon 3, Einar Magnússon 4, Skarphéðinn Oskarsson 2, Sigfús Guðmundsson 1, Páll Björgvinsson 3, Olafur Friðriksson 1, Viðar Jónasson 1, Stefán Halldórsson 2, Viggó Sigurðsson 1, Rósmundur Jónsson 1. Rússl.—Noregur 17:16 Rússl.—Júgóslavía 19:18 V-Þýzkaland — N oregur 20:14 Júgóslavía—Noregur 25:14 V-Þýzkaland—Tekkóslv 20:17 Lokastaðan varð þvf þessi: Júgóslavía 3 2 0 1 64:48 4 V-Þýzkaland 3 2 0 1 55:52 4 Tékkóslóvak. 3 2 0 1 53:54 4 Noregur 3 0 0 3 44:62 0 Það, sem mest kom á óvart f þessari keppni, eins og blöðin komust að orði, var að öll löndin mættu með sína sterkustu leik- menn og það aðeins einum mánuði fyrir átökin i A-Þýzka- landi. Það var greinilegt, að þjálfararnir voru að reka smiðs- höggið á leikkerfin og reyna að finna sterkasta kjarnann. Sem dæmi um þetta má nefna þýzka liðið, 16 leikmenn voru til taks i hverjum leik og var gaman að sjá hvernig þjálfarinn, prófessor Horst Kastler, reyndi að samstilla ákveðna menn. Athyglisverðast við þessa leiki var hvað markvarzlan er orðin ótrúlega góð og varnirnar eins og klettur með 6:0 uppstillingu yfir- leitt. Ut frá þeirri aðferð koma svo aðrar varnaraðferðir þegar það á við. Þá er komin stefnu- breyting í handknattleiknum, hún er sú, að liðin leika nú 2:4 f sókninni, þannig að liðin skora 2/3 hluta marka sinna af línu, utan af kanti eða með gegnum- brotum. Leikmennirnir tveir á miðjunni eru á stöðugri hreyfingu og hjálpa kantmönnun- um mikið, sem koma hlaupandi inn í eyðurnar. Þetta var sérstaklega vel útfært hjá Tékkunum og Júgóslövunum og voru þessi lið með óteljandi leikaðferðir. Nú eiga sóknarleik- menn orðið erfitt með að athafna sig vegna vel útfærðs varnarleiks og snillinganna i markinu. Kom greinilega fram í þessari keppni, að stórskyttur eins og Hansi Schmidt, V-Þýzkalandi, Lacarevic og Lavrnic, Júgóslavfu, máttu sín lítils, en gáfu í staðinn á línu- mennina — oft stórkostlega. Ég vil aðeins fjalla um tvo leiki — þá beztu og áhugaverðustu fyrir okkur íslendinga — leik Tékka gegn Júgóslavíu og V-Þjóð- verja gegn Norðmönnum, en báða þessa leiki lét ég taka upp á filmu. Tékkarnir hafa alltaf átt erfitt með Júgóslavana og f upphafi leiks liðanna leit einnig út fyrir að svo yrði að þessu sinni. Eftir 15 mínútur var staðan 6:2 fyrir Júgó- slaviu, en þá hófu Tékkar mjög góðan leikkafla og f hálfleik höfðu þeir minnkað muninn nið- ur í eitt mark 11:10. Júgóslavarn- ir voru ekki á því að tapa þessum leik og Horvat, Lavrnic og Lacarevic léku allan siðari hálf- leikinn, en það dugði ekki. Tékkarnir gerðu sfn mörk aðal- lega af linu og utan af köntunum, með Statrapa og Jary stöðugt ógnandi fyrir utan. Þeir eru mjög ólfkir leikmenn, sá fyrrnefndi skorar með undirskotum, en sá síðarnefndi aðeins með upphopp- um, en gefur mikið inn á línu. Þar ráða ríkjum þeir Konecny og Krepsind. Uti á köntunum eru stórhættulegir menn eins og Benes — örvhentur — Papier- mik, Haber og Lukosik. Tékkarn- ir unnu þennan leik verðskuldað 19:18 og er þetta einn bezti leikur, sem ég hef séð á mfnum keppnis- ferli. Ef Tékkarnir leika gegn okkur eins og þeir léku þennan leik, verða þeir okkur erfiðir í Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.