Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRtTAR 1974 Minning: Valgerður Björg Björnsdóttir Nú eru dagar Valgerðar frænku taldir. Hún lézt á Landspítalanum að morgni sunnudagsins 27. janúar eftir stutta legu. Með henni er gengin merk kona, sem margir munu sakna og minnast með þakklátum huga. Valgerður Björnsdóttir var af norðlenzku bergi brotin. Móðir hennar, Lilja Daníelsdóttir og faðir hennar Björn Sigfússon áttu von á fyrsta barni sinu, þegar Björn drukknaði, svo að Valgerð- ur sá aldrei föður sinn. Oft hefi ég hugsað um það, hvort það muni ekki hafa verið ein megin ástæða þess, hve innilega vænt henni þótti um föðurbræður sína og, hve óvenjulega mikinn kærieika og ræktarsemi hún sýndi þeim alla tíð. Þær voru ófáar ferðirnar, sem hún fór til Halldórs, eftir að hann var kominn til dvalar á elli- ho'mili, en hann lézt i hárri elli, og föður mínum var hún sem bezta dóttir allt til hins síðasta. t Alúðarþakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu vegna fráfalls SIGURBERGS EINARSSONAR. Guðrún Gamalíelsdóttir og aðrir aðstandendur. Kannski fannst henni, að hjá þeim fyndi hún eitthvað af föður sínum, sem hún aldrei þekkti og alltaf harmaði að hafa ekki fengið að njóta samvista við. Móðir Val- gerðar giftist aftur norskum manni, Edvard Solnes, og er Jón Sólnes á Akureyri kjörsonur þeirra. Eg kynntist þessari frænku minni fyrst eftir að hún var gift og hafði reist bú með manni sínum, hinum gagnmerka lækni Hannesi Guðmundssyni. Þau bjuggu þá að Hverfisgötu 12 hér í borg og þar átti hún heima til æviloka. Heimili þeirra hjóna verður mér ógleymanlegt fyrir margra hluta sakir. Ég stóð á tröppunum um miðja nótt og hringdi bjöllunni. Áætlunarbflk inn að norðan hafði oltið út í skurð á Kjalarnesi og farþegarnir lent i hrakningum. Valgerður faðmaði mig að sér, bjó mér gott rúm og gaf mér heitt að drekka. Það gerði hreint ekk- ert til, þótt ég vekti hana af vær um svefni. Ég var innilega vel- komin. Þannig var hún alla tíð. Hún var aldrei glaðari en þegar hún gat leyst vanda einhvers, hjálpað, gefið, gert öðrum gott. Og löng væri sú skýrsla, ef allt væri skráð. Sennilega hefirhún líkst föður- ömmunni, Önnu Björnsdóttur að Grund í Svarfaðardal, en gamalt fólk þar í sveit sagði mér, að hún hefði verið sígefandi jafn sár- fátæk og hún var. Einhvern tima t Hjartkær móðir okkar og tengdamóðir, V STEINUNN ÞÓRÐARDÓTTIR, frá Skáleyjum, lézt á Hrafnistu, að kveldi 30. þ.m. Þórhildur og Baldur Snæland, María Hafliðadóttii Björn Jónsson. t Eiginmaður minn og faðir SIGURÐUR ÞORSTEINSSON frá Kúfhól, Austur-Landeyjum, lézt að Hrafnistu 30. janúar. Guðríður Ólafsdóttir og börn. t Elskuleg eiginkona mín ARNÞRÚÐUR SÍMONARDÓTTIR Safamýri 33 andaðist að heimili sínu aðfaranótt 31. þm. Fh. barna, tengdabarna og annara vandamann. Valdimar Guðlaugsson. Eiginkona min og móðir, KRISTÍN PÁLSDÓTTIR, Nesvegi 82, lézt á Borgarsjúkrahúsinu 29. janúar s.l. Jón G. Guðjónsson, Hreggviður Jónsson. t Dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma BRYNHILDUR BJÖRGVINSDÓTTIR Óðinsgötu 3, lést i Borgarspítalanum 30 janúar. Sigurrós Böðvarsdóttir Ása Björk Snorradóttir, Krístmn Aadnegard Auður Snorradóttir, Tómas Ragnarsson og barnaborn sást hún leysa af sér svuntu f hlaðvarpanum og stinga að snauðri förukonu, þegar þær kvöddust. Þetta hefði Valgerður líka getað gert. Á þessum árum bjó tengdafaðir Valgerðar, Guðmundur Hannes- son prófessor, hjá þeim, enda Hverfisgata 12 hans gamla hús og heimili, og börn Valgerðar og Hannesar voru þá öl 1 ung að árum og í foreldrahúsum. Heimilisbrag- urinn var töluvert sérstæður. Hinn stórgáfaði og menntaði afi barnanna var þá enn ern, og margar voru stundirnar, sem setið var við sagnabrunn hins mikla fræðara. Hannes Guð- mundsson var óvenjulega ljúfur heimilisfaðir og lét sér mjög annt um uppeldi og menntun barna sinna. Þegar ég hugsa til þessara ára, sé ég í hugskoti minu stóra borðið i borðstofunni þétt setið stórri fjölskyldu, sem stundum tvöfaldaðist vegna gestakomu, og húsbóndann fyrir öðrum enda með Helgu litlu í fanginu. Það var hennar staður. Hús- freyjan var á þönum að reyna að gera öllum til geðs, glöð og kát og aldrei kátari en þegar margt var um manninn. Heimilið var ákaf- lega gestkvæmt, þar var opið hús alla tíð og allir velkomnir. Ég man stórar veizlur læknis- hjónanna, þar sem allt var með miklum rausnar- og glæsibrag, og ég man líka, hvernig hún tók á móti einstæðingum og þeim, sem áttu í erfiðleikum á einn eða annan hátt. Hún var stórbrotin þessi frænka mín, kunni að gieðjast með glöðum og samfagna, þegar vel gekk. Hún gat verið hvöss, ef henni líkaði miður, en hún var lika manna fljótust til að rétta hjálparhönd, sýna samúð sina og það var ekki gert af neinni hálfvelgju. Hún gerði hlutina um- yrðalaust, hlífði sér aldrei, taldi það gæfu sina að mega liðsinna öðrum. Hannes og Valgerður áttu indælan bústað í Fossvogi og mik- inn trjágarð, en húsbo'ndinn var ræktunarmaður og undi sér með fjölskyldu sinni i þessum friðsæla gróðurreit, þegar færi gafst frá erilsömu læknisstarfi. Valgerður syrgði mann sinn mjög, er hann lézt á bezta aldri fyrir tæpum 15 árum. Það var mikið áfall, þegar hinn góði og gáfaði eiginmaður var horfinn. En hún átti mikinn fjársjóð þar sem voru 4 mannvænleg börn þeirra hjóna. Hún elskaði börn sín, tengdabörn og barnabörn og hugurinn var hjá þeim öllum stundum, þegar hún var ekki sam- vistum við þau. Börnin eru: Leifur bygginga- verkfræðingur kvæntur Áslaugu Stefánsd.; Valgerður gift Ölafi Ólafssyni iðnaðarmeistara; Lína Lilja gift Hilmari Pálssyni vá- tryggingarmanni og Helga læknir gift Jóni Stefánssyni geðlækni. Fjölskyldan var hennar heimur og hún var alltaf reiðubúin til að liðsinna, ef með þurfti. Margar ferðir fór hún til Bandaríkjanna til Helgu dóttur sinnar til að Iita eftir þrem ungum barnabörnum, þegar dóttir hennar var í erfiðum prófum við framhaldsnám sitt.En greiðvikni Valgerðar náði langt út fyrir landamæri fjölskyld- unnar, miklu lengra en nokkurn grunar. Um það mætti skrifa langa sögu. Nú er hún horfin okk- ur — dagar hennar taldir — og við, sem enn eigum hér daga, fáa eða marga, kveðjum hana með þakklátum huga. Samúð okkar er með börnum hennar og nánustu fjölskyldu, sem nú sjá á bak kær- leiksríkri móður, tengdamóður og ömmu, sem átti þá ósk stærsta, að sjá þeim farnast vel í lffinu. + Hjartkær maðurinn minn, faðir okkar og sonur HÖRÐUR SIGFÚSSON, Barðavogi 26, sem lézt 24 þ.m., verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju, laugardaginn 2. þ.m. kl. 1 0.30 f.h. Jóhanna Guðmundsdóttir, Jóna S. Harðardóttir, Halldór Harðarson. Jóna S. Jónsdóttir. Föðurbróðir okkar, SVEINN PÁLSSON, Nýjabæ. Miðnesi, verður jarðsunginn frá Hvalsneskirkju, laugardaginn 2. febrúar kl. 2. Bílferð verður frá Fossvogskirkju kl. 1 2 Jónína Ásbjörnsdóttir, Magnús Loftsson, Sigríður Ásbjörnsdóttir, Eggert Ólafsson. t Innilegustu þakkir fyrir sýnda samúð og vináttu vegna fráfalls INGIBJARGAR ÞORSTEINSDÓTTUR. Kjartan Á Jónsson, Þorsteinn Kjartansson, Sigþóra Oddsdóttir Guðmundur Kjartansson, og börn. + Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SIGRÍÐAR GUÐMUNDSDÓTTUR Flugumýri, Skagafirði. Þurfður Jónsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Valdimar Jónsson, Helga Jónsdóttir, Ásta Tryggvadóttir, og barnabörn. Björn Sigtryggsson, Rögnvaldur Jónsson, Dóra R. Guðnadóttir, Sigrún Jónsdóttir, Það er stórt skarð í ættargarð- inn við fráfall Valgerðar Björns- dóttur. Blessuð sé minning hennar. Anna Snorradóttir. Hún andaðist í Landspitalanum að morgni sunnudagsins 27. jan. sl. eftir skamma legu,langt komin á 75. aldursárið. Valgerður Björg Björnsdóttir var fædd að Grund í Svarfaðardal 14. maí 1899. Voru foreldrar hennar hjóninLilja Danielsdóttir bónda í Tjarnargarðshorni Jóns- sonar og Björn Zóphonías Sigfús- son bónda að Grund Jónssonar, og eru þetta þekktir og traustir ættleggirþar um slóðir. Ekki varð sambúð þeirra Lilju og Björns nema nokkrir mánuðir, þvf hann drukknaði af fiskibáti í lendingu við Böggvisstaðasand 3. nóv. 1898, og varð öllum sveit- ungum harmdauði, því að hann var vaskur maður og þótti manns- efni gott. Ólst því Valgerður upp með frændfólki sinu og móður sinni, sem var atorkusöm rausnar- og sæmdarkona. Síðar giftist hún norskum manni, Edvard Sólnes, vænum dreng, en missti hann lika í sjóinn eftir nokkurra ára sam- búð. Það hjónaband var barn- laust, en dreng ólu þau upp frá bernskualdri, Jón (Guðmunds- son) Sólnes, núverandi banka- stjóra og forseta bæjarstjórnar á Akureyri, sem jafnan reyndist þeim mæðgum vel og sýndi þeim verðskuldaða ræktarsemi og tryggð. Valgerður Björg tók snemma þátt i ýmsum störfum með móður sinni og þótti hvarvetna frá- bær að trúmennsku og dug, svo á orði var haft þá. Og einnig það, að þar sem hún gat komið því við, rétti hún þeim hjálparhönd, sem minna máttu sín. Kom þar snemma i ljós innræti hennar, sem alla ævi lét sig ekki án vitnis- burðar svo sem öllum er kunnugt, sem hana þekktu. Um tvítugsaldur sótti Valgerð- ur lýðháskólann á Voss í Noregi og var þar við nám einn vetur. Hafði skólastjórinn þar orð á því við mig síðar, hve afbragðs vel honum hefði líkað við þessa ungu frænku mfna, enda fékk hún það- an lofsamlegan vitnisburð. í þeirri för gekk hún á bókhalds- námskeið i Bergen og hlaut þar ágætiseinkunn að námi loknu, og með slikt vottorð í höndum hlaut hún bankaritarastöðu á Akureyri, er hún hafði á hendi um árabil. Hinn 11. júlí 1929 giftist Val- gerður Hannesi Guðmundssyni iækni iReykjavík, syniGuðmund- ar Hannessonar prófessors, hin- um ágætasta lækni og dreng- skaparmanni, og stofnuðu þau heimili sitt á Hverfisgötu 12, þar sem Guðmundur prófessor hafði byggt og búið, en var þá orðinn ekkjumaður. Dáði hann löngum þessa tengdadóttur sína, umönn- un hennar og fágætt hjartalag. Á Hverfisgötu 12 bjuggu þaú Hannes og Valgerður meðan bæði lifðu, en hann lézt 27. maí 1959 á bezta aldri, og varð það henni og börnum þeirra mikið áfall. En heimilinu hélt Valgerður i sömu skorðum og áður, þar sem börn þeirra hafa átt athvarf meðan þau þurftu þess með. Og raunar miklu fleiri en þau, þvi að heita mátti, að þar hefði verið opið hús öllu venzla- og frændfólki. Og þaðan streymdu jafnan góðvild, gjaf- mildi og hjálpfýsin, sem aldrei þvarr. Framhald á bls. 22. + Minningarathöfn um KARL ÞORSTEIN GUÐMUNDSSON, frá Þorláksstöðum ! Kjós, sem lézt af slysförum á Norðfirði 5. desember s I verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 2 febrúar kl 1 1.00 Fyrir hönd aðstandenda Birna Lárusdöttir, Pálmi Ingólfsson, Ólaffa Karlsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.