Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.02.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. FEBRUAR 1974 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarf ulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjór Ritstjórn og afgreiðsl;- Auglýsingar hf Arvakur. Reykjavík Haraldur Sveinsson Matthias Johannessen Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson Þorbjorn Guðmundsson Bjorn Jóhannsson. Arni Garðar Kristinsson Aðalstræti 6. simi 10 100 Aðalstræti 6, simi 22-4-80 Askriftargjald 360.00 kr á mánuði innanlands I lausasolu 22,00 kr eintakið. Idagblaðinu Tímanum í gær var frá því skýrt, að 170 framsóknarmenn úr öllum fjórðungum lands- ins, þ.á m. ýmsir forystu- og framámenn Framsókn- arflokksins, er gegna trún- aðarstöðum fyrir flokkinn, hefðu undirritað áskorun, sem afhent hefur verið Ólafi Jóhannessyni forsæt- isráðherra, þar sem hvatt er til varkárni í varnarmál- um. í Tímanum í gær eru ekki birt nöfn þessara 170 framsóknarmanna. Hins vegar eru birt nöfn 32 manna, er gengu á fund Ólafs Jóhannessonar for- sætisráðherra í fyrradag. Áskorun þessi mun þykja miklum tíðindum sæta og efla stöðu þeirra ábyrgu afla í þingflokki Framsókn- arflokksins og ríkisstjórn, sem vilja fara mjög varlega í allar breytingar á fyrir- komulagi varnanna. í Tímanum í gær er að- eins birtur hluti áskorun- arinnar, en sá kafli er svo- hljóðandi: „Undirritaðir stuðningsmenn Framsókn- arflokksins vilja leggja á það ríka áherzlu, að útan- ríkismál eru ein örlagarík- ustu mál hvers sjálfstæðs ríí is. Framkvæmd þeirra og stefnumörkun á hverj- um tíma þarf að mótast af víðsýni, varkárni, fyrir- hyggju og raunsæju mati. Við teljum nauðsynlegt, að grundvallaratriði utanrík- ismála séu hafin yfir dæg- urbaráttu flokkslegra stjórnmálaátaka og að um þau megi takast sem mest þjóðarsamstaða. Við telj- um, að aðild Islands að Atl- antshafsbandalaginu hafi reynzt íslandi til góðs á sama hátt og fjölmörgum öðrum bandalagsríkjum og hafi bandalagið átt mjög ríkan þátt i því að tryggja frið í Evrópu á áhrifasvæði þess og verið skjöldur þess andlega frelsis og efna- hagslegu framfara, sem ríkt hafa í Vestur-Evrópu. Við teljum ennfremur, að samvinna Islands við Bandaríkin um öryggismál innan vébanda bandalags- ins hafi þjónað mikilvægu hlutverki á viðsjálum tím- um í alþjóðamálum og stuðlað í senn að öryggi og sjálfstæði íslands og bandalagsríkja okkar. Af gefnu tilefni vilja undirritaðir stuðnings- menn Framsóknarflókks- ins lýsa því yfir, að þeir vilja fara með fyllstu gát í mótun nýrrar stefnu í ís- lenzkum utanríkismálum. Um leið og þeir telja end- urskoðun núgildandi varn- arsamnings við Bandaríki Norður-Ameríku eðlilega og sjálfsagða lýsa þeir sig andvíga uppsögn hans nú og telja ekki tímabært að gera grundvallarbreyt- ingar á núverandi öryggis- málasamstarfi við Banda- ríkin og Atlantshafsbanda- lagið, sem að þeirra dómi hefur reynzt íslendingum vel og ekki sýnt, að annað fyrirkomulag í grund- vallaratriðum henti Islend- ingum betur miðað við þá reynslu, er þeir hafa þegar fengið, og það ástand, er enn ríkir í alþjóðamálum. Um þær breytingar,, er til mála getur komið að gera á núverandi varnarsamn- ingi, telja undirritaðir rétt og sanngjarnt að hafa um það fullt samráð við banda- lagsþjóðir Islendinga, ekki sízt Norðmenn og Dani. Vegna orkuskortsins í heiminum hafa skapazt ný viðhorf og auknar áhættur, sem nauðsynlegt er að taka mið af.“ Undir hvert einasta orð, sem í þessari yfirlýsingu stendur, getur Morgun- blaðið tekið. Hún sýnir, að það mat Morgunblaðsins hefur verið rétt, að sam- staða geti tekizt milli lýð- ræðisaflanna í fjórum stjórnmálaflokkum um þær breytingar á fyrir- komulagi varnanna, sem tryggt geti öryggi landsins og gengið til móts við sjón- armið beirra, sem telja ein- hverjar breytingar tíma- bærar. En ástæða er til að leggja áherzlu á þá skoðun framsóknarmannanna 170, að ekki er tímabært ,,að gera grundvallarbreyting- ar á núverandi öryggis- málasamstarfi við Banda- ASKORUN 170 FRAMSÓKNARMANNA ríkin og Atlantshafsbanda- lagið“. Stuðningsmenn Framsóknarflokksins láta nú æ meir til sín taka í baráttunni gegn því, að landið verði gert varnar- laust. Stærstu tíðindi af þeim vígstöðvum til þessa eru að sjálfsögðu sú áskor- un, sem hér hefur verið gerð að umtalsefni. Enn- fremur er rétt að benda á, að í forystu samtakanna „Varins Iands“ á Akureyri eru forystumenn úr hópi framsóknarmanna þar. Málgagn kjördæmissam- bands Framsóknarflokks- ins í Suðurlandskjördæmi hefur birt forystugrein, þar sem hvatt er til ítrustu varkárni í varnarmálunum og vitað er, að víðs vegar um landið hafa forystu- menn í Framsóknarflokkn- um og stuðningsmenn flokksins tekið virkan þátt í undirskriftasöfnuninni. Sérstök ástæða er til að fagna þessari þróun mála og vonandi er, að áskorun hinna 170 framsóknar- manna verði til þess að efla stöðu þeirra framsóknar- manna í ríkisstjórn, i þing- flokki og annars staðar, sem vilja fylgja ábyrgri af- stöðu í öryggismálum íslenzku þjóðarinnar. Lýðræðissinnar i öllum flokkum standa saman um undirskriftasöfnunina „Varið land“, og þess vegna ber hún mikinn árangur. I Finnaveldi er ekki allt með felldu EFTIR ANDRES KÚNG YRJÖ Leino var kommúnisti og var innanrfkisráðherra Finn- lands árin 1945—48. Þetta var f samræmi við kerfið f A-Evrópu, en þar hafði kommúnistum tekizt að fá stöðu innanrfkisráðherra í þeim samsteypustjórnum, sem myndaðar voru í Aust- ur-Evrópu á árunum eftir heimsstyrjöldina síðari. Það var fyrsta skrefið í áætlun kommúnista, sem smám saman leiddi til þess, að lönd þessi misstu frelsi sitt, urðu kommúnistísk einræðisrfki og lepprfki Sovétríkjanna. Innan- rfkisráðherrarnir réðu nefni- lega lögreglumálunum og notuðu þau óspart f valda- tökum kommúnista. Finnland komst hjá þessum örlögum þrátt fyrir að innan- rikisráðherrann væri kommún- isti. Margir hafa haldið þvf fram, að ástæðan hafi verið sú, að Yrjö Leino hafi í hjarta sínu verið meiri föðurlandsvinur en kommúnisti og varað yfirvöld við valdatökufyrirætlunum kommúnista. BÓKABRENNA Vegna þessa komst Yrjö Leino í ónáð hjá valdamönnum Sí Kreml og lenti einnig upp á kant við leiðtoga kommúnista- j flokksins í Finnlandi og var sparkað úr embætti sínu út í rennusteininn. Hann varð ofdrykkumaður og öllum gleymdur fram til ársins 1958, er gefa átti út ævisögu hans. Meðal þeirra, sem ritstýrðu verkinu, var Kalevi Sorsa, núverandi innanríkisráðherra, og það var prentað í stóru upp- lagi. Kekkonen forseti og Karl- Agust Fagerholm, þáverandi forsætisráðherra og stjórnar- formaður í bókaforlaginu, sem ætlaði að gefa bókina út, lögðu þá skyndilega blátt bann við því, að bókin yrði gefin út, því að þeir óttuðust, að hún myndi geta eyðilagt hið góða nágrannasamband við Sovét- rikin. Forlagið fór eftir skipun- inni og brenndi nær allt upp- lagið. Þessi ritskoðun vakti stórkostlega athygli, enda töldu allir, að innihald bókarinnar hlyti að vera stórkostlegt. Sonur Yrjös, Olle Leino, hefur nú gefið út, rúmum 10 árum eftir lát föður síns, mjög athyglisverða bök á finnsku og sænsku, sem heitir „Hver þakkar Yrjö Leinö?“. Olle Leino fékk tækifæri til að lesa eina af fáum bókum föður síns, sem ekki lenti á bókabrenn- unni og hann hefur einnig farið í gegnum hið mikla skjalasafn hans. Hann hefur rætt við vini og samstarfsmenn föður síns, sem enn eru á lífi. Þá ræddi hann einnig við seinni konu föður sins, hina finnsk-sænsk ættuðu Hertta Kuusinen, dóttur Ottos Wille Kuusinen, sem í mörg ár var einn valda- mesti maðurinn i Moskvu og leiðtogi hinnar svonefndu Terjokistjórnar. Herrta Kuusinen var ein virtasta konan í hópi vinstrimanna í Finnlandi. „Hver þakkar Yrjö Leino?“ er mjög spennandi sem pólitísk heimild og einnig mjög læsileg lýsing á merkum manni. Þeir, sem bjuggust við því, að bókin yrði hvitþvottur sonar á föður, furða sig á, hve einlæglega Olle Leino hefur tekizt að lýsa hinum góðu og slæmu hliðum föður síns. Hann þegir ekki yfir ástarævintýrum hans utan hjónabands og lýsir hversu drykkjusýkin varð verri með hverju árinu, sem leið, ofsóknarbrjálæðinu, kuldalegu sambandi sonar og föður og haturskennd i garð eiginkon- unnar Herrtu og annarra félaga úr hópi kommúnista, eftir að honum var sparkað 1948. Olle Leino flettir ofan af því, hvernig Sovétstjórninni tókst, gegnum eftirlitsnefnd í Finn- landi, að láta setja forseta af og neyða rikisstjórnina til að setja á stofn stríðsglæparéttarhöld, sem brutu í bága við finnskt réttarfar og hvernig Rússar ákváðu refsingarnar við þau réttarhöld, hvernig þeir stöðvuðu flugsamgöngur við Sviþjóð, fengu afhentan fjölda- flóttamanna og ákváðu, hverjir skyldu Iiggja undir grun og hverjir fengju að fara frjálsir ferða sinna. Þegar Stjórnin i Moskvu síðan krafðist samninga um gagnkvæman stuðnings- samning, töldu fæstir, að Finnar fengju að halda sjálf- stæði sínu og lýðræði. TROJUHESTUR Hvernig tókst Finnum að losna úr sovézku bjarnargreip- inni? Olle Leino telur, að ráða- menn í Moskvu með Stalín í fararbroddi hafi óttast hin hörðu viðbrögð á Vestur- löndum, eftir kommúnista- byltinguna í Tékkóslóvakíu vorið 1948 og Stalin hafi ekki þorað að hætta á enn verri sam- skipti við Vesturlönd með því að knýja fram valdatöku kommúnista í Finnlandi. Frek- ar var ákveðið að leyfa Finnum að halda sjálfstæði sínu gegn því, að stefna þeirra í utanrikis- málum félli i kramið hjá Kremlarbúum. Flnnlandi var ætlað hlutverk Trojuhestsins í framsókn kommúnista- áróðursins gegn Vesturlöndum. Þvi hlutverki hafa Finnar síðan verið neyddir til að gegna. En i Finnlandi fór ekki eins illa og menn höfðu óttast og i dag hlýtur maður að spyrja hvort hinn nauðsynlegi sjálfsagi i umræðum um utan- ríkismál landsins hafi ekki gengið of langt og sé orðin ógnun við tjáningarfrelsið. Það er skynsamlegt af forseta landsins og ríkisstjórn að vilja hafa góð nágrannasamskipti við Sovétríkin, en er ekki of langt gengið þegar mynd eins og „Dagur í lífi Ivans Denisovits“ er algerlega bönnuð í Finn- landi. Gæti þessi mynd, gerð eftir sögu Nóbelsskáldsins Alexanders Solzhenitsyn, í raun og veru skaðað samband Finnlands við Sovétríkin. Þarf að ganga eins langt og finnski útvarpsstjórinn gerði, er hann gaf fyrirmæli um að loka sjón- varpssendingum á Alands- eyjum, sem endursendir sænskt sjónvarpsefni til Finn- lands, er myndin var sýnd í sænska sjónvarpinu? UPPLAGIÐ GERT UPPTÆKT Mig langar til að nefna nokkur dæmi frá 1973. í janúar tilkynnti blaðið Handels- tidningen í Gautaborg, að upp- lagið af finnska blaðinu „Verk- fræðingafréttir" hefði verið gert upptækt og ritstjóri þess rekinn a staðnum. Hann hafði unnið sér það til saka að hafa skrifað um það i leið- ara, að 40 sænsk blöð hefðu skrifað úm sovézka hermann- inn Ivan Moisejev, sem sagt er, að hafi verið pyntaður tíl dauða vegna trúarskoðana. í sama mánuði réðst sovézka blaðið Pravda harkalega á þá George Ehrnrooth og Victor Procope, sem eru tveir af fáum finnskum þingmönnum, sem þora að gagnrýna opinberlega sovézk málefni, t.d. ofsóknirnar á hendur Solzhenitsyn og öðrum sovézkum þjáninga- bræðrum hans. Þeir gefa út blaðið Express, sem er mjög íhaldssamt og þar skrifa þeir greinar um máefni, sem hin finnsku dagblöðin þora ekki að gera af ótta við að móðga Kekkonen og Rússana. í apríl var þess minnst, að 25 ár voru liðin frá undirritun finnsk-sovézka stuðningssamn- ingsins. Kekkonen forseti sagði þá i ræðu, að til vetrarstríðsins hefði ekki þurft að koma. Hann minntist ekki á, að Stalin og Hitler hefðu gert með sér samning árið 1939, þar sem þeir m.a. skiptu á milli sín A-Evrópu og einnig Finnlandi og Eystra- saltslöndunum. Hann lét einnig hjá líða að geta þess, að af nágrannaríkum Sovétríkjanna Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.