Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1974
Stolið íslenzkt frímerkja-
umslag finnst hjá banda-
rískum uppboðshaldara
t LOK síðasta mánaðar var haldið
uppboð á norrænum frímerkjum
hjá Danam Stamp Company í
Springfield, Fíladelffu í Banda-
rfkjunum. Er uppboðslistinn kom
út varð uppvíst að þar á meðal var
islenzkt frímerkjaumslag, sem
horfið hafði úr opinberu safni
hérlendis og leitað hafði verið
víða erlendis. Var þegar haft sam-
band við uppboðsfyrirtækið og
umslagið síðan tekið af uppboðs-
skrá.
Varðbergsfundurinn
á Akureyri á morgun
MISSAGT var hér í blaðinu i gær,
að Varðbergsfundurinn á
Akureyri væri í dag, en hann er á
morgun, sunnudag, og leiðréttist
það hér með.
Fundarefnið er Vestræn sam-
vinna og varnir tslands, og flytja
erindi og ávörp þeir Bárður
Halldórsson menntaskólakennari,
Bjarni Einarsson bæjarstjóri,
Björn Bjarnason fréttastjóri og
Markús Örn Antonsson ritstjóri.
Fundurinn hefst í Sjálfstæðis-
húsinu kl. 2 síðdegis, og er hann
öllum opinn.
Frimerkjaumslagið sem hér um
ræðir var póstað 21. ágúst 1872 í
Hollandi og sent til Seyðisfjarðar
um Berufjörð. Umslagið þykir af-
ar sjaldgæft fyrir þær sakir, að
það var sent áður en frímerki
komust hér í umferð. Byrjunar-
boð á þessu frímerkjaumslagi átti
að vera 2 þúsund dollarar eða um
170 þúsund krónur, og var það
verðmætast allra númera á þessu
uppboði.
íslenzka sendiráðið í Washing-
ton hefur varist allra frétta um
það hvort það hafi átt þátt í því að
stöðva uppboð á frímerkja-
umslaginu á þessu tiltekna upp-
boði. Hins vegar fékk Morgun-
blaðið AP-fréttastofuna í lið með
sér, sem náði tali af Russell
Mascieri. eiganda Daman-fyrir-
tækisins. Hann kvaðst hafa
umslagið í fórum sínum og væri
það í vörzlu hans um stundarsak-
ir. Hann kvaðst ekki vita hvort
það væri stolið en sagði að annar
maður, útlendingur, hefði fengið
sér það til að bjóðaupp. „Málið er
nú í höndum opinberra aðila. Nú
er það íslenzku ríkisstjórnarinnar
að ákveða hver framvindan verð-
ur og ég hef enn ekki heyrt neitt
frá henni,“ sagði Mascieri í viðtali
við fréttamenn AP.
Hann endurtók að fyrirtæki
hans hefði enga hugmynd um það
hvort umslagið væri stolið eða
ekki, en sagði að ef því hefði verið
stolið þá hefði það gerzt fyrir
nokkru síðan. Kvað hann
umslagið hafa farið um hendur
nokkurra frímerkjamiðlara og
taldi að það hefði síðast verið
boðið upp í Danmörku árið 1972.
„Við munum hafa algjöra sam-
vinnu við íslenzku ríkisstjórnina
um framvindu málsins," sagði
Mascieri. „Eigandi umslagsins
veit af þessu og mun hafa átt
einhver samskipti við sendiherra
lands síns.“
/44
;Lot 553
Myndin er af framhlið og bakhlið hollenzka umslagsins, en það
prýddi forsíðu uppboðskrár Danam-fyrirtækisins, en var dregið til
baka áður en það var boðið upp.
Fiskmjölsframleiðendur vilja segja
upp samningum um bræðsluverðið
Verkfall getur seinkað
Sigölduvirkjun um ár
UNNIÐ er að byrjunarfram-
kvæmdum við Sigölduvirkjun og
gengur sæmilega, þrátt fyrir
erfiðleika að undanförnu vegna
veðurs á hálendinu. Ivan Berger,
framkvæmdastjóri júgóslavneska
verktakans Energoprojekt, sagði
fréttamanni Mbl., sem þar var á
ferð á fimmtudag, að vonazt væri
til, að hægt yrði að Ijúka fyrir 31.
marz því, sem þá var áformað,
þ.e., að búið verði að gera bráða-
birgðastíflu og hjáveituskurð til
að veita Tungnaá í meðan fram-
tíðarstíflan er byggð yfir ána.
Ef verkfall skellur hins vegar á
19. febrúar og ekki verður hægt
að halda áfram með það verk,
sagði Berger, að það gæti seinkað
verkinu mikið, jafnvel upp i heilt
ár. En það liggur í því, að nauð-
synlegt er að ljúka bráðabirgða-
stfflunni og hjáveituskurðinum
og veita Tungnaá í hann áður en
tekur að hlýna og áin vex. Verði
það ekki hægt, er heldur ekki
hægt að setja á skurðinn brú og
aka stífluefninu í aðalárfarveginn
til að gera stiflu virkjunarinnar,
sem þá yrði á þurru. En þetta
efni, sem nota á í stifluna og farið
er að safna, er tekið úr aðal-
rennslisskurði virkjunarinnar,
um leið og hann er grafinn út.
Verkið hangir því allt saman og
er háð því, að hægt sé að veita
ánni úr farveginum áður en sum-
arvatn kemur í Tungnaá.
FISKIMJÖLSFRAMLEIÐEND-
UR hafa nú beint þeim tilmælum
til fulltrúa sinna f Verðlagsráði
sjávarútvegsins, að þeir segi upp
samningum um loðnuverð til
bræðslu nk. miðvikudag, þannig
að núverandi loðnuverð nái að-
eins til loka þessa mánaðar, og við
nýja verðlagningu verði tekið
fullt tillit til þess gífurlega verð-
falls, sem orðið hefur á loðnu-
mjöli að undanförnu.
í samtali við Morgunblaðið í
gær um þetta mál sagði Jónas
Jónsson framkvæmdastjóri sild-
ar- og fiskmjölsverksmiðjunnar
að Kletti, að þetta gífurlega verð-
fall á mjöli stafaði af því, hversu
fiskmjölsverðið hefur verið orðið
hátt, þannig að eftirspurn hefði
fallið niður úr öllu valdi.
Jónas sagði, að við ákvörðun
loðnuverðsins hér hefði verið
miðað við 9 og lA dollar, en um
það leyti hefði verið reynt að
halda mjölverðinu i 10 dollurum,
sem hann kvað gífurlegt verð.
Pólverjarnir, sem hingað komu,
hefðu síðan boðið um 7 dollara á
einingu, en því boði verið hafnað
sem of lágu. Nú væru hins vegar
Danir að selja mjöl á 6.85 dollara,
bæði til Bretlands og Ungverja-
lands, og taldi Jónas, að þetta
gæfi nokkra hugmynd um þróun-
ina.
Fréttatilkynning Félags ísl.
fiskmjölsframleiðenda er annars
svohljóðandi: „Aukafundur í
Félagi ísl. fiskmjölsframleiðenda,
haldinn 15. febrúar 1974 í Reykja-
vík beinir þeirri eindregnu ósk til
fulltrúa í Verðlagsráði sjávarút-
vegsins fyrir félög síldar- og fisk-
mjölsverksmiðja, að þeir segi upp
samningum um loðnuverð til
bræðslu fyrir 20. þ.m., þannig að
núgildandi loðnuverð nái aðeins
tilloka febrúarmánaðar.
Við nýja verðlagningu eftir 1.
marz verði að sjálfsögðu tekið
fullt tillit til þess gífurlega verð-
falls, sem orðið hefur á loðnu-
mjöli og öðru fiskmjöli frá því
loðnumjölsverði, sem áætlað var,
að fást myndi við verðlagningu
fyrir 1. verðtímabil, einnig verði
tekið tillit til hækkunar á farm-
gjöldum svo og stórfelldrar
hækkunar á brennsluolíu og fleiri
rekstrarvörum.“
Tillaga þessi var samþykkt með
öllum greiddum atkvæðum
fundarmanna, segir í fréttatil-
kynningunni.
MIKILL FJÖLDI AREKSTRA
í GÓÐA VEÐRIINU í GÆR
MIKIÐ annríki var hjá slysarann-
sóknadeild lögreglunnar í
Reykjavík í gær, en hún hefur
með höndum vettvangsrannsókn
á öllum umferðarslysum og á-
rekstrum í borginni. Varð deildin
Svo sofnaði ég bara”
Giftusamleg
björgun í Laug-
unum 1 fyrradag
SNARRÆÐI amerískrar konu
bjargaði 8 ára gömlum dreng
frá drukknun f sundlaugunum
í Laugardal í fyrradag.
Drengurinn, sem heitir Stefán
Jensson, lá hreyfingarlaus á
hotni laugarinnar, er konan
varð hans vör og kafaði hún því
niður til hans, kom honum upp
á bakkann og kallaði á hjálp.
Eftir að lífgunartilraunir
höfðu verið gerðar á drengnum
var hann fluttur á Borgar-
spítalann og þar er hann nú við
góða heilsu.
Þegar Morgunblaðsmenn
heimsóttu Stefán litla áBorgar-
spítalann í gær var hann hinn
sprækasti og virtist ekki hafa
orðið meint af volkinu. Móðir
hans, Sigurbjörg Stefánsdóttir,
og níu ára gömul systir, Ásta,
voru i heimsókn, þegar okkur
bar að garði. Stefán litlí var
svolitið feiminn við blaða-
mennina og vildi sem minnst
gera úr reynslu sinni, en hann
hafði sagt móður sinni alla
söguna svo að það hjálpaði
nokkuð upp á sakirnar.
Stefán fór í laugarnar i fylgd
með tveimur frændum sinum,
sem eru feðgar. Þannig háttaði
til, að grunna laugin var upp-
tekin vegna sundkennslu svo að
þeir urðu að gera sér djúpu
laugina að góðu. Stefán er
ágætlega syntur og fremur
frakkur í vatni að sögn móður
hans. Man hann lítið, hvað
raunverulega gerðist nema það
að hafa sopið eitthvað af vatni
„og svo sofnaði ég bara“.
Lifgunartilraunir voru strax
hafnar á Stefáni litla og
annaðist það læknir, sem stadd-
ur var af tilviljun í laugunum.
Ekki tókst að hafa upp á
amerisku konunni í gær, en
fullvíst má telja, að hún hafi
með snarræði sinu bjargað lifi
litla drengsins. í stuttu samtali
við Morgunblaðið í gærkvöldí
vildi faðir drengsins, Jens
Guðmundsson, koma á fram-
færi innilegu þakklæti til kon-
unnar og allra þeirra, sem svo
rösklega gengu fram við
björgunina.
Stefán litli hinn sprækasti
ásamt móður sinni, Sigur-
björgu Stefánsdóttur, og Astu
systur sinni.
(Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.).
að fá sér til aðstoðar aðrar
deildir lögreglunnar, því að
hún annaði ekki rannsókn á öll-
um árekstrunum sjálf. Ekki er
talið fjarri lagi, að 6—7 árekstrar
verði í borginni á dag, en f gær
voru þeir liðlega 30 og var þetta
þriðji dagurinn í röð, sem slíkt
annríki var — og jafnframt þriðji
sólar-og góðviðrisdagurinn.
Að sögn eins lögregluþjónsins í
slysarannsóknadeild virtist gá-
leysi ökumanna vera orsök nánast
allra árekstranna, þvi að ekkert
var að færð. Taldi hann ökumenn
almenn* hafa ekið hraðar en und-
anfarnar vikur og minnti aksturs-
lag þeirra á vissan hátt á kýrnar,
sem sleppt er út á vorin og eru að
sletta úr klaufunum. En annars
hefði verið óvenjulega mikil um-
ferð í borginni í gær, miðað við
undanfarnar vikur. — Þess má
geta, að það hefur afar sjáldan
komið fyrir áður, að árekstrar I
borginni færu yfir 30 á einum
degi.
Reykjanes-
kjördæmi
AÐALFUNDUR k jördæmisráðs
Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes-
kjördæmi verður haldinn
laugardaginn 23. febrúar og hefst
kl. 10 árdegis. Formaður
Sjálfstæðisflokksins, Geir
Hallgrfmsson, situr fundinn og
hefur almennar stjórnmála
umræður að loknum aðalfundar-
störfum.
Kjördæmisráð Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjaneskjördæmi
hefur áður á fundum sínum efnt
til listsýninga. Svo verður og nú á
þessum fundi, þar sem félagar úr
listaklúbbi Seltirninga munu
sýna málverk.