Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974 31 Þróttur leikur heima- leiki sína á eigin velli MEISTARAFLOKKUR Þróttar mun ekki leika sína heimaleiki í 2. deildinni i knattspyrnu á Mela- vellinum, eins og Reykjavíkur- félögin í 2. deild hafa gert. Hyggjast Þróttarar nýta sinn eigin heimavöll við Sæviðarsund undir heimaleikina. Sagði Helgi Þorvaldsson stjórnarmaður í Þrótti í viðtali við Morgunblaðið að ástæðan fyrir því að þeir vildu frekar leika á eigin velli en gamla Melavellinum, væri sú að þeir væru búnir að fá Ieið á að borga með sér ár eftir ár á Mela- vellinum. Þeir vildu heldur leika á raunverulegum heimavelli eins og utanbæjarfélögin í 2. deild. Guðbjörn Jónsson hefur verið endurráðinn þjálfari Þróttar þriðja árið í röð. 20 ár eru nú liðin frá því að Guðbjörn þjálfaði fyrst hjá Þrótti og hefur Guðbjörn yfir- leitt náð mjög góðum árangri með Þrótt. Þróttur á 25 ára afmæli í ár og munu Þróttarar minnast þeirra timamóta á veglegan hátt. Valur og Þróttur eiga sameiginlega rétt á að taka upp lið i sumar, en óvist er hvort af nokkurri heimsókn verður. Reynt hefur verið að fá rússneskt lið til að koma hingað, en Sovétmenn eru ekki hrifnir af frammistöðu sinna knattspyrnu- manna undanfarið og vilja halda þeim á heimavígstöðvum. Franska 2. deildar liðið Valencia sýndi áhuga á að koma hingað sfðastliðið haust og svo kann að fara að þeir komi hingað i sumar. 70 ungmenni í Breið- holtshlaupi IR-inga ANNAÐ Breiðholtshlaup ÍR á þessum vetri fór fram sl. sunnu- dag, 10. febrúar, og mættu þar 70 unglingar til leiks og luku allir hlaupinu, þrátt fyrir að færð væri mjög slæm og margir fenju byltu á leiðinni. Setti bekkjadeilda- keppni Breiðholtsskólanna tölu- verðan svip á hlaupið, en í þeirri keppni hefur 3. bekkur A í Breið- holtsskólanum tekið góða forustu, er með 12 stig, en næstir eru 1. bekkur B og 8. bekkur H, sem báðir hafa 5 stig. Beztum tíma einstaklinga í hlaupinu náðu þau Asgeir Þór Eiríksson, sem hljóp á 2,59 mín., og Anna Haraldsdóttir, sem hljóp á 3,16 mín., en þau eru bæði fædd 1959. Helztu úrslit í hlaupinu urðu F. 1965: Þórður Þorbjarnarson 4,05 mín. Guðm. Guðmundsson 4,35 mín. Hlynur Elísson 4,35 mín. F. 1966: Aðalsteinn Björnsson 4,25 mín. Anton Kjartanssqn 4,30 mín. Ragnar Baldursson 4,41 mín. Valsmenn mæta tR-ingum í 1. deildinni í körfuknattleik og ekki er ólíklegt að Valsmiinnum takist aðsigra — myndin er úr leik Valsog Ármanns sem fór fram fyrir nokkru síðan. Hvað gerir ÍR gegn VAL? Stór helgi framundan hjá körfuknattleiksmönnum annars þessi: STULKUR: Faiddar 1959: Anna Haraldsdóttir 3,16 min. Dagný Pétursdóttir 3,30 mín. Gunnhildur Hólm 3,58 mín. F. 1961: Guðlaug Jóhannesdóttir 4,07 mín. F. 1962: Sigríður Ólafsdóttir 4,02 mín. F. 1964: Sigurbjörg Vignisdóttir 4,28 mín. Eva Ingvadóttir 4,41 min. Þórey Eyjólfsdóttir 5,00 mín. F. 1965: Margrét Björgvinsdóttir 4,26 mín. Kolbrún Jóhannesdóttir 5,09 mín. F. 1966: Margrét Helgadóttir 5,19 mín. PILTAR: F. 1967: Ólafur Asberg 5,49 mín. Helgi Loftsson 6,18 mín. F. 1968: Lárus Ólafsson 5,22 mín. F. 1958: Loftur Leifsson 3,35 min. F. 1959: Ásgeir Þór Eirfksson 2,59 min. Óskar Thorarensen 3,00 mín. Gunnar G uðlaugsson 3,41 mín. F. 1960: Sigurður Haraldsson 3,20 mín. Jörundur Jónsson 3,27 mín. F. 1961: Magnús Haraldsson 3,15 mín. Björn Ómar Pétursson 3,47 mín. Sigurfinnur Sigurgeirss. 3,51 min. F. 1962: Atli Þór Þorvaldsson 3,09 min. Karl Logason 3,19 mín. Öskar Þorsteinsson 3,46 mín. F. 1963: Ásmundur E. Ásmundss.3,26 mín. Kristján Ólafsson 4,18 mín. F. 1964: Guðjón Ragnarsson 3,21 mín. Haukur Magnússon 3,45 mín. Jónatan Þórðarsson 3,52 fnín. UM HELGINA verður mjög mik- ið um að vera hjá körfuknatt- leiksmönnum. Alls fara fram 15 leikir í tslandsmótinu, þar af 4 í 1. deild, og þrír í 2. deild. Leikið verður í þremur íþróttahúsum, á Seltjarnarnesi, í Njarðvfk, og í KR-heimi linu. Seltjarnarnes í dag kl. 16 Fýrst leika Ármann og HSK i 1. deild. Ármann ætti vissulega að vinna þennan leik, liðið er nú í góðri æfingu, og liðsmenn hafa örugglega í hyggju að fylgja eftir sigrinum 'gegn IR um síðustu helgi. — Að leik Armanns og HSK loknum hefst svo aðalleikur helgarinnar, og eigast þar við IR og Valur. Valsmenn hafa örugg- lega í hyggju að leika eftir leik ÍS og Armanns, enda myndi sigur Vals gera stöðu liðsins í deildinni verulega góða. Þeir væru þá bún- ir með leiki fyrri umferðarinnar og kæmu út með aðeins eitt tap, — gegn KR. Þann mun hefði liðið svo möguleika á að vinna upp í síðari umferðinni. ÍR sigur í dag gerir stöðu KR á toppnum mjög góða, þannig að ekkert nema kraftaverk gæti komið í veg fyrir að liðið ynni mótið. En iR-ingar sem nú hafa endurheimt Anton Bjarnason ætla sér örugglega ekki að tapa fleiri leikjum f bráð, ósigur liðsins gegn Val myndi endanlega gera vonir liðsins um að verja islandsmeistaratitilinn að engu. Um kl. 19 fer svo fram leikur i 2. deild, UBK og Snæfell leika, og má gera ráð fyrir auðunnum sigri Snæfells. Njarðvík í dag kl. 14 Fyrst leika UMFN og UMFS í 1. deild, og er óhætt að bóka tvö stig fyrirfram hjá UMFN, nema að UMFS liðið hafi notað þann langa tima frá síðasta leik sinum vel, og liðinu hafi farið allverulega fram. Síðan leika i 2. deild UMFG og I.M.A. og má búast við hörkubar- áttu þar. Njarðvík á morgun kl. 14 FjTst leika Valur og UMFS, og er varla að vænta nokkurs spenn- ings i sambandi við þann leik. Að þeim leik loknum leika í 2. deild UMFG og Snæfell, óg má búast við jöfnum leik, þótt e.t.v. líti Snæfell sigurstranglegar út. Heimavöliurinn ætti að hjálpa UMFG talsvert i þessuin leik. Það er því úr ýmsu að velja fyrir þá sem vilja sjá körfubolta um helgina, og línurnar í 1. deild ættu að skýrast eitthvað gk. STAÐAN Staðan 1 1. deild karla: FH 11 11 0 0 260:185 22 FRAM 12 6 3 3 261:230 15 VALUR 11 6 2 3 216:197 14 Víkingur 12 5 2 5 262:260 12 Haukar 11 2 4 5 201:233 8 Armann 10 2 3 5 147:161 7 IR 11 2 3 6 213:236 7 Þór 10 1 1 8 181:239 3 Markahæstir: Áxel Axelsson, Fram 98 Einar Magnússon, Vfkingi 86 Viðar Sfmonarson, FH 74 Hörður Sigmarsson, Haukum 73 GunnarEinarsson, FH 70 Stigahæstir f einkunnagjöf blaðamanna Morgunblaðsins, leikjafjöldi f svigum: Viðar Sfmonarson, FH 37 (11) Axel Axelsson, Fram 35 (12) Björgvin Björgvinsson, Fram 32 (12) GunnarEinarsson, FH 32 (11) Ragnar Gunnarsson, Armann 31 (10) 1. DEILD KVENNA: Fram Valur FH Armann KR Víkingur Þór 6 6 0 0 6 5 0 1 7 3 13 6 3 12 5 2 0 3 6 10 5 6 0 0 6 81:48 12 97:68 10 95:88 75:72 56:62 56:77 57:93 MARKAHÆSTAR 1 DEILD- INNI ERU EFTIRTALDAR: Sigrún Guðmundsdóttir, Val 45 Svanhvft Magnúsdóttir, FH 37 Agnes Bragadóttir, Víkingi 33 Erla Sverrisdóttir, Armanni 33 Guðrún Sigurþórsdóttir Ar- manni 26 Arnþrúður Karlsdóttir, Fram 24 Anna Gréta, Þór 21 Hjördís Sigurjónsdóttir, KR 19 STAÐAN 12. DEILD KARLA: Þróttur 11 9 0 2 241:194 18 KR 11 8 0 3 279:190 16 Grótta 9 7 0 2 221:188 14 KA Breiða- 11 6 1 4 267:248 13 blik 10 5 0 5 215:217 10 ÍBK 11 4 1 6 208:159 9 Fylkir Völsung- 10 2 0 8 204:229 4 ur 11 0 0 11 184:257 0 MARKAHÆSTIR 1 DEILD- INNI: Brynjólfur Markússon, KA 95 Haukur Ottesen, KR 86 Björn Pétursson, Gróttu 62 Einar Einarsson, Fylki 62 Hörður Harðarson, Breiðabliki 59 MT vann mót skólanna í handbolta LIÐ Menntaskólans við Tjörnina sigraði i skólamóti i handknatt- leik, sem lauk í síðustu viku, „Tirningar" unnu Veslinga" með 10 mörkum gegn 9 í úrslita- leiknum, eftir að staðan hafði ver- ið 6-5 í léikhléi. Verzlunarskólinn hefur unnið mót þetta síðastliðin ár. i liði MT eru margir knáir handknattleiksmenn og eru þeir Stefán Halldórsson, Víkingi, Guð- jón Marteinsson og Hörður Haf- steinsson, ÍR, fremstir í flokki. I liði Verzlunarskólans eru meist- araflokksleikmennirnir Haukur Ottesen, KR og Jóhann Ingi Gunnarsson, Val, atkvæðamestir. Síðasta von Þórs Akureyringar mæta IR-ingum fyrir norðan í dag Grótta og KR leika í 2. deild á morgun Ármann AÐALFUNDUR Frjálsiþrótta- deildar Ármanns verður haldinn á morgun, sunnudaginn 17. febrú- ar, i Ármannsheimilinu við Sig- tún. Fundurinn hefst klukkan 14 og fundarefni er venjuleg aðal- fundarstörf. Heimsmet 15 ÁRA bandarísk skólastúlka, Mary Decker að nafni, setti nýtt heimsmet í 880 yarda hlaupi inn- anhúss á móti, sem fram för ný- lega í Los Angeles. Hljóp hún vegalengdina á 2:06,7 mfn. Eldra heimsmetið, sem var 2:07,3 mín. var i eigu Madeleine Manning og Doris Brown. Á sama tíma sigraði hinn tví- tugi piltur, Tony Waldrop í mílu hlaupi á 3:58,3 mín., en Steve Prefontaine varð annar á 3:59,5 mín. Þriðji i hlaupinu varð John Walker frá Nýja-Sjálandi, sá er nýlega hljóp vel undir heimsmet- inu í 1500 metra hlaupi. ÞÓRSARAR leika þýðingarmik- inn leik í 1. deildinni i handknatt- leiknum í dag er þeir mæta ÍR- ingum í tþróttaskemmunni á Akureyri. Þórsliðið er nú eitt og yfirgefið á botni dcildariiinar.cn liðið á þó enn eftir fjóra leiki, svo ekki er öll nótt úti enn. tR-ingar hafa hlotið sjö stig og sömuleiðis Ármenningar, en við síðarnefnda liðið leikur Þiir á þriðjudags- kvöldið. Leikurinn á Akureyri hefst klukkan 16.30 í dag og vinni Þör leikinn eiga þeir enn von um að hanga uppi í deildinni. Valsstúlkurnar halda einnig norður yfir fjöll i dag og leika við Þór, en Þórsstúlkurnar eru i sömu stöðu og karlaflokkur félagsins. Hæpið verður að telja að norðanstúlkurnar geti sigrað Valsliðið, sem þekkt er fyrir allt annað en að gefa eftir fyrr en i fulla hnefana. Um klukkan 15 á sunnudaginn hefst leikur Breiðabliks og ÍBK i 2. deild karla og fer ieikurinn fram á Seltjarnarnesi. Sá leikur hefur enga úrslitaþýðingu á toppi eða botni 2. deildar, en það sama verður ekki sagt um leikinn sem fram fer að honum loknum. Það er einn af úrslitaleikjum deildar- innar, leikur Gróttu og KR. Erfitt er að spá um úrslit í þessum mikilvæga leik, KR-ingar uhnu að vísu ’fyrri leikinn með yfirburð- um, en. nú hafa Gróttumenn heimavöllinn með sér. A mánudagskvöldið fer fram einn leikur í 2. deild kvenná og tveir i 1. deild kvenna, Armann mætir FH og Fram leikur gegn KR. Leikkvöldið hefst klukkan 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.