Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974
7
ííeUrJJarkShnes
JíeUrJJork Etmes
Auðjöfurinn
J. Paul Getty
J. Paul Getty.
Bandarlski auðjöfurinn J. Paul
Getty er ekki gefinn fyrir aS láta
mikiS á sér bera, en fyrir stuttu
féllst hann á að ræða við frétta-
menn frá New York Times i tilefni
þess, að Getty hafði ákveðið að
veita sérstök 50 þúsund dollara
verðlaun fyrir störf i þágu dýralifs
á jörðinni.
Blaðamaðurinn Richard Eder
heimsótti Getty i Sutton Place,
sem er 16. aldar herragarður um
40 km frá London. Getty er
bandariskur, en hann hefur verið
búsettur i Englandi undanfarin 20
ár og stjórnar öllum fyrirtækjum
sinum frá herragarðinum. Hann
ræður yfir Getty Oil Co. og nærri
200 hlutafélögum öðrum og er
trúlega auðugasti maður heims.
Ekki er nokkur leið að áætla að
neinni nákvæmni. hvers virði
eignir hans eru. Eitt sinn voru þær
metnar á 1.500 milljónir dollara.
en siðan hafa orðið miklar verð-
hækkanir á olfu, og er gizkað á, að
verðmæti eignanna sé nú allt frá
tveimur upp i fjóra milljarða doll-
ara.
Getty hefur litið gert af þvi að
láta aðra njóta góðs af öllum þess-
um auði, og þess vegna þótti það
fréttnæmt, þegar hann ákvað að
efna til dýraverndunarverðlaun-
anna. Eder blaðamaður spurði þvi
fyrst, hvort hér væri um að ræða
árleg verðlaun. „Ó nei, aðeins í
þetta eina skipti," svaraði Getty.
„Mér hefur aldrei fundizt ég
vera rikur," sagði Getty, „vegna
þess að ég hef alltaf verið á þvi
sviði viðskiptanna, þar sem ég er
aðeins smákarl i samanburði við
stóru oliufélögin Exxon (Esso), |
Shell, Texaco, Gulf og Standard of
California.
Ég hef alltaf haft not fyrir hvern
dollara, sem inn hefur komið,"
bætti Getty við. „Ég hef aldrei
lifað þann dag, að ég gæti sagt, að
mér fyndist ég vera rtkur. Oftast
hef ég áhyggjur af reikning-
unum."
Gestkomandi, sem heimsækir
Sutton Place, kemur fyrst að hliði,
sem liggur milli tveggja varðskýla.
Varðmennirnir ganga úr skugga
um, að gesturinn eigi þangað er-
indi, og hliðið er opnað. Þaðan er
svo hálfs annars kilómetra leið
heim á hlað. Þegar dyrabjöllunni
er hringt heyrist gelt i varðhund-
um f fjarska, og eftir nokkrar
minútur er slagbröndum lyft frá
útihurðinni og gestinum hleypt
inn. Getty er ekki mannblendinn,
og eftir að sonarsyni hans og
nafna var rænt i Róm i fyrrasumar
hefur hann dregið sig enn meira i
hlé, bæði af öryggisástæðum og
vegna þess, að hann kærir sig ekki
um að þurfa að ræða ránið. í eina
skiptið, sem hann vildi um ránið
tala, var þegar hann var spurður,
hvort það hefði valdið auknum
ótta um eigið öryggi. „Ja, það
gefur tilefni til umhugsunar,"
sagði hann, „þótt ég láti það
aldrei ráða gerðum mínum. Ég
held, að þvi meir sem einhver er i
sviðsljósinu, þvi verra sé það."
Aðspurður, hvað hann gerði
helzt sér til skemmtunar sagði
Getty, að hann hefði gaman af að
synda og fara i gönguferðir, og
helzt les hann ævintýraskáld-
sögur. Hann hefur engan sérstak-
an áhuga á góðum mat né dýrum
vínum. „Áfengi hefur aldrei verið
mér neitt vandamál," segir hann.
„Öðru máli gegnir um hjónaskiln-
aðar-dómstólana." Getty hefur
fimm sinnum átt i skilnaðarmál-
um.
Oliukreppan virtist ekki valda
Getty miklum áhyggjum. Hann
sagði, að þar til nú nýlega hefði
arður af eigum hans aðeins numið
um 5% á ári, en með hækkuðu
oliuverði mætti nú búast við 10%
arði.
„Ég man eftir þvi árið 1920. að
skráð verð á olíu i Oklahoma var
43,50 á tunnu, en mér tókst að
selja á 45,25. Miðað við verðgildi
dollars i dag ætti tunnan að kosta
1 5—20 dollara, svo núverandi
ástand er ekkert nýtt fyrirbæri.
Hér áður var farið að bora eftir
meiri oliu, og það var gamla sag-
an: Framboð varð of mikið, og
verðið féll. Nú er að sjá, hvort svo
verður einnig nú."
Hvaða ánægju hefur hann af þvi
að græða svo mikið fé?
„Það er þá helzt sönnun þess að
geta staðízt samkeppni þeirra
stóru," sagði hann.
Og af hverju hætti hann ekki,
}egar einhverju ákveðnu marki
/ar náð?
„Faðir minn sagðist oft hafa
óskað þess, að hann hefði hætt,
þegar hann hafði eignazt 250 þús-
und dollara. Miðað við verðgildi i
dag samsvarar það auðvitað einni
milljón. Ja, ég held, að hann hafi
haft eitthvað til sins máls." Hann
fór ekki lengra út i þá sálma. en
itrekaði, að sér fyndist hann ekki
vera rikur.
Hafa alliráhuga á auðsöfnun?
„Þeim, sem einhvem tima hefur
unnið i verksmiðju, er Ijóst, að
þegar einhver fær fimm senta
kauphækkun, vita það allir hálf-
tima siðar. Svo þetta virðist vera
það, sem fólkið hefur áhuga á."
Getty segir, að fjármunir hans
verði áfram í fyrirtækjunum, hann
hafi ekki i hyggju að koma á fót
neinni stofnun á borð við Ford-
stofnunina. Hann hefur að visu
komið upp listasafni i Malibu I
Kaliforníu, sem kostaði 17 millj-
ónir dollara. og fyllt það listaverk-
um, sem hann segir sérfræðinga
meta á mörg hundruð milljónir, en
lengra fer hann ekki.
„Það er alltaf óþægilegt að
horfa upp á þessar stofnanir
ganga i berhögg við það, sem ég
veit, að var hugsjón stofnandans.
Það þarf enginn að segja mér, að
Henry Ford hefði samþykkt 90%
af gerðum Ford-stofnunarinnar.
Þegar ég fell frá hef ég hugsað
mér að skilja eftir mig iðnaðar-
samsteypu, sem er vel stjórnað,
sennilega betur stjórnað en segja
má um þessar stofnanir . . . Og ég
held, að iðnaðarsamsteypa, sem
veitir þúsundum atvinnu, geri
meira gagn en nokkur önnur
stofnun." Hann laut fram og bætti
við: „Það má vera. að þú getir
ekkí tekið það með þér, en þú
getur skilið það eftir."
Hvað þá með þessar stofnanir,
verða þær ekki til þess að gleyma
minningu gefandans um aldur og
ævi? Og þá, hvað um nafn Gettys,
hvar verður það geymt?
„Ef það verður nokkurs staðar
skráð, þá ef til vill einhvers staðar
i neðanmálsgrein."
Og það veldur engum áhyggj-
um?
„Ég held það komi til með að
skipta mig litlu," sagði hann.
„Það kemur til með að skipta mig
mjög litlu."
Er Getty ánægður?
„Ég held ég geti sagt það, já."
(Stytt og endursagt).
SJÓMENN 2. vélstjóra eða vanan mann á þorskanetaveiðar óskast á m/b Valþór K.E. nú þegar Simi 92- 2792 eða 2639. SÓLARKAFFI Vestfirðingafélags Keflavikur verð- ur haldið í Stapa i kvöld 16. febrúar kl. 20.30. Miðar seldir i Stapa eftir kl. 2. Nefndin.
BRONCO Til sölu Broncosport '73. Fallegur bill. Lftið ekinn. Uppl. i sima 13412 milli kl. 2 — 5 i dag. SAAB Saab 1970 er til sölu. Upp- lýsingar í sima 51 333.
2 til 3 SKRIFSTOFUHERB. 1 miðbænum óskast leigð. Bréf óskast send Mbl. merkt „miðbær 3348" VIÐ KAUPUM NÝJAN FISK. Fljót afgreiðsla Hlutafélagið Bacalao, Axel Hansen. Upplýsingar í sima 1 3060 og 1 2226, Þórshöfn, Fær- eyjum.
UNGUR BANDARÍ K JAMAÐUR með dálitla islenzkukunnáttu óskar eftir húsnæði og þokkalegri vinnu. Upplýsingar í síma 24950. CHEVROLET Vegna G.T 1972 til sölu Nýinn- fluttur frá U.S.A. uppl. í síma 35200 og 2l7l2og 13285.
(BÚO ÓSKAST KEYPT 2ja til 3ja herbergja ibúð óskast keypt, milliliðalaust, helzt i Háaleitishverfi eða Safamýri. Til- boð merkt: „3218" sendist afgr. Mbl. TILBOÐ ÓSKAST í nýja 2ja herb. ibúð í Efra-Breið- holti. Fyrirframgreiðsla. Tilboð merkt: „1371" sendist afgr Mbl.
HÚSBYGGJENDURf GARÐAHREPPI OG HAFNARFIRÐI Múrari óskar eftir að fá steypu- styrktarjárn og notað mótatimbur i skiptum fyrir múrverk eða flísa- lögn. Simi 43588. VERKAMENN vantar til fiskverkunar i Keflavík. Fæði og húsnæði á staðnum. Mikil vinna. Simi 92-2792 eða 2639.
SMYRNA- OG RÝATEPPI Ný munstur 1 kringlóttum mottum. Rýagarn í fallegu litavali. Hannyrðaverzlunin Erla, Snorrabraut. MERCURY COMET Óska eftir að kaupa vel með farinn Mercury Comet. Árgerð 1972 eða 1972. Uppl. I sima 38819
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim er sýndu mér
vinsemd á áttræðisafmæli mínu þann 27. janúarsl. Guð
blessi ykkur öll.
Anna Sigríður Árnadóttir Wagle.
Frúarleikfimi —
Frúarleikfimi
Ný 6 vikna námskeið hefjast mánudaginn 18. febrúar.
Innritun stendur yfir.
Júdódelld Ármanns
Ármúla 32. slml 83295
CtTRAIH
# # # HVERS VEGNA SKYLDU ALLAR
UTSÝNARFERÐIR SELJAST UPP LÖNGU
FYRIRFRAM?
# # # SVARIÐ ÓSKAST SENT FERÐA-
SKRIFSTOFUNNI ÚTSÝN FYRIR KL. 5,18.
Þ.M. OG VERÐUR ÞAÐ BIRT í NÝRRI
FERÐAÁÆTLUN ÚTSÝNAR SEM KEMUR ÚT
24. Þ.M.
VERÐLAUN
FYRIR BEZTA SVARIÐ:o
• # # ÓKEYPIS
2JA VIKNA FERÐ
MEÐ ÚTSÝN
TILCOSTA DELSOL.
ÚTSVH,
AUSTURSTRÆTI 17
SÍMAR: 26611’
OG 20100.