Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974
Urval
2. deildar
valið
ÚRVAL það úr annarri deild,
sem leika á við handknattleiks-
landsliðið frá 1964 næstkomandi
miðvikudag, hefur nú verið valið
og verður ekki annað séð en val-
inn maður sé í hverju rúmi. Það
er einu sinni þannig, að meðal
leikmannanna f 2. deild le.vnast
margir stórsnjallir leikmenn,
leikmenn, sem m.vndu jafnvel
sóma sér vel í landsliðinu. Lið 2.
deikiar verður þannig skipað:
Ivar Gissurarson, Gróttu.
Þorsteinn Björnsson, Þrótti
Einar Agústsson, Fylki
Haukur Ottesen, KR
llörður Harðarson, Breiðabliki
Brynjólfur Markússon, KA
Þorleifur Ananíasson, KA
Arni Indriðason, Gróttu
Björn Pétursson, Gróttu
Sveinlaugur Kristjánsson,
Þrótti
Halldór Bragason, Þrótti
Trausti Þorgrfmsson, Þrótti
Lið þetta hefur aldrei leikið
saman og verður þvf slagurinn við
gömlu landsliðskempurnar
þeirra frumraun. Eins og sést á
upptalningunni hér að framan,
eru bæði ungir leikmenn og eldri
f þessu liði. Markvörðurinn Þor-
steinn Björnsson er eflaust öllum
handknattlei ksmönnum kunnur
og hann ætti að kunna lagið á
andstæðingum sfnum f landslið-
inu '64. Þorsteinn er sá eini af
leikmönnum 2. deildar, sem leik-
ið hefur með landsliði, en nokkrir
leikmanna liðsins hafa leikið með
unglingalandsliðum. Fyrirliði
liðsins verður Gróttumaðurinn
Arni Indriðason, sem vakið hefur
mikla athygli með liði sfnu. Liði
2. deildar inun Haukur Þorvalds-
son þjálfari Þróttar stjórna.
D.Ití Guðmundsson mun ekki
leika í hvítu FH-peysunni á næsta
keppnistímahilL
—-"-M *
m
Hveradölum
Skíðasvæðið í Hveradölum hefur verið mikið notað, enda skíðafærið þar efra mjög gott. Kristinn Benediktsson tók myndina í
fagran eftirmiðdag í vikunni.
Gífurlegur skíðaáhugi
UNDANFARIN ár hefur oft verið
kvartað yfir því, að enginn snjór
væri f nágrenni Reykjavíkur og
þvf ekki hægt að fara á skfði
nema með ærnum tilkostnaði. 1
vetur hefur hins vegar brugðið
svo við, að of mikill snjór er i
skíðalöndum Reykvíkinga, svo
mikill, að ekki hefur verið fært f
Bláfjöllin f langan tfma. Vegur-
inn í Bláfjöll hefur verið tepptur
og fannfergið það mikið, að ekki
hefur verið unnt að opna hann.
Vegna þessa hefur fólk leitað í
Hveradali, en þar hefur verið
mjög gott skíðafæri að undan-
förnu. Þröng hefur verið á þingi i
Hveradölum og t.d. síðastliðinn
fimmtudag var þar álika mikill
fjöldi fólks eins og mest gerist um
helgar. Biðraðir hafa orðið við
lyftuna og bekkurinn verið þétt
setinn inni í skálanum. Fullvíst
er, að fólk þyrpist í skíðalöndin,
um helgina haldist veðrið eins
gott og undanfarna daga.
í Hveradölum hefur staðið yfir
í vikunni skíðanámskeið á vegum
Skíðasambandsins og hafa tveir
kunnir skíðakennarar anriazt
kennsluna. Námskeiðið heldur
áfram á mánudaginn, en um
helgina verður engin kennsla f
Hveradölum.
Óhemju áhugi
á Seyðisfirði
En það er víðar en í Reykjavík,
sem skiðaáhuginn blómstrar
þessa dagana. Austur á Seyðis-
firði er mikilláhugi á skíðaíþrótt-
inni og reyndar víðar á Austfjörð-
unum, enda er allt á kafi í fönn
fyrir austan. Um síðastliðna helgi
fóru sex seyðfirzkir piltar á
punktamót unglinga á Akureyri.
Lítið varð þó úr keppni, því fresta
varð stórum hluta mótsins vegna
óveðurs.
Seyðfirðingarnir hugðust halda
heim á mánudagsmorguninn, en
þá var ekki fært og til Seyðis-
f jarðar, komst hópurinn ekki fyrr
en á fimmtudagskvöld. Að sögn
Þorvalds Jóhannssonar íþrótta-
kennara á Seyðisfirði og farar-
stjóra piltanna í þessari ferð, eru
þeir Seyðfirðingar ákveðnir í að
halda áfram að taka þátt í skíða-
mótum sem fram fara á Akureyri,
þó það kosti bæði fé og fyrirhöfn,
áhuginn sé svo mikill.
Punktamót á Húsavík
Keppnisfólkið verður á ferðinni
um helgina, því á Húsavík fer
fram punktamót á skfðum. Keppt
verður í svigi og stórsvigi og
verða allir beztu skíðamenn
landsins væntanlega meðal kepp-
enda. Þeir Haukur Jóhannsson,
Hafsteinn Sigurðsson og Árni
Óðinsson eru komnir heim eftir
þátttöku í mótum víðs vegar um
Evrópu að undanförnu, verða
þessir kappar væntanlega meða'
keppenda á Húsavík um helgin?
Firmakeppni Skíðaráðs
Reykjavíkur
Firmakeppni SKR fer fram f
Skálafelli á morgun og hefst
klukkan 13.00. Keppt verður í
svigi og eru allir aldursflokkar,
sem keppt hafa á vegum skíða-
félaganna hvattir til að mæta.
Snjóbíll í Bláfjöll
og mokað í Skálafell
Þrátt fyrir, að ekki sé hægt að
komast í paradís reykvískra skíða-
manna — Bláfjöllin — á venju-
legum bílum, er ekki ósennilegt,
að þar verði margt um manninn
um helgina. Guðmundur Jónas-
son verður með snjóbíl í Bláfjöll-
unum og flytur hann skfðafólkið i
skíðalandið þaðan sem aðrir bilar
stöðvast.
í færkvöldi stóð til að ryðja
veginn í Skálafell að skfðaskála
KR-inga.
Nær og fjær
Miðvörður FIl í Val
16 Skotar fúsir til þjálfarastarfa hjá FH
DÝRI Guðmundsson, hinn sterki
miðvörður FH-liðsins í knatt-
spyrnu, hefur nú skipt um félag,
hætt í FH og gengið í Val. Dýri
hefur verið styrkasta stoð FH-
inga undanfarin ár og vaxið með
vanda hverjum. Astæðan fyrir
því að Dýri skiptir um félag er sú,
að síðastliðin ár hefur hann búið f
Reykjavfk og þurft að sækja æf-
ingar suður f Hafnarfjörð. A því
er hann orðinn þreyttur og ákvað
þvf að skipta um félag. Einnig.
fýsir hann vafalaust að leika I 1.
deild á sumri komanda. Ekki er
að efa það, að Dýri mun styrkja
Valsliðið, sterkur miðvörður er
einmitt það, sem Valsmenn vant-
aði sfðastliðið kcppnistímabil.
FH-ingar hafa verið að leita að
þjálfara fyrir meistaraflokk fé-
lagsins sfðustu mánuði. Leituðu
þeir einkum fyrir sér í Skotlandi
og sýndu 16 skozkir þjálfarar
áhuga á að koma til FH. FH-ing
um leizt bezt á umsókn hins
kunna þjálfara Pat Quinn og biða
þeir nú eftir svari frá honum.
Quinn þessi var um tíma fastur
leikmaður með skozka landslið-
inu, en eftir að hann hætti að
leika sjálfur, tók hann til við
þjálfun og var meðal annars fram-
kvæmdastjóri 1. deildarliðsins
East Fife.
FH-ingar hófu að leika á nýja
vellinum við Kaplakrika síðastlið-
ið sumar og þessa dagana er unn-
ið af miklum krafti við að ljúka
við buningsherbergi við völlinn.
Jipcho
atvinnumaður
KENY ABÚINN Ben Jipcho
heimsmethafi í 3000 metra
hindrunarhlaupi, hefur nú
skrifað undir atvinnusamning
við hinn bandarfska Mike
O’Hara, sem „gerir út“ marga
fræga frjálsfþróttamenn sem
atvinnumenn f fþróttinni.
Jipcho, sem nú er þrítugur að
aldri, tekur þátt i fyrsta mótinu
sfnu sem atvinnumaður um
næstu helgi.
Þýzka
knattspyrnan
ÚRSLIT leikja í vestur-þýzku
1. deildarkcppninni í knatt-
spyrnu urðu þessi um sfðustu
helgi:
Hamburger SV — Frank-
furt 4_2
Bayern Munchen —Schalke
04 5—1
Offenbach — Hannover 96 2—1
Bochum — F’C Köln 0—2
Fortuna Köln, — Wupper-
tal 2—1
Stuttart — Duisburg 0—1
Tveimur leikjum var aflýst
vegna slæmra vallarskilyrða.
Bayern Múnchen liefur nú for-
ystu í deildinni.
Vill ekki
berja Norton
JOE Frazier fyrrum heims-
meistari f hnefaleikum þunga-
vigtar hefur lýst þvf yfir, að
hann muni ekki keppa við Ken
Norton, jafnvel þótt Norton
verði heimsmeistari eftir viður-
eign sína við George Foreman,
sem nú er fyrirhuguð. Joe Fraz-
ier segir, að Ken Norton sé góð-
ur vinur sinn, og hann gæti
aldrei fengið það af sér að
berja hann.