Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974 19 Ingólfur Jónsson: Hafnarstæði verði val- ið á suðurströndinni A fundi samcinaðs þings sl. fimmtudag mælti Ingólfur Jóns- son (S) fyrir þingsályktunartil- lögu um rannsókn á gerð nýrrar hafnar á suðurströndinni. Allir þingmenn Suðurlandskjördæmis standa að flutningi þessarar til- lögu, sem er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að fela ríkis- stjórninni að láta rannsaka hafn- armál Suðurlands og gera tillögur um nýja höfn á suðurströnd landsins. Til að hefja rannsóknina og gera tillögur um framkvæmdir skal saingönguráðuneytið skipa nefnd fimm manna. Skal einn til- nefndur af sýslunefnd Arnes- sýslu, einn af sýslunefnd Rangár- vallasýslu, einn af sýslunefnd Vestur-Skaftafellssýslu, einn af bæjarstjórn Vestmannaeyja og einn af samgönguráðuneytinu án tilnefningar, og skal hann vera formaður nefndarinnar." Fer hér á eftir kafli úr fram- söguræðu Ingólfs Jónssonar: ,,Það var fyrir aldamót, sem rætt var um hafnargerð við Dyr- hólaey og ætíð síðan. Það hefur verið áhugamál allra þingmanna Vestur-Skaftfellinga síðan að gera höfn við Dyrhólaey. Það hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir þar, og allar þessar rannsóknir hafa leitt i ljós, að þar sé ágætt hafnafctæði. En þetta kostar vit- anlega mikið fé og það hefur allt- af strandað á því að útvega fjár- magn til þess að fá höfn þarna. Ný þingmál Regnbogasilungseldi Fyrirspurn frá Oddi Ólafssyni (S) til landbúnaðarráðherra: 1. Hvernig hefur heilbrigðiseft- irliti með eldisfiski í eldisstöðinni i Laxalóni verið hagað frá stofnun hennar til þessa dags? Hafa smitnæmir sjúkdómar fundizt í stöðinni? 2. ilafa komið upp sjúkdómar i nálægum eldisstöðvum eða ám, er rekja mætti til eldisstöðvarinnar í Laxalóni? 3. Sé svo ekki eftir meira en 20 ára veru regnbogasilungsstofns- ins i landinu, er þá eðlilegt að neita um flutning stöðvarinnar á annan og heppilegri stað? Rannsóknir hafa verið gerðar víð- tækari og meiri nú allra síðustu árin heldur en áður, sem hafa staðfest það, að þarna er hafnar- stæði. En málið er ekki komið lengra en þetta enn sem komið er. En við teljum nauðsynlegt að gera samanburð á hinum ýmsu hafnarstæðum og við gerum okk- ur ljóst, flutningsmenn allir, að ákvörðun um hafnarstæði getur ekki byggst á pólitískri afstöðu, það verður ekki pólitísk ákvörð- un. Það verður að vera hagfræði- leg og raunhæf ákvörðun og byggjast á því, hvar skilyrðin eru best, og hvar hagkvæmast er frá þjóðhagslegu og héraðslegu sjón- armiði aðgera höfnina. Akvörðun hlýtur að byggjast á þessu, og þess vegna þarf að gera raunhæfa og víðtæka rannsókn á öllum þeim hafnarstæðum, sem til greina koma og likleg eru. Og Dyrhólaey höfum við nefnt. Það hefur einnig verið talað um hafn- argerð við Rangárós í Þykkvabæ og Þjórsárös og 1952 var gerð allnákvæm rannsókn á hafnar- stæði í Þykkvabæ af verkfræðing- um frá varnarliðinu. Og þeirra skoðun er sú, að þarna megi gera ágæta höfn, alveg örugga. Og teikningar munu vera til af hafn- argerð þarna, sem fróðlegt væri að skoða og taka til athugunar, þegar samanburður verður gerð- ur á þessum ýmsu stöðum. Þá er það Eyrarbakki og Stokkseyri, sem einnig hefur ver- ið rætt um, og ekki er að efa það, að þarna er ekki aðeins mögulegt að gera höfn, heldur á ýmsan hátt mjög hagkvæmt. Höfn fyrir öll fiskiskip, sem notuð kunna að vera af þeirri stærð, sem notuð eru hér á landi og einnig vöru- flutningaskip af ýmsum stærðum, a.m.k. af þeim venjulegu stærð- um, sem hér eru notuð. Og þess vegna er það að þegar um svo marga staði er að ræða á suður- ströndinni, sem til greina koma, þá er nauðsynlegt, að þeir verði rannsakaðir á raunhæfan hátt og eðlilegt að skipa til þess nefnd, frá hinum ýmsu héruðum á þessu svæði til þess að kunnugleiki komi að notum á sem víðtækastan hátt. Við teljum eðlilegt, að full- trúi frá Vestmannaeyjum eigi einnig sæti í þessari nefnd, vegna þess að það er Vestmanneyingum ekki óviðkomandi, að góð hafnar- aðstaða sé á suðurströndinni. Það er það, sem þeir vitanlega óska alltaf eftir. Og það þarf að tengja saman fastalandið eins og það er kallað og Vestmannaeyjar og byggja brú á milli lands og Eyja. Það má segja, að það sé verið að vinna að þeirri brúargerð nú með batnandi höfn i Þorlákshöfn og með því að fá nýtt flutningaskip, sem gengur á milli lands og Eyja, en eigi að siður á það fullan rétt á sér að gera ráðstafanir til þess að stytta fjarlægðina á milli lands og Eyja, en höfn austar á ströndinni vitanlega liggur enn betur við til að bæta samgöngur milli Vest- mannaeyja og lands heldur en Þorlákshöfn gerir." Þingspjall stjórnina til að veita sjálfskuld arábyrgð á lánum til kaupa á 10 Enn bólar ekki á því, að ríkis stjórnin hyggist leggja fyrir þingið einhverjar tillögur í efnahagsmálum. Verðbólgan geysist áfram, án þess að einu sinni sé gerð minnsta tilraun til að fást við hana. Ríkisstjórn- in lætur allt reka á reiðanum viku eftir viku og mánuð eftir mánuð. Svo virðist sem hún hafi ekki áhuga á neinu öðru en að sitja áfram. Það er hennar helgasta markmið. Að takast á við vandamálin, sem hrannast upp, virðist vera fjarri henni. E.t.v. ræðst þetta af því, að stjórnin hefur ekki þingmeiri- hluta til að stjórna. Við þeirri staðreynd snýst hún þannig, að hún lætur ekki reyna á nein ágreiningsmál í þinginu í stað þess að gera það, segja af sér, og efna til kosninga eins og ríkisstjórnir í þingræðislönd- um gera, þegar svona er ástatt fvrir þeim. Ólafur skýlir sér bak við að ekki er formlega nauðsynlegt fyrir ríkisstjórn- ina að biðjast lausnar fyrr en þingið samþykkir á hana van- traust. Varla ber þetta vott um mikla stórnvizku, enda mun st jórnarflokkunum vafalaust hefnast fyrir. Það er því svo, þó með ólík- indum sé á slikum tímum sem nú, að þingmenn hafa að und- anförnu orðið að finna sé minni háttar mál til að rífast um á þingfunduin. Það mál, sem mest hefur verið rifizt um í þinginu að undanförnu, er frumvarp sem nú er orðið að löguin, heimild fyrir ríkis- fiskiskipum vfir 300 lestir og til kaupa á 2 ferjuskipum, Akranesferju og Vestmanna- eyjaferju. Einkum var það Akranesferjan, sem olli ágrein- ingi I þinginu. Einn af stuðningsmönnum ríkisstjórnarinnar, Björn Páls- son framsóknarþingmaður, sýndi fram á, að skipið, sem kaupa á frá Noregi til siglinga milli Akraness og Reykjavíkur, hentar engan veginn til þeirra nota. Hafði Björn greinilega lagt sig fram um að afla sér upplýsinga um farkost þennan, og var fullyrðingum hans um ástand skipsins í engu mótmælt efnislega í þinginu. Þá leiddi hann cinnig sterk rök að þvf, að rekstur skipsins vrði afar óhag- kvæmur, svo að tap af rekstrin- um myndi skipta tugum millj- óna á ári. Engu að síður voru kaupin á skipinu samþykkt í neðri deild með 26 atkvæðum gegn 4. Hvernig má það vera, kynni einhver að spvrja, þegar allar röksemdir, sein upp á var boðið hnigu í andstæða átt? Jú ástæðan er fólgin í því, að búið var að undirrita samninga um kaupin og greiða 12 milljónir upp í kaupverðið, þegar málið er lagt f.vrir þingið. Málið kem- ur sem sagt þannig fyrir.'að sagt er við þingmennina, sem eiga að stjórna þjóðinni: Ef þið ekki samþykkið, að ábyrgjast kaup á þessu skipi, munu kaup- endur verða samningsníðingar og skaðabótaskyldir, e.t.v. upp á milljónir króna. Ykkar er að taka ákvörðun, háttvirtir. Þessi vinnubrögð eru forkast- anleg, en eru því miður ekkert einsdæmi. Það færist sífellt í vöxt, að ríkisstjórnir leggi fyrir þingið mál, sem búið er að taka bindandi ákvörðun um, þó að lög mæli svo fyrir um, að heim- ildar Alþingis skuli leitað. Síð an er það boðleg rökseind í umræðum um málið, að ekki megi taka efnislega afstöðu á móti, þar sem slíkt muni hafa i för með sér samningsrof, eyði- leggingu á fjárfestingum o.s.frv. En það, sem hér hefur verið rakið er ekki eini ljöðurinn á meðferð umrædds máls. Þegar málið var upphaflega lagt fyrir þingið, fjallaði það einungis um heimild til að ábvrgjast lán vegna kaupa á 10 fiskiskipum. Síðan badti þingnefnd fvrri deildarinnar, að bciðni ríkis- stjörnarinnar, inn í frumvarpið Hð 2. umræðu alls óskyldu máli, þar sr'm var heimildin til að ábyrgjast kaupin á Akranes- bátnum. Þannig koin málið frá efri deild til þriggja umræðna í neðri deild. Þar var ekki einu sinni haft svo inikið við af fjár- málaráðherra að mæla fvrir málinu við fyrstu umræðu. Þeg- ar frumvarpið kemur svo úr nefnd í neðri deild til meðferð- ar við 2. umræðu, hefur enn verið bætt inn í frumvarpið nýju máli, ábyrgðarheimild vegna kaupa á skipi fvrir Vest- mannaeyjar. Þannig var það svo sent til efri deildar aftur og samþykkt þar við eina umræðu. Eins og menn vita, skulu lagafrumvörp a.m.k. sæta þremur umræðum í hvorri þingdeild eða sex umræðum alls. Heiinildin til að veita ábyrgð vegna kaupa á Vest- mannaeyjaskipinu var sam- þvkkt sem lög, eftir að hafa farið í gegnum tvær umræður í neðri deild og eina í þeirri efri. Um þetta segir Ölafur Jóhann- esson í bók sinni Stjörnskipun Islands, sem notuð er við kennslu í lagadeild Ilásköla Is- lands: „Gerbrevtingar á frum- varpi á sfðari stigum meðferðar þess verður að telja óheiinilar. Ef slík gerbreyting er leyfð, verður hinum tilskilda um- ræðufjölda ekki náö.“ Ragnhildur Ilelgadöttir gerði þetta að umtalsefni við umræð- urnar um framangreint frum- varp. Nefndi hún þrjú önnur dæmi um, að núverandi ríkis- stjórn hefði staðið fyrir þeirri meðferð á málum sínum, sem Ólafur Jóhannesson stjórnlaga- pröfessor telur óheimila. Þá beindi hún því til forseta neðri deildar, að forsetar þingsins revndu að sjá til þess, að slík meðferð ætti sér ekki stað. Ilugðist hann taka málið upp á forsetafundi. Auðvitað eiga forsetar þings- ins að sjá um, að slík vinnu- brögð eigi sér ekki stað. En hitt vekur þó meiri undran, að for- sætisráðherra, sem situr inni með meiri þekkingu en flestir aðrir á stjórnskipunarlögum, skuli ekki sjá til þess, að reglur hennar séu ekki þverbrotnar af ráðherrunum. Honum er þó e.t.i. nokkur vorkunn, því erfitt er sjálfsagt að hafa eftir- lit með öllu þ\í, sem fjármála- ráðherrann hæstvirtur tekur sér fvrir hendur. JSG. Fyrstufjölskyldutónleikar S.í. 1 dag %■ ■& ■>& §*** wSjmL L vÆj&ito 1 X lf f 4 / -zrn li A barnahljómleikum Sinfóníuhljómsveitar tslands. í DAG, laugardaginn 16. febrúar, verða fyrstu fjölskyldutónleikar Sinfóniuhljómsveitar islands á þessu starfsári. Fara þeir fram i Háskólabíói og hefjast klukkan þrjú síðdegis. Flutt verða m.a. eftirtalin verk: Þættir úr Harry Janos svítunni eftir Kodaly, Sagan af litla bolan- um Ferdinan eftir Haufrecht — Robert Arnfinnsson leikari segir söguna — þá gamanverk eftir Samuel Jones og hergöngulag eftir Schubert. Hljómsveitarstjóri er Páll P. Pálsson en kynnir Atli Heimir Sveinsson tónskáld. Þetta eru si'in fyrr segir fyrstu fjölskyldutónleikar starfsársins: þeir næstu verða 16. marz og síðan 4. maf. Askriftarskírteini sem gilda að tónleikunum öllum eru til sölu í barnaskólum borgar- innar. Verkefnin á tónleikum þessum eru hvað helzt miðuð við yngstu hlustendurna, biirn á aldrinum 6—1.3 ára, en gert ráð fyrir að foreldrar hafi einnig af þeim ánægju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.