Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974
ÞAÐ er úr ýmsu að velja, þegar
um er að ræða að ná sér I
óvenjulegt ökutæki. Hægt er að
kaupa Ferrari, Lotus Seven,
Morgan eða einfaldlega VW
buggy („sandhölabíP1). En það
kunna einhverjir að haida því
fram, að slíkir bílar séu of
algengir þó að hér á landi teld-
ist hver slíkur bíll vissulega
gersemi, jafnvel buggy.
Hér er talað um bíl, sem eng-
um öðrum er líkur og minnir í
fljótu bragði á fortíðina, enda
hannaður að nokkru eftir 35 C
gerð af Bugatti. Excalibur er
alveg einstætt farartæki og á
sér engan líka. Fyrirmyndin
var með 8 strokka vél og aðeins
tæpl. 2 lítra sprengirúmi, sem
gaf frábært viðbragð og
hámarkshraða. Hér er hins
vegar öðru vfsi um að litast í
vélarrúminu. Þegar vélarhlífin
er opnuð, en henni er flett upp
á hlið, blasir við 2,5 litra sex
strokka vél úr Opel Commod-
ore. Þessi vél er venjulega 120
hestöfl en Steinmetz-fyrirtækið
Hesta-
mennska
eða Ex-
calibur
þýzka hefur kreist 40 hestöfl út,
úr henni í viðbot með tvöföld-
um Weber-blöndungi og fleiri
ráðum. Excaliburinn er um
1000 kg að þyngd og hefur vel
við sportlegum fólksbfl eins og
t.d. BMW 2002. Hávaðinn er
orðinn ærandi við 5000 snún-
inga ogminnir bíllinn aðmörgu
leyti á Grand Prix kappaksturs-
bfl frá fjórða áratugnum.
Excaliburinn er opinn og blæs
allhressilega á ökumanninn,
sem situr langt frá framrúð-
unni; svo hressilegur er
blásturinn, að varla er hægt að
njóta þess að aka á hámarks-
hraðanum, sem er 170km/klst.
Verðið er einhvers staðar í
l'A milljón króna flokknum.
Fram- og afturöxlarnir eru úr
Opel Commodore eins og vélin.
Dempararnir eru frá Koni.
Varadekkið, sem er á hægri
hliðinni, og vélarhlífin eru
spennt niður með leðurölum.
Excaliburinn hegðar sér rétt
sæmilega á misjöfnum vegum,
myndi varla þola fslenzka vegi
til lengdar, enda er þetta aðal-
lega furðufyrirbæri fyrir veg-
farendur að dást að. Það eru
aðeins til 35 eintök af Excalib-
ur f öllum heiminum og ekki
útlit fyrir, að smfðaðir verði
nema fáir til viðbótar. Excalib-
ur 35X er eiginlega þegar hálf-
gerður safngripur.
Hllómpifitur
eftir HAUK
INGIBERGSSON
Santana: Q Welcome □
Stereo, LP □ Fálkinn.
Þeggr bandaríska hljómsveit-
in Santana var að hasla sér völl
á árunum fyrir 1970 þótti tón-
list sveitarinnar allsérstæð.
Hljóðfæraskipan var önnur en
titt var, að vísu voru rafmagns-
hljóðfæri f framlínunni, en til
aðstoðar trommuleikaranum
var leikið á ýmiss konar áslátt-
arhljóðfæri, ættuð frá Afríku
og Iatnesku Ameriku. Kom San-
tana með nýjan takt inn í popp-
ið og var þessi tónlist kölluð
Afro-rokk og hafði áhrif á
margar bandarískar hljómsveit-
ir, sem tekið hafa upp svipaða
tónlistarstefnu.
Um 1970 gáfu Santana út
tvær mjög góðar LP-plötur, en
hápunktur hljómsveitarinnar
var þó framkoman á Wood-
stock-hátíðinni, þar sem þeir
stálu senunni eins og margir
muna úr kvikmyndinni. Siðan
dalaði hljómsveitin, en hefur
rétt við aftur á sl. tveim árum
og gaf þessa plötu, Welcome, út
seint á sl. ári.
Platan er ákaflega vel unnin,
s.s. útsetningar, hljóðblöndun
og plötuhulstur. Tónlistin er
sem fyrr undir afrískum áhrif-
um, sbr. lagið Mother Africa og
Flame — Sky og yfirleitt er
mikið notað af trommum og
öðrum rythmahljóðfærum við
frábæran gítarleik Carlos San-
tana og orgel- og píanóleik
þeirra Tom Coster og Richard
Kermode, en meirihluti lag-
anna er eingöngu leikinn á
hljóðfæri og í „improviser-
ingum" bregður fyrir áhrifum
frá djassi. Þá má geta um það,
að Mahavishnu John McLaugh-
in leikur á gítar í laginu Fame
— Sky, en samleik þeirra
Carlos Santana hefur löngum
verið viðbrugðið, sbr. LP-plötu
þeirra tveggja, sem út kom á sl.
ári.
Þetta er allþungmelt plata og
er aðallega við hæfi þeirra, sem
'"■^nir eru nokkuð þroskaðir i
lónlistinni, en fyrir þá hefur
hún lika töluvert upp á að
bjóða.
Carlos Santana.
Benny Ander-
sen - fjölhæfur
og litríkur
listamaður
ARIÐ 1960 þykir merkilegt ár í
dönskum bókmenntum. Þá komu
út bækur eftir tvo höfunda, sem
síðan hafa látið mjög að sér
kveða. Annar þeirra var Benny
Andersen, sem þá sendi frá sér
bókina „Den musikalske ál“. Að
vísu ber þess að geta, að þetta var
ekki fyrsta bók Andersens, því að
hann hafði látið heyra frá sér
fyrst átta árum áður, þegar hann
var aðeins 23 ára, en þá sáu
dagsins ljós þrjú ljóð eftir hann.
Siðan kom öðru hverju út eftir
hann ljóð, en það er ekki fyrr en
ofannefnd bók kom út, sem hann
þótti fullskapaður, sem fært væri
að gera til vænar kröfur.
i bdkinni voru bæði prósaljóð,
sem þóttu nýstárleg, og þættir
ýmiss konar, og bdkin þótti bera
sterk einkenni þess, sem setti
svipmót á ljóðagerð á þeim árum,
þar sem draumur og virkileiki
eru samofnir. Benny Andersen
vakti athygli fyrirþað sérstaklega
að í ljóðum hans gætti meiri
kimni og léttleika en algengt
hafði verið í hátíðlegum ljóðum
ungra sem eldri skálda árin á
undan.
Næsta ljóðabók hans kom út
tveimur árum síðar „Kamera með
Kökkenadgang“. Þá virtist hann
hafa yfirunnið þá byrjunarörðug-
leika, sem hann átti í varðandi
ljóðaformið, og hann hafði náð
listrænni tökum bæði á efni og
formi.
Benny Andersen leggur fyrst
og fremst áherzlu á mannlegan
veikleika, en aldrei í prédikunar-
tón eða hneykslaður og fullur
vandlætingar. Hann hefur skrifað
tvo einþáttunga, sem benda til, að
hæfileika hafi hann einnig til að
bera sem leikskáld. Bæðir hafa
verið sýndir á sviði. Hann hefur
einnig skrifað revíu ásamt Leif
Benny Andersen
Panduro og Inger Christensen og
tekið þátt í flutningi ljóðadjass,
svipuðum þeim, sem þrír sænskir
listamenn fluttu í Norræna
húsinu fyrir nokkru.
Enda þótt Benny Andersen hafi
getið sér mikið og gott orð sem
ljóðskáld nýtur hann ekki síður
hylli fyrir barnabækur, sem hann
hefur sent frá sér, svo og hefur
hann fengist við smásagnagerð og
allumfangsmikil greinaskrif. Við
Poul Dissing, sem kemur fram
með honum í Norræna húsinu,
hefur hann haft samvinnu, sem
hefur vakið hrifningu í heima-
landi hans, en þeir flytja dagskrá
úr „Svantes viser“, sem Benny
hefur samið og Poul Dissing
syngur. Andersen leikur undir á
píanó og harmoniku.
Benny Andersen er fæddur 7.
nóvember 1929. Að loknu stúd-
entsprófi vann hann við auglýs-
ingastofu, og síðan var hann um
skeið í danshljómsveitum. Eftir
1960 sneri hann sér svo að skáld-
skap og bókmenntaiðju.