Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974 21 Ráðstefna sérfræðinga um jarðskjálfta hér 1 sumar Húsgagnasýning í Laugardal í apríl _ Félagsstarf Sjálfstœðisflokksins HAFHARFJORÐUR Sjálfstæðiskvennafélagið Vorboði heldur fund i Sjálfstæðishúsinu mánudaginn 1 8. febrúar kl. 8.30. Fundarefni: Stefán Jónsson, bæjarfulltrúi, ræðir sveitarstjórnarmál. Myndasýning. Kaffidrykkja. Eddu-konur úr Kópavogi koma i heimsókn. Stjórnin. Kópavogur Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna i Kópavogi er boðað til fundar í Sjálfstæðishúsinu við Borgarholtsbraut, þriðjudaginn 19. febrúarn k kl. 20.30. Dagskrá: 1 formaður uppstillingarnefndar, gerir grein fyrir skoðanakönnuninni, 2. febrúar s.l. 2. Önnur mál. Stjórnin. Landsmálafélaglð Vðrdur Vlðtalsthnl Ragnar Júllusson, formaður Varðar verður til viðtals á skrifstofu félagsins að Laufásvegi 46, þriðjudaginn 19. febrúar kl. 5—7 slðdeg- Fyrirhugaðri ÁRSHÁTÍÐ HEIMDALLAR, sem halda átti í SIGTÚNI í kvöld, 16. febrúar verður frestað til laugar- dagsins 23. febrúar, vegna óviðráðanlegra orsaka. FJÖLMENNIÐ þann 23. febrúar. Skemmtinefndin. VIÐTALSTIMI o O Alþingismanna og borgarfulltrúa stæðisflokksins ykjavik Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til viðtals á laugardögum frá kl. 14:00 til 16:00 i Galtafelli, Laufásvegi 46. Laugardaginn 16. febrúarverða til viðtals: Auður Auðuns, alþingis- maður, Sigurlaug Bjarnadóttir, borgarfulltrúi og Baldvin Tryggva- son, varaborgarfulltrúi. MijpMSWI ' HOj Iðnnemar krefjast aðildar að L.Í.N. JULlUS Sólnes prófessor er nýkominn heim frá Júgóslavíu, þar sem hann hélt 1 sex vikur fyrirlestra á vegum Sameinuðu þjóðanna við háskólann 1 Skolpje, en þar er fremsta deild í Evrópu, er stundar frumrannsóknir á jarðskjálftum og áhrifum þeirra á mannvirki. Júlíus er þekktur sérfræðingur í þeim fræðum og stendur þar framarlega á alþjóða- vettvangi. Hann skipulagði t.d. og stýrði f fyrrasumar alþjóðlegri ráðstefnu Izmfr í Tyrklandi um jarðskjálftavandamái. Og í sumar verður hér á Islandi önnur ráð- stefna jarðskjálftafræðinga og eðlisfræðinga um spennuástand í ýmsum efnum og um jarðskjálfta og veitir Júlíus henni forstöðu, ásamt verkfræðideildarprófessor- um frá Kaupmannahafnar- háskóla. En UNESCO veitir til þessa 26 þúsund dollara fjárfram- lag. Mbl. náði tali af Júlíusi Sólnes og spurði hann nánar um þetta efni. Hann sagði að ráðstefnan í sumar yrði dagana 11. ti 120. ágúst á Hótel Loftleiðum. Hún væri að nokkru skyld annarri ráðstefnu, sem hér yrði i byrjun júli og fjall- aði um sprungumyndunina á jörð- inni og jarðskorpuhreyfinguna. Er ætlunin á síðari ráðstefnunni að reyna að gera sér grein fyrir, hvernig jarðskjálftar verða tiL hvaða öfl leysa þá úr læðingi og hvemig efni senda frá sér slíkar bylgjur. 10 þekktir sérfræðingar i þessum greinum koma hingað og flytja fyrirlestra á ráðstefnunni. Og einnig sækja fundinn jarð- skjálftafræðingar og eðlisfræð- ingar og aðrir, sem velta fyrir sér spennuástandi i efnum yfirleitt. Aðdragandi þessarar ráðstefnu var ráðstefnan i Izmir i Tyrklandi í júlí 1973, sem vísindanefnd Nato styrkti, og sem Júlíus skipulagði í samvinnu við tækniháskólann í Ankara. Hana sóttu verkfræð- ingar, sem fást við byggingar á jarðskjálftasvæðum og vandamál fólks á þéttbýlum svæðum, þar sem jarðskjálftahætta er. Þar var málefnið tekið fyrir á mjög breið- um grundvelli, og með tilliti til þess að byggingaryfirvöld land- anna gætu framkvæmt langtíma- skipulagningu á svæðunum með tilliti til þessa vanda og einnig komið upp almannavörnum, sem bezt megi verða að liði. — Það kom greinilega fram á ráðstefn- unni í Izmir, að frumorsök jarð- skjálftanna og spennuástandið í berginu, sem er undanfari jarð- skjálftanna er óþekkt, sagði Júlíus Sólnes. Og það var allra manna mál, að þetta vandamál þyrfti að taka fyrir. Og þannig fæddist hugmyndin um að efnatil ráðstefnu, sem síðar var ákveðin i Reykjavík í sumar. í Skolpje í Júgóslavíu varð mik- ill jarðskjálfti 1963, sem kunnugt 55 ára er í dag Svava Sigurðar- dóttir, Varmalandi, Sandgerði. Hún er þriðja barn foreldra sinna, en alls urðu börnin tíu, frumburðurinn drengur, er dó i bemsku, en dæturnar níu, sem allar eru á lífi. Mér er ljúft að senda Svövu kveðju á afmælisdaginn hennar, svo margt höfum við átt saman að sælda um dagana, og allar eru minningarnar bjartar og góðar, glaðværð og létt lund hafa ætið prýtt Svövu og er þess vegna yndislegt að vera i návist hennar. Ekki er það þó svo, að hún hafi alltaf gengið rósum stráðan veg á lffsleiðinni. Þegar hún var um tvftugt, veiktist hún og var lengi alvarlega veik og lá þá á Vifils- stöðum og síðan á heimili foreldra sinna. Voru veikindi hennar þá svo alvarleg, að henni var vart hugað líf, en eftir nokkur ár Próf. Júlfus Sólnes er, og lagði borgina i rúst. Eftir það var byggð upp við háskólann i borginni, sem ber nafn höfunda kyriliska stafrófsins, Kyrils og Metods, sérstök jarðskjálftadeild. Sú stofnun er einhver sú fremsta i Evrópu og er i hraðri uppbygg- ingu, sagði Július. Þarna fara fram grundvallarrannsóknir á jarðskjálftum og áhrifum þeirra á byggingar, með tilliti til þess að bæta byggingarhætti. Sameinuðu þjóðirnar styðja þessa stofnun á tvennan hátt. Annars vegar með fjárframlögum til tækjakaupa og fleira og hins vegar með þvi að kosta sérfræðinga þangað til rannsóknastarfa og fyrirlestra- halds. Auk Júlíusar voru þar í vetur indverskur prófessor og rúmenskur prófessor á vegum samtakanna. Júlíus flutti fyrirlestra um sveiflur á byggingarmannvirkj- um í jarðskjálftum og í miklum vindum. En hann hefur lagt stund á þessa sérgrein í Kaupmanna- höfn og Japan, og hefur staðið í sambandi við flesta sérfræðinga á Húsgagnameistarafélag Reykja- víkur og Meistarafélag husgagna- bólstrara efna til hús- gagnasýningar í sýningarhöllinni í Laugardal dagana 18. — 28. apríl n.k. Þetta er þriðja sýningin sem ofangreind félög gangast fyrir undir heitinu „Húsgagnavika" og heimti hún heilsuna á ný og telja margir kunnugir, það hreinasta þessu sviði og hitt þá á ráðstefn- um um þessi mál og víðar. Til dæmis var hann á sérfræðinga- fundi, sem efnt var til 1971 í Banja Luca, sem hrundi í jarð- skjálftum 1969. Og því hafa Sam- einuðu þjóðirnar leitað til hans um stjórnun funda og fyrirlestra- hald. — Siðustu árin hefur þekking manna á áhrifum jarðskjálfta á byggingar tekið miklum fram- förum og möguleikar aukizt mjög á því að geta tekið tillit til þess við gerð mannvirkja, sagði Július. Borgir, sem hafa orðið fyrir jarð- skjálftum hafa verið mikið rann- sakaðar og aflað þekkingar þaðan. UNESCO hefur til dæmis strax sent þangað fólk til að kynna sér allar aðstæður. Samfara þessu hafa farið fram grundvallarrann- sóknir á áhrifum jarðskjálfta á byggingar. Og á þennan hátt glæðast vonir um, að hægí sé að bæta úr hörmungum, sem gjarn- an fylgja slikum jarðskjálftum. Að vísu er aldrei hægt að byggja það traust, að mannvirki standist hörðustu jarðskjálfta, því það yrði alltof óhagkvæmt frá fjár- hagslegu sjónarmiði. — Það var mjög fróðlegt að dvelja við þessa stofnun i Skolpje, sagði Júlíus að lokum. Makedonia er frumstæður hluti af Júgó- slavíu, og það vakti furðu mína, hve miklar og góðar rannsóknir eru unnar á jarðskjálftastofnun- inni og hve mikið af hæfum mönnum starfar þar. Hugmyndin er að þarna verði höfuðstöðvar þessara rannsókna i Evrópu. Það verði skólastofnun, sem taki við nemendum frá Evrópu i þessari sérgrein. Þeir sækja þá námskeið og fyrirlestra þangað i þeim fræð- um. Og það er merkilegt, hve vel er búið að byggja þarna upp og athyglisvert hvernig Júgóslavar gera það. Þeir eru með steyptar byggingar eins og við og fróðlegt að sjá, hve aðferðir þeirra virðast fullkomnari en hér. — E.Pá. er tilgangur sýningarinnar eins og áður sá, að gefa framleiðend- um húsgagna og innréttinga kost á að kynna nýjungar í framleiðslu sinni fyrir húsgagnakaupmönn- um og almenningi. Allir framleið- endur húsgagna og innréttinga geta tekið þátt í sýningunni, eftir þvi sem húsrúm leyfir. kraftaverk, varð heilsa hennar svo góð, að hún gat farið að stunda vinnu, sem var þá hvers konar vinna við fisk svo sem vasR og önnur kulsæl vinna, en heils- an, sem hún hafði fengið, reynd- ist svo vel, að Svava gat staðið við hlið hinna hraustustu og stóð þeim ekkert að baki. Á þessum árum kynntist hún ungum manni frá Færeyjum og bundust þau tryggðaböndum og stofnuðu heimili sitt i Sandgerði og hafa búið þar æ síðan. Tvö börn hafa þau hjón alið upp sem sin eigin börn og eru þau bæði uppkomin. Fyrir nokkru veiktist Svava af öðrum sjúkdómi og varð af þeim sökum að dvelja nokkra mánuði á sjúkrahúsi en Ijúflyndi sitt og lífsgleði missti hún ekki, það var eins og hún virti sólina alltaf fyrir sér á bak við skýin hvað myrk sem þokan varð, enda vann hún hylli allra,- sem ineð henni voru, bæði sjúklinga og starfsfólks. Ég veit, að það munu margir senda henni hlýjar kveðj- ur á þessum degi. Vinkona. A fundi sem iðnnemar héldu á mánudaginn 11. febrúar sl. var samþykkt ályktun þar sem þess var krafist að iðnnemar í verk- námsdeildum Iðnskólans í Reykjavík fengju nú þegar á yfir- standandi Alþingi aðild á Lána- sjóði íslenskra námsmanna. Á fundinum voru mættir full- trúar Iðnnemasambands Islands og fjölluðu þeir um lánasjóðinn og frumvarp til laga um námslán og námsstyrki, sem nú liggur fyrir Alþingi. Einnig fjölluðu þeir um þær breytingar, sem nú eiga sér stað í iðnnámi i þá átt að leggja niður meistarakerfið, þ.e. nám á vinnustað, og færa námið inn í iðnskólana. IfífirfjimMaöitJ margfaldar marhoð yðar Afmœli: Svava Sigurðardóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.