Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974 3 Þetta er alger óstjórn,, Rœtt við nokkra sjómenn í Grindavík um loðnulöndunar- vandamálið „Það er helv. .. hart að hafa kostað tveimur milljónum til að gera skipið klárt á loðnuveiðar og vera sfðan gerður að fífli og þurfa að kasta í sjóinn fjórum túrum í röíV' sagði Konráð Júlíusson eigandi og skipstjóri á Sigurvon Ak., er fréttamaður Mbl. hitti hann að máli um borð í skipi hans í Grindavíkurhöfn í gær. Þá voru þeir bunir að losna við um 10 tonn í vinnslu, en ljóst, að dæla þyrfti 70 tonn- um í sjóinn. Þeir á Sigurvon- inni voru áður búnir að dæla á annað hundrað lestum i sjóinn í þremur ferðum, vegna þess að þeir fengu ekki löndun. „Svo sér maður hér viss skip, sem eru í tengslum við frysti- ilúsin, koma inn daglega með mörg hundruð tonn og losna við allt i frystingu, en við vitum líka, að hluta af aflanum er ekið beint í bræðsluna og bara sagt, að þetta sé frá frystihús- inu. Éig held ég hætti þessu bara eftir einn til tvo daga ef ekki rætist úr, það þýðir ekkert að standa i svona vitleysu og Grindavík er engin undantekn- ing, það er svipað ástand um allt Suðurland." — Hvað er hægt að gera i málinu? „Loðnunefnd, sem á að vinna eftir settum lögum, gerir ekki neitt til að hafa eftirlit með þessu. Það er eins og ég sagði hart að horfa hér upp á suma báta landa dag eftir dag full- fermi og losna ekki við neitt sjálfur nema eitthvert lítilræði. Auðvitað væri hið eina eðlilega, að þvi yrði jafnað niður á bát- ana, sem frystihúsin geta tekið við. Þetta eru rotnar aðferðir. Við erum búnir að fara sex túra Konráð Júlfusson skipstjóri á Sigurvon. og höfum orðið að kasta aflan- um úr fjórum þeirra. Það þarf ekki mikla spekinga til að sjá, að ekki er mikill hagnaður af slfkri útgerð. Maður stendur Þessi loðna kom engum að gagni nema múkkanum. Sigurvon dældi henni i sjóinn í gærkvöldi. Ljósin. Mbi. —ihj. bara máttvana gegn þessum óþverra og horfir á skipin í kringum sig landa viðstöðu- laust. Maður er nýbúinn að kaupa bátinn og lendir svo í þessu. Þetta er alger óstjórn." Svipað hljóð var í fleiri sjó- mönnum, sem fréttamaður Mbl. spjallaði við í gær, en hins veg- ar hefur nú orðið nokkur breyt- ing á aðstæðum, þar sem batn- andi veður hefur gert það að verkum, að stærri skipin fara nú með þann afla, sem þau ekki losna við, fylla sig og sigla síðan austur og norður fyrir. E5nn sjómaður sagði við okkur: „Það er vist engin hætta á því, að þeir taki ekki á móti henni eftir 20. febrúar, þegar verðið hefur lækkað. Þá koma þeir til með að taka á móti upp á eigin ábyrgð.“ Sjómaður, sem við ræddum við um borð í Þórkötlu II, sagði við okkur, að það þýddi ekkert annað en reyna að fá bara 40—50 tonna köst, til að geta losnað við og þurfa ekki að kasta. Sýndi hann okkur dýpt- armælispappír frá kvöldinu áð- ur, þar sem lóðaði á loðnu frá kili skipsins niður á botn og heíðu þeir hæglega getað fyllt skipið í einu kasti. Þess i stað leituðu þeir að smátorfu til að vera vissir um að fá ekki of mikið. Skipverjar á Kópi RE og Ársæli Sigurðssyni sögðu okk- ur, að þeir hefðu áður orðið að dæla loðnu í sjóinn, en nú væru þeir með það mikið magn og veður orðið það hagstætt, að þeir myndu fara út, fylla sig og sigla siðan austur eða norður, því að það væri ófært að dæla verðmætunum svona i sjóinn. Þeir sögðu okkur líka, að ef við hefðum verið deginum fyrr á ferðinni hefðum við getað séð 5 báta i einu skammt fyrír utan höfnina dæla loðnu í sjóinn. Það var greinilegt á fuglager- inu fyrir utan höfnina, að múkkinn þurfti ekki að kvarta undan fæðuskorti, en það er blóðugt að hugsa til þess, að islenzkir sjömenn skuli hafa þurft að dæla þúsundum lesta af loðnu í sjóinn yfir hábjarg- ræðistimann og allir hljóta að vona, að slíkt eigi ekki eftir að endurtaka sig. —ihj. Sumir fá löndun, aðrir ekki. Ur þessari lóðningu hefði verið hægt að fylla skip í einu kasti. Skipverjar köstuðu hins vegar á litlu lóðninguna lengst t.v. til að vera vissir um að fá ekki of mikið. Nú er lokið 8. umferðum á Reykjavfkurskákmótinu og er staðan þessi: 1. Smyslov 7!4, 2. Forintos 7 v., 3. Friðrik 6 v. 4. Bronstein 5 v., 5. Guðinundur 5 v., 6. — 7. Velimirovic og Ciocaltea 4 ‘A, 8. Tringov 3‘A, 9. — 10. Magnús og Ögaard 3 v., 11. Freysteinn 2‘A, 12. — 13. Kristján og Ingvar 1 'A, 14. Jón 1 v.,og 15. Júlíus 'A v. Þess ber að gæta, að þessi upptaining gefur ekki fullkomlega rétta mynd af stöðunni nema menn gæti þess, að þeir Jón, Magnús, Freysteinn, Ingvar, Ögaard, Velimirovic, Bronstein, Ciocaltea og Júlíus hafa teflt einni skák meira en hinir. í 8. umferð mættust þeir Kristján Guðmundsson og Leif Ögaard. Skák þeirra einkenndist af mikilli baráttu, þótt hún væri engan veginn gallalaus. Við skulum nú líta á þessa skák. Hvftt: L. Ögaard Svart: Kristján Guðmundsson Kóngsindversk vörn 1. d4 — Rf6, 2. e4 — g6, 3. Rc3 — Reykjavíkurskákmótið Bg7, 4. Rf3 — 0-0, 5. e4 d6, 6. Be2 — e5, 7. 0-0 — Rc6, 8. d5 — Re7, 9. R (12 (Allt er þetta teóría og hér komu ýmsir leikir til greina fyrir hvítan, 9. Rel, 9. Bd2, 9. b4. Þessi leikur er sennilega einna fá- séðastur, en hugmyndin að hon- um er að leika c5 og síðan Rc4, þar sem riddarinn stæði mjög vel. Þetta má svartur ekki leyfa og leikur þ ví c5 f næsta leik). 9. — c5, 10. Hbl — b6, 11. b4 — cxb4, (Nú fær svartur að vísu góðan reit fyrir riddara á c5, en hvftur á auðvelt með að brjóta upp peða- stöðuna á drottningarvæng. Þess vegna kom ekki síður til álita að leika hér 11. — Re8). 12. Hxb4 — Rd7, 13. Hbl — Rc5, 14. a4 — f5, 15. a5 — Bh6?!, (Uppskiptin á biskupunum veikja svörtu stöðuna og þess vegna var sennilega betra að leika hér 15. — f4, ásamt g5, Rg6 o.sv.frv.). 16. axb6 — axbG, 17. Dc2 — fxe4!?. (Svai'tur kemur riddara til d4 og allt litur vel út, en var ekki betra að leika f4 og fara svo í sókn kóngsmegin. Eins og skákin tefl- ist, fær svartur vaTla nægilegt mótvægi við veikleikanum á b6). 18. Rdxe4 — Bxcl, 19. Dxcl — Rf5, 20. Hel — Rd4, 21. Bfl — Hf4, 22. Rg3 — h5, 23. He3! (Hér stendur hrókurinn mjög vel og getur gripið inn í á báðum vængjum). 23. — Df8, 24. Rdl — Hb8, (Hér kom til álita að leika 24. — h4 og svara 25. Re2 með Re4. Nú nær hvítur að auka þiýstinginn drottningarmegin og vörnin verð- ur mjög vandtefld fyrir svartan). 25. Ilb2 — Bf5, 26. Ha3 — Hb7, 27. Re2 (Nú verður svartur að láta riddarann góða af hendi og þá er frumkvæði hvítsöruggt) 27. — Rxe2 + , 28. Bxe2 — Kh7, 29. Hba2 — Df7, 30. Ha8 — De7, 31. Re3 — Bd7, 32. H2a7 — Bc8, 33. Dal— Kg7, 34. Ha2 (Ögaard er enginn áhlaupamað- ur. Hér var upplagt að leika 34. Hxb7 og ef Bxb7 þá 35. Da7). 34. — Bd7, 35. Dbl — Re4, 36. Rdl — Rc5, 37. Hb2 — b5, (Svartur hlaut að tapa b-peð- inu og þá var þetta skást). 38. cxb5 — Hd4, 39. Re3 — Ra4. 40. IIb3 — Df7, (í þessari stöðu fór skákin í bið). 41. Ha3 — Rh6, 42. II8a7 — Bc8, 43. Da2 — I)c7, 44. Hxb7 — Bxb7, 45. Dc2 — Dxc2, (Að öðrum kosti vinnur hvítur með tvöföldun á c-linunni). 46. Rxc2 — Ha4, 47. Hxa4 — Rxa4, 48. Re3 — Rc3, 49. Bc4 — Kf6, 50. f3! (Nú kemst svarti kóngurinn ekki til e5 og þá er vinningurinn aðeins tæknilegt atriði). 50. — g5, 51. g3 — h4, 52. Kf2 — e4, 53. f4 — hxg3, 54. hxg3 — gxf4, 55. gxf4 — Bc8, 56. Kel — Bd7, 57. b6 — Bc8, 58. Bb3! (Biskurpinn stefnir til c6, en riddarinn má auðvitað ekki komast til b6). 58. — Bb7, 59. Kd2 — Rbl + (Eða59. — Rb5, 60. Ba4). 60. Kc2 — Ra3+. 61. Kc3 — Rl)5+, 62. Kc4 — Ba6. 63. B»4 — Rc7+, 64. Kb4 — Rxdóx, 65. Rxd5+ — Kf5, 66. Bd7+ og >s» art- ur gafst upp. Jón Þ. Þór.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.