Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974
I
Holtaþokur
„Þá er Sokki kallinn kominn á hús, og
var ekki seinna vænna," segir sá gagn-
merki menningarviti Jakob í Morgun-
blaðinu á þriðjudaginn, og á vitaskuld
við hið hálftragíska útigangshross
Silfurhestinn, bókmenntaverðlaun
gagnrýnenda. Öneitanlega er það
heldur leiðinlegt þegar svo er komið, að
menn taka við slikum viðurkenningum
með hangandi hendi, eins og virtist vera
tilfellið með Hannes Pétursson í ár. En
raunar hefur það einhvem veginn verið
svo, að þessi verðlaun hafa frá upphafi
verið hálfgerður vandræðagripur, eða
svo hefur manni a.m.k. sýnzt af hinu
árvissa fjaðrafoki og moldviðri, sem
hefst við hverja veitingu þeirra, í blöð-
um ogöðrum fjölmiðlum.
Ein af ástæðunum hefur sjálfsagt æði
oft verið hversu vandræðalegir verð-
launahafar eru einatt með þennan grip
í höndunum, hversu afspyrnu álkuleg
blessuð skepnan hefur verið, óskáldleg,
heldur illa haldin og sultarleg. Smíðin
hefur allt of oft birzt sem hreinasta háð,
gálgahúmor.
Hinn ótúttlegi verðlaunagripur er þó
auðvitað ekki meginástæðan fyrir því
að bókmenntaverðlaunin eru jafn
dapurlegt fyrirbæri og raun ber vitni.
Hið dapurlega erþað, að hálfpartinn er
búið að grafa undan gildi verðlaunanna,
rýra álit þeirra svo, að menn virðast
varla fást til að taka við þeim lengur.
Ekki svo að skilja, að maður hafi ekki
lúmskt gaman af öllu bramboltinu líka,
— öllum mótmælunum, andmælunum
og hinum mælunum. Það var ekki að
ófyrirsynju að Halldór Laxness kallaði
Islendinga síldar- og loðnuþjóð, fremur
en snilldarþjóð. En við erum einnig
söguþjóð (I ýmsum skilningi), og
kannski fyrst og fremst deilu- og
málavafstursþjóð, sem virðist hafa
afskaplega gaman af þvi að ota sfnum
tota og tefla fram hinum og þessum
skoðunum hverri gegn annarri.
Vont er þó þegar svona skoðanaskipti
gerast svo hatrömm að góð mál eru
svert þannig að þau eyðileggjast um
lengri eða skemmri tíma. Þetta er að því
er virðist i uppsiglingu með bókmennta-
verðlaun dagblaðanna.
Eiginlega er það að æra óstöðugan að
fara að fitja upp á þessu deilumáli enn á
ný, reifa rök manna með og móti þessari
verðlaunaveitingu. Það er búið að gera
margar atlögur gegn henni, nú síðast
Jón úr Vör i Morgunglaðinu sama dag
og Jakob glotti að öllu saman. Lfkast til
eru varnarræðurnar orðnar jafn marg-
ar, og hafa þar verið drýgstir þeir Ólaf-
ur Jónsson á Vfsi og Sigurður A.
Magnússon, sem helgað hefur a.m.k. tvö
Bókaspjöll i útvarpinu slíkum rimmum.
Neyðarlegast er að flestir eða allir
sýnast sammála um það sem máli skipt-
ir í þessu sambandi, þ.e. að viðurkenn-
ing fyrir bókmenntaverk liðins árs eða
liðinna ára sé æskileg kynningar- og
uppörvunarstarfsemi fyrir bók-
menntirnar og höfundana. Sumir, t.d.
Jón úr Vör, halda því raunar fram að
núverandi fyrirkomulag veitingarinnar
komi sér einungis vel fyrir bókaútgef-
endur. Það stenzt nú varla, en fáir
munu hafa á móti því að bókaútgefend-
ur njóti góðs af viðurkenningum af
þessu tagi ásamt skáldunum. Þeir eru
nú einu sinni forsenda þess að bók-
menntir komast yfirhöfuð á framfæri,
— a.m.k. að óbreyttu ástandi. Tæpast
skemmir það fyrir höfundum ef bækur
þeirra veita bókaforlögunum ekki meiri
háttar búsifjar. En látum svona ályktan-
ir liggja ámilli hluta.
Menn deila einatt um úthlutun t.d.
Nóbelsverðlaunanna eða Bókmennta-
verðlauna Norðurlandaráðs, — um
hvort þessi hefði nú ekki átt að hljóta
þau á undan hinum í það og það skiptið,
um hvort þessi bók sé ekki merkari en
hin og jafnvel hvort þetta land hefði átt
forgang frekar en hitt, o.s.frv. Svona
umræður og umtal er e;nmitt eitt af
hinu jákvæða og frjósama við slíkar
viðurkenningar. En sjaldan heyrirjnað-
ur raddir sem leggja til að þær verði
einfaldlega lagðar niður. Þess konar
patentlausnir virka aðeins eins og
rembihnútur. — Ursögn Morgunblaðs-
ins úr samtökunum um veitingu silfur-
hestsins hefur að sjálfsögðu veikt mjög
gildi hans, en hún sýnist mér einmitt
vera eitt dæmi um misheppnaða patent-
lausn.
Allar líkur benda til þess, að menn
séu almennt fylgjandi bókmenntaviður-
kenningum (ekki síður en t.d. leiklistar-
viðurkenningum). Og hvað varðar bók-
menntaverðlaun gagnrýnenda eru það,
að því er bezt verður séð, fyrst og
fremst formgallar, fyrirkomulag at-
kvæðagreiðslu, skipun úthlutunar-
nefndar — sem valda öllu írafárinu.
Það er bersýnilegt að hvoru tveggja er
ábótavant, og t.d. er ótækt að sami,
þröngi hópurinn annist þessa viður-
kenningu ár eftir ár.
En svo virðist, að þeir gagnrýnendur
sem enn eiga aðild að veitingunni og
hafa haldið uppi vörnum fyrir gildi
hennar, séu sér fullkomlega meðvitandi
um þessa ágalla, enda eðlilegt að svona
úthlutun og reglur hennar séu stokk-
aðar upp þegar reynsla er komin á þær.
En það hefur einmitt viljað brenna við I
málflutningi þeirra sem berjast gegn
verðiaununum að ekki sé komið mið
neinar tillögur eða hugmyndir um úr-
bætur. Urbæturnar virðast koma frekar
frá hinum vígbúðunum. T.d. hefur
Ólafur Jónsson lýst ágætlega „áhuga-
verðum“ hugmyndum um útvíkkun á
grundvelli veitingarinnar, að t.d. full-
trúar útvarps og sjónvarps, en kannski
fyrst og fremst fulltrúar bókmennta-
fræða úr háskólanum taki þátt I at-
kvæðagreiðslunni.
Málflutningur andstæðinga veitingar-
innar hefur því miður of oft einkennzt
af kostulegri einsýni, næstum því mein-
loku. T.d. segir Jón úr Vör nálægt
niðurlagi fyrrnefndrar greinar: „Það,
sem ég hef fyrst og fremst við þetta að
athuga, er það, að örfáir blaðamenn,
sem ekki eru neinir afburða smekk-
menn, skuli geta gæðamerkt isl. rithöf.
með þessum hætti ár eftir ár.“ -—
Hvenær verður spurningin um, hver sé
smekkmaður — að maður tali nú ekki
um „afburða smekkmaður" — annað en
smekksatriði? Eg bara spyr.
Sem leikmanni sýnist manni það nú
heillavænlegra að þeir menn sem skipi
úthlutunarnefndina geri það á forsend-
um þekkingar og áhuga á bókmenntum,
fremur en einhverjum bollaleggingum
um góðan eða vondan smekk. En ekki
meira um það. Væri nú ekki æskilegt að
menn tækju höndum saman um að
finna bókmenntaverðlaunum dagblað-
anna traustari og haldbetri starfsgrund-
völl í framtíðinni i stað þess að kippa
honum undan þeim, taka þau frekar í
klössun en kassera þeim beinlínis. Ef
hins vegar þeir sem eftir eru í úthlut-
unarnefndinni núna hyggjast úthluta
Sokka með óbreyttum hætti á næsta ári,
er því miður ekki ólíklegt að þau glati
síðasta sneflinum af þverrandi trausti
manna á þeim.
Vera má að þar með verði svonefndu
„veldi gagnrýnenda" hnekkt, og vera
má að sumum finnist þeir eiga ekkert
betra skilið. En eiga blessuð skáldin
okkar ekkert betra skilið heldur?
— A. Þ.
Hringsjá: r
Samgönguæðar um Island
Vort ferðalag gengur svo
grátlega seint,
gaufið og krókana höfum
við reynt —
og framtíðar landið er fjærri.
HESTARNIR lögðu fýrstu vegina
á Islandi. Þeir tróðu slóðir í svörð-
inn, muldu hraunið og mörkuðu
veg um klappir og klungur, sbr.
„Ennþá sjást í hellum hófa förin,
/ harðar fætur ruddu braut i
grjóti.“ Götuslóðirnar sjást enn
víða, nema þar sem sandur hefur
fokið í sporin eða maðurinn lagt
eða rutt vegi sömu leið. Þegar
menn fóru að leggja vegi um land-
ið, þá var hesturinn mikilvirkasta
aflið, er menn áttu völ á, til að
valda verkinu og flýta þvi, svo og
draga björg í bú eftir þessum
sömu vegum. Það kostaði mikla
orku og svitalöður manna og
hesta, að leggja og ryðja vegi um
flestar þéttbýlustu sveitir lands-
ins, en þvi var að mestu lokið,
áður en vélarnar komu til sögunn-
ar.
A þriðja tug aldarinnar tóku
bílarnir við hlutverki hestsins i
vegagerðinni, en önnur véltækni
hófst ekki veruleg fyrr enn ára-
tug siðar. Þá fleygði vegagerðinni
svo fram, að skömmu eftir að öld-
in var hálfnuð, var akfært orðið
um nær allar sveitir landsins, og
nokkrar öræfaleiðir. Vegir þessir
voru misjafnir að gæðum, sem
eðlilegt var, þar sem um 7—8
þúsund km var að ræða, þó voru
flestir aðalvegir um byggðir og
heiðar milli Iandshluta vel upp
byggðir malarvegir. Þá hafði og
verið gert akfært á útnes og inn
til dala. Brúuð höfðu verið flest
stórfljót, ár og lækir. Næstum
ótrúleg afrek. Fjárveitingar
skornar við nögl, fyrst lengi engar
vélar, seinna mjög takmarkaðar.
Vegalögin frá 1963 ákváðu
tryggan tekjustofn, vegakerfinu
til handa. í stað óvissra fjárveit-
inga frá ári til árs, er gerðu fram-
kvæmdir reikular, komu öruggar
tekjur, er einnig gerðu fært að
áætla framkvæmdir til lengri
tíma. Kostur varð á stórvirkustu
vélum, ýmissa tegunda í þjónustu
vegagerðarinnar.
A síðasta áratug hefur verið
mörkuð rétt stefna, endurbygg-
ingu gömlu veganna og leggja á
þá endingargott slitlag, svo sem
gert hefur verið með Keflavíkur-
veg, Suðurlandsveg, Vesturlands-
veg allt í Kollafjörð, og að ég ætla
einhverja kafla út frá Akureyri.
En því miður er sá ljóður á, að
flestar þessar framkvæmdir
ganga svo grátlega seint og kosta
of fjár meira en efni standa tiL
Helst er um að kerina: Allt of
háar kostnaðaráætlanir, kannski
þar af leiðandi mjög óhagstæðir
samningar við verktaka, of
skammur vinnutími og oft slugs
við verkið. Vélarnar þurfa manns-
ins með, og jafnvel, þó þær verði
fjarstýrðar. Rétt rök fyrir framan
töldum fullyrðingum eru þessi
helst: Aætlanir skal miða við
ströngustu kröfur um vinnuaf-
köst og hagsýni, verkkunnáttu.
Engin önnur sjónarmið komi til
greina. Of háar áætlanir bjóða
heim hærri tilboðum verktakans
en hann annars hefði gert I verk-
ið. Dæmi eru samt til, að verktaki
hafi boðið lægra en áætlaður
kostnaður var. Meðan samkeppni
réð ríkjum, þótti útboð verks
snjallræði og var það; venjulegast
græddu báðir aðilar. Nú hafa stór-
fyrirtæki verktakanna séð við
þeim leka, þ.e. að verksalinn
hagnist. Samtök fyrirtækjanna
gera hverju einstöku þeirra fært
að hafa tilboð sín Iangt úr hófi.
há. Þó fleiri en eitt tilboð berist í
sama verkið, er munur litil eða
enginn, þegar allt er talið. Af
tvennum ástæðum er hóflausu til-
boðunum tekið: 1 fyrsta lagi er
vegagerðin ekki viðbúin að vinna
verkið sjálf, og hins vegar eru
fyrir hendi kostnaðaráætlanir úr
öllu hófi fram. Undantekningar
frá þessum gengdarlausu tilboð-
um eru smærri samtök áhuga-
manna, er sjálfir vinna hörðum
höndum verkið, sem þeir taka að
sér, svo sem dæmi hafa verið til á
Suðurlandi.
Skemmri starfstími á landi hér
en dæmi eru um í öðrum löndum
veldur og meiri dýrtíð hér en ann-
ars staðar þekkist. Njóta vega-
framkvæmdir einnig þeirra
„blessunar".
Því miður er stundvísi ekki ein
af höfuðdyggðum okkar borgar-
barna, a.m.k. ekki í skrifstofu-
báknunum, þó margar heiðar-
legar undantekningar finnist.
Óstundvísi og slugs eru smitandi
lestir, og berst greiðlega út fyrir
borgarmörkin. Ekki eiga hér
heldur allir hlut að máli, en því
miður hvoruga hægt að nafn-
greina. Skiptir þetta mestu hvern-
ig verkstjórnin er á hverjum stað.
Hjá flestum verkstj. lengra út um
landsbyggðina skríða vandaðir
vegir fram með ágætum hraða.
Sama er með brúargerðina, þar
má heita valinn maður í hverju
rúmi. Þessi verk annarst vega-
gerðin sjálf. Þessi reynsla sýnir
ótvírætt, að í flestum tilfellum
ber vegagerðinni að annast sjálf
framkvæmdirnar. Nægur véla-
kostur, duglegur, samviskusamur
verkstj. er allt, sem þarf. Verka-
mennirnir vinna vel hjá áhuga-
sömum verkstj.
Þótt milljörðum hafi á siðasta
áratug verið varið til lagningar
hraðbrauta, með nokkuð varan-
legri yfirbyggingu, er furðu
skammt á leið komið; því veldur
það, sem fyrr getur, svo og t.d. að
undirbygging er oftlega gerð allt
of dýr, leiðir valdar eftir flóum.
vegna þess að verkfræðingnum
finnst beina línan svo mikil nauð-
syn, að ófært sé að sveigja veginn
lítið eitt á fasta landið, þótt sparn-
aður verði millj. á hvern km og
vegurinn jafnvel skemmtilegri og
öruggari. Það slys var rétt orðið,
að Vesturlandsvegur yrði lagður
frá Keldnaholti um mýrarnar
sjónhendingu framhjá Blikastöð-
um og yfir djúpa hvamma norðan
við Brúarland. Allt gert fyrir
beinu línina. Þessu var snúið til
betri vegar, mörgum millj. tugum
ódýrari leið valin og sem jafn-
framt þjónaði þéttbýliskjananum
við Brúarland, sveitabæjunum í
dalnum og Reykjalundi. Það er
margt er athuga skal vandlega,
þegar velja skal land og leiðir,
ekki einblína á beinustu leiðina,
en það er of oft gert. Sums staðar
verður ekki framhjá votlendinu
komist, þá þarf aðeins að þurrka
vegstæðið og leggja á það veginn,
tveggja metra háan eða hvað sem
er yfir, án þess skipta um jarðveg,
sem oft er gert að óþörfu. Ljósar
formúlur eru um burðarþol vega
eftir þykkt yfirbyggingar úr möl
eða 'grjóti þarf ekkert handahóf
við hafa, enda reynslan ólygnust.
Ætla ég þessar ábendingar sanni,
að hægt er að leggja vandaða vegi
miklum mun lengra hvert ár enn
nú hefur gert verið, og fyrir sömu
fjárhæð. Það er nú góður vegur
og traustur austur I Kollafjörð, en
víst hefðum við kosið slíkan veg
kominn að Laxá í Kjós, en það
hefði nú verið, ef verulega vel
hefði verið að verkinu staðið.
Veglagning um Hellisheiði og
Framhald á bls. 29.