Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974 Minnina: r Asdís Magnúsdóttir F. 1/10. 1928. D. 31/8. 1973. ÁRAMÖTIN eru tengd eins konar uppgjöri, ekki einungis í við- skiptabókum fyrirtækja, við erum líka að „gera upp árið“ gerum þá hvort tveggja: lítum um öxl og horfum fram á veginn. Þegar sá, sem þetta ritar, gerir upp sitt „bókhald" ársins, sem er liðíð, telur hann sér hollt, að vongleðin yfir nýja árinu sé ofarlega í huga, en gamla árinu verður lika að gera skil, með allri gleðinni og allri sorginni, sem það bar í skauti sér. Það er einmitt á slík- um stundum, er hugurinn hvarfl- ar að því, sem aldrei kemur aftur, að ofarlega í huga mínum verður horfin vinkona mín á árinu, Ásdís Magnúsdóttir úr Hveragerði, og ég finn hvöt hjá mér til að minn- ast hennar með nokkrum orðum. Ásdísi sá ég ekki fyrr en eftir að hún giftist árið 1952. Eigin- manni hennar, Hans Gústavssyni, hafði ég kynnzt ungum pilti á heimili minu í uppsveitum Árnes- sýslu, þar sem hann starfaði um skeið og vr -ð brátt heimagangur. Þrátt fy .<okkurn aldursmun og raunar í upphafi breitt bil á vett- vangi lífsins tókst fljótt með okkur Hans náin kunningsskapur og síðan vinátta, en um langt skeið hef ég talið það til gildis að eiga þennan afbragðs mann í hópi kærustu vina minna, i blíðu og stríðu. Þrátt fyrir alltíðar komur á heimili þeirra hjóna fyrstu hjú- skaparár þeirra í Hveragerði, var því svo farið, að Ásdisi kynntist ég lítið. Hún kom mér þannig fyrir, að hún væri dul að eðlisfari og seintekin, og verð ég að játa, að mér féll þetta miður, við áttum raunar margt sameigínlegt. Hún hafði kynnzt manni sínum, er þau voru samtíða á Garðyrkjuskólanum, þar sem ég áður hafði verið kennari og var ýmsum hnútum kunnugur. Bundust þau þar snemma nánum tengslum, sem áttu eftir að verða varanleg. Eg hafði orð Unnsteins skólastjóra fyrir þvi, er hann heimsótti mig eitt sinn, að það færi vel á með þessu unga fólki og væri það honum að skapi. Ásdís væri bráð- greind stúlka og öndvegis mann- eskja og mætti verða Hans Gústavssyni mikill styrkur á lífs- leiðinni, en hans biði án efa mikið hlutverk á sviði garðyrkjunnar, eins og líka kom á daginn. Mér er það minnisstætt, hversu annt skólastjóranum virtist vera um það, að þetta unga par sliti ekki samvistir, en bæri gæfu til að mega njótast og styrkja hvort annað í lífsins ólgusjó. Honum varð að ósk sinni. Og aldrei varð ég annars var en að þau hjónin bæru góðan hug til sfns gamla skólastjóra, en tryggiyndi var Ásdísi heitinni í blóð borið 1 ríkum mæli. Er þau höfðu gift sig, að námi loknu hér heima, dvöldu þau hjónin um tíma erlendis við nám og störf. Síðan var aftur haldið heim, heimili stofnað í Hvera- gerði og vinna hafin i garðyrkju- stöð Gunnars Björnssonar, Alfa- felli. Mun Hans um tíma hafa átt einhverja aðild að umfangsmiklu fyrirtæki Gunnars og þau þar myndað undirstöðu undir fram- tíðarbúskap sinn, en Gunnar manna vísastur til að greiða fyrir hinu unga fólki á þeim vettvangi. Að því kom svo, að þessi ungu garðyrkjumenntuðu hjón reistu sitt eigið garðyrkjubýli frá grunni, er þau urðu landnemar austarlega á Heiðmörkinni í Hveragerði. Eftir ótrúlega stuttan tima höfðu þau komið þarna upp fyrirmyndar garðyrkjustöð. Síðar voru færðar út kvíarnar, ná- grannastöðin var keypt og sam- einuð hinni og enn jukust kröf- urnar til starfa, útsjónarsemi og afkasta, og jafnvel i Hveragerði varð þetta býli þeirra hjóna meðal fyrirmyndar garðyrkjustöðva. Ur frumbýlishúsinu litla var svo flutzt í nýbyggt rúmgott íbúðar- húsið. Loks kom að því, að mann- virki, umhverfi og umgengni á þessum stað bar eigendunum verðskuldaðan vitnisburð, enda var ekki slakað á um atorku og dugnað þeirra hjóna. Það mun hafa verið nokkuð snemma á búskaparárum þeirra Hans og Ásdísar, að Skúli litli t Kona mln ANNA TÓMASDÓTTIR, Háteigsvegi 32, andaðist miðvikudaginn 1 3. febrúar B. Óli Pálsson. t Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir og amma, SIGURRÓS BÖÐVARSDÓTTIR, Óðinsgötu 5, sem andaðist 8 febr , verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, mánudag- inn 1 8. febrúar kl 1 .30. e.h Jósefína Björgvinsdóttir, Hermann Björgvinsson, Hulda Björgvinsdóttir, Siqurbjorg Björgvinsdóttir, Marteinn Björgvinsson, Björgvin Hermannsson, tengdabörn og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, SÓLVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hjaltabakka 8. sem lést 10 þ.m. verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 18 febrúar kl. 3. e.h Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Krabbameinsfélagið Helena Svavarsdóttir, Birgir Guðmundsson, Sigurður I. Svavarsson, Hólmfriður Guðmundsdóttir, Guðmundur Svavarsson, Ólöf Aðalbjörnsdóttir. Margrét Svavarsdóttir, Sesselja Svavarsdóttir, Rósa G. Svavarsdóttir og barnabörn. kom inn á heimili þeirra. Olu þau þennan einstæðing upp og komu til manns. Ur honum hefur tognað og er Skúli nú dugnaðar- sjómaður, feginn aðskreppa heim milli ,j-óðra“, og ber það vott um, að þar mun hann hafa notið þess athvarfs, sem tengir hann þessu æskuheimili þakklátum huga. Og nú, I hvað mestum önnum daganna, þarna á Heiðmörk 80, tók fólkinu að fjölga. Frum- burðurinn var hún Klara og þá lét Björg Elva ekki lengi standa á sér. Nokkrum árum seinna fæddist svo hann Friðrik, sem nú mun vera á 12. árinu. Það hefir verið haft á orði af þeim sem bezt þekkja til, að börn þeirra hjóna beri heimili sinu fagurt vitni með prúðmannlegri framkomu sinni. Elskulegri gesti ber vart að garði manns . og munum við hjónin ávallt minnast þeirra þakklátum huga og væntum þess, að kynni megi sem lengst haldast. Fyrir allmörgum árum fór að bera á versnandi heilsufari Ás- dísar þessarar tápmiklu myndar konu, sem var svo ung á árum. Brátt átti hún við mikinn sjúk- leika að stríða. Tvísýnar læknis- aðgerðir og oft langar sjúkrahús- legur fylgdu f kjölfarið. Þá syrti að heima fyrir, en því hlýrra varð brosið, þegar mamma kom heim aftur, eftir hverja sjúkrahús- vistina af annarri. Ýmiss' konar mótlæti mætti hinum ungu hjónum fyrstu árin, en velgengni þeirra og farsæld, er frá leið, bar vott um sterkan vilja og atorku beggja. Hygg ég, að nokkur sjálfsagi hafi mótað þau bæði þessi árin og kannski hafa þau mátt beita meiri hörku við sig sjálf en hollt og æskilegt hefir verið til frambúðar. Slík mál skulu ávallt metin af varúð, forðast ber að fella sóma. Slík einkamál eiga að vera frið- helg, þegar mætir samferða- menn eiga í hlut, jafnt karl- ar sem konur. — Sannleikur- inn mun vera sá, að ég hygg, að Ásdís heitin mun vart hafa á heilli sér tekið hin síðari ár. Dugnaðurinn og kjarkurinn var hennar styrkur, en sjálfsagt kunni hún ekki ávallt að gæta hófs eftir löng veikindi, þegar skyldustörfin, börnin og heimilið voru annars vegar. — Og svo sannarlega kunni hún að gleðjast með glöðum, þessi hugljúfa skemmtilega kona, sem þrátt fyrir allt virtist svo háð lífinu allt til hinztu stundar. Um það get ég borið því að með okkur tókst einlæg vinátta fyrir alllöngu, er hélzt til hinztu stundar hennar á meðal vor, þótt ,dneðgöngu- tírninn" yrði nokkuð langur, eins og hún komst einhvern tíma að orði. Dag einn að áliðnu sl. sumri kom þessi látna vinkona inn í símstöðina i Hveragerði og sendi mér heillaóskaskeyti í tilefni tíma móta þennan dag, en hugulsemi hennar var löngum söm við sig, það fundu vinir hennar. Af vissum ástæðum, sem hér verða ekki tilgreindar, þótt ekki sé þar um einkamál okkar Ásdísar að ræða, var þessi kveðja hennar mér svo kærkomin, að lengi mun ég njóta hennar. Skömmu siðar steig hún upp í bílinn sinn, á sinn persónulega hátt, áræðin og djörf í fasi. Vegurinn, sem aka skyldi, var eins greiðfær og bezt varð á kosið. Leiðin ekki löng. Engu að síður varð þetta hennar andláts- för. Margir eiga um sárt að binda við dauða þessarar mætu konu. En fyrst og fremst verður manni hugsað til barnanna hennar, hvernig þau fá afborið slíkt áfall Hvort mun nú ekki þeirraþroska- vænlega og góða uppeldi reynast þeim bezt í nauðum. Og traust- vekjandi mun faðirinn reynast sem fyrr. Það mun líka reynast þeim öllum feðginunum huggun harmi gegn, hversu ákjósaniegan sumardvalarstað Friðrik á vísan. Þetta munu þau öll kunna að meta, ef ég þekki þau rétt. Það er trú mín og von, að þessum ungu, efnilegu vinum mínum megi vel farnast í lífinu. Betri móður gátu þau ekki kosið sér. Stefán Þorsteinsson. Sigurlaug Daníels- dóttir — Minning Fædd 7. febrúar 1877. Dáin 8. febrúar 1974. Er ég frétti lát Sigurlaugar Danielsdóttur fyrrum húsfreyju að Hreðavatni, Norðurárdal, fannst mér, að ég mætti til með að minnast hennar fyrir það, sem hún reyndist mér, er ég var barn að aldri. Vorið 1914 hættu foreldrar mín- ir, sem höfðu búið að Hreimstöð- um í sömu sveit, búskap og var mér þá komið fyrir hjá Hallgrími Sigurðssyni og Elínu Ólafsdóttur, er þá bjuggu í tvíbýli við Kristján Gestsson og Sigurlaugu Daníels- dóttur að Hreðavatni. Þau siðar- nefndu áttu jörðina. Ég var mánaðartíma hjá Hallgrími og Elínu og minnist þeirra ávallt með hlýhug. Þetta vor var sér- staklega mikill fellir á búpeningi og treystust þau ekki til að halda lengur áfram búskap eftir að hafa misst mest af búpeningi sínum. Réðust þau því í húsmennsku, sem var hægara sagt en gert á þeim tíma og ekki bætti úr að hafa mig í eftirdragi, svoþau fóru þess á leit við Kristján og Sigur- laugu að taka mig að sér, sem var auðsótt mál og mikið lán fyrir mig að lenda hjá slíkum ágætis hjón- um. Varéþar hjá þeim í þrjú ár og mun það ekki hafa verið neinn léttir fyrir Sigurlaugu að bæta mér í hópinn, þar sem þrír korn- ungir drengir voru fyrir og ég erfiður fyrst í stað eftir að hafa þurft að skilja við foreldra mín á viðkvæmasta aldursskeiðinu. Sigurlaug reyndist mér sem önn- ur móðir og sýndi mér ekki minni ástúð og kærleika en sínum eigin drengjum með sínu mikla um- burðarlyndi. Sigurlaug var mjög trúuð kona, og var það alltaf regla hjá henni að fara yfir bænirnar með okkur drengjunum á hverju kvöldi og kenna okkur ýmis vers úr Passíusálmunum. Þar sem heyrnadeyfa og þá um leið mis- heyrn háðu mér í æsku, þurfti hún oft að sýna mikla þolinmæði og umburðarlyndi við mig, til að skapa mér það andlega veganesti, sem ég hefi búið að alla tíð síðan. Kristján og Sigurlaug hófu bú- skap sinn að Tungu í Hörðudal, Dalasýslu, árið 1907 og bjuggu þar í 6 ár, en höfðu svo jarðar- skipti við Björn heitinn Finnsson, er þá bjó á Hreðavatni. Bjuggu þau þar síðan til dauðadags t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall eiginmanns míns, KARLS Þ. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og bróður okkar STEFÁNS ÞÓRARINSSONAR GUÐMUNDSSONAR. Guðný Þórarinsdóttir, Rannveig Þ. Arnar Birna Lárusdóttir. og vandamenn. t Innilegt þakklæti til allra sem sýndu mér samúð við andlát og jarðarför mannsins míns, SIGURÐAR KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR, Hlaðbrekku 22, Kópavogi með minningargjöfum og ómetanlegri hjálp. Guð blessi ykkur öll Fyrir hönd aðstandenda, Guðrún Ebba Jörundsdóttir. Kristjáns, en hann lézt af slysför- um í september 1939. Sigurlaug bjó þó þar áfram í nokkur ár og var Þórður sonur þeirra ráðsmað- ur hjá henni, unz hann tók alveg við búskapnum og býr þar enn ásamt því að vera umsjónarmaður hjá starfsfólki rikis og bæja i Munaðarnesi. Árið 1926 réðust þau hjón í að reisa nýtt íbúðarhús að Hreða- vatni, en slíkt stórvirki, hús upp á kjallara, hæð og ris, var ekki algengt að byggja í þá daga. Stór- hugur þeirra hjóna var þannig, að ef einhvern gest bar að garði, vildu þau að hægt væri að veita hinum sama hinn bezta greiða, og í þá daga kom fólk oft í stórhóp- um til þess eins að skoða Staf- holtshólma í Hreðavatni svo og aðra náttúrufegurð þar í kring. Gerist það enn þann dag í dag og er óhætt að segja, að það hafi verið fyrsti vfsirinn að staðsetn- ingu „hótela" í hrauninu. Eftir að Sigurlaug brábúi, dvaldist hún að mestu hjá Þórði syni sínum og Hrafnhildi konu hans á Hreða- vatni, unz hún fór á dvalarheimili aldraðra i Borgarnesi, en síðast var hún á sjúkrahúsinu á Akra- nesi, þar sem hún lézt 8. febrúar síðastliðinn, 97 ára að aldri. Kristján og Sigurlaugu varð 7 barna auðið, stúlku, er lézt í bernsku, og sex drengja, sem allir eru á lífi. Þeir eru: Daníel stjórnarformaður Kaupfélagsins i Borgarnesi, Gestur deildarstjóri hjá sama kaupfélagi, Ingimundur bóndi í Heyholti, Haukur yfir- læknir á Slysavarðstofunni í Reykjavík, Magnús bóndi í Norð- tungu og Þórður bóndi á Hreða- vatni. Utför Sigurlaugar fer fram í dag frá Hvammi í Norðurárdal. Eg votta sonum hennar og öðrum afkomendur mína innilegustu samúð. Blessuð sé minning henn- ar. Emil Helgason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.