Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 18
18
MÖRGÚNBLAÐIÐ.LAUGÁRDÁGUR Í6. ÚEBTRUAK 1974
GúmbjörgunarbátarBylgjunnar um borð í Þórunni Sveinsdóttur.
— Einn fórst
Framhald af bls. 32
anum, en talið er ólíklegt, að loðn-
an hafi kastazt til. Skipstjóri á
Bylgjunni var Sverrir Erlends-
son. Skipverjar báðu Morgunblað-
ið fyrir kveðjur og þakkir til skip-
verja þeirra báta, sem aðstoðuðu
við björgunina. Sjópróf verða í
málinu næstu daga. Eigandi
Bylgjunnar var Sjótak í Reykja-
vik.
Salomon Loftsson var 59 ára
gamall. Hann lætur eftir sig konu
og 5 börn, yngst 4 ára.
Sigurjón Óskarsson.
— Solzhenitsyn
Framhald af bls. 1
Að sögn vina Solzhenitsyns
skrifaði hann þá Nikolai V. Pod-
gorny forseta yfirlýsingu með
kröfu um, að öllum meðlimum
fjölskyldunnar yrði leyft að fara,
og við henni tók Mikhail Malyar-
ov aðstoðarríkissaksóknari.
Aðrar fréttir herma, að frú Nat-
alia Svedlova, kona Solzhenit-
syns, bíði enn eftir opinberri til-
kynningu um, að hún og börn
hennar þrjú fái að fara úr landi.
Ekkert bendir til þess í íbúð fjöl-
skyldunnar í Gorkystræti í
Moskvu, að flutningar séu í nánd,
en Solzhenitsyn hefur raunar.
ekki ákveðið, hvar hann ætlar að
búa.
neinna kosta völ og hann hefði
ekki samþykkt að fara í útlegð.
Vinir Solzhenitsyns lögðu
áherzlu á þetta vegna þess, að
þeirri sögu hefur verið komið á
kreik samkvæmt sovézkum heim-
ildum, að Solzhenitsyn hafi sam-
þykkt að fara í útlegð, þegar hann
var sakaður um landráð, þar sem
viðurlög við þeirri ákæru er líflát.
Þegar Solzhenitsyn var gert
ljóst, að hann yrði fluttur nauð-
ungarflutningum í útlegð, kvaðst
hann ekki mundu fara án fjöl-
skyldu sinnar, en hann var full-
vissaður um, að henni yrði leyft
að koma á eftir honum.
Nixon neitar að láta skjöl af hendi
Washington, 14. febr. NTB
LEON Jaworski, rannsóknardóm-
ari bandaríska dómsmálaráðu-
neytisins í Watergatemálinu upp-
lýsti i dag, að Nixon forseti hefði
neitað að afhenda nokkur segul-
bönd og skjöl, sem ráðuneytið fór
fram á í jan. sl. að fá aðgang að.
Kvaðst Jaworski nú ætla að hafa
samband við Watergate nefnd
öldungadeildar bandarfska þings-
ins um það hvernig við þessari
synjun forsetans skyIdpbrugðizt.
Samkvæmt dómsúrskurði hafa
fulltrúar dómsmálaráðuneytisins
umboð til að leita til dómstóla til
þess að fá spólur og skjöl frá
forsetanum. Aðstaða þessi er for-
setanum. Aðstaða þessi er svipuð
þeirri sem upp hafði komið rétt
áður en Archibald Cox var rekinn
úrembætti rannsóknardómara.
Svissneska utanríkisráðuneytið
bar formlega til baka fréttir um,
að það hefði hikað við að leyfa
Solzhenitsyn landvist af ótta við,
að slíkt leyfi hefði áhrif á sam-
búðina við Sovétríkin. Talsmaður
ráðuneytisins beoti á, að það væri
gömul svissnesk hefð að veita öll-
um pólitískum flóttamönnum
landvist án tillits til stjórnmála-
skoðana.
Slíkum útlögum er að nafninu
til bannað að gefa pólitískar yfir-
lýsingar meðan þeir eru í Sviss,
en þetta bann hefur verið frjáls-
lega túlkað. Ota Sik, sem var að-
stoðarforsætisráðherra Alexand-
ers Dubceks í Tékkóslóvakíu á
sínum tíma, hefur oft gefið póli-
tískar yfirlýsingar síðan hann
fékk hæli í Sviss.
Solzhenitsyn hefur hins vegar
ekki beðið um hæli sem pólitlskur
flóttamaður og heldur ekki beðið
um leyfi til þess að setjast að í
Sviss, að sögn embættismanna.
— Kjaradómur
Framhald af bls. 32
BSRB og er sama að segja um
hæsta launaflokk beggja banda-
laganna. Með þessu rýmkast
nokkuð möguleikar á niðurröðun
starfshópa í flokka, en á það reyn-
ir í sérsamningum. Heimilt er
samkvæmt úrskurðinum að fjölga
flokkum um einn, ef flokkun
krefst þess í sérsamningum.
Háskólamenn fá viðurkennda
starfsþjálfun, sem fengin er utan
ríkiskerfisins, og fá þeir að flytja
hana með sér inn i ríkiskerfið í
nkara mæli en áður. Þá gilda
örlitið aðrar reglur um orlof og
ferðakostnað en í BSRB-
samningunum.
Eins og menn rekur minni til
samdi BSRB þannig, að mesta
launahækkunin kom á neðstu
flokkana. Felldir voru niður
nokkrir flokkar, en minnsta
launakækkun í flokki, sem ekki
var felldur niður, var 7%. Gilti
það um 14. flokk og lægri flokka,
en síðan lækkaði hækkunar-
prósentan stig af stigi, unz hún
var komin niður i 2,9% i hæsta
flokki. Þeir háskólamenn, sem áð-
ur voru i BSRB, tóku laun eftir
17. flokki BSRB og þar fyrir ofan,
en í 17. flokki BSRB varð 6%
hækkun í fyrsta áfanga samning-
anna.
„Kjaradómur mjög íhalds-
samur og töluvert
ósjálfstæ5ur“.
Morgunblaðið sneri sér til dr.
Jónasar Bjarnasonar formanns
launamálanefndar Bandalags há-
skólamanna og spurði hann álits á
úrskurði Kjaradóms. Jónas sagði:
„Með Kjaradómi þessum hefur
áunnizt merkur áfangi fyrir
BHM. Bandalagið fær nú sérstaka
launaflokka, sem bera heitin A1
til A27. Ennfremur fékk banda-
lagið ýmis ný ákvæði eins og t.d.
um eftirmenntun og vátrygging-
ar. Launaflokkarnir A1 til A19
eru þeir sömu og launaflokkar 10
til 28 í launakerfi BSRB, en ofan
við A19 eru átta launaflokkar og
heimild fyrir einum til viðbótar. 1
launakerfi BSRB eru 5 flokkar
fyrir ofan 28. flokk, sem heita B1
til B5. Launaflokkur A27 er hlið-
stæður launaflokki B5 og hefur
103.100 krónur sem hæstu laun.
Ekki er unntaðtúlka neinarprós-
entuhækkanir á laun einstakra
starfshópa að svo stöddu, því að
með niðurstöðu Kjaradóms er bú-
ið að rjúfa tengsl starfshópa við
launaflokka. En meginreglur til
viðmiðunar um skipan í launa-
flokka eru með verulega frjáls-
legri hætti en í samningi BSRB.
Þessi atriði skýrast fyrst með sér-
samningum.
Sem stendur lætur nærri, að 35
til 40% mismunur sé nú almennt
á kjörum háskólamanna á al-
mennum vinnumarkaði og hjá
rikinu. Ljóst er, að verulegar
launahækkanir verða að eiga sér
stað almennt með sérsamningum
ef ekki á illa að fara. Nokkrir
starfshópar, eins og t.d. yfirverk-
fræðingar og fleiri, geta ekki náð
samanburði við almennan vinnu-
markað innan þessa launastiga.
Vísitöluákvæðin eru töluvert á
annan veg en í samningum BSRB,
en þeirra ákvæði eru nánast af-
leit.
Að þessu sinni kom í ljós sem
oftar áður, að Kjaradómur er
mjög íhaldssamur og töluvert ó-
sjálfstæður. Hann lét samninga
BSRB við fjármálaráðhera móta
um of niðurstöður sínar i stað
þess að fara eftir lögunum. Þó má
segja, að fjármálaráðherra hafi
bundið hendur dómsins að
nokkru leyti með því að láta
samninganefnd sína ekki hafa
umboð til verulegra efnislegra
umræðna á samningfundunum.
BHM-menn munu sennilega end-
urskoða afstöðu sína til réttinda
og skyldna opinberra starfs-
manna, þar sem réttindi i kjara-
málum eru greinilega minni en
ætla má samkvæmt lögunum um
kjarasamninga opinberra starfs-
manna nr. 46 1973, en þar eru
ákvæði um það, við hvað miða
skal, þegar Kjaradómur dæmir
launakjör. Ef almennar og veru-
legar launahækkanir verða nú um
þessar mundir, er líklegt, að BHM
krefjist fljótlega endurskoðunar
á aðalkjarasamningi."
— Norðurlanda-
Framhald af bls. 1
Þing Norðurlandaráðs sitja 78
fulltrúar, kjörnir fulltrúar þjóð-
þingmanna og einnig fjölmargir
ráðherrar, þar á meðal allir for-
sætisráðherrarnir. Fulltrúar
Alþingis eru Matthías Á.
Mathiesen, sem nú tekur sæti í
forsætisnefnd Norðurlandaráðs,
Gunnar Thoroddsen, Jón Skafta-
son, Gylfi Þ. Gíslason, Hannibal
Valdimarsson og Gils Guð-
mundsson.
Auk Ölafs Jóhannessonar for-
sætisráðherra sækja þingið ráð-
herrarnir Magnús Torfi Ölafsson,
Magnús Kjartansson og Halldór
E. Sigurðsson. Framkvæmda-
stjóri stjórnar íslandsdeildar
Norðurlandaráðs er Friðjón
Sigurðsson skrifstofustjóri
Alþingis.
Margir embættismenn sækja
þingið svo og fulltrúar norrænna
stofnana og blaðamenn. Á meðan
þingið situr koma saman til funda
fulltrúar unghreyfinga stjórnar-
málaflokkanna á Norðurlöndum.
Fulltrúar íslenzku stjórnmála-
flokkanna eru Ingvar Björnsson
lögfræðingur frá Framsóknar-
flokknum, Einar Karl Haraldsson
frá Alþýðubandalaginu, Einar
Harðarson frá Samtökum frjáls-
lyndra og vinstri manna og
Friðrik Sófusson frá Sjálfstæðis-
flokknum.
Fundir Norðurlandaráðs verða
um helgina og þinginu verður
slitið síðdegis miðvikudaginn 20.
febrúar.
— Verksvipting
Framhald af bls. 32
verksviptingu beitt gegn Tré-
smiðafélagi Reykjavíkur, er félag-
ið hóf svokölluð skæruverkföll og
bannaði vinnu aðeins i Árbæjar-
hverfi. Beitti þá VSl þessu vopni
til þe-ss að koma í veg fyrir mis-
munun milli hinna einstöku tré-
smíðameistara í Reykjavík. Þá
var í verkfalli árið 1969 beitt
heimild um verksviptingu, er
Félag járniðnaðarmanna gerði
verkfall hjá ísaga, en ekki öðrum
fyrirtækjum. Hefur þessu vopni
yfirleitt aðeins verið beitt gegn
svæðisbundnum verkföllum eða
verkföllum gegn einstökum at-
vinnurekendum.
í gær voru samningafundir með
hinum ýmstu sérfélögum og sér-
samböndum. Voru t.d. fundir með
verzlunarmönnum í gærmorgun,
svo og iðnaðarmönnum, og áður
en samningafundir hófust í gær
var fundur með Verkamannasam-
bandinu.
Þá ber að geta þess í sambandi
við þessa samningagerð, að eftir
að stefnubreytingin varð í vinnu-
brögðum aðila — þ.e. hætt var að
ræða beina prósentuhækkun á
laun og flokkaskipan launaflokk-
anna var tekin fyrir, voru þau
boð, sem VSÍ hafði boðið þá og
fólu i sér rúmlega 16% hækkun í
þremur áföngum, dregin til baka.
Telur VSÍ, að grundvöllur
samningagerðarinnar hafi gjör-
breytzt við þessa skipulagsbreyt-
ingu viðræðnanna og sú prósentu-
hækkun, sem þá var boðin, geti
eigi lengur staðizt.
Morgunblaðið spurði nokkra
samningamenn að þvi í gær, hvort
þeir teldu, að samningar myndu
takast um helgina. Fæstir vildu
spá þvi, að sá tími reyndist nægi-
legur, en samt verður það að
segjast, að tilfinning þeirra blaða-
manna Mbl., sem gerst hafa fylgzt
með samningunum, er sú, að eigi
sé langt í samkomulag.
Hefði ekki verið snarari í
snúningum fyrir hálfri öld
— segirafiáátt-
ræðisaldri, sem
bjargaði sonar-
syni sínum frá
drukknun
MAÐUR á áttræðisaldri bjarg-
aði sl. miðvikudag fimm ára
gömlum sonarsyni sínum frá
drukknun úr Búðará á Húsa-
vfk. Maðurinn, sem heitir Arni
Jónsson og er 72 ára að aldri,
var að horfa út um glugga á
húsi sínu ásamt konu sinni og
tengdadóttur, en þar í garðin-
um, sem er rétt við ána, var litli
drengurinn að leik ásamt leik-
félögum sínum. Sá Árni þá
hvar drengurinn féil f ána,
hljóp út úr húsinu og fór í ána
eftir drengnum. „Ég hefði ekki
verið snarari í snúningum, þó
að ég hefði verið hálfri öld
yngri,“ sagði Arni í samtali við
Morgunblaðiö. „Þetta er áreið-
anlega mesti hamingjudagur
lífs míns, að geta bjargað
drengnum."
Árni sagði, að forsaga þessar-
ar björgunar væri í rauninni
óveðrið, sem gekk yfir Norður-
land fyrr í vikunni. Hús hans
liggur að Búðará, en garðurinn
er þó rammlega afgirtur frá
ánni. Hins vegar hafði kyngt
niður svo miklum snjó í óveðr-
inu, að snjóbreiða lá yfir girð-
inguna og að árbakkanum.
Sjálf áin var einnig undir
þykkri snjóbreiðu.
„Ég sá, að drengurinn hætti
sér nokkuð nærri bakkanum,
og skyndilega lét skaflinn und-
an og við horfðum á eftir hon-
um ofan i ána. Ég þaut út úr
húsinu og að bakkanum, en
þegar ég horfði niður sá ég að-
eins húfuna á kolli hans. Það
var engirm timi til umhugsunar
svo að ég kastaði mér út í og
náði strax taki á honum. Lagði
ég aðaláherzlu á að halda hon-
um upp úr, því að sjálfur komst
ég ekki hjálparlaust upp úr
ánni — þarna eru áreiðanlega
tveir meti ar frá botni og upp á
bakkann. Kona mín og tengda-
dóttir komu fljótlega á eftir og
náðu fyrst drengnum upp og
hjálpuðu mér á eftir," sagði
Árni.
Hann kvað engu hafa mátt
muna, að drengurinn drukkn-
aði. Taldi Árni það hafa orðið
honum til lífs, að töluverður
snjóskafl féll með honum í ána
og hindraði, að hann bærist
með straumnum undir snjó-
breiðuna, sem yfir ánni Var.
„Þá er ekki að vita, hvenær við
hefðum fundið hann,“ sagði
Árni.