Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRtTAR 1974 22 022- RAUÐARÁRSTÍG 31 V -------------' BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 \tíl. 14444*25555 mmim BlLALEIGA CAR RENTAL BÍLALEIGAN V^IEYSIR CAR RENTAL 24460 í HVERJUM BÍL PIOIVIEER ÚTVARP OG STEREO KASSETTUTÆKI BÍ LALEIGAN BOK4Í CAR RENTAL 24 700 BORGARTUNI 19 BókhaldsaðstoÖ meðtékka- færslum BÚNAÐAR- BANKINN Rofar til Þegar framsóknarmenn ákváðu s.l. sumar að láta upp- sagnarákvæði varnarsamnings- ins byrja að Ifða, bentu leið- togar Sjálfstæðisflokksins hvað eftir annað á, að slikt væri óþarfi, þvf að hægt var að ná fram nauðsynlegum breyt- ingum á vamarstöðinni án þess, þar sem samningurinn væri svo rúmur. Þetta vildu framsóknarmenn ekki kannast við, þar sem það féll ekki inn f pólitíska hentistefnu þeirra þá stundina. Nú virðist þó hafa rofað fyrir heiðglugga f sálar- þykkni Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra, því í Tfmanum f gær er haft eftir honum, að varnarsamningur- inn sé þannig úr garði gerður, að óþarfi sé að segja honum upp, þótt samstaða náist ekki, þvf að fjöldi bandarískra her- manna hér sé háður samþykki tslendinga. Um þetta er eftir- farandi haft eftir Ólafi for- sætisráðherra f leiðara Tímans f gær: „Varnarsamningurinn er þannig úr garði gerður, að ef til vill mætti að verulegu leyti ná skv. honum sjálfum þvf mark- miði, sem stefnt er að. Þar segir nefnilega skýrum orðum f 4. grein varnarsamningsins, að það sé háð samþykki fslenzkra stjórnvalda, hve fjölmennt varnarlið skuli vera hér á landi. Við getum þess vegna eftir þeirri leið haftþað dálftið f hendi okkar að ná fram því markmiði, sem stefnt er að f málef nasamningnum, jafnvel þó ekki kæmi til uppsagnar á þessum samningi. Þetta mál er mikið vandamál á margan hátt og ekki ástæða til að gera Iftið úr því. Það er Ifka kannski fyrst og fremst tilfinningamál. En ég tel nauðsynlegt að Ifta á þetta mál fyrst og fremst með skynsemi og rökhyggju og Iáta það ráða ferðinni en ekki tilfinningarn- ar“. Þá sagðist ráðherrann ekki vilja blekkja nokkurn mann og sagði það óraunsætt aðgera ráð fyrir að varnarliðið verði horfið af landinu á kjörtfmabil- inu.“ Á öðrum stað í leiðaranum er svo vitnað til orða forsætisráð- herrans, þar sem f fyrsta sinni er raunverulega sannað, að rfkisstjórnin hafði aldrei gert upp við sig, að herinn ætti að hverfa úr landinu á kjörtfma- bilinu, en þessu hafa ráðherrar Alþýðubandalagsi ns skrökvað að stuðningsmönnum I rúm tvö ár. En merkilegastur er þó þessi léiðari fyrir það, að með orðum sfnum gefur forsætis- ráðherra ótvfrætt f skyn, að jafnvel þótt samningar um varnarmálin tækjust ekki, þá sé ekki þar með sagt, að varnar- samningnum verði sagt upp. Hér er um mjög athyglisvert frávik frá fyrri yfirlýsingum forsætisráðherra að ræða og er ekki grunlaust um, að hinar stórkostlegu undirtektir lands- manna undir undirskriftasöfn- unina VARIÐ LAND hafi loks sannfært forsætisráðherra um, hver sé vilji mikils meirihluta fslenzku þjóðarinnar f þessu máli. Formaðurinn aðhlátursefni Öðruvfsi mönnum áður brá. Formaður Alþýðubandalagsins er orðinn sérstakt aðhláturs- efni á fundum „herstöðvarand- stæðinga“. Nú er orðinn frægur sá atburður, sem gerðist, er „her- námsandstæðingar" efndu til svokallaðs liðskönnunarfundar á dögunum. Þangað mættu m.a. Ragnar Arnalds og Svavar Gestsson ritstjóri Þjóðviljans. Ragnar reyndi þar að útskýra hina flóknu stefnu flokksins f varnarmálunum, sem felst í þvf að vera tilbúinn að slá af innan rfkisstjórnarinnar og viður- kenna dvöl nokkurs varnarliðs, en vera harðir og töff á sfðum Þjóðviljans. Almennir flokks- menn, sem minnast úrslitakost- anna frægu í landhelgismálinu, vilja nú fylgja þvf lögmáli, sem segir, að brennt barn forðist eldinn. Þeir eru orðnir sann- færðir um, að stefnan innan ríkisstjórnarinnar sé sú, sem ráði á hverjum tfma, en ekki stóru orðin, sem matreidd eru orðin onf sakieysingjana á sfðum Þjóðviljans eða kór- sunginn á trúarsamkomum í Háskólabíói. Þess vegna var orðum „formannsins" tekið sem hverjum öðrum trúðs- skrfkjum og voru fagnaðarlæti fundarmanna í stíl við það. Benny Andersen og Povl Dissing 1 Norræna húsinu | STAKSTEINAR Reykjavík, 13. febrúar 1974. Dagana 17. og 18. febrúar koma danski vísnasöngvarinn POVL DISSING og landi hans, rithöf- undurinn og skáldið BENNY ANDERSEN, þrisvar fram í Nor- ræna húsinu og lesa upp og syngja. Þeir eru hér í boði Norræna hússins og Det Danske Selskab i Reykjavík. Sunnudaginn 17. febrúar kl. 15:00 verður barna- og fjölskyldu- skemmtun í Norræna húsinu. Benny les upp úr hinum vinsælu barnabókum sínum, „Snövsen og Eigil og Katten" og „Snovsen pá Sommerferie". Povl Dissing syngur dönsk barnalög, m.a. eftir Halfdan Ras- mussen. Silja Aðalsteinsdóttir, sem er um þessar mundir að þýða á íslenzku barnabók eftir Benny Andersen, aðstoðar sem þýðandi. Suni^udagskvöldið 17. febrúar kl. 20:30 verða „Svantes viser“ á efnisskrá. Povl Dissing syngur, og Benny Andersen leikur undir á píanó og harmóníku. Benny Andersen, sem hefur gefið út „Svantes viser“, og er hinn eini, sem þekkt hefur Svante persónulega, segir frá honum, grunndanska skáldinu og ást hans á Nínu, Brennivíninu og Svíþjóð- arþrá hans. En Svante neyðist til að halda kyrru fyrir í Danmörku, „því að annars verð ég sjóveikur". Þetta er sorgarsaga, en í túlkun Povl Dissings munu áheyrendur gráta af hlátri. Mánudaginn 18. febrúar kl. 20:30 koma þeir Benny Andersen og Povl Dissing fram hvor undir sínu nafni. Benny Andersen les upp úr kvæðum sfnum og smásög- um, og Povl Dissing syngur dönsk alþýðulög og einnig vísur eftir sjálfan sig. Með hinum sérkennilega hætti sínum að túlka söngva, þar sem grátur og raul er einnig undirleik- ur, hefur Povl Dissing unnið sér allstóran hóp aðdáenda í Dan- mörku. Þessi hópur hefur stækk- að svo um munar eftir útkomu siðustu hljómplötu hans „Mor Danmark“, þar sem hann syngur um misgerðir Dana á Grænlandi og hina hryggilegu inngöngu Dan- merkur í EBE. Hljómplatan með „Svantes viser" og ferðalög þeirra félaga, þ«r sem þeir hafa flutt. þessa efnisskrá, hefur mjög aukið áhuga á vísnasöng i Danmörku. Povl Dissing hefur aldrei komið til íslands áður, en Benny Ander- sen hefur verið hér, i janúar 1969, og lesið upp ásamt þremur öðrum dönskum rithöfundum í Norræna húsinu, og ætti því að vera óþarft að kynna hann nánar. Fréttabréf úr Rauðasandshreppi Stormasamt hefir verið það sem af er árinu á vesturkjálka lands- ins, og má segja, að svo til allar veðurspár hafí byrjað svona: „Gert er ráð fyrir stormi á Vest- fjarðamiðum,“ og þær spár hafa rætzt, því miður. Svo vestfirzkir sjómenn hafa ekki átt neina sældardaga hér á miðunum. En veðráttan hefir verið hlý að kalJa, ýmist undir eða yfir frost- marki svo stundum hefir slaknað á snjónum í byggð, sem hefir svo aftur orðið að klaka, sem bætist við það, sem fyrir var. Mikil hálka er því allsstaðar og stór hætta fyrir fólk og farartæki. Allir vegir hér um (Jtvíkur eru ófærir, og lokað hér að Látrum síðan fyrir jól, en það gerir ekkert til, við höfum allt til alls, en það er slæmt fyrir pöstinn, Kristin Ölafsson, en hann á að vera tvisv- ar í viku, en gengur á ýmsu, og verður hann oft að ganga hluta leiðari nnar i misjöfnum veðrum, en reynt að skjóta honum smá spotta á bíl eða vélsleða, eftir því sem hægt er. Þegar kemur uppá fjöllin er alltaf skafrenningur og stundum snjókoma svo brautir standa ekkert, þiðan nær ekki þangað upp. Þá má þvi segja, að miklir erfiðleikar séu með allar sam- göngur, einnig flug, en þó sérstak- lega með mjólkurflutninga. Væri mjög æskilegt ef þing- menn okkar Vestfirðinga vildu nú taka sig til, ásamt vegamálastjóra eða hans mönnum, og ferðast um Vestfjarðakjördæmið, af því gætu þeir mikið Iært, og fengið dýr- mæta reynslu, sem okkur, er hér búum, mætti siðar að gagni koma. Látrum 4/2—74. Þörður Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.