Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974 Um fræðslu- í erindi því, sem hér fer á eftir, drepur Þorsteinn Gíslason á ýmis mikilsverð atriði, sem hafa raun- hæfa þýðingu til úrbóta i fræðslu- málum sjómannastéttarinnar og er nú vonandi, að skriður fari að komast á þau mál. Ritstj. Einn stærsti þátturinn í störf- um Fiskifélagsins frá upphafi stofnunar þess, eru fræðslumálin. Fiskiðnaðar- og tækninefnd hefur orðið sammála um eftirfarandi til- lögur í fræðslu- og tæknimálum. Fræðslumálin: 32. fiskiþing telur nauðsynlegt, að stjórn Fiskifélags Islands beiti sér fyrir: 1. Að yfirvöld fræðslumála taki hið allra fyrsta inn i fræðslulög- gjöf, að unglingar á skyldu- og gagnfræðastigum fái verklega kennslu i hagnýtum greinum fisk- iðnaðar og sjómennsku. Greinargerð um hvað helzt skal kenna: a) Kennd verði almenn sjó- vinna, þ. e. netagerð, uppsetning línu, neta, nóta og varpa, beiting, splæsingar o. fl., þ. e. handverkið svo og undirstöðuatriði í siglinga- og mótorfræði. b) Kennd verði undirstöðu- atriði í fiskiðnaði, svo sem með- ferð og nýting sjávarafla og hinn- ar fjölmörgu verkunaraðferðir, kynning á tæknibunaði og vélum vinnslustöðvanna er og nauðsyn- leg. c) Fræðsla um hafið sjálft og auðlindir þess og þýðing þeirra fyrir afkomu íslenzku þjóð- arinnar. d) Fyrir unglingana verði haldið úti að sumarlagi skóla- eða æfingarskipun, sem henta mjög sem kennslutæki, eins og fyrri reynsla hefur sýnt. 2. Að aukin verði fræðsla um hinar ýmsu greinar sjávarútvegs í fjölmiðlum. Sérstaklega í útvarpi og sjónvarpi. Greinargerð: Hér er um að ræða stærsta at- vinnuveg þjóðarinnar og ef gerð- ur er samanburður á þeim tíma, sem bændasamtökin hafa til kynningarstarfsemi sinnar í út- varpi, þá vantar mikið á að sjávar- útvegurinn standi jafnfætis á þessu sviði. Þingið telur, að það þurfi að vera stór þáttur í upplýs- ingaþjónustu Fiskifélagsins að út- vega starfskrafta til kynningar- starfsemi um hina ýmsu þætti sjávarútvegsins handa þessum miklu áróðurstækjum, sem út- varp og sjónvarp eru. 3. Að halda áfram aðstoð við að koma af stað námskeiðum í verk- legri sjóvinnu og útvega leiðbein- endur. Vinna að því að koma á sambandi og tengslum milli sjávarútvegsfræðslu og væntan- legra útibúa Rannsóknastofnunar fiskiðnaðar og Hafrannsókna- stofnunarinnar. Efla störf erind- reka félagsins með þvf að gera erindrekastarfið að aðalstarfi. Að Fiskifélagið komi af stað nám- skeiðum næsta sumar fyrir kenn- ara I sjóvinnu. 4. Að yfirvöld fræðslumála beiti sér fyrir því, að Kennaraháskól- inn undirbúi kennaraefni sin til að veita fræðslu í helztu þáttum sjávarútvegsins og sjómennsku. 5. Að yfirvöld fræðslumála endurveki starfsfræðsludaga, sem reyndust með ágætum meðan þeir voru haldnir um árabil og láta einskis ófreistað til að kynna ungmennum þá möguleika, sem þessi undirstöðuatvinnuvegur okkar hefur upp á að bjóða. 6. Að áfram verði haldið sams konar endurhæfingarnámskeið- um fyrir skipstjórnarmenn og vél- stjóra, sem Stýrimanna- og Vél- skólinn héldu sl. vor og að haldin verði úti á landi námskeið til leið- beiningar og kennslu f notkun hinna ýmsu fiskleitar- og sigl- ingartækja. 7. Að handbókaútgáfu Fiskifé- lagsins verði haldið áfram, hún aukin og tekin fyrir hið fyrsta útgáfa handbókar um fiskeldi með tilliti til reynslú annarra þjóða. Niðurstöður tilrauna og at- hugana sem hér eru með fiskeldi birtar í Ægi, ásamt öllum nýj- ungum, sem til böta virðast horfa við fiskveiðar og fiskeldi annarra þjóða. 8. Að i sambandi við undán- þáguöngþveiti fiskiskipaflotans kanni stjórnin hvort ekki sé hægt að koma upp öldungadeildum við Stýrimannaskólana og úti á landi. Einnig hvort ekki sé hægt að koma upp úti á landi stuttum sér- hæfingarnámskeiðum fyrir vél- gæzlumenn. Tæknimálin: 1. Fiskiþing lýsir ánægju sinni yfir störfum tæknideildar Fiski- félagsins og telur, að nú hafi rækilega sannazt, að tilvera tæknideildar sjávarútvegsins á hvergi betur heima en á vegum Fiskifélags Islands. Þingið hvetur því stjórnina til að vinna ötullega að frekari uppbyggingu og fram- gangi þessarar þörfu deildar. Framsögu- erindi flutt á 32. fiskiþingi 2. Að fylgzt verði gaumgæfilega með tækninýjungum sjávarút- vegs, notagildi þeirra athugað við okkar aðstæður og upplýsingum síðan dreift svo fljótt sem auðið er. 3. Að hraðað verði útgáfu á II. hefti leiðbeiningabókar um gerð, viðgerðir og viðhald fiskleitar- og siglingatækja, sem Stýrimanna- skólinn hóf útgáfu á fyrir tveimur árum. 4. Að hlutazt verði til um að auka möguleika á viðgerðarþjón- ustu siglinga- og fiskleitartækja á sem flestum stöðum. Sérstaklega með að gera viðgerðarmönnum kleift að hafa varahluti til tækj- anna, en vitað er að til þess skort- ir marga rekstrarfé. Einnig verði komið á fót námskeiðum fyrir við- gerðarmenn, þar sem kennt verði viðhald og meðferð sem flestra af þeim mörgu nýju tækjum, sem flæða til landsins með nýju skip- unum. 5. Haldið verði áfram athug- unum á stöðlun fiskikassa, sem nú eru að ryðja sér braut, sérstak- lega í nýju skipunum. Kostir og gallar athugaðir, svo og reynsla annarra þjóða, sem hafa margra ára notkunarreynslu. 6. Haldið verði áfram kynn- ingar- og fræðslufundum með vél- og skipstjórnarmönnum, eins og haldnir hafa verið af og til sl. tvö ár, þar sem teknar hafa verið fyr- ir helztu nýjungar í vélbúnaði, veiðarfærum, gerð skipa og fyrir- komulagi öllu, menn þar sagt frá persónulegri reynslu sinni og annarra og skipzt á skoðunum. 7. Fiskiþing felur tæknideild fé- lagsins að hefja nú þegar athugun á möguleikum á notkun plast- kassa í stað trékassa á síldveiðum i Norðursjó. Svo mörg voru þau orð, sem þessi nefnd gerir sinar tillögur um og þarf ekki að fjölyrða um fyrstu tvo liðina, þar fylgja grein- argerðir. Ef við litum á 3ja liðinn f fræðslumálum, þá kom það fram hér fljótlega á fiskiþingi, að nú er komið myndarlega af stað sjó- vinnunámskeiðum á nokkrum stöðum. Fiskifélagið hefur komið því til vegar, með því að senda út dugmikla kennara, tilþess að leið- beina og koma þessum námskeið- um af stað. Með að koma á sam- bandi og tengslum milli sjávarút- vegsfræðslu og væntanlegra úti- búa Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins og Hafrannsóknastofn- unarinnar úti um land, þá ætti að geta myndazt æskilegt samband á milli þessara tveggja aðila, þann- ig að fræðarar kæmu frá stofnun- unum til skólanna. Það er minnzt hér á að efla störf erindreka félagsins. Við þekkjum allir, sem munum nokkra áratugi aftur f tímann, það mikla starf og þarfa, sem erindrekar Fiskifé- lagsins unnu á sínum tíma. Það er verið að byrja að endurvekja þetta starf og það hefur sýnt sig, að þetta á fullan rétt á sér enn þann dag í dag. Mér er kunnugt um að, því miður, hefur ekki ver- ið hægt að launa starfið sém skyldi, og við það eigum við, þeg- ar við bendum á þetta, þ. e. að launin verði aukin svo, að þessum mönnum verði gert kleift að ferð- ast um og að þetta verði þeirra aðalstarf. Svo er bent á, að Fiskifélagið komi af stað námskeiðum næsta sumar fyrir kennara í sjóvinnu. Það er þegar farið að skipuleggja þau af Fiskifélaginu og ég vona, að þau eigi eftir að komast á sem flestum stöðum i gang næsta haust. Eftir að hafa starfað á þriðja áratug við kennslu í barna- unglinga- og stýrimannaskóla, þá hlaut ég þá viðurkenningu i fyrra sem mér hefur þótt hvað vænst um. Ég hitti einn af minum gömlu nemendum, traustan skip- stjóra úr fiskimannastétt, sem kom til mín, tók i höndina á mér á þann hátt sem sannur maður ger- ir, með sinni bólgnu sjómanns- hendi, þakkaði mér, að hann hefði orðið sjómaður en ekki mublu- smiður. Hvað ségirðu drengur, spurði ég. Jú, þú kenndir okkur kubbasmfði í 1. bekk unglinga- deildarinnar, en hættir því og tókst upp sjóvinnu- og siglinga- fræði í 2. bekk. f 4. liðnum er beðið um, að stjórn Fiskifélagsins beiti sér fyrir, að yfirvöld fræðslumála sjái tilþess að Kennaraháskólinn und- irbúi kennaraefni sín til að veita fræðsluí helztu þáttum sjávarút- vegs. Eftir nám mitt á sinum tíma í Kennaraskólanum, þá tel ég, að ef nemendur þar hefðu átt kosta völ hvað þeir vildu læra til að veita fræðslu í handavinnu og öðru sliku, að það hefðu verið býsna margir, sem hefðu tekið þátt í að undirbúa sig sem fræð- ara í þáttum sjávarútvegs og sjó- mennsku og ég geri ráð fyrir, svo mjög sem Kennaraskólinn var og Kennaraháskólinn nú eru sóttir af fólki utan af landsbyggðinni og frá sjávarþorpunum, að þarna myndu örugglega vera margir, sem vildu taka þátt í slíku. í sambandi við starfsfræðslu- dagana, sem teknir eru fyrir i 5. grein, þá hefur þeim ekki verið haldið uppi um árabil. Ég hef rætt þetta við stjórnendur fræðslumála, því miður virðist nafn þess manns, sem á miklar þakkir skilið i þessu máli, eins og bannorð á þeim bækislöðvum. Þessir starfsfræðsludagar voru fluttir út um Iand og þeir áttu stóran þátt i því að hvetja marga unglinga til að koma til sjávar- starfa og minnist ég þó nokkurra nemenda frá siðasta áratug f Stýrimannaskóla, sem að fengu sína fyrstu fræðslu um sjó- mennsku einmitt hjá okkur á starfsfræðsludaginn uppi i skóla. Þá er beðið um i 6. grein að haldið verði áfram sams konar endurhæfingarnámskeiðum fyrir skipstjórnar- og stýrimeon og haldin voru i Stýrimanna- og Vél- 17 fiskleitar- og siglingatæki, sem eru í notkun. Þá kemur, að auka möguleikana á viðgerðarbiónustu siglinga- og fiskileitartækja á sem flestum stöðum. Það er staðreynd, að við- gerðarmönnum úti á landi hefur gengið ákaflega illa að halda uppi varahlutalager. Þvi hefur valdið aðallega skortur á rekstrarfé. Eg álit að samtök útvegsmanna, ásamt rikiskassanum jafnvel, ættu að geta hlaupið þarna að nokkru leyti undir bagga. Vitað er, að mörg ný tæki hafa komið núna til landsins og þarna vantar mikið af leiðbeiningum, sérstak- lega í meðferðinni og ekki hvað síður, þegar viðhaldið byrjar á þessum tækjum og þarna þarf að byrgja brunninn i tima áður en við dettum ofani þann brunn, sem getur myndazt, þegar menn eiga að fara að gera við og halda við og tæknimál skólanum sl. vor. Vélskólinn og Stýrimannaskólinn auglýstu og héldu sl. vor hálfsmánaðar endur- hæfingarnámskeið. É)g held, að eftir þá reynslu, sem við fengum á þessum námskeiðum, eigi þau fullan rétt á sér. Það er svo margt nýtt og svo margt sem menn þyrftu að endurnýja og rifja upp, þess vegna eiga þau fullkominn rétt á sér. Það er beðið um, að handbóka- útgáfu Fiskifélagsins sé haldið áfram. Hún er að verða til fyrir- myndar og er það mjög að þakka ekki eingöngu stjórn félagsins heldur má segja aðalritstjóra hennar, sem er Asgeir Jakobsson. Hann á þakkir skildar fyrir, hvaða bækur hafa komið út á síð- ustu árum. Við öngþveiti því, sem nú rikir á fiskiskipaflotanum i sambandi við undanþágurnar, þá hygg ég, að það raunhæfasta, sem hægt væri að að gera í dag til þess að margir miklir hæfileika-og úrvals skipstjórnarmenn, sem eru með undanþágu og eru jafnvel að flosna úr starfi vegna réttinda- leysis og er verið að meina þeim starfið, af eðlilegum ástæðum hins aðilans, væri að halda nám- skeið, sem veitti þeim réttindi. Þessir menn myndu margir koma og ná sér í réttindi, sérstaklega ef þetta væri flutt út um landið, á 1—2 staði aðra en Reykjavík. Það eru margir af okkar topp-, ef ég má nota það orð, toppskipstjórum í dag sem hlutu sína menntun nú fyrir nokkrum árum í öldunga- deildinni, sem áreiðanlega hefðu hætt sumir hverjir, ef þeir hefðu ekki náð sér í þessi réttindi. Einnig tel ég, að það gæti verið mjög til athugunar í sambandi við vélgæzlu, hvort ekki væri hægt að sérþjálfa vélstjóraefni, og þá á ég við að æfa þá aðeins í vélgæzlu og kenna þeim þá ekki önnur fög á meðan, fyrir hinar ýmsu vélateg- undir og á 2—4 vikum mætti ná þar miklum árangri i sérþjálfun. Tæknimálin eru tekin hér fyrir. Ég vona, að menn geti verið sam- mála nefndinni um okkar tillögur i sambandi við tæknideildina og það sem við förum fram á, að hún beit sér fyrir hér. Við biðjum um, að hún aðstoði við útgáfu á 2. hefti leiðbeiningabókar, sem Stýrimannaskólinn hóf útgáfu á. Það, að 2. hefti hefur ekki komið út, stafar aðallega af því, að erfið- leikar hafa verið að fá tæknimenn til að þýða leiðbeiningarkafla og handbókarhluta frá hinum ýmsu tækjum, sem eru í notkun. Víst er, að fátt á eins mikinn rétt á sér um borð í skipin eins og þessar bækur. Ég nefndi dæmi á siðasta fiskiþingi, þegar ég sagði frá þess- ari bók, minni persónulegu reynslu, sem á fjögurra mánaða úthaldi bjargaði aflaverðmæti fyrir milljónir, vegna þess að við þurftum ekki að sigla langar leið- ir til hafnar til að leita viðgerðar á hlutum, sem hefði verið útilok- að að okkur hefði tekizt að gera við úti á sjó, án þess að hafa bókina við höndina. Okkar tak- mark er að fá á islenzku slíkar leiðbeiningabækur um öll helztu tækjum, sem þeir lítið þekkja og hafa enga varahluti til. I 5. lið er talað um að halda áfram athugunum á stöðlun fiski- kassa. Fiskikassar eru nú mjög að ryðja sér braut hér. Þeir hafa reynzt misjafnlega, það fer ekkert á milli mála. Það vill þannig til, að siðustu 6 árin hef ég verið með að flytja að sumarlagi afla á markað i fiskikössum til nokkurrá er- lendra hafna. Ég hef rætt þar við marga, bæði kaupendur og eins sjómenn, um þeirra reynslu af kössum og það er svo skrítið, að það er eins og að víðast hvar ljúki allir upp einum munni um það, að þar sem þarf eitthvað að geyma fiskinn að ráði, og þó að þeir hafi prófað nýjustu gerðir, þ.e.a.s. plast- og álkassa, þá er eins og þeir snúi alltaf aftur til gömlu- kassanna, trékassanna. Þeir hafa bent á ýmislegt f þessu, sérstak- lega er það að það er eins og isinn bráðni betur í gegnum fiskinn í trékössunum, isvatnið siast með tímanum út i viðinn og jafnvel óhreinindi af fiskinum setjast á hliðar kassanna. Þeir segja, að fiskurinn komi hreinni úr tré- kössunum, þurfi að geyma fisk- inn að ráði i kössunum, og ef hann er geymdur í þlast- og ál- kössum þá vilji með tímanum vatnið fúlna frekar. Þarna álít ég að sé verðugt rannsóknarefni og reynist svo, að þeir hafi á réttu að standa, þá álít ég að það sé fylli- lega til athugunar að koma hér upp kassaverksmiðju. Siðan er hér að lokum talað um að haldið verði áfram kynningar- og fræðslufundum með vél- og skipstjórnarmönnum, eins og haldnir hafa verið hér hjá Fiski- félaginu á sl. 2 árum. Ég álít, að fyrir þá menn, sem hafa haft að- stæður til að koma á þessa fundi og þeir þar tjáð sig, að þetta hafi borið góðan árangur sérstaklega i sambandi við nýju skipin, sem þeir hafa verið að fara um borð i, bæði sem vélstjórnar- og skip- stjórnarmenn. Eg álit að reynsla þessara funda sýni að þeim beri að halda áfram. Að lokum þetta; Við ritum og viðurkennum allir, að mennt er máttur. Það er staðreynd, að hér á landi hafa, því miður, menntunar- leiðirnar lagzt í alranga stefnu. Því að menntuðustu mennirnir eru ekki alltaf þeir langskóla- gengnu. Og hér á landi nægir bók- vitið ekki eitt til að fylla tóma aska. Verkmennt hefur verið skipaður of lágur sess og menn gleyma gjarnan, að fremur öðru þá göfgar vinnan manninn. Mennt verður aldrei máttur á ís- landi án verkmenningar. I lok þessa fiskiþings erþað einlæg ósk okkar, að Fiskifélagið megi eiga sinn þátt í að kveikja ljós hjá þeim mönnum, seiri leggja og lagt hafa menntaleiðir þjóðarinnar á undanförnum árum. Leiðir þeirra manna sem eiga að erfa landið. Svo að hver fræðari geti að námi loknu brautskráð nemanda sinn með einkunnarorðunuin: „Þitt er menntað afl ogönd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning haga hönd, hjartað sanna og góða".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.