Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974
13
Sinfóníutmleikar
Stjórnandi: Jussi Jalas %
Einleikari: Arve Tellef-
sen % Kodaly: Hary Jan-
os svítan • Bruch: Fiðlu-
konsert # Sibelius:
Sinfónfa nr. 2.
Eftir því sem undirritaður
hefur vit til og hægt er að
dæma, vil ég halda því fram að
sinfóniuhljómsveitin hafi í vet-
ur leikið betur, að öllu jöfnu en
nokkru sinni áður, þó einstök
tilfelli megi tilgreina um frávik
til eða frá. Saga Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands, er saga nokk-
urra manna, sem trúðu því að
við íslendingar gætum haldið
uppi hljómsveit, boðið upp á
góðan flutning og hefðum þörf
fyrir góða tónlist. Einn þeirra
manna, sem bókstaflega talað
hafa fórnað sér fyrir þennan
draum, er fyrrverandi konsert-
meistari hljómsveitarinnar,
Björn Ölafsson fiðluleikari.
Undir hans leiðsögn, fyrir
óþrotlega elju hans sem kenn-
ara og óbilandi trú, hefur
hljómsveitin náð þessu marki.
Því minnist ég á Björn, að ný-
verið hefur starf konsertmeist-
ara, sem hann hefur gegnt frá
stofnun hljómsveitarinnar,
verið auglýst til umsóknar, og
að á næstu tónleikum mun
hann leika fiðlukonsert
Beethovens.
Þeir sem láta sig varða ísl.
tónlistarlíf ættu að fjölmenna á
þessa tónleika. Með því móti
getum við bezt þakkað Birni og
sýnt honum að starf hans hefur
borið ríkulegan ávöxt.
Hary Janos svítan er meðal
þekktari verka Kodaly, senni-
lega vegna þess hve aðgengileg
Tðnllst
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
hún er. Flutningur verksins var
mjög áheyrilegur og auðheyrt
að stjórnandinn lagði meiri
áhersiu á skýrleik forms og
glettni, en „virtuósiskan" leik.
Fiðlukonsertinn eftir Bruch er
ekki mjög stórbrotið verk, en
sérdeilislega fallegt og naut sín
mjög vel i meðferð Arve Tellef-
sen. Síðasti kaflinn var helzt til
of hraður og leikur Tellefsen
nokkuð ofdrifinn, fyrir ekki
stórbrotnara verk. Tellefsen er
án efa meðal beztu fiðluleikara
á Norðurlöndum og þó víðar
væri Ieitað. Hápunktur tónleik-
anna var flutningur sinfóniu
nr. 2, eftir Sibelius. Á sama
hátt og 1 Hary Janos svítunni,
lagði stjórnandinn, Jussi Jalas
áherzlu á skýra formmótun
verksins. Slík vinnubrögð eru
því miður ekki eins algeng og
ætla mætti, því mörgum stjórn-
andanum hættir oft til að fórna
tónsmíðinni fyrir virtúósiskan
hraða. Hér var tónsmíðin tekin
til meðferðar, lögð áherzla á
blæbrigði og skýra mótun
stefja.
Edda Þórarinsdóttir og Þor-
steinn Gunnarsson f aðalhlut-
verkum.
„Vér morðingj-
ar” í sjónvarp
á Norðurlöndum
DAGANA 6.—8. febrúar var
haldin hér í Reykjavík fundur
leiklistardeilda sjónvarpsstöðv-
anna á Norðurlöndum, og sóttu
hann 17 erlendir fulltrúar. R;edd
voru ýmis mál varðandi samvinnu
og samskipti stöðvanna á sviði
leikritaflutnings og skoðuð þau
leikrit, sem fram eru boðin til
skipta á næstu mánuðum. Af
hálfu íslenzka sjónvarpsins var
boðið fram leikritið „Vér morð-
ingjar“ eftir Guðmund Kamban,
og verður það tekið til flutnings í
danska, norska og sænska sjón-
varpinu á næstunni. Siðar mun
verða tekin ákvörðun um, hvort
það verður einnig sýnt í finnska-
sjónvarpinu.
Leikritið „Vér morðingjar'* var
frumsýnt í íslenzka sjónvarpinu á
sl. jólum. Aðalhlutverkin eru
leikin af Eddu Þórarinsdóttur og
Þorsteini Gunnarssyni. Lekstjóri
var Erlingur Gíslason og stjórn-
andi upptöku Tage Ammendrup.
Addo-X 9101 rafeindareiknivélin er fullkomin
lausn á samlagningarvél og kalkúlator. Vélin
hefur hið vel þekkta lykilorð með fisléttum
áslætti, lykilborðsloku og svörun í hverjum
takka.
Reiknar allar fjórar reikniaðferðir, talnarými
14+14 tölustafir.
Tvö reikniverk, konstant, prósentutakki o.m.fl.
GENGUR AÐEIIMS MEÐAIM ÝTT ER Á
TAKKA.
KJARANhf
skrifstofuvélar & -verkstæði Tryggvagötu 8, simi 24140
Mikil snjóflóða-
hætta á Flateyri
GlFURLEGT fannfergi er nú f
Önundarfirði og muna menn ekki
annað eins. Mikið hefur fallið af
snjóflóðum úr fjöllunum við
fjörðinn og hafa þau brotið niður
rafmagnsstaura og borið fiskhjall
og litla sjónvarpsendurvarpsstöð
út á sjó. Ekki hafa snjóflóðin lent
á fbúðarhúsum, en litlu munaði,
að eitt snjóflóðið lenti á bænum
Ytri-Veðrará. t fjallinu Þorfinni
hefur fallið snjóflóð úr hverju
einasta gili og tvö snjóflóð féllu
úr Eyrarfjalli, þar sem menn
muna ekki að snjóflóð hafi fallið
áður og er raunar vitað, að á
öðrum staðnum hefur ekki fallið
snjóflóð a.m.k. sfðan á sautjándu
öld.
Að sögn Kristjáns Guðmunds-
sonar, fréttaritara Mbl. á Flateyri
við Önundarfjörð, er allt á kafi i
snjó á Flateyri ogþar sem göturn-
ar hafa verið ruddar, eru skafl-
arnir margir metrar á hæð.
Þegar snjóflóðin féllu, brutu
þau niður 25—30 staura i raflin-
um og rofnaði því straumurinn
frá Mjólkárvirkjun og er allt
svæðið fyrir norðan Önundar-
fjörð án rafmagns frá virkjun-
inni. Á Flateyri voru tvær dísil-
rafstöðvar, en á mánudagskvöldið
kviknaði í rafstöðvarhúsinu og
brann rafall annarrar stöðvarinn-
ar, þannig að aðeins hin er not-
hæf. Sér hún Flateyri fyrir dá-
litlu rafmagni og eru hús þar upp-
hituð, en bæir i sveitinni eru gjör-
samlega án rafmagns og eru
margir óupphitaðir.
Snjóflóð tók litla sjónvarpsend-
urvarpsstöð, sem sett hafði verið
upp til bráðabirgða fyrir nokkr-
um árum, og bar út á sjó. Aðal-
endurvarpsstöðin er hins vegar að
Holti, en vegna rafmagnsleysis
hafa önfirðingar hvort sem er
ekki séð sjónvarp síðan á mánu-
dagskvöldið. Frá þeim tíma var
lika símasambandslaust að mestu
til Reykjavikur þar til í gær.
Gifurlegur veðurofsi var frá því
á mánudag fram á miðvikudag.
Ungur maður, sem farið hafði til
gegninga á eyðibýli 1 sveitinni,
varð að hirast þar i fjósinu í nær
tvo sólarhringa, vegna veðurofs-
ans.
Viðgerðarflokkar komu i fyrra-
dag með varðskipi og báti frá
Þingeyri og Bíldudal og i gær frá
ísafirði með póstbátnum. Eru við-
gerðir á raflinum hafnar, en
ganga erfiðlega vegna ófærðar-
innar og af þvi að ekki eru til
nægilega margir staurar.
Kristján sagði, að enn væri
hriðarbylur og enn væri mikil
snjóflóðahætta. Hingað til hefðu
íbúðarhús sloppið, en þau væru
ennþá i mikilli hættu.
Þýzka kvikmyndin (frá 1960)
„Eln glass wasser”
með Gustav Grúndgens, sýnd í Nýja bíó kl. 2 í dag.
Germanía.