Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1974 23 Bjarni Guðmundsson héraðslœknir - Kveðja Hinn 8. des. siðastliðinn amlað- ist i Landspítalanum i Reykjavik Bjarni Guðmundsson héraðslækn- ir 75 ára að aldri. Hann var fæddur að Önundarholti í Villingaholtshreppi, Arnessýslu, 11. júnf 1898. Ég kynntist honum fyrst, er hann kom sem héraðslæknir að Brekku í Fljótsdal, en þar starf- aði hann frá 1925—1933. Um ára bil hafði þá verið þar læknissetur og sjúkraskýli, veglegt á þeirra tima mælikvarða. Jafnvel þótt héraðið væri með þeim erfiðustu á landinu, völdust þangað ágætir læknar. Þar var um alllangt skeið lækn- ir, Jónas Kristjánsson, sem síðar fluttist að Sauðárkróki og starfaði þar, þar til hann stofnaði heilsu- hæli Náttúrulækningafélagsins i Hveragerði, sem hann starfaði við tildauðadags. Eftirmaður Jónasar á Brekku var Ölafur Lárusson, sem siðar varð héraðslæknir í Vestmanna- eyjum. Báðir þessir læknar voru vinsælir austur þar. Arið 1925, þegar Olafur fluttist til Vestmannaeyja, tók Bjarni við af honum. Hann var þá ungur, vel menntaður læknir og glæsilegur. Bjarni var með hærri mónnum á vöxt, þrekinn og hinn vörpu- legasti. Hann var öruggur í fram- göngu og kvikur í hreyfingum. Fljótt fékk hann orð fyrir að vera dugandi og góður læknir og með af brigðum duglegur ferðamaður. A þessum árum var nokkur byggð í Jókuldalsheiðinni, sem nii er aflögð. En það eru víðlendir heiðarflákar upp af Vopnafirði frá vesturbrún Jökuldals vestur að Möðrudalsfjallgörðum og allt til jökla. Býlin I heiðinni fengu sína læknisþjónustu frá Brekku, þangað voru erfiðar ferðir, fyrst yfir Fljótdalsheiðina, yfir Jökul- dalinn og upp að heiðarkotunum. A vetrum voru þessar leiðir oftast ófærar hestum og þá varð að grípa til skíðanna, en Bjarni var ávallt ótrauður ferðamaður. Fyrir hann voru erfiðleikarnir til þess að sigrast á þeim. Eins og eðlilegt er, var læknir aðeins sóttur um svo langan og erfiðan veg ef um alvarleg veik- indi var að ræða. Oft var það lungnaböiga, sem menn fengu eftir vosbiið og erfið ferðalög um þessar víðáttur. Bjarni fékk fljótt orð á sig fyrir, hversu duglegur og heppinn hann var að bjarga þessum sjúklingum sinum. Hann sat yfir þeim nótt og dag, þar til lífið sigraði þá fór hann ánægður heim. Brekka í Fljótsdal stendur við botn Lagarfljóts. Útsýni er þar mjög fagurt austur yfir fljótið að Hallormsstaðarskógi, en einnig í suðvesturátt inn yfir Fljótsdal- inn, þar sem Fljótsdalsárnar liðast niður láglendið og hverfa í fljótið neðan við Brekku. Þau ár, ^^fc^. sem Bjarni var á Brekku, rak hann þar búskap aðallega með sauðfé og hross. Hann átti alltaf góða hesta meðan hann var þar. Kýr voru aðeins til heimilsþarfa, en einnig til þess að fullnægja mjólkurþörf sjúkraskýlisins, en þar voru alltaf sjúklingar eftir þvi sem rúm leyfði. Búskapinn rak Bjarni með sama myndarbrag- og allt annað, er hann tók sér fyrir hendur. Árið 1929 kvæntist Bjarni eftirlifandi konu sinni, Ástu Magnúsdóttur hjúkrunarkonu frá Akureyri, hinni glæsilegustu og ágætustu konu. Þau eignuðust fjögur börn, einn son, Guðmund, lækni við Landspítalann, og þrjár dætur, sem allar eru giftar húsmæður í Reykjavík. Frá Brekku fluttist Bjarni til Ölafsfjarðar og var þar i 4 ár, en fluttist þá til Vestfjarða. Hingað að Selfossi kom hann 1954 frá Patreksfirði og dvaldist hér þar til hámarksaldur embættis- manna bannaði honum að vera lengur, eða þar til hann varð 70 ára. Er hann kom hingað var ekkert sjúkraskýli hér og við það gat hann ekki unað. Hann fluttist úr embættisbústaðnum í leiguhús- næði, en breytti embættis- bústaðnum í sjúkraskýli og fékk byggt við húsið þannig að úr varð nothæft sjúkraskýli, sem nú um árabil hefur gengið undir nafninu Sjúkrahúsið áSelfossi. Er hann hafði náð aldurstak markinu barst honum fjöldi áskorana um að starfa hér áfram, en á þvi gaf hann engan kost, mun þar tvennt hafa komið til, í fyrsta lagi vissi hann, að út um allt land voru læknislaus héruð, sem ungu læknarnir vildu ekki sinna vegna þess að þau voru erfið, en einrrig vissi hann, að með því að vera hér áfram kynni hann að verða eftirmanni sínum í emb- ættinu fremur til óþæginda. Hann var hvort tveggja í senn, hraustmenni og drengskaparmað- ur, þess vegna tók hann þann kostinn, sem var erfiðastur, hann tók Þingeyrar- og Flateyrarhéruð og þjónaði þeim báðum í fjögur ár, sfðan tók hann Dalahérað, sem hann hélt meðan heilsa og kraftar entust. Þau ár, sem Bjarni starfaði hér á Selfossi, var hann i afhaldi sem góður læknir, sérstaklega var hann dáður af öllu eldra fólki. í fristundum sinum fór hann í faðm öræfanna, fór þá oftast með nokkrum ungum og hraustum piltum á rjúpna- eða gæsaveiðar. Veiðimaður var hann ágætur og þeir, sem einhvern tima fóru með honum f þessar fjallaferðir, sótt- ust eftir að fá að fara með honum aftur ef kostur var. Þau ár, sem hreindýradráp var leyft, fór hann á fornar slóðir og veiddi og var fljótur i ferðum. Hann vissi frá fornu fari, hvar dýrin héldu til, en hæfni veiði- mannsins brást ekki eftir að kom- ið var á slóð dýranna. Eins og áður segir kynntumst við Bjarni fyrst, er hann bjó á Brekku, en ég á Reyðarfirði og fór ávallt vel á með okkur. Er við urðum siðar nágrannar hér á Sel- fossi rifjuðum við upp gömul kynni og tókst þá fljótlega vinátta með okkur og fjöiskyldum okkar. Bjarni var höfðingi heim að sækja, léttur i lund og með spaugsyrði á vörum. Sem húsmóð- ir var Ásta aðlaðandi og glæsileg. Það var alltaf ánægjulegt að heimsækja þau. Minning Bjarna er mér og fjöl- skyldu minni sérstaklega kær. Við kveðjum hann með söknuði og biðjum almáttugan Guð að halda sinni verndarhendi yfir Astu, börnum þeirra, tengdabörn- um og barnabörnum um ókomin ár. Jón Pálsson. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM HVERNIG á ég að snúa mér gagnvart þessum fulltrúum trúflokka, sem berja að dyrum hjá mér og þylja yfir mér einkennilegar kenningar sfnar? Ég fylgi Jesú Kristi, og trúin á hann veitir mér fullnægju, en þetta fólk gerir mér mikið ónæði. EF þetta fólk þekkir ekki frelsarann, þá er því öllu ætlað að verða kristið! Það er flest vel æft í því að beita rökum og getur ruglað fólk, sem þekkir ekki eða skilur ekki ritningarnar. Það er ráð mitt, að þér verðið eins snjall að tala fyrir trú yðar og þetta fólk fyrir sína trú. Biblían segir: „Verið ætíð búnir til varnar fyrir hverjum manni, er krefst af yður reikningsskapar fyrir þá von, sem í yður er." (1. Pét. 3,15). Þeir kristnir menn eru of fáir, sem þekkja Biblíuna sína. Það er ástæðan þess, að hinir mörgu annarlegu trúflokkar hafa slíkan framgang sem raun ber vitni. Þeir þekkja trúarbrögð sin, og þeir kunna að setja fram sannfærandi rök fyrir því, að menn aðhyllist trú þeirra. Ráðið við þessu er að afla sér leikni í að fara með orð Guðs. Ef þetta fólk er spurt að því, hvort það hafi endurfæðzt, ruglast það venjulega í ríminu. Fæstir trúflokkar grundvallast á lifandi sambandi við Krist. Gangið því fyrst úr skugga um, að þér þekkið sjálfur frelsarann. í öðru lagi ættuð þér að rannsaka ritningarnar, unz þér eruð orðinn hand- genginn þeim. Þá fullvissa ég yður um, að þessir sendiboðar láta yður í friði — og ef ekki, þá gefst yður tækifæri til þess að vitna fyrir þeim með sömu djörfung, einurð og þekkingu og þeir haf a sýnt. Björn Franzson kennari—Minning FIMMTUDAGURINN 7. febrúar s.l. verður kennurum og nemend- um Gagnfræðaskólans við Lauga- læk lengi minnisstæður. Þann dag barst okkur um hádegið sú óvænta harmafregn, að einn af kennurunum, Björn Franzson, hefði orðið bráðkvaddur á leið i skólann. Þar var genginn vammlaus og vitalaus maður, traustur vinur og félagi og drengur góður. Kynni mín af Birni hófust fyrir hartnær niu árum, er hann varð kennari i Gagnfræðaskóla Vesturbæjar, og varþar kennari þar til sá skóli var lagður niður 1969. Þá fór hann með mér ásamt öðru kennaraliði skólans i hinn nýstofnaða Gagn- fræðaskóla við Laugalæk. Nu, hálfu fimmta ári síðar, skiljast leiðir, og skarð er komið i vinahópinn, og mun það skarð ófyllt og opið standa. Björn Franzson var fágætlega fjölmenntaður og fjölfróður, tón- skáld og listunnandi, og þar til svo góður maður og hjartahreinn, að leitmun að öðrum slíkum. Honum þótti vænt um nemend- ur sfna, og ég held, að mér sé óhætt að fullyrða, að þeim hafi þótt vænt um hann, þó að stund- um væri þeir honum ei svo eftir- látir sem skyldi. Björn var einn þessara ham- ingjumanna, sem eignast marga og trausta vini á lifsleiðinni, en fáa eða enga óvini. Við, samstarfsmenn hans og vinir i Gagnfræðaskólanum við Laugalæk, minnumst verka hans, sem alltaf voru unnin af alúð og trúmennsku. Hans góðu konu og ættingjum öllum sendum við innilegar sam- úðarkveðjur I þeirra djúpu sorg. Björn vin okkar felum við hon- um, er sólina hefur skapað. Óskar IVIagnússon fráTungunesi skólastjóri LÝST EFTIR VITNUM A ÞORLAKSMESSU, 23. des. sl., var Volkswagen-bifreið ekið á Chevrolet Camaro-bifreið, sem stóð fyrir utan verzlunina Nes- kjör (áður Straumnes) við Nes- veg i Reykjavík. Þeir, sem gerðu eiganda Chevrolet-bifreiðarinnar viðvart um áreksturinn, svo og aðrir, sem tóku eftir þessu, eru góðfúslega beðnir að hafa sam- band við lögregluna á Selvjarnar- nesi. Solveig Bergsdóttir Prestsbakka - Minning Þann 31. desember sl. andaðist á sjúkrahúsi hér í borg Solveig Bergsdóttir á Prestsbakka. Lengi hafði hún átt að stríða við mikla vanheilsu og lá hér síðast mikið sjúk áður en andlát hennar bar að. Kveðjuathöfn fór fram í Foss- vogskirkju á morgni þriðja dags jóla, en útfór hennar var gerð á Prestsbakka laugardaginn 29. desember. Foreldrar Solveigar voru Guðný Brynjólfsdóttir frá Hraun- gerði i Alftaveri og Bergur Jóns- son frá Skál á Síðu. Þau bjuggu á Keldunúpi — austurbænum — í rúmlega 40 ár. Solveig dóttir þeirra var einbirni. Hún var fædd á Maríubakka í Fljótshverfi 29. okt. 1907. Solveig hét fullu nafni: Solveig Jóna Sigrfður. Atti sú nafngift sína sögu. Guðný móðir hennar var tekin í fóstur, er hún var 10 ára, til prestshjónanna á Mýrum i Alfta- veri, þeirra sr. Jóns Sigurðssonar prófasts og mad. Solveigar Ein- arsdóttur frá Skógum undir Eyja- fjöllum. Með þeim fluttist hún síðan austur að Prestsbakka, er sr. Jóni var veitt Kirkjubæjar- klaustursprestakaJI árið 1878. — Sex árum siðar andaðist pró- fastur en ekkja hans madama Sol veig, fékk Kálfafell til ábúðar. Fylgdi Guðný henni þangað. Þar bjó gamla prófastsekkjan i 17 ár, Var Guðný henni mjög handgeng- in og mikið tryggðahjú alla tíð. Fyrir aldamótin lét mad. Solveig af búskap og fluttist með Sigurði syni sínum að Maríubakka. Þangað fór Guðný með þeim mæðginum. Þangað vistaðist þá Bergur Jónsson, sem siðar varð maður hennar. Gengu þau i hjónaband 14. jiini 1906. Arið eft- ir fæddist þeim svo dóttir, sem var látin bera nafn prófastshjón- anna og Sigurðar sonar þeirra, bónda á Maríubakka. Var mjög kært með þeim fóstursystkin- unum, enda nefndi hann Guðnýju jafnan systur sína. Vorið 1908 fékk Bergur Keldu- núp til ábúðar, sem hann eign- aðist síðar, og bjuggu þau Guðný þar allan sinn búskap, eða i meira en 40 ár, að þau fengu jörðina í hendur fóstursyni sínum, Jóni Pálssyni, og konu hans, Sigríði Jónsdóttur frá Teygingalæk. Keldunúpur var við alfaraleið, þar sem'þjóðvegurinn austur Síðu lá svo að segja um hlaðið ö\l bú- skaparár .þeirra Guðnýjar. Þar bar því margan mann að garði og sköpuðust við það margháttuð kynni við flesta sveitunga. Oft stóð Bergur bóndi á hlaði úti eða i bæjardyrum, er hann varð ferða- manna var og bauð þeim i bæinn upp á góðgerðir. Það var alltaf einstaklega notalegt að koma inn í baðstofuna tii gömlu hjónanna, þar sem andrúmsloftið var mettað af reynslu áranna (jg ró ellinnar. Bæði náðu þau háum aldri.Guðný andaðist haustið 1951, 86 ára, og Bergur dó tveim árum síðar, sama vorið og hann fluttist frá Keldu- núpi og hafði þá þrjú ár um átt- rætt. Solveig á Keldunúpi átti ekki margbrotna ævisögu eða vega- mótarika lifsgöngu. En góð er samt sú saga og falleg fær hún eftirmæli án þess að borið sé á hana överðskuldað lof. Hún ólst upp hjá sinum góðu og frómu foreldrum, þar sem allar fornar dyggðir þessarar fátæku þjóðar voru mjög i heiðri hafðar, áður en íslendingar hófust úr fá- tækt sinni til bjargálna og síðar þess nægtarika lifs, sem nú lifum vér í þessu blessaða landi. -» Solveig var vel verki farin, og hún var líka gædd góðri greind og vel fróð um margt, enda þótt ekki fengi hiin aðra fræðslu en þá tiðk- aðist í barnaskóla. En hún var minnug á það, sem henni var sagt og hún hafði heyrt frá fyrri tið hjá sinum öldruðu foreldrum og öðrum, sero mundu svo langt aft- ur i timann. Hlutverk — lifshlutverk — Sol- veigar á Keldunúpi var á heimili foreldra hennar fyrst og fremst. Á fyrri hluta búskapar síns höfðu þau nokkurn vinnukraft, bæði vistráðin hjú og lausavinnufólk. En það fór saman, að timi vinnu- fólks og hjúahalds var liðinn og fóstursystkin að komast upp. — Þau tóku þá við búskapnum og bústörfunum með eðlilegum hætti og gerðust fyrirvinna á hinu snotra og hæga býli. Þar voru gömlu hjónin hjá þeim i öruggu skjóli þeirra, undu sér vel og áttu góða daga eins og vér öll vitum, sem til þeirra þekktum. — Það var mikil gæfa fyrir einkadóttur- ina að eiga möguleika og tækifæri til að annast sina aldurhnignu foreldra til hinztu stundar, og vissulega lét hún það ekki ónotað. — Og umbun sína fékk hún lika fyrir að rækja þannig dóttur- skyklu sina. I löngu og erfiðu heilsuleysi átti hiin frábærlega gott athvarf hjá fósturbróður sín- um og konu hans á Prestsbakka. Það skal þeim hjónum þakkað um leið og blessuð er minning Sol- veigar frá Keldunúpi. (iBr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.