Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974 IH Gísll, Elríkur og Helgl s etlir ingiblörgu Jónsdðitur „Nei, þrjá,“ hugsaði Gísli um leið og hann gekk upp á loft. „Þeir eiga að vera þrír turnarnir á Hallgrími, því að þá getum við haft sinn hvern turninn í friði.“ Daginn eftir hringdu Eiríkur og Gísli á bjöllunni hjá Helga. „Flýttu þér, Helgi,“ galaði Eiríkur fyrir utan dyrnar. „Já, flýttu þér,“ tók Gísli undir, „við verðum of seinir í skólann." Kennslukonan þeirra heimtaði nefnilega, að allir krakkarnir mættu á réttum tíma og stæðu í röð fyrir framan dyrnar, þegar hringt yrði inn. Mamma Helga litla kom til dyra og aldrei þessu vant varð henni orðfátt. „Hann er að koma,“ sagði hún aðeins. „Blessaður drengurinn er alveg að koma.“ 2J 'g Jf 5J^ ~ 8 Að finna þann rétta Þessa þraut geturðu leyst með því sem oft er kallað útilokunar- aðferðin. Þú átt að finna hina réttu teikningu meðal þessara nfu. Og hún ein uppfyiliröllþessi skilyrði: 1. Hann má ekki-hafa hlífðarhjálm áhöfði 2. Það á að vera kappakstursstýri á hjólinu 3. Talan á baki kappans verður að vera deilanleg með 3. 4. Hann á að vera berhentur. •nju Jduinu issocj :jbas Gísli og Eiríkur tylltu sér í kjallaratröppurnar. „Ætlarðu að sitja þarna lengi?“ spurði Eiríkur. „Hún verður vitlaus.“ Þessi hún var kennslukonan þeirra. „Nei, bara andartak," sagði Eiríkur. „Helgi hlýtur að fara að koma.“ Þeir lögðu við hlustirnar og heyrðu báðir, að allt benti til þess, að Helgi litli færi alveg að koma. Nóg gekk á fyrir innan. „Nei, nei.“ sagði mamma hans Helga. „Þettafærðu ekki að fara með.“ „Gerðu það, elsku mamma," heyrðu þeir Helga litla segja biðjandi. „Bara núna og svo aldrei aftur. Þú ert bezta mamman í heiminum og leyfir mér það því örugglega.“ Gísli leit á Eirík og Eiríkur á Gísla. Þeir hlustuðu betur en ekkert heyrðist. Kannski var mamma hans Helga litla bezta mamman í heiminum, svo mikið er víst, að Helgi litli kom út með töskuna sína á bakinu og skókassa undir hendinni. „Ég er með hamstur- inn,“ sagði hann hreykinn. „Hvað ertu að segja?“ spurði Gísli yfir sig hissa. „Ætlarðu með hann í skólann?" Gísli hafði steingleymt því, að þetta var afmælis- gjöf hans til Helga. Hann mundi í svipinn aðeins eftir ljótu frænkunum öllum og mömmu hans Helga, sem tvístigu uppi á borði hjá kökunum. „Það er áreiðanlega bannað að koma með hamstra í skólann," sagði Gísli ákveðinn. „Við getum sett hamsturinn inn í skúffuna hjá kennaranum,“ sagði Eíríkur. Og það gátu þeir reyndar vel. Það var líka einstak- lega heppilegt að hafa hamstur með sér í skólann, því að kennarinn var einmitt að segja þeim hitt og þetta um átthagafræði og náttúrufræði og hamstr- ar eru dýr. Dýr eiga heima undir heitinu náttúru- fræði í skólum. Gísli, Eiríkur og Helgi komu að skólanum rétt um það bil, sem átti að fara að hringja inn. „Við verðum of seinir,“sagði Gísli. „Og fáum ávítur,“ sagði Eiríkur. „Mér er nú sama um þær, ef hún hringir bara ekki heim,“ sagði Gísli. „Þá verður mamma reið, því að hún segir, að börn eigi að vera stundvís, kurteis og háttprúð.“ Drengirnir þrír komust ekki á sinn stað í röðinni. Þeir urðu að láta sér nægja að ganga síðastir inn. ^JVonni ogcTYIanni eftir Jón Sveinsson Freysteinn Gunnarsson þýddi að við gengum báðir í reglu þeirra, er við höfðum lokið menntaskólanámi. Eftir þetta tvennt höfum við aldrei iðrazt. Manni, sem alltaf var sami góði og guðhræddi dreng- urinn, dó árið 1885. Hann var þá við heimspekinám í Jesúítaskólanum í Löwen. Það var fimm áriun eftir að hann gekk í Jesúítaregluna. Mér auðnaðisl því miður ekki að vera við dánar- beð bróður míns. Ég var þá kominn aftur til Norðurlanda og átti heima í Kaupmannahöfn. Sorg minni við bróðurmissinn verður ekki með orð- um lýst. Og sorg móður minnar, er hún fékk fregnina um andlát eftirlætisbarnsins síns, reyni ég ekki heldur að lýsa. En eftirfarandi atvik lýsir henni sjálfri að nokkru og móðurást hennar. Og sjálfsagt mætir það réttum skilningi í hjarta hverrar móður og hvers barns, sem þessar línur les. Ég varð til þess að skrifa henni í bréfi um andlát bróður míns. Hún skrifaði mér undir eins aftur og reyndi með ástúðlegum orðum að hugga mig eftir bróðurmissinn. En sína eigin sorg nefndi hún ekki á nafn. Ég þekkti móður mína og vissi, hvað úr því mátti lesa. Árin þar á eftir var það þegjandi samkomulag hjá okkur að minnast ekki á Manna í bréfum þeim, sem milli okkar fóru, til þess að ýfa ekki hina blæðandi und í hjörtum okkar. Tuttugu árum seinna, það var árið 1905, en þá átti ég heima í menntaskóla okkar í Ordrup hjá Kaup- oigunkoffinu — Þú ættir heldur að þakka mér fyrir að reyna að gera þetta svolitið heimilislegt... A — Tvo miða í konungsstúkuna takk...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.