Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRÚAR 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Eyjólf ur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjórn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. simi 10 100.
Aðalstræti 6. simi 22 4 80.
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasolu 22.00 kr. eintakið.
sem mjölverksmiðjurnar
mundu ekki treysta sér til
að taka við meiri loðnu en
þær væru öruggar um að
geta unnið úr fyrir hugsan-
legt verkfall, ella töldu
þær, að gífurleg verðmæti
mundu liggja undir
skemmdum i þróm verk-
smiðjanna og þær verða
fyrir feikilegu fjárhags-
tjóni. Af þeim sökum var
farið fram á undanþágu
hjá verkalýðsfélögunum
þannig, að tryggt yrði, að
OFREMDARASTAND
VIÐ LOÐNULÖNDUN
Algert neyðarástand
hefur ríkt síðustu daga
á loðnuveiðum vegna lönd-
unarerfiðleika, og hafa
tugir báta orðið að dæla
loðnunni í sjóinn, vegna
þess, að þeir hafa hvergi
getað landað henni. Hefur
þetta að sjálfsögðu valdið
miklum erfiðleikum og
mikilli reiði meðal þeirra
sjómanna, sem loðnu-
veiðarnar stunda, auk þess
sem gffurleg verðmæti
fara forgörðum fyrir
þjóðarbúið í heild. Pétur
Sigurðsson gerði þessi mál
að umtalsefni utan dag-
skrár á Alþingi s.l. mið-
vikudag og beindi þeirri
fyrirspurn til Lúðvíks
Jósepssonar sjávarútvegs-
ráðherra, hvað hann og rík-
isstjórnin hefðu gert til
þess að greiða fyrir áfram-
haldandi loðnulöndun og
loðnuvinnslu. í ljós kom,
að ráðherrann hafði verið
aðgerðalítill og honum
varð svarafátt, en hann
gerði þó tilraun til að gera
lítið úr því vandamáli, sem
um er að ræða. Slíkar yfir-
lýsingar ráðherra gagna þó
lítið, þegar hver báturinn á
fætur öðrum á ekki annars
kost en að dæla aflanum í
sjóinn.
Þegar verkalýðsfélögin
boðuðu verkfall frá og með
19. febrúar n.k. varð Ijóst,
að verkfallsboðunin gæti
haft áhrif á loðnuveiðarn-
ar þegar í stað, þar
verksmiðjurnar gætu
unnið úr þeirri loðnu, sem
eftir væri í þróm þeirra, ef
til verkfalls kæmi, en
verkalýðsfélögin neituðu
að veita slíka undanþágu.
Sú neitun hlaut að leiða til
þess, að verksmiðjurnar
treystu sér ekki til að taka
við meira loðnumagni.
Afleiðingin er sú, sem
menn hafa horft upp á síð-
ustu dagana, að loðnan er
veidd og síðan er henni
dælt í sjóinn á ný vegna
þess, að hvergi er hægt að
landa henni. Hér hefði rík-
isstjórnin að sjálfsögðu
þurft að grípa inn i þegar í
stað og gera ráðstafanir til
þess að koma í veg fyrir
þetta ófremdarástand. Það
hefur hún ekki gert og
ekki að sjá, að sjávarút-
vegsráðherra hafi haft
nokkurn áhuga á því að
taka til greina ábendingar
Péturs Sigurðssonar í
þessu efni. Þess vegna hafa
sjómenn á loðnubátunum
nú við orð að binda bátana,
enda sjá þeir ekkert vit í
því að veiða loðnu og dæla
henni svo í sjóinn á ný. Er
bersýnilegt, að ríkisstjórn-
in hefur gersamlega brugð-
izt í þessu máli, sem varðar
hag sjómanna, útgerðar,
mjölverksmiðja og þjóðar-
búsins í heild.
Heimta fullnað-
argreiðslu
Framferði Sovétríkj-
anna í viðskiptum við
okkur Islendinga að
undanförnu er ekki ein-
leikið. Sovétríkin svíkja
gerða sampinga um olíu-
kaup, þau neita að borga
eðlilegt verð fyrir freð-
fisk, lagmeti og ullarvörur
með þeim afleiðingum, að
allt er nú í óvissu um út-
flutning okkar til þeirra á
þessu ári.
Á síðasta ári keyptum við
olíu af Sovétríkjunum eins
og jafnan áður og fyrir sí-
hækkandi verð, en kaup
þeirra af okkur minnkuðu
mjög og afleiðingin varð
sú, að um eða upp úr ára-
mótum vorum við í 1100
milljón króna skuld við
Sovétríkin. Það hefur kom-
ið fyrir áður, að við höf-
um safnað skuldum í þess-
um viðskiptum við Sovét-
menn, sem eru vöruskipta-
viðskipti og eiga að vera
á jafnréttisgrundvelli, en
þeir hafa aldrei gert at-
hugasemdir við það, þótt
slíkar skuldir hafi safnazt.
Nú bregður hins vegar svo
við, að fyrir nokkru kröfð-
ust Sovétmenn þess, að
þegar í stað yrði greidd
upp sú skuld, sem er um-
fram samningsbundinn
yfirdrátt í viðskiptum okk-
ar við þá. Voru þá greiddar
400 milljónir króna í
dollurum upp í skuld þessa,
en þá kom um hæl krafa
frá þeim rússneska banka,
sem með þessi viðskipti
hefur að gera, að afgangur-
inn yrði strax greiddur
upp. Hefur þetta vakið
mikla undrun hér á landi.
Þessar aðgerðir Sovét-
ríkjanna í viðskiptum við
okkur eru allar með þeim
hætti, að tæpast getur
lengur leikið nokkur vafi á
því, að um tilraunir er að
ræða til að beita okkur við-
skiptalegum þvingunum og
hafa þannig áhrif á afstöðu
fslenzkra ráðamanna í
varnarmálunum.
IFréttir I
vikunnai
Eftir Magnús Finnsson
Dularfullí
blaðamanna-
fundurinn
SÉRSTÆÐUR og í senn undarleg-
ur var blaSamannafundur, sem
Lúðvtk Jósepsson viðskiptaráð-
herra boðaði til laugardaginn 9.
febrúar. Það er í sjálfu sér ekkert
skrítið, þótt íslenzkur ráðherra
boði til blaðamannafundar, en
þegar tilefni fundarins er íhugað
og grandskoðað, vakna ýmsar
grunsemdir. Yfirlýst tilefni fundar-
ins var, samkvæmt frásögn blað-
anna, að bera til baka staðleysur
um þvinganir Rússa gagnvart fs-
lendingum — staðhæfingar, sem
aðeins væru til þess fallnar að
skaða „hin þýðingarmiklu olfuvið-
skipti við Rússa".
íslendingar kaupa olfur af Rúss-
um og eru viðskipti þessi á grund-
velli „gagnkvæmra" vöruskipta.
Allt olíuverð, sem íslendingar
greiða Rússum er samkvæmt
markaðsverði, sem skráð er I borg-
inni Curacao í Venezuela. Hinn
16. október sfðastliðinn, þegar
Arabar hófu olfustrfð sitt, ætluðu
þeir m.a. að knýja fram vilja sinn
fyrir botni Miðjarðarhafsins. Þeir
stórhækkuðu skyndilega olfuverð.
Aðrir olfuframleiðendur hækkuðu
einnig verð sitt f kjölfar yfirlýsing-
ar keisarans f Persfu, en hann
hafði orð fyrir olfuframleiðslulönd-
unum. Hann sagði þá m.a. að nú
ætti Vestur-Evrópa ekki lengur að
njóta þessarar ódýru orku. Þróun
þessara mála hefur sfðan orðið sú,
að olfan frá Arabalöndunum hefur
hækkað að nokkru, en þá brá svo
við að olíujöfrarnir f Venezuela
fóru ekki að dæmi Arabanna. Þar
hélt olfan sfnu háa verðgildi og
greiða íslendingar Rússum fyrir
olfuna á þvf verði, þar eð Curacao-
skráningin er samningsbundin
milli fslendinga og Rússa. Nú um
þessar mundir er staðan svo þann-
ig, að olfuverð i Rotterdam er t.d.
lægra en olfuverðið f Curacao.
Á blaðamannafundinum marg
umtalaða sagði ráðherrann, að á-
kveðið hefði verið að festa kaup á
16 þúsund lestum af gasolfu frá
Rotterdam — „sem bauðst á
mjög svipuðu verði og Rússlands-
olian" — eins og segir f frétt
Morgunblaðsins af blaðamanna-
fundinum. Hér lætur ráðherrann
að því liggja, að það hafi verið
einskær heppni að olfan hafi boð-
izt á „svipuðu" verði og Rúss-
landsolfan. Það var hins vegar
engin spurning um það, hvort
greiða þyrfti hærra verð fyrir olf-
una. Vandamálið var, hvort unnt
væri að fá olfuna með svo stuttum
fyrirvara sem íslendingum var
nauðsyn. Loðnuvertfð stóð sem
hæst og var olfuskortur þvf mjög
tilfinnanlegur fyrir fslendinga og
aðeins velvilji Shell International f
Rotterdam bjargaði þvf sem bjarg-
að varð.
Undanfarin ár og raunar áratugi
hefur nytsemi hinna „gagn-
kvæmu" vöruskipta verið lofuð
mjög og þvf var haldið áfram á
blaðamannafundi ráðherrans. En
hversu gagnlegir hafa þessir Rúss-
landssamningar okkar verið f
raun? Höfum við fengið heims-
markaðsverð fyrir fiskinn okkar?
Öðru nær. Árið 1973 keyptu
Rússar af okkur 16 þúsund tonn
af frystum fiski. Samið var um
fast verð og á samningstfmanum
hækkaði svo heimsmarkaðsverð,
að segja má að islendingar hafi
beðið skarðan hlut frá borði. Nú er
komið að gerð nýrra samninga og
vilja fslendingar þá fá sama verð
fyrir fiskinn og unnt er að fá ann-
ars staðar. — En Rússar berja f
borðið og segja nei. Þeir vilja að
vfsu kaupa sama magn og f fyrra,
en til þess að endar nái saman t.d.
hjá framleiðendum f lagmetisiðn-
aði, þyrfti að fella gengi krónunn-
ar um a.m.k. 13%. Til þess að ná
þeim samningum, sem lagmetis-
iðnaðurinn tekur viðunandi þyrfti
hins vegar að fella gengi krónunn-
ar um nálega 33%. Er þá miðað
við það boð, sem Rússar gerðu
íslendingum og það verð, sem
framleiðendur töldu bezt viðun-
andi án þess þó að setja sig á of
háan hest.
Þá ber þess og að geta að við-
skiptasamningur um sölu á is-
lenzkum vörum til Sovétrfkjanna
fer minnkandi. Árið 1972 nam
útflutningur okkar til Rússa 7,3%
af heildarútflutningi okkar, en árið
1973 nam þessi sami útflutningur
aðeins 3,57%. f ár virðist allt
benda til þess að þessar tölur fari
niður f núllpunktinn.
En hvers vegna var þá boðað til
blaðamannafundarins f viðskipta-
ráðuneytinu? Var það til þess að
verja fslenzka hagsmuni — eða lá
kannski eitthvað annað að baki?
Sannreynt er að Rússum er f raun
mjög sárt um það. hvað um þá er
sagt f fslenzkum fjölmiðlum. Það
sannar nærtækt dæmi úr fslenzka
sjónvarpinu, er sovézkur sendi-
ráðsmaður gekk á fund Péturs
Thorsteinssonar ráðuneytisstjóra
og kvartaði — óformlega þó —
undan þvf að menntamálaráðherra
fslands skyldi dirfast að segja
skoðun sfna á ofsóknum stjórn-
valda f Sovétrfkjunum á hendur
Alexander Solzhenitsyn. Sovézka
sendiráðið þoldi ekki gagnrýni á
sovézkt skipulag f fslenzkum fjöl-
miðli. Allmikil skrif hafa farið fram
f fjölmiðlum undanfarið um Rúss-
landssamningana. Þar ber ef til
vill hæst fréttina um vanefndir
Rússa á hinum „gagnkvæma"
viðskiptasamningi. Mér er það
persónulega kunnugt, að þegar út-
varpið birti þá frétt f hádegisfrétt-
um, fannst sovézka sendiráðinu
það mjög miður og kvartaði sáran
við viðskiptaráðuneytið. Hafði
sendiráðið m.a. haft spurnir af þvf
að dagblaðið Tfminn var komið í
málið og ætlaði sem vonlegt var
að skrifa um vanefndirnar. Var
þess óskað af sendiráðinu, að ekki
yrði af þessum skrifum f Tfman-
um. Auðvitað gat ráðuneytið ekki
ráðið því. Það er því ekkert undar-
legt þótt spurt sé: Var boðað til
blaðamannafundarins í viðskipta-
ráðuneytinu til þess að verja hags-
muni fslands eða hagsmuni Sovét-
rfkjanna? — og var þess óskað af
sovézka sendiráðinu að Lúðvfk
Jósepsson héldi þennan blaða-
mannafund til þess að bera blak af
Sovétrfkjunum?