Morgunblaðið - 16.02.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. FEBRUAR 1974
15
Heinrich Böll
Andrei Sakharov
GiintherGrass
Sterk viðbrögð við
brottvísun Solzhenitsyn
Grass: Ognaröld
Frisch: Svívirðing
MORGUNBLAÐIÐ hefur áður
skýrt frá viðbrögðum ýmissa
aðila við þeirri ákvörðun mið-
stjórnar sovézka kommúnista-
flokksins að láta handtaka Solz-
henitsyn og flytja hann nauð-
ugan úr landi. Viðbrögð um
allan heim hafa verið mjög
sterk og verður hér að eftir
minnzt á nokkra aðila, sem sagt
hafa skoðun sína á framferði
þessu.
Kjarnorkufræðingurinn rússn
eski, Sakharov, hefur mót-
mælt handtöku Solzhenitsyns
og í samtali við þýzku frétta-
stofuna DPA sagði hann, að al-
menningsálitið i heiminum yrði
að krefjast þess, að
Solzhenitsyn gæti aftur snúið
til heimalands síns.
Bandaríski utanríkisráðherr-
ann Kissinger og Heath, for-
sætisráðherra Bretlands, hafa
boðið Solzhenitsyn að búa í
löndum sínum hvenær sem
hann vildi.
Framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna, Kurt Waldheim,
sagði um handtöku
Solzhenitsyns, að mál hans væri
„persónulegur harmleikur"
eins og framkvæmdastjórinn
komst að orði.
Þá hefur svissneski rit-
höfundurinn Max Frisch lýst
yfir, að framkoma Sovét-
stjórnarinnar gagnvart Nóbels-
skáldinu væri svívirðing einnig
gagnvart Vestur-Þýzkalandi.
Heinrich Böll, vinur Solzhen-
itsyns, hefur sagt, að hann geti
engu bætt við fyrri orð sín,
Solzhenitsyn hefði ekki talað
um persónuleg vandamál sín
við sig. Böll sagðist einungis
vera „starfsbróðir Alexanders
Solzhenitsyns en ekki frétta-
maður — ég hef ekki átt blaða-
samtal við hann“, sagði vestur-
þýzka Nóbelsskáldið.
Böll kvað það skoðun sína, að
það félli Solzhenitsyn mjög
þungt að hafa orðið að yfirgefa
land sitt. Hann hefur „örugg-
lega ekki farið af fúsum og
frjálsum vilja“, sagði Böll.
Einn af helztu talsmönnum
vestur-þýzkra rithöfunda sagði,
að þrælabúðirnar i Sovét-
rikjunun, ofbeldið og morðin
minntu Vestur-Þjóðverja mjög
á þrælabúðir þriðja ríkis nas-
ismans.
Rithöfundurinn Gunther
Grass lýsti yfir, að Solzhenitsyn
hefði fyrstur sovézkra rithöf-
unda sýnt fram á, að Leninismi
hefði orðið að Stalinisma, sem
hefði einungis í för með sér
ógnaröld. Handtaka Solzhen-
itsyns sýndi, að þeir, sem nú
réðu ríkjum í Sovétríkjunum,
brygðust við gagnrýni með
sömu aðferðum og Stalin á sín-
um tíma.
Bratteli:
Ekki orðið var við
gremju Islendinga
Oslo, 13. febr. NTB — AP.
í LOK fundar í norska Stórþing-
inu í dag komu tilumræðu fréttir
norskra fjölmiðla af bréfi því,
sem norsk stjórnvöld sendu is-
lenzku ríkisstjórninni á sínum
tíma varðandi afstöðu hennar til
herstöðvarmálsins.
Lars Korvald fyrrverandi for-
sætisráðherra upplýsti, að bréf
þetta hefði verið sent í stjórnartíð
hans, í september sl., og þar er
gerð grein fyrir þeirri afstöðu,
sem norska stjórnin mundi taka
til herstöðvarmálsins, þegar það
kæmi til umræðu innan Atlants-
hafsband alagsins.
Þingmaður sósíallska kosninga-
sambandsins, Arent Henrikssen,
sem tók málið upp i þinginu, sagði
eðlilegast, að norska ríkisstjórnin
blandaði sér.ekki í þær umræður
sem nú færu fram á Islandi um
þetta mál. Formaður þingflokks
sambandsins, Finn Gustavsen,
sagði, að bréf stjórnarinnar hefði
vakið gremju á Islandi, þar sem
litið væri á það sem íhlutun f
islenzk innanrikismál. Trygve
Bratteli núverandi forsætisráð-
herra svaraði þvi til, að hann
hefði ekki orðið var neinna vís-
bendinga um gremju forystu-
manna íslenzkra stjórnmála
vegna afstöðu Noregs í þessu
máli. Hann benti á, að bréf stjórn-
ar Korvalds hefði verið greinar-
gerð, en ekki opinber orðsending.
Hins vegar kvað Bratteli norsku
stjórnina þeirrar skoðunar, að
það væri mál tslands að taka
ákvörðun um herstöðina i Kefla-
vik og stjórn hans hefði ekki látið
fara frá sér nein ummæii eða orð-
sendingar til íslenzkra stjórn-
valda þar að lútandi. Korvald
fyrrverandi forsætisráðherra tók
fram, að stjórn hans hefði einnig
verið þeirrar skoðunar, að það
væri Islendinga einna að taka
ákvörðun i máli þessu.
Norska utanrikisráðuneytið
hefur að sögn AP neitað beiðni
norskra fjölmiðla um að birta op-
inberlega - greinargerðina, sem
send var Islendingum.
Samið um Sovét-
flug til Svalbarða
Osló, 15. febrúar — NTB.
NORSK og sovézk stjórnvöld hafa
nú náð samkomulagi um allmörg
hagnýt atriði varðandi notkun
Sovétríkjanna á flUgvellinum á
Svalbarða. Viðræður hafa staðið
yfir í Osló síðustu tíu daga, og
hafa verið lögð drög að samkomu-
lagi, sem undirritað verður og
gert opinbert, þegar búið er að
ganga frá ákveðnum formsatrið-
um, að því er samgönguráðuneyt-
ið í Osló upplýsir.
Viðræðurnar hafa snúizt um
sovézkar farþega- bg flutninga-
vélar, sem notað hafa Svalbarða-
flugvöll á áætlunarleiðinni milli
Sovétrikjanna og Svalbarða og i
óreglubundnu flugi. Hefur verið
fjallað um þörf fyrir flugstjórnar-
og öryggisbúnað o.s.frv. Náðu-
norsku og sovézku viðræðu-
nefndirnar samkomulagi um, að
sovézka flugfélagið Aeroflot fái
að hafa afgreiðslu í flughöfninni
með 4—5 starfsmönnum. Önnur
samningsatriði voru loftskeytaað-
staðan á flugvellinum, innflugs-
skilyrði, fjármálaatriði, o.s.frv.
Hatursherferð hafin
gegn Solzhenitsyn
Moskvu, 15. október. AP.
HATURSHERFERÐ var greini-
lega skipulögö í sovézkum blöð-
um í dag gegn Alexander Solzh-
enitsyn.
Blöðin voru uppfull af orðsend-
ingum, sem sumar voru alla leið
frá Kiev og Voronezh, með árás-
um á Nóbelsskáldið.
Uppnefnin sem Solzheriitsyn
fær í bréfunum eru „Júdas“, „úr-
kynja“, „landráðamaður“, „und-
anvillingur", „rógberi", „krot-
ari“, „launaður útsendari borg-
aralegs áróðurs“ og „handbendi
andkommúnista".
Ofursti segir í bréfi sem birtist í
Rauðu stjörnunni, málgagni her-
aflans, að hann láti í ljós „hatur
þjóðarinnar í garð þessa óvinar
sem hefur fengið makleg mála-
gjöld.“
Pyotr Vasilyev, 74 ára gamall
listamaður sem fékk Stalínsverð-
launin fyrir málverkaflokk sinn
„Lenín og Stalín“, segir í blaðinu
Sovietskaya Kultura að „í landi
okkar sé enginn staður fyrir föð-
urlandssvikarann. . . og hinn úr-
kynjaða Solzhenitsyn".
Mjaltakonunni L. Shegeda tókst
að senda bréf til Moskvu á met-
tíma alla leiðina frá landbúnaðar-
héruðum tJkraínu. í bréfi hennar
í Pravda segir: „Við landbúnaðar-
verkamenn erum stórhneykslaðir
á manngerð eins og Solzhenitsyn.“
L. Sidelnikov, félagi i Rithöf-
undasambandinu, segir í bréfi frá
Voronesh 1 Soveietskaya Rossiya
að Solzhenitsyn hafi „selt sig fyr-
ir 30 silfurpeninga. Urkynjaðir
menn og undanvillingar sem þess-
ir eiga hvergi heim á „okkar
mold“.
Fyrrverandi ofursti frá Rostov
við Don, skammt frá fæðingarstað
Solzhenitsyns, kvartar undan því
að hann „geti ekki fundið orð til
þess að brennimerkja þennan
undanvilling með smán“.
í blaðinu Selskaya Zhizn spyr
Úkrainumaður nokkur með
þjósti: „Hvernig gat hann borðað
brauð okkar?” Honum datt ekki í
hug sá möguleiki að brauðið sem
Rússar hafa borðað í eitt ár hafi
verið bakað með bandarísku
hveiti.
Pravda birti bréf frá Valentin
Katayev rithöfundi sem studdi til-
raun Solzhenitsyns 1967 til þess
að fá Rithöfundasambandið til að
berjast gegn ritskoðun og verja
félagsmenn sina gegn ofsóknum.
Bréf Katayevs var margræðast
þeirra bréfa gegn Solzhenitsyn
sem birtust í öllum helztu blöðun-
um nema Sovietsky Sport, dag-
blaði íþróttamanna.
„Ég hef lesið með létti að Æðsta
ráðið hefur svipt Solzhenitsyn
sovézkum ríkisborgararétti og að
samfélag okkar hefur losnað við
hann,“ segir í bréfinu frá Katá-
yev.
Gullið
hækkar
London, 15. október. AP.
VERÐ á gulli hækkaði um
rúmlega tvo dollara únsan í
dag. Staða Bandaríkjadollars
veiktist á peningamörkuðum í
EvTÓpu.
Gullið var selt fyrir 149
dollara únsan í London og það
er met. Zurieh átti gamla
metið sem var 148 dollarar
únsan og síðan á þriðjudag.
Bandaríkjadollar lækkaði
um eitt franskt sent í Parfs og
var skráður á 4.9950 franka. í
London hækkaði pundið uin
rúmlega hálft cent f 2.28075
dollara.
Menningarbylting er
nú hafin í Shanghai
Peking, 15. febrúar. NTB.
NÝ menningarbylting er skollin
á í Shanghai að sögn útlendinga
sem nýlega dvöldust í borginni.
Fjöldafundir eru haldnir nánast
daglega í borginni sem er stærsta
borg heimsins og byggð 11 millj-
ónum manna.
Kennsla við æðri menntastofn-
anir hefur lagzt niður og verka-
menn halda útifundi að staðaldri
til þess að gagnrýna yfirstórn fyr-
irtækja. Spjöldum hefur verið
klístrað á húsveggi um alla borg-
ina.
Verkstjóra var vikið úr starfi á
fjöldafundi sem var haldinn ný-
lega við eina af þremur
stærstu skipasmíðastöðvum borg-
arinnar samkvæmt heimildunum.
Verkstjórinn var sakaður um að
hafa sýnt of litinn áhuga á kjör-
um verkamanna.
Yfirvöld í Peking hafa sett
nokkrar hömlur á ferðir til
Shanghai. Stundum hafa ferða-
leyfi þangað verið dregin til baka.
Opinberar upplýsingar um þró-
unina i Shanghai minna á ál.vkt-
anir og greinar frá árinu 1966
þegar hin upphaflega menningar-
bylting skall á.
Málgagn flokksins, Alþýðudag-
blaðið í Peking, birti i byrjun
mánaðarins mynd af veggspjaldi
sem hafnarverkamenn höfðu
hengt upp. Blaðið gagnrýndi
verkstjöra verkamannanna um að
beita svokölluðum þvingunarað-
ferðuin og að fylgja svokallaðri
endurskoðunarlínu.
Jafnframt er haldið áfram bar-
áttu gegn hugsunum Lin Piaos,
fyrrverandi staðgengils Mao
Tse-tungs, og heimspekingsins
Konfúsíusar.
Baráttan gegn klassfskri tónlist
Vesturlanda harðnaði í gær þegar
Alþýðudagblaðið kallaði tónlist
Beethovens og Respighis úrkynj-
aða.