Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.03.1974, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ.SUNNUDAGUR 10. MARZ 1974. 25% hækkun bóta almannatrygginga ***»«« MORGUNBLAÐINU hefur borizt svoh'jóðandi fréttatilkynning frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytinu um 25% hækkun bóta al- mannatrygginga: í samræmi við 78. grein laga um almannatryggingar hefur ráð- herra því ákveðið, að bætur al- mannatrygginga, aðrar en fjöl- skyldubætur og fæðingarstyrkur, hækki um 25 % frá 1. apríl 1974 að telja. Frá 1. apríl munu því bótaupp- hæðir verðaþannig: Elli- og örorkulffeyrir 12.215. Lífeyrir- tekjutrygging 18.886. Barnalífeyrir 6.251. Mæðralaun kr. 1.072, 5.817,11.633. Ekkjubætur a)6mán.: 15.306. b)12mán.: 11.478. Atta ára slysabætur 15.306. Greiðslur dagpeninga hækka einnig i samræmi við ofanritað svo og aðrar bótaupphæðir, sem ekki eru tilgreindar hér. Málmblendiverksmiðjan: Lokadrög að samningi til ríkisstjórnar og Alþingis ALÞINGI á nú næsta leik í mál- inu eru lýtur að því, að komið verið upp málmblendiverksmiðju f Ifvaifirði I samvinnu við bandarfska stórfyrirtækið Union Carbide. Að sögn Jóhannesar Nordal, sem er formaður nefndar þeirra, er rikisstjórnin skipaði til að fjalla um orkufrekan iðnað á Is- landi, hefur hún nú skilað loka- drögum að samningum við Union Carbide ásamt tilheyrandi skýrsl- um til ríkisstjórnar og þing- mannanefndarinnar, sem var skipuð af Alþingi til að fylgjast með framvindu málsins. Jó- hannes sagði, að málið væri nú í athugun bæði hjá ríkisstjórn og þingmannanefndinni, en heimildarlöggjöf þarf frá Alþingi áður en endanlega verður gengið frá samningum við Bandaríska fyrirtækið um málmblendiverk- smiðjuna. Smíði sögualdarbæj- ar að fara af stað NÚ er stefnt að því að hafizt verði handa um byggingu sögualdar- bæjar sem allra fyrst, að þvf er Eirfkur J. Eirfksson, formaður þjóðhátfðarnefndar Arnessýslu, tjáði Morgunblaðinu. Er um SS-búðir opnar á laugardögum I FRÉTT Morgunblaðsins f gær var haft eftir framkvæmdastjóra Kaupmannasamtakanna um sölu- tfma verzlana, að hann teldi Ifk- legt, að verzlanir Sláturfélagsins yrðu lokaðar á laugardögum. Einn af verzlunarstjórum SS kom að máli við Morgunblaðið í gær af þessu tilefni og kvaðst vilja ftreka, að engin ákvörðun hefði verið tekin um breyttan sölutfma SS-verzIananna og yrðu þær ekki lokaðar á laugardögum á næst- unni. þessar mundir verið að ganga frá stofnun sérstakrar byggingar- nefndar, sem á að hafa yfir- umsjón með framkvæmdunum, og strax að þeirri skipan lokinni má gera ráð fyrir, að smiði bæjarins hef jist. Eiríkur sagði, að helztu byrj- unarerfiðleikarnir yrðu án efa Utvegun fjármagns, því að fram- lögin, sem gefin hefðu verið fyrirheit um, myndu berast á löngum tíma. Upphafleg kostn- aðaráætlun um smíði sógualdar- bæjarins gerði ráð fyrir 12 milljónum króna en nú er ljóst, að kostnaður verður tðluvert meiri. Af framlögunum munar mest um hlut rfkisins, sem verður tæpar 11 milljónir króna. Bærinn á að rísa á Skelja- stöðum i Þjórsárdal. A þessu ári er áformað að koma bænum upp að ytra borði en að fullgera hann og taka í notkun á næsta ári. Sýningu Baltaz- ar lýkur í kvöld SÝNINGU Baltazar á Kjar- valsstöðum lýkur í kvöld kl. 10. Mikil aðsókn hefur verið að sýningunni og hef- ur mestur hluti myndanna selzt, en á henni eru alls um 57 myndir. Sýningin verður ekki framlengd. Frú Ingibjörg ÞcSrðardóttir afhendir Ólafi Erni Árnasyni gjófina. Gefa þriðju milljón- ina á þremur árum Tvær sýningar á Akureyri Akureyri 9. marz. RUDOLF Weissauer opnaði mál- verkasýningu á fimmtudagskvöld á efri hæð hússins nr. 9 við Ráð- hústorg. Þar sýnir hann 60 grafík- °g vatnslitamyndir á vegum Myndlistafélags Akureyrar. Sýn- mgin er aðeins opin til sunnu- dagskvölds. Þá hefur Sigurður Örlygsson opnað málverkasýningu í húsi Myndsmiðjunnar, Gránufélags- götu 9, 0g sýnir þar um 30 myndir. Sýningin verður opin nú um helgina og einnig á miðviku- dag. — Sv.P. S.I. miðvikudag kom stjórn Kvenfélags Langholtssafnaðar saman á fund ásamt formanni byggingarnefndar kirkjunnar, Vilhjálmi Bjarnasyni, og Ólafi Erni Arnasyni, formanni safnaðarins. Við þetta tækifæri afhentu kon- urnar 1 milljón króna framlag I byggingarsjóð kirkjunnar, og er þetta þriðja milljónin, sem félag- ið gefur til kirkjubyggingarinnar á þremur árum. Bygging kirkjunnar hófst árið 1957, og á jólum 1961 var í fyrsta skipti messað í þeim áfanga, sem þá var lokið við að byggja. S.l. haust voru hafnar fram- kvæmdir við byggingu kirkju- skips Langholtskirkju, og er nú ætlunin að ljúka við byggingu kirkjunnar svo fljótt sem auðið er, en fjárskortur hefur tafið framkvæmdirnar nokkuð. Kvenfélag Langholtssafnaðar telur um 200 konur, og tjáði for- maðurinn, frú Ingibjörg , Þórðar- dóttir, blaðamanni Mbl., að um helmingur kvennanna tæki virkan þátt í félagsstarfinu. Félagið hefur fyrst og fremst á stefnuskrá sinni að starfa að menningar- og liknarmálum i sókninni, en formaður sagði, að ' hingað til hefðu konurnar aðal- lega beitt kröftum sinum að því að safna fé tij kirkjubyggingar- innar, þar sem húsnæðisskortur- inn hái mjög allri starfsemi innan safnaðarins. I kjallara Langholtskirkju fer þó fram starf fyrir aldraða, og gengst kvenfélagið þar m.a. fyrir fótsnyrtingu og hárgreiðslu. Fjárins til kirkjubyggingarinn- ar hef ur k venf élagið aflað með þ ví að halda flóamarkaði, basara, bingó, happdrætti, kaffisólu, og með sölu jólakorta, og hefur félagíð haft samvinnu við bræðra- félag safnaðarins í sumum þátt- um fjáröflunarstarfsins. Sáralítil loðnuveiði SARALÍTIL loðnuveiði hefur verið undanfarna sólarhringa. Stöðug bræla hefur verið á mið- iniuin fyrir austan, en hins vegar var í fyrrinótt og gær sæmilegt veður á miðunum við Snæfellsnes og Breiðafjórð, en bátarnir fundu þá nánast enga loðnu. Örfáir bát- ar tilkynntu um afla, en mjög lftinn yfirleitt, 30—100 lestir. Ráð eða ekki ráð — ritskoðun eða ekki ritskoðun? MORGUNBLAÐINU hefur nú borizt greinargerð „ráðs þess", eins og þremenningarnir nefna sig, er fjalla um barnaefni í sjón- varpi, þar sem lýst er afskiptum þess af atriði I barnatfma sjón- varpsins um krístniboðsstarf f Konso. Aður en lengra er haldið er þó rétt að fram komi, að dag- Nú er FlIF-fundurinn löglegur Rannsóknarnefnd fulltrúaráðs framsóknar- félaganna í Rvík hefur úrskurðað í málinu TÍMINN birtir í gær greinargerð rannsóknarnefndar Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna I Reykjavfk vegna kæru Baldurs Kristjáns- sonar varðandi meint brot í sam- bandi við aðalfund Félags ungra framsðknarmanna ásíðasta ári til FuIItrúaráðs framsóknarfélag- anna I Reykjavík. Urskurður þessarar rannsóknarnefndar er á þá leið, að aðalfundur FUF hafi verið lögmætur og stjðrn og trúnaðarmenn kjörnir á þeim fundi séu þvf rétt kjörnir trúnaðarmenn félagsins. Sem kunnugt er felldi rannsóknar- nefnd á vegum Sambands ungra framsóknarmanna gagnstæSan úrskurð fyrir fáeinum dögum — aðalfundurinn var þar talinn ólógmætur. Rannsóknarnefnd Fulltrúaráðs fram.sóknarfélaganna telur i greinargerð sinni, að sannanír skorti fyrir tveimur fyrstu kæru- atriðunum — í fyrsta lagi, að spjaldskrá félagsins hafi verið fölsuð á þann hátt, að inn í hana hafi verið bætt nöfnum manna án þess að þeir hefðu verið teknir inn í félagið og í öðru lagi, að spjaldskráín hafi verið fölsuð á þann hátt, að nöfn fjölda löglegra félagsmanna hafi verið tekin burt úr félagsskránni. Þriðja kæruatriði er á þá leið, að meirihluti fráfarandi stjórnar hafi meinað nokkrum hluta lög- legra félagsmanna að greiða at- kvæði á aðalfundinum á þeirri forsendu, að þeir væru meðlimir f öðru félagi ungra framsóknar- manna. í kæruatriðinu kemur fram, að meirihluti stjórnar mun hafa byggt þessa ákvörðun á þvi, að viðkomandi félagsmenn hafi ekki átt lógheimili í Reykjavík' en á það er bent i kærunni, að samkvæmt lögum FUF i Reykja- vík • nái félagssvæði þess til Reykjavikur og nágrennis og enn- fremur geti þeir, sem dvelja landgdvölum í Reykjavík, verið félagsmenn í félaginu þótt þeir hafi lögheimili annars staðar. Um þetta atriði segir rann- sóknarnefndin, að samkvæmt reglum fulltrúaráðsins geti þeir einir orðið fullgildir félagar, sem eigi lögheimili i Reykjavík, enda verði að teljast óeðlilegt, að menn, sem ekki eigi þar lögheim- ili, geti haft áhrif á val fulltrúa þar. í fjórða kæruatriði er staðhæft, að fyrir félagsfundinn hafi meiri- hluti fyrrverandi stjórnar FUF dreift um borgina félagsskírtein- um og atkvæðaseðlum, sem gilda áttu á félagsfundinum. Margir þeirra, sem fengið hafi inngöngu á aðalfundinum, hafi komið með 'félagsskírteini og atkvæðaseðla Utan úr Ij.tq. Segir í greinargerð rannsóknar- nefndarinnar, að i sambandi við dreifingu atkvæðaseðla vilji hún taka fram: Að allar atkvæða- greiðslur er fram fóru á fund- inum hafi verið samhljóða og ekki skriflegar. Þess vegna hafi útbýting seðla fyr- ir fund ekki getað haft áhrif á úrslit mála á þessum, fundi, en nefndin telji þó óæski- legt, að afhending atkvæðaseðla fyrir fundi eigi sér stað, þar sem deilur geti risið út af því síðar. Þá er í Tímanum birt ályktun stjórnar FUF í Reykjavík þar sem hún harmar afskipti stjórnar SUF og rannsóknarnefndar sam- bandsins af þessu deilumáli. „Ur- skurður svokallaðrar rannsóknar- nefndar er til stórrar vansæmdar þeim, sem að honum standa, enda er þar vísvitandi hallað réttu máli og rökstuðningur að baki lir- skurðar nánast enginn," segir þar. skrárstjóri lista- og skemmti- deildar sjóvarpsins lftur ekki á íðlk þetta sem ráð að neinu tagi. Morgunblaðið hafði samband við Jón Þórarinsson dagskrár- stjóra til að spyrjast fyrir um upp- haflegt starfssvið þessa fólks. Jón sagði, að það hefði verið að hans frumkvæði, að þetta fólk var fengið til að vera ráðgefandi um barnaefni sjónvarpsins, koma með hugmyndir, ræða þær og gagnrýna, en því hefði ekki verið ætlað að vera á neinn hátt ábyrgt fyrir þessu barnaefni. Hann sagði, ennfremur, að enginn kall- aði þetta fólk „ráð" nema þag sjálft. Hér fer á eftir athugasemd þre- menninganna um þetta mál: Til að forðast misskilning för. um við fram á, að birtur verði eftirfarandi útdráttur úr fundar- gerð þess ráðs, sem fjallar um ____________Framhald á bls. 47 Blað hf . lekið við Alþýðublaðinu BLAÐ hf. hefur nú formlega tek- ið við utgafu Alþýðublaðsins af Alþyðublaðsútgáfunni. Að söBn Eyjólfs K. Sigurjónssonar, eins af stjórnarmönnum Blaðs, verða engar stórvægilegar breyti„gar gerðar á blaðinu og sama ri. stjórnarstarfslið verður áfram -- a.m.k. fyrst um sinn. Hins vegar kvað hann blaðið myndu verð-, opnara fyrir flokksmálum Al þyðuflokksins eftir þessa brevt ingu en verið hefði og skrif ^" þau ekkí takmórkuð vig lejð siðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.